Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umræður hafa verið innansamtaka bænda frá alda-mótum, að minnsta kosti,um að selja Hótel Sögu.
Tillögum um það var hafnað árin
2000, 2006 og 2015, oft í ágreiningi.
Þær tilraunir sem nú fara fram eru
með allt öðrum formerkjum. Rekst-
urinn er kominn í þrot vegna erfið-
leika ferðaþjónustunnar þannig að
sala virðist eini kosturinn.
Fyrst þegar rætt var um að
byggja nýtt hús fyrir skrifstofur sam-
taka bænda í Reykjavík var talað um
að bæta við gistihúsi fyrir bændur.
Það þróaðist í að byggt var mynd-
arlegt hús á Melunum sem einnig
yrði nýtt sem hótel. Samkomulag
tókst við Þorvald Guðmundsson í Síld
og fiski um að stjórna rekstrinum og
lagði hann til nafnið, Hótel Sögu.
Hótelið var opnað um mitt ár 1962.
Til að fjármagna bygginguna
var lagt aukagjald í búnaðarmálasjóð,
svokallað Bændahallargjald, og það
dregið af innleggi fyrir allar afurðir
bænda. Gjaldið var lagt á í tólf ár og
var hálft prósent megnið af þeim
tíma. Bændur greiddu því sannan-
lega drjúgan hluta byggingarkostn-
aðar og í staðinn stóð þeim til boða að
kaupa hótelgistingu á hálfvirði yfir
vetrarmánuðina.
Hótelið var stækkað með við-
byggingu sem tekin var í notkun síðla
árs 1985. Síðar færði Hótel Saga út
kvíarnar með yfirtöku á Hótel Ís-
landi.
Betra að eiga en selja
Bændur eru ekki sérfræðingar í
hótelrekstri en hafa löngum verið
með gott fagfólk fyrir rekstrinum.
Eigi að síður var eignamyndun í
rekstrinum hæg.
Margir bændur hafa lengi haft
efasemdir um að rétt væri að Bænda-
samtökin stæðu í áhætturekstri sem
þessum. Málið var til umræðu á Bún-
aðarþingi árið 2000 en ákveðið að
selja ekki að sinni. Þá var talið að
reksturinn hefði batnað í kjölfar sam-
starfs við Radisson SAS.
Sala hlutabréfum í Hótel Sögu
og Hótel Íslandi var rædd á Bún-
aðarþingi 2006 og boðað til sérstaks
aukabúnaðarþings í kjölfarið um það
mál sérstaklega. Það var haldið fyrir
luktum dyrum og fyrir lá að taka af-
stöðu til tilboðs sem fjárfestar höfðu
gert og stjórn Bændasamtakanna
leist svo vel að hún tók tilboðinu með
fyrirvara um samþykki búnaðarþings.
Var sú tillaga kolfelld af fulltrúum á
þinginu.
Reksturinn var erfiður eftir hrun,
vegna mikilla skulda. Við fjárhagslega
endurskipulagningu á árinu 2013
leysti Arion banki Hótel Ísland til sín
og Bændasamtökin lögðu aukið
hlutafé inn í hótelfélagið.
Seint á árinu 2014 fengu Bænda-
samtökin fyrirspurnir um möguleika á
kaupum á Hótel Sögu. Í söluferli sem
þá fór fram bárust fjögur skuldbind-
andi tilboð. Stjórn Bændasamtakanna
lokaði söluferlinu í byrjun árs 2015
með því að hafna öllum tilboðum á
þeim forsendum að þau væru ekki
nógu góð. Mat forystan stöðuna þann-
ig að hagstæðara væri að halda áfram
rekstri hótelsins. Á búnaðarþingi
rúmum mánuði síðar ákvað meirihluti
fulltrúa, eftir miklar umræður þar
sem skoðanir voru skiptar, að veita
stjórninni ekki heimild til að hefja nýtt
söluferli. Niðurstaðan var að Bænda-
samtökin ættu hótelið áfram og rækju
það í að minnsta kosti þrjú ár. Ráðist
var í kostnaðarsamar breytingar sem
reyndust þungur baggi á rekstrinum
þegar verr áraði.
Samdráttur í ferðaþjónustunni
eftir fall Wow air í byrjun árs 2019 og
síðan nánast algert frost í kórónu-
veirufaraldrinum á árinu 2020 urðu
síðan til þess að enginn grundvöllur
var fyrir rekstrinum og hótelinu lokað.
Bændur vildu ekki
selja Hótel Sögu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bændahöllin Hótel Saga hefur verið rekin við Hagatorg í sex tugi ára. Það
var lengi fínasta hótel landsins og þar gistu oftast tignir gestir landsins.
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ívikunni bárustþær fréttir aðGeorge
Shultz, áður utan-
ríkisráðherra
Bandaríkjanna,
væri látinn. Hann
varð 100 ára. Charles Moore
sem nýlega varð frægastur fyr-
ir að skrifa glæsilega ævisögu
Margaret Thatcher segir að
andlát hins aldna höfðingja
hefði mátt fá meiri umgjörð í
fréttum og fjölmiðlum. Moore
bendir á að enginn hefði gegnt
hinu mikla embætti lengur en
Shultz síðustu hálfa öld og eng-
inn náð öðrum eins árangri og
hann. Hann hafi tilheyrt hæsta
klassa 5 til 6 vestrænna leið-
toga, sem leiddir voru af Ro-
nald Reagan, Margaret Thatc-
her og Helmut Kohl. Sá hópur
hafi ráðið mestu um að kalda
stríðið var leitt í jörð, í senn
með friðsömum og sigursælum
hætti.
Moore var þar eðlilega og
réttilega að kalla áhrifamestu
vestrænu leiðtogana til sög-
unnar af lokum kalda stríðsins.
En þótt hann komi annars stað-
ar frá hefði mátt minnast Gor-
basjeffs í leiðinni, síðasta leið-
toga Sovétríkjanna, sem einn
lifir úr hópnum, sem skipti
mestu. Stundum er helst horft
til Jeltsíns, sem stýrði endur-
bornu Rússlandi fyrstur leið-
toga, vegna galla hans. Hóf-
leysis í áfengisnotkun og
óvarfærni í gæslu ríkiseigna og
því, hverjir kæmust yfir þær í
því mikla umróti sem varð. En
Jeltsín var einbeittur og hug-
rakkur maður hvað sem fyrr-
nefndum göllum leið.Hann
lagði alræði kommúnismans af
með einu penna-
striki og tók svo
ógleymanlega
sveiflu og stökk
með tákrænum
hætti upp á skrið-
dreka í miðborg
Moskvu þegar við lá að umbylt-
ing hans yrði gagnbyltingu
dánarbús kommúnismans að
bráð.
Íslendingum er Shultz minn-
isstæður vegna funda leiðtoga
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna í Höfða í október 1986.
Hann var lykilmaður í undir-
búningi þess fundar og þeirra
sem luku verkinu í kjölfarið.
Svo önnum kafinn sem utanrík-
isráðherrann var á Reykjavík-
urfundinum þá gaf hann sér
tíma til að festa sér nokkur vel
valin málverk gömlu íslensku
meistaranna.
Seinast sáu margir hann á tí-
ræðisaldri þegar hann mætti
sem gestur utanríkismála-
nefndar öldungadeildar banda-
ríkjaþings ásamt Henry Kiss-
inger, en sá hafði komið hingað,
eins og Shultz síðar, með for-
seta sínum, Richard Nixon, sem
átti fund á Kjarvalsstöðum með
forseta Frakklands. Þar sem
þeir sátu þarna tveir gömlu
ráðherrarnir, sem gestir, rudd-
ust vinstrisinnaðir æsingamenn
inn í salinn með öskrum. Þeir
lömdu með handjárnum í átt til
Kissingers. Enginn vörður
hreyfði legg eða lið. Það var
ekki fyrr en Shultz á tíræðis-
aldri stökk á fætur og stuggaði
við óaldarlýðnum, sem formað-
ur nefndarinnar, John McCain,
sagði á þessa leið: Komið ykkur
burt „you scumbags“ eða ég læt
henda ykkur öfugum út.
George Shultz verð-
ur öllum þeim sem
kynntust honum eft-
irminnilegur}
George Shultz
Atvinnuleysimælist hátt í
landinu um þessar
mundir. Í janúar
var atvinnuleysi á
landinu öllu 11,6%
og á Suðurnesjum, þar sem
hrun í samgöngum og ferða-
þjónustu hefur haft hvað mest
áhrif, er það komið í 26%.
Á Íslandi hefur ávallt verið
lögð áhersla á að halda atvinnu-
leysi í lágmarki og hafa Íslend-
ingar skorið sig úr bæði hvað
varðar lítið og jafnvel hverfandi
atvinnuleysi og mikla atvinnu-
þátttöku.
Kórónuveiran hefur haft
þungbærar afleiðingar fyrir
marga og sú von sem kviknaði
um að samstarf við lyfjafyr-
irtækið Pfizer um að bólusetja
þorra landsmanna í rannsókn-
arskyni varð að engu í vikunni.
Meginástæðan fyrir því að
ekkert varð af samstarfinu er sú
að innanlands eru nánast engin
smit. Undanfarna viku hafa að-
eins greinst þrjú smit í landinu
og enginn liggur á
sjúkrahúsi.
Þessa góðu stöðu
verður að virkja til
þess að koma at-
vinnulífinu af stað
eins og hægt er. Ef áfram á að
framfylgja ströngu eftirliti á
landamærunum hlýtur að vera
óhætt að aflétta takmörkunum
að mestu leyti innanlands. At-
vinnulífið vantar tilfinnanlega
súrefni. Sum fyrirtæki eru kom-
in að þolmörkum svo við blasa
uppsagnir og jafnvel þrot. Þau
mega ekki við því að vera mikið
lengur í hægagangi eða lama-
sessi.
Atvinnuleysi er mikill vágest-
ur og það væri háskaleg þróun
ef það yrði hér viðvarandi. Allt
kapp verður að leggja á að
minnka atvinnuleysi á ný og þar
er lykilatriði að liðka fyrir at-
vinnulífinu eins og hægt er á
þessum pestartímum.
Frábær árangur hefur náðst í
að kveða niður kórónuveiruna á
Íslandi og nú þarf að nýta hann.
Kórónuveiran er
nánast horfin og
það ber að nýta}
Uggvænlegt atvinnuleysi
A
fstaða stjórnmálamanna til fjár-
mála ríkisins ætti að vera kjós-
endum umhugsunarefni. Mín
upplifun er að þeir skiptist í gróf-
um dráttum í þrennt:
Skattalækkarinn talar sífellt um að lækka
skatta (kallar þá stundum álögur, sem er
ágætt út frá áróðursgildi). Ég finn vissa sam-
kennd með honum, því að ég er þeirrar skoð-
unar að samneyslu eigi að stilla í hóf. En það
vantar alltaf seinni hlutann í jöfnuna: Hvaða
útgjöld á að minnka á móti? Skattalækkanir
eru til vinsælda fallnar, en aðhald er orð sem
vekur ótta stórs hluta stjórnmálamanna.
Spreðarinn hefur eina lausn á öllum vanda:
Setjum meiri peninga í málaflokkinn. Ég hef
ekki tölu á öllum þeim ræðum þar sem stjórn-
málamenn hafa barið sér á brjóst og hneyksl-
ast á stjórnvöldum fyrir að setja ekki meiri peninga til: a)
Menntamála. b) Almannatrygginga. c) Samgöngumála.
d) Einhverra annarra mála sem eru þeim hugleikin núna.
Stundum þarf auðvitað meiri peninga til einhvers, en
spreðarinn talar ekki um verkefnin heldur málaflokkinn.
Rökrétt væri að skilgreina vandann, hvernig mætti leysa
hann, hvað lausnin kostaði og hvernig afla ætti fjár til
verksins. En það er miklu einfaldara að segjast vilja
meiri peninga, þá þarf ekki að setja sig neitt inn í málin.
Farþeginn hefur svo engan sérstakan áhuga á fjár-
málum og lætur aðra um þau.
Þegar ég var fjármálaráðherra lagði ég fram fjár-
málastefnu þar sem yfirlýst markmið var að draga úr út-
gjöldum hins opinbera um tæplega 100 milljarða á fimm
árum. Slík stefna hafði aldrei verið lögð fram
áður og vinstri stjórnin sem tók við felldi
hana úr gildi.
Ýmsum stjórnmálamönnum fannst ég ráð-
ast á uppáhaldsbáknið sitt, en sérfræðingar
OECD töldu að ég væri gáleysislegur. Þeir
sögðu að útgjöldin ættu að vaxa í hlutfalli við
fólksfjölda, ekki landsframleiðslu.
Ég sagði þeim að Viðreisn stæði fyrir held-
ur óspennandi pólitík, m.a. stöðugleika og
niðurgreiðslu skulda. Það yrði örugglega
hvorki skrifuð bók né gerð kvikmynd um
stöðugleika. Með honum öfluðu stjórn-
málamenn sér ekki vinsælda. Þeir spurðu þá
hvort ég myndi ekki eftir Andrési Velasco
Brañes, fjármálaráðherra í Síle.
Ekki gerði ég það, en Andrés þessi hafði
ákveðið að byggja upp varúðarsjóð þegar
koparverð hækkaði árið 2006. Hann neitaði að eyða
skjótfengnum gróða í skyndiumbætur og varð óvinsæl-
asti stjórnmálamaður landsins. En þegar flóðbylgja skall
á og jarðskjálfti skók landið, kom Andrés með sinn sjóð
sem var orðinn 30% af VLF. Hann varð þegar í stað
hvers manns hugljúfi og atkvæðasegull.
Ég sagðist þá bara verða að bíða rólegur og vonast eft-
ir náttúruhamförum árið 2020, á síðasta ári stjórn-
arinnar. Svo fór að ríkisstjórnin entist ekki svo lengi og
ég hvarf af sviðinu.
Svo kom heimsfaraldur 2020 og þá var gott að skulda
lítið.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Meiri útgjöld, minni skatta
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Staðan í söluferli Hótels Sögu
er óbreytt. Í haust bárust tilboð
frá tveimur innlendum fjár-
festum en Bændasamtökin
töldu þau ekki nógu hagstæð.
Umræður eru enn í gangi. Er-
lendar hótelkeðjur hafa einnig
sýnt áhuga sem og tvö fyrir-
tæki á heilbrigðissviði, Heilsu-
vernd og Eir, og Háskóli Ís-
lands.
Gunnar Þorgeirsson, formað-
ur Bændasamtakanna, segir að
Háskóli Íslands og fyrirtækin
sem sýnt hafi áhuga á rekstri
hjúkrunarheimilis hafi ekki gert
tilboð og því sé ekki vitað hvað
liggi að baki áhuga þeirra.
Hótel Saga er í jaðri háskóla-
svæðisins, rétt við Háskólabíó.
Þar eru ágæt bílastæði og
heimild fyrir viðbyggingu.
Myndi það vafalaust henta Há-
skóla Íslands að eignast húsið.
Á það hefur verið bent, til
dæmis í greinum sem Björn Þ.
Guðmundsson lögfræði-
prófessor birti fyrir allmörgum
árum. Taldi hann nauðsynlegt
fyrir HÍ að eignast húsið til
eðlilegs vaxtar háskólahverfis.
Háskóli ekki
gert tilboð
STAÐAN Á SÖLUNNI