Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 68
go
crazy
Fimmtudag - mánudags
útsölulok
8. febrúar
4. - 8. febrúar
aföllumvörum*
25%
Sparadu-
*20% afsláttur af sérpöntunum.
Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Sýning á nýjum málverkum eftir sænska stjörnulista-
manninn Andreas Eriksson verður opin í i8 galleríi við
Tryggvagötu frá deginum í dag. Eriksson, sem hefur
verið fulltrúi Svía á Feneyjatvíæringnum, vinnur í ýmsa
miðla myndlistar en í málverkum leggur hann mikið
upp úr áferð. Árið 2014 setti Eriksson upp rómaða sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum, þar sem hann stillti eigin verk-
um upp með völdum verkum eftir Jóhannes Kjarval en
hann hefur í fyrri sýningum unnið bæði út frá verkum
Kjarvals og hins norska Edvards Munchs.
Ný málverk eftir sænska listamann-
inn Andreas Eriksson sýnd í i8
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta er fyrst og fremst mikið fagnaðarefni fyrir alla í
frjálsíþróttahreyfingunni,“ segir Freyr Ólafsson, for-
maður Frjálsíþróttasambands Íslands, en skipaður hef-
ur verið nýr starfshópur sem á að koma með tillögur að
fyrirkomulagi nýs þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþrótta-
fólk. »59
Mikið fagnaðarefni fyrir alla
í frjálsíþróttahreyfingunni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
María Einarsdóttir, alltaf nefnd
Maja, hefur staðið vaktina í Bæjar-
ins beztu pylsum í Tryggvagötu í
Reykjavík síðan í byrjun mars 1976,
en kórónuveirufaraldurinn hefur
haldið henni fjarri frá fyrstu sam-
komutakmörkunum í fyrra.
„Ég verð áttræð á næstunni og
veit ekki hvort ég á eftir að selja
fleiri pylsur, en við sjáum til,“ segir
frægasta pylsusölukona heims eftir
að hún gaf Bill Clinton, fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna, eina með
miklu sinnepi í ágúst 2004.
Þegar Maju var boðið að vinna
virka daga í pylsuvagninum sló hún
strax til. „Ég sé ekki eftir því, vegna
þess að þetta er besti vinnustaður
sem ég þekki, bestu vinnuveitend-
urnir og besta samstarfsfólkið.“
Auk þess hafi vinnan gefið henni
tækifæri til þess að hitta og kynnast
mörgum Íslendingum og eins út-
lendingum frá öllum heimsálfum.
„Ég er mikil félagsvera og hef gam-
an af því að spjalla við fólk.“
Kristmundur Jónsson var pylsu-
kóngurinn í bænum og athygli vakti
hvað hann var snöggur að afgreiða
eina með öllu. „Hann kenndi mér
handbragðið og ég var fljót að læra
og ná hraðanum,“ segir Maja. „Þar
kom hárgreiðslunámið og -vinnan
sér vel, því í hárgreiðslunni þurfti
að hafa snör handtök.“
Fljóðatríóið og Abba
Fljóðatríóið var fyrsta kvennatríó
landsins. Maja og Guðný Soffía Val-
entínusdóttir stofnuðu það ásamt
Benediktu Benediktsdóttur að
áeggjan Ragga Bjarna 1968 og
skemmti það víða um land til 1976.
Eftir að Guðný féll frá tók Sig-
urborg eða Sísí, systir Maju, stöðu
hennar og þegar Stefán Þorleifsson
kom í stað Benediktu nefndist það
SMS-tríóið. „Við spiluðum og sung-
um á böllum, þá var stuð og stemn-
ing og mjög gaman,“ rifjar Maja
upp og segist hafa furðað sig á því
löngu síðar hvers vegna þær systur
hafi ekki sótt um einkaleyfi á SMS!
„Við smullum mjög vel saman og
höfðum nóg að gera í bransanum
um helgar.“
Fjörið náði sennilega hámarki
helgina eftir að Abba söng lagið
„Waterloo“ og sigraði í Evróvisjón
1974. „Við heyrðum lagið á mánu-
degi og ákváðum að taka það í brúð-
kaupi laugardaginn eftir. Ég man
ekki hvað við Sísí þurftum að endur-
taka það oft, en síðan var þetta vin-
sælasta lagið okkar lengi á eftir.“
Maja og Valgarð Hólm Sigmars-
son, seinni maður hennar, sem féll
frá fyrir tveimur árum, skemmtu
líka fólki síðar, ýmist tvö eða líka
með Sísí. Hann spilaði á harmoniku
og Maja söng.
Söngurinn hefur fylgt Maju frá
barnsaldri. Hún syngur nú með
Gaflarakórnum í Hafnarfirði, en
kom fyrst fram opinberlega með
hljómsveit Guðjóns Matthíassonar
þegar hún var 16 ára. Bæjarins
beztu pylsur hafa svo verið sem
hennar annað heimili í nær hálfa
öld. Hún segist alltaf hafa lagt
áherslu á að veita öllum sömu þjón-
ustu og aðeins einu sinni lent í vand-
ræðum, þegar útigangsmaður hafi
áreitt hana. „Clinton er sennilega sá
frægasti sem ég hef afgreitt en ung-
ur strákur var á öðru máli. Hann
spurði mig hvort hann mætti taka í
hönd mína. „Hvers vegna?“ spurði
ég. „Þú varst að afgreiða strákana í
Metallicu.“ „Þetta eru bara
hljómsveitargæjar sem koma hérna
daglega,“ svaraði ég. „Ekki bara
hljómsveit heldur heimsfræg hljóm-
sveit,“ sagði hann þá og við tókumst
í hendur.“
Bæjarins beztu og Abba
Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson
Ein með miklu sinnepi Maja gaf Bill Clinton pylsu og hann var hæstánægður.
Maja frægasti pylsusalinn og í fyrsta kvennatríói landsins
Söngvarar Systurnar Sísí og Maja voru í fyrsta kvennatríói landsins.