Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 60

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Almennar sýningar á gamanmynd- inni Hvernig á að vera klassa drusla, hefjast á morgun en hana átti upphaflega að frumsýna í apríl í fyrra. Frumsýningu var ítrekað frestað vegna farsóttarinnar en það tókst loksins í fyrradag. Leik- stjóri og hand- ritshöfundur myndarinnar er Ólöf Birna Torfa- dóttir og með aðalhlutverk fara Ásta Júlía Elías- dóttir og Ylfa Marín Haralds- dóttir. Í mynd- inni segir af Karen, „lífsreyndri sveitapíu sem kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærast- anum og hætta með honum enn eina ferðina“, eins og segir í lýs- ingu á söguþræðinum. Vinkon- urnar halda til starfa á stóru sveitabýli yfir sumarið, Tanja fellur fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti en gengur illa að heilla hann. Á meðan á þeim tilraunum stendur dáist hún að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Karenu um að kenna sér að vera eins og hún, að vera klassa drusla. Neikvætt orð gert jákvætt „Það er svolítið „attitude“ í þess- um titli,“ segir Ólöf þegar blaða- maður spyr frekar út í titilinn og bætir við að hún hafi persónulega reynslu af notkun orðsins drusla. „Ég bjó í sveit þegar ég var yngri og kom úr frekar fátækri fjölskyldu og maður var talinn druslulegur af því maður var ekki í nýjustu föt- unum og svona,“ útskýrir Ólöf og bendir á fleiri niðrandi merkingar orðsins en ein þeirra, eins og segir í Íslenskri nútímamálsorðabók, er „lauslát kona“. Ólöf segir að með þessari notkun orðsins í titlinum og myndinni sé valdið tekið af þeim sem noti það um aðra í niðrandi merkingu og því snúið yfir í að vera „cool“. Þá sé bíll Karenar „þriðja druslan“ í myndinni. Um þær vinkonur Tönju og Kar- en segir Ólöf að þær séu ólíkir per- sónuleikar. Sveitastelpan Karen er lífsreynd og áhyggjulaus, öruggari með sig en Tanja er feimnari og hlédrægari og hefur lítið farið út fyrir borgarmörkin um ævina. „Eftir svolítið erfiða fyrstu nótt hjá borgarstelpunni biður hún hina um að kenna sér að vera meira eins og hún, að vera alveg sama og hætta að pæla í afleiðingunum og hvað fólki finnst. Það er svolítið kóme- dían í þessu,“ útskýrir Ólöf. Dýnamík milli persóna – Ertu að byggja þetta eitthvað á eigin lífi? Þú talaðir áður um að þú værir úr sveit. „Það er náttúrlega talað um að skrifa um það sem maður þekkir þannig að eitthvað af þessu hefur komið fyrir í alvörunni en annað er skáldskapur,“ svarar Ólöf. „Það sem kemur frá mér úr þessu eru í rauninni bara þessir tveir karakt- erar, hvernig þig langar til að vera,“ segir Ólöf og nefnir sem dæmi þau vonbrigði að mæta í partí og halda að þú verðir aðalgellan en renna svo saman við veggfóðrið. Hún segir dýnamíkina milli þess- ara tveggja aðalpersóna, vinkvenn- anna, hafa verið kveikjuna að sög- unni sem rakin er í myndinni. Að þessar góðu vinkonur væru svona ólíkar og settar í ákveðnar að- stæður. Aðalleikkonurnar tvær voru í leiklistarnámi í Kvikmyndaskóla Íslands og fóru báðar með lítil hlutverk í Síðustu veiðiferðinni. Hlutverk þeirra í kvikmynd Ólafar eru fyrstu aðalhlutverk beggja og segist Ólöf hafa unnið með þeim áður. „Ég kynntist Ástu þegar ég réð hana í aðalhlutverk í stuttmynd sem ég var að búa til. Þar unnum við fyrst saman og svo aðstoðaði ég hana á setti hjá Ylfu þegar hún var að útskrifast úr kvikmyndaskól- anum. Á því setti var Ásta einmitt að leika með henni, þær eru búnar að vera vinkonur í svolítinn tíma og þar kviknaði hugmyndin að hafa þær aðalkarakterana,“ segir Ólöf. Í Hvernig á að vera klassa drusla er umfjöllun um samskipti kynjanna fyrirferðarmikil og þá meðal annars hvaða augum stelpur líta stráka og Ólöf er spurð að því hvort myndin geti reynst ungum karlmönnum lærdómsrík. „Já, algjörlega,“ svarar hún kímin. „Ég held að þeir átti sig svolítið á því hvað við erum rosalega lík þegar kemur að þessu, ég held að það sé svolítið lærdómurinn sem má draga af þessu.“ Lagfæringar í kófinu Frumsýna átti myndina í byrjun apríl í fyrra, sem fyrr segir, og seg- ir Ólöf að frumsýningardagurinn 2. febrúar 2021 sé í raun sá fjórði sem settur hafi verið fyrir myndina. En voru þá einhverjar breytingar gerðar á henni á þessum tíma sem leið frá upphaflegum frumsýning- ardegi til þess núverandi? „Við nýttum alveg tímann,“ svarar Ólöf og segir að myndin hafi verið tekin í gegn og löguð til. „Mér finnst hún koma betur út fyrir vikið,“ segir hún. Ólöf er spurð út í næstu verkefni og segist hún vera að vinna í tveim- ur kvikmyndahandritum auk þess að leggja drög að þáttasyrpum með vinkonu sinni sem einnig hafi verið í námi í Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er margt í gangi,“ segir Ólöf að lokum. Spaugileg Margar skrítnar uppákomur má sjá í fyrstu kvikmynd Ólafar í fullri lengd sem er gamanmynd. „Pimpaði“ bíllinn er þriðja druslan  Lífsreynd sveitastelpa og hlédræg borgarstelpa eru aðalpersónur nýrrar gamanmyndar Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla  Önnur kennir hinni að vera klassa drusla Ólöf Birna Torfadóttir Drulla Bíldrusla kemur við sögu í myndinni og hér situr hún föst í drullu. Hinn heimskunni franski hörpuleik- ari Xavier de Maistre leikur konsert fyrir hörpu eftir Alberto Ginastera með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hennar í Eldborg í kvöld kl. 20. Maistre varð árið 1999 fyrsti franski hljóðfæraleikarinn til að hljóta ráðningu hjá Vínarfílharm- óníunni og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, spilað inn á ótal hljómdiska og kennir meðal annars við Juilliard-skólann í New York, að því er fram kemur á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nú leikur hann í fyrsta sinn einleiks- konsert hér á landi en hann kom fram með söngkonunni Díönu Dam- rau á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 2013. Á tónleikunum mun einnig hljóma hin dramatíska og ljóðræna sinfónía nr. 8 eftir Schubert sem kölluð hefur verið „sú ófullgerða“ en tónskáldið lauk að- eins við tvo fyrri þætti sinfóníunnar. Tónleikunum lýkur á flutningi verksins „Flow and Fusion“eftir Þuríði Jónsdóttur og segir á vefnum að verkið sé heillandi samruni raf- hljóða og tóna hljómsveitarinnar og að tónskáldið hafi, að eigin sögn, í huga „ólíka tauma flæðandi glóð- heitrar bergkviku sem sameinast í einni iðandi hraunkvoðu“. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikai- nen, aðalstjórnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar, en hún mun stjórna öllum tónleikum sveitar- innar í febrúarmánuði. Kynnir kvöldsins er Halla Oddný Magn- úsdóttir. Í samræmi við sóttvarnalög er sætaframboð á tónleikana tak- markað við 100 tónleikagesti í fjór- um sóttvarnahólfum í Eldborg. Gest- um ber skylda til að vera með grímu á tónleikunum sem eru um klukku- stundarlangir án hlés. Virtur Hörpuleikarinn Xavier de Maistre kemur fram með Sinfó í kvöld. Xavier de Maistre leikur með Sinfó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.