Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
✝ Anna Lilja Þor-valdsdóttir
fæddist í Héðins-
firði 3. september
1931. Hún andaðist
á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja 3.
febrúar 2021. For-
eldar hennar voru
Ólína Einarsdóttir,
f. 18.12. 1904, d.
22.11. 1976, og Þor-
valdur Sigurðsson,
f. 27.04. 1899, d. 17.06. 1981.
Systkini Önnu Lilju voru Einar
Ásgrímur, f. 29.06. 1924, d. 11.05.
1952, Halldóra María, f. 20.10.
1925, d. 23.07. 1982, Sigurður, f.
21.03. 1927, d. 12.05. 1927, Sig-
urður, f. 14.07. 1928, d. 08.06.
2001, Elín Fanney, f. 10.11. 1929,
d. 26.12. 2017, Kristinn Ásgrím-
ur, f. 17.03. 1933, d. 15.09. 1955,
Haraldur Freyr, f. 15.02. 1936, d.
01.08. 1999, og eftirlifandi systir
Helga Ingibjörg, f. 11.02. 1941.
Anna Lilja giftist Jakobi Jóni
Kristjáni Snælaugssyni, f. 03.07.
1928, d. 27.04. 2003, frá Árbakka
á Árskógsströnd 29.12. 1960.
Foreldrar Jakobs voru Snælaug-
ur Baldvin Stefánsson, f. 18.12.
2009, 2) Snjólaug Kristín Jak-
obsdóttir, f. 15.8. 1964, kjör-
dóttir, foreldrar: Alma Birg-
isdóttir, f. 26.05. 1939, d. 28.12
2018, og Eðvarð Vilmundarson,
f. 02.10. 1932, d. 30.11. 2019.
Maki Valdimar Örn Valsson, f.
20.07. 1961, börn a) Snædís
Anna, f. 23.07. 1991, maki Styrm-
ir Másson, f. 20.02. 1992, b) Val-
dís Lind, f. 24.11. 1999, maki Ísak
Rúnar Ólafsson, f. 07.11. 1999, c)
Margrét Birna, f. 09.04. 1985,
maki Páll Axel Vilbergsson, f.
04.01. 1978, börn cc) Gísli Matt-
hías, f. 25.10. 2007, Ásdís Vala, f.
19.12. 2012, Páll Valdimar, f.
04.12. 2014, og Valur Ingi, f.
01.12. 2020.
Anna Lilja starfaði við fisk-
vinnslu hjá Brynjólfi frá 1952 til
1992 með smáhléi þegar dæt-
urnar voru ungar. Árið 1992 hóf
hún störf í matvöruversluninni
Miðbæ sem systurnar ráku ásamt
mökum sínum. Þar starfaði hún
þar til hún hætti störfum árið
1999. Anna Lilja var einn af
stofnendum Systrafélags Innri-
Njarðvíkur, sem meðal annars
byggði Safnaðarheimili Innri-
Njarðvíkurkirkju og leikskólann
Holt.
Útför Önnu Lilju fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju 12. febr-
úar 2021 og hefst athöfnin kl. 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis
nánustu aðstandendur vera við-
staddir athöfnina.
1881, d. 18.02. 1960,
og Kristín Ragn-
heiður Ágústs-
dóttir, f. 18.01.
1892, d. 17.12. 1935.
Dætur þeirra eru 1)
Ólína Margrét Har-
aldsdóttir fóst-
urdóttir, f. 03.10.
1958, foreldrar:
Alma Birgisdóttir, f.
26.05. 1939, d.
28.12. 2018, og Har-
aldur Freyr Þorvaldsson, f. 15.2.
1936, d. 01.08. 1999. Maki Her-
mann Borgar Guðjónsson, f.
03.08. 1958. Börn a) Jakob Haf-
steinn, f. 10.03. 1976, maki
Brynja Huld Hannesdóttir, f.
05.03. 1978. Börn og stjúpbörn
aa) Ólína Erna, f. 22.06. 1998,
Hermann Borgar, f. 14.02. 2006,
María Bára, f. 05.04. 1994, Krist-
ján Þórarinn, f. 26.04. 1999,
Brynjar Þór, f. 03.11. 2003, Sal-
var Gauti, f. 20.02. 2006, og
Snorri Freyr, f. 17.09. 2010, b)
Anna Lilja, f. 21.11. 1979, maki
Vilhjálmur Sigurðsson, f. 28.05.
1977, börn bb) Emilía Rún, f.
28.2. 1997, Aníta Sigga, f. 22.06.
2005, og Margrét Rós, f. 25.02.
Elsku fallega amma. Það er
sárt að kveðja þig elsku amma
mín. Dásamleg kona með hjarta
úr gulli sem alltaf gafst þér tíma í
að gleðja og elska þá sem í kring-
um þig voru. Við vorum svo hepp-
in að hafa þig alltaf í nágrenninu,
annaðhvort á Kirkjubraut 13 eða
Stekkjargötu 13. Það var alltaf
svo gott að koma til þín. Alltaf
hreint, allt í röð og reglu, nóg að
borða og heimilislyktin var alltaf
svo fersk og góð. Ég á margar
minningar frá Kirkjubrautinni,
sem var mitt annað heimili. Öll
laugardagskvöldin í bláa sófan-
um þar sem við horfðum á Spaug-
stofuna saman og fengum okkur
ís með jarðarberjum og bláberj-
um. Við barnabörnin og lang-
ömmubörnin fengum alltaf að
gera allt hjá ykkur. Ég fékk að
færa allt til í stofunni og setti upp
stórar sýningar þar sem ég bjó til
dans og söng hástöfum. Alltaf
voruð þið afi tilbúin til að vera
áhorfendur, sama hversu slæmar
sýningarnar voru. Ég minnist
þess líka þegar við tókum að okk-
ur hvíta köttinn og nú þegar ég
skrifa þetta sé ég þig fyrir mér
hlæja að þessu með mér. Ég kom
með kött heim til ykkar sem
vantaði heimili og auðvitað var
hann velkominn með mér. Ég
gæti talið upp margar góðar
minningar frá Kirkjubrautinni
sem eru mér svo kærar.
Stekkjargatan er mér líka
kær. Þú lést mig reglulega vita að
það skipti ekki máli á hvaða tíma
ég kæmi, ég væri alltaf velkomin.
Þegar ég var orðin unglingur og
þótti ýmis vandamál óyfirstígan-
leg, þó svo þau væru nú frekar
ómerkileg, gat ég alltaf komið til
þín. Ég vissi að um leið og ég
væri mætt til þín yrði allt í lagi.
Mér þótti svo vænt um að vera
hjá þér og svo gott að spjalla við
þig. Allar sögurnar sem þú sagðir
mér frá því þú varst ung og
hvernig tímarnir voru þá. Allt um
Siglufjörð og Héðinsfjörð.
Hvernig hinir og þessi væru
skyldir okkur og hvað væri að
frétta af fólkinu okkar. Við spáð-
um mikið í drauma og hvað og
hver væri í kringum okkur. Einn-
ig töluðum við reglulega um þeg-
ar þú skautaðir við tjörnina í
Innri-Njarðvík og skautaferðina
okkar saman í Skautahöllina þar
sem við svifum yfir svellið.
Þú varst alltaf svo lausnamið-
uð. Ég veit ekki hversu oft ég
kom til þín á síðustu stundu með
dansbúninga sem ég þurfti að
sauma. Ég vissi varla hvað nál og
tvinni var en aldrei var það neitt
vandamál hjá þér. Hvort sem það
var einn búningur eða fjörutíu.
Þú sagðir alltaf bara: „Snædís
mín, við reddum þessu og við
hjálpumst að.“ Bláu pilsin voru
þó okkar uppháhalds, nú sé ég
þig aftur fyrir mér hlæja. Þú
varst klár saumakona og ég veit
ekki hversu margar buxur þú
hefur stytt fyrir alla fjölskyld-
una, aldrei neitt vandamál. Eftir
að ég flutti til Danmerkur var
erfitt að geta ekki heimsótt þig
eins oft en yndislegt að geta
spjallað við í síma. Ég mun sakna
þess að geta hringt í þig og heyrt
í þér hljóðið.
Þína ást, hlýju og kærleika
sem þú gafst frá þér verð ég æv-
inlega þakklát fyrir. Þú kenndir
mér svo margt.
Mér þykir endalaust vænt um
þig, elsku amma mín, ég mun
ávallt sakna þín.
Snædís Anna
Valdimarsdóttir.
Elsku amma mín, hvar á ég
eiginlega að byrja? Þú varst ynd-
isleg kona og þótti vænt um alla.
Þegar ég kom í heimsókn var allt-
af tekið svo vel á móti mér að ég
vildi ekki fara aftur heim. Þú
kenndir mér að prjóna á bangs-
ana mína svo þeim yrði nú ekki
kalt. Þú passaðir vel upp á dótið
mitt og að enginn kæmist í það.
Sérstaklega skvísubílinn minn.
Engar áhyggjur, ég mun setja
hann upp á hillu eins og þú baðst
mig að gera. Ég verð þér ævin-
lega þakklát fyrir allt sem þú hef-
ur kennt mér. Ég elska þig amma
mín og mun ávallt sakna þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín litla
Lind.
Elsku amma. Alltaf er jafn erf-
itt að kveðja þá sem maður elskar
og hafa snert líf manns á jafn
margvíslegan hátt og þú gerðir.
Við erum svo þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér. Það
var svo gott að koma í heimsókn
til þín í spjall og hlusta á allar
sögurnar sem þú hafðir að segja
okkur. Þú varst kona með hjarta
úr gulli og veit ég að þú snertir
ekki bara okkar líf á margan hátt,
heldur allra þeirra sem fengu að
kynnast þér á einn eða annan
hátt.
Elsku amma, takk fyrir allan
tímann sem þú hafðir fyrir okkur,
fyrir allan sannleikan sem þú
sýndir okkur, fyrir allt traustið
sem þú gafst okkur, fyrir alla
gleðina sem þú færðir okkur, fyr-
ir allan styrkinn sem þú sýndir
okkur, fyrir öll hrósin sem þú
gafst okkur, fyrir alla samúðina
sem þú sýndir okkur, fyrir alla
umhyggjuna sem þú gafst okkur,
fyrir alla ástina sem þú gafst okk-
ur.
Takk fyrir okkur.
Guð geymi þig amma.
Þín,
María Bára, Ólína Erna,
Hermann Borgar,
Emilía Rún, Aníta Sigga,
Margrét Rós.
Elsku amma. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann er ég hugsa
um hana ömmu mína er þakklæti.
Mikið er ég þakklát fyrir að hafa
haft hana með mér og mínum í öll
þessi ár þó svo að við hefðum al-
veg þegið nokkur ár í viðbót.
Amma var kjarnakona sem
kvartaði sjaldan, hún sagðist nú
alltaf ætla að ná 100 árunum en
var nú farin að draga það til baka
síðustu mánuðina þegar heilsan
fór aðeins að gefa sig. Amma var
mikil fjölskyldumanneskja og
fannst fátt skemmtilegra en að fá
börn og barnabörn í heimsókn og
að sjálfsögðu var oftast hafist
handa við að baka lummur,
pönnukökur eða vöfflur fyrir
mannskapinn. Amma passaði líka
ávallt upp á að alltaf væri til nóg
af dóti, spilum og púsli fyrir börn-
in svo engum ætti nú að leiðast og
eyddi hún óteljandi klukkutímum
í að kenna stelpunum mínum að
púsla ásamt því spila Olsen Olsen
og Veiðimann með þeim. Elsku
amma mín þín verður sárt saknað
takk fyrir allar samverustundirn-
ar, vinskapinn, þolinmæðina,
saumaskapinn, ástina og hlýjuna
sem þú gafst okkur öllum.
Þín nafna,
Anna Lilja Hermannsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund, stund sem maður er
búinn að undirbúa sig lengi undir
en vonaðist samt til að kæmi aldr-
ei að.
Þegar maður hugsar til baka
fyllist maður þakklæti fyrir allan
tímann sem við áttum saman. Að
hafa alist upp nánast í næsta húsi
við ykkur afa, fyrir rúntana og
ferðirnar með ykkur og Önnu
systur, hafa starfað með þér,
allra samverustundanna á 13 og
hafa alltaf getað leitað til þín
þrátt fyrir að hafa tekið eitt til
tvö feilspor á leiðinni.
Alltaf voru dyrnar opnar og
ást og umhyggja allsráðandi þeg-
ar kom að börnum, barnabörnum
og mökum og var engum mis-
munað þar. Aldrei skorti að
amma gæti boðið upp á eitthvað
gott með kaffinu það skyldi eng-
inn fara svangur frá henni og
ekki var verra ef ein til tvær sög-
ur af Héðinsfirði, Siglufirði og
Brynjólfi fylgdu með.
Þú varst alltaf mjög hjátrúar-
full og næm og fylgdu tölurnar 13
og 3 þér alla tíð ásamt því að eng-
inn mátti kaupa neitt stórt á
mánudögum. Mun alltaf minnast
þess að fyrir sirka fimm árum var
mér tilkynnt að ég þyrfti að fara í
aðgerð á annarri ef ekki báðum
öxlum en þú tilkynntir mér að ég
skyldi hinkra með það af því þú
varst búin að hringja nokkur sím-
töl sem myndu bjarga þessu. Ég
þorði ekki annað en að hlýða og
enn eru axlinar betri af einhverri
ástæðu og án aðgerða, meiri
skýringar hef ég ekki.
Án þess að halla á neinn hef ég
alltaf sagt að stór hluti þess góða
sem býr í okkar fjölskyldu sé
kominn frá ykkur afa Kobba þar
sem ykkar gildi byggðust á ást,
manngæsku, ósérhlífni og dugn-
aði sem smitaði út frá sér til okk-
ar allra.
Þín verður sárt saknað, það
stóra skarð sem þú skilur eftir í
okkar litlu fjölskyldu og hjarta
okkar verður aldrei fyllt nema
með hugsunum og þakklæti um
allt það góða sem við áttum með
þér og ykkur.
Veit að afi bíður þín með opna
arma og þið munuð passa upp á
okkur öll um ókomna tíð og vísa
okkur réttan veg.
Þinn
Jakob (Kobbi).
Nú er hún Anna Lilja, eða eins
og við sögðum svo oft Anna hans
Kobba, lögð af stað í sína hinstu
för. Það var alltaf gott, gefandi og
skemmtilegt að heimsækja þau
hjón á Kirkjubrautina. Það var
einnig notalegt að koma í heim-
sókn á Stekkjargötu 13 og sjá
hvað Anna hafði búið sér fallegt
og notalegt heimili þar. Á báðum
heimilunum var hlýleiki og gest-
risni í fyrirrúmi. Síðast þegar ég
heimsótti Önnu vorum við búnar
að ákveða daginn sem við Daði
kæmum. Svo illa vildi til að hún
fékk slæma magapest um nóttina
fyrir komu okkar en ekki datt
henni í hug að hringja og biðja
okkur að koma seinna, það var
búið að ákveða þetta og það átti
að standa. Hún lét magapest ekki
stoppa sig, gestrisin skyldi hún
vera og við fá okkar næringu.
Hún lét sig ekki muna um að
baka vöfflur, þeyta rjóma, leggja
á borð, laga kaffi og senda
tengdasoninn út í búð að kaupa
brauð og álegg. Mér finnst þetta
lýsa henni vel eins og ég kynntist
henni, „aldrei gefast upp“.
Þegar ég var krakki var mikil
tilhlökkun á sumrin þegar von
var á Kobba frænda og Önnu.
Einhver ævintýraljómi yfir þessu
og alltaf líf og fjör. Þau vildu ekki
láta hafa fyrir sér heldur reistu
tjald fyrir sunnan Árbakka,
æskuheimili Kobba. Í tjaldinu
eldaði Anna mat handa þeim á
prímusi.
Við krakkarnir fylgdumst með
full aðdáunar yfir þessu apparati.
Það sem Anna var kát með að
ætti að gera göng frá Siglufirði
yfir í Héðinsfjörð, vonaði bara að
það yrði drifið í því svo hún gæti
nú alla vega komist einu sinni í
Héðinsfjörðinn sinn og séð heim
að Vatnsenda og það tókst og oft-
ar en einu sinni.
Á seinni árum töluðum við
Anna stundum saman í síma, nú
verða þau símtöl ekki fleiri, en
þau gátu orðið býsna löng stund-
um, því það var um svo margt að
spjalla og hlæja í leiðinni. Anna
mín, takk fyrir öll símtölin og öll
okkar kynni.
Kæru systur, Ólína, Snjólaug
og ykkar fjölskyldur, við Daði
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ráðhildur.
Anna Lilja
Þorvaldsdóttir
✝ Skæringur Eyj-ólfsson fæddist
á Hrútafelli, Aust-
ur-Eyjafjöllum 26.
janúar 1939. Hann
lést á MND-deild
Droplaugarstaða 1.
febrúar 2021. Hann
var sonur Eyjólfs
Þorsteinssonar, f.
25.7 1892, d. 17.9
1973, bónda á
Hrútafelli og konu
hans Helgu Ólafsdóttur, f. 11.3.
1901, d. 8.11. 1977. Systkini
hans eru: Trausti, samfeðra, lát-
inn; Sigríður, látin; Guðbjörg
Jónína; Rútur, látinn; Ólafur;
Anna Sigríður; Valgerður;
Guðný Jóhanna, látin; Þorsteinn
og Magnús Borgar.
Skæringur giftist 6. mars
1966 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ósk Sólveigu Jóhanns-
dóttur, f. 30. október 1946. Börn
þeirra eru: 1) Arnheiður, f.
1966, maki Ómar Stefánsson.
Börn þeirra eru: Ósk Hind, f.
1998, Ásta Hind, f. 2001, og Óm-
ar Bessi, f. 2004. 2) Ásta, sam-
býlismaður Gunnar Guðmunds-
son, dóttir þeirra er
Arnheiður Birgitta,
f. 2016.
Skæringur ólst
upp á Hrútafelli.
Hann flutti til
Reykjavíkur þar
sem hann fór í Iðn-
skólann og lauk
námi sem bifvéla-
virki árið 1964.
Hann starfaði sem
bifvélavirki, lengst
af hjá Bifreiðum og
landbúnaðarvélum. Síðustu
starfsárin starfaði hann í vara-
hlutaverslun þeirra.
Skæringur hafði sterk tengsl
við sveitina sína, og fór ár hvert
til að vinna við viðhald Selja-
vallalaugar þegar hann hafði
heilsu til. Skæringur ferðaðist
mikið innanlands og utan bæði
með Ósk, börnum og barnabörn-
um. Kanaríeyjar voru í miklu
uppáhaldi hjá honum og ferðað-
ist hann gjarnan þangað mörg-
um sinnum á ári.
Útför Skærings fer fram frá
Hjallakirkju í dag, 12. febrúar
2021, klukkan 13.
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)
Tengdapabbi er fallinn frá.
Satt best að segja hélt ég að
hann yrði eilífur eða að minnsta
kosti hundrað ára, því hann var
heilsuhraustur og hélt sér vel.
En allt í einu læðist þessi erfiði
sjúkdómur að og tekur yfir.
Það tók á að sjá hann lokast
inni með tal, en fámáll var hann
fyrir.
Engu að síður gat hann
fylgst með og hélt áfram að
horfa á knattspyrnu í sjónvarpi
sem hann hafði alla tíð dálæti
á. Hann var maður sem ekki
bar tilfinningar sínar á torg, en
þegar það kom að börnum okk-
ar Öddu þá kom ástin upp á yf-
irborðið og var sýnd í verki.
Eljan og dugnaðurinn við að
sinna barnabörnunum var slík
að stundum öfundaði ég hann
af þessum krafti. Sérstaklega
var hann duglegur og natinn
við börnin í árlegum ferðum
fjölskyldunnar í 20 ár til
Kanaríeyja sem voru hans
sælustaður. Þar voru endalaus-
ar gönguferðir sem hann var
tilbúinn að fara í og ekki síður
var allt látið eftir börnunum og
stoppað á leiksvæðum þar sem
ýtt var á eftir rólum endalaust,
fylgst með þeim og passað upp
á þau.
Skæringur var sveitamaður í
húð og hár og þó að ég reyndi
að segja honum að Skagafjörð-
urinn væri fegurst sveita þá
varð engu tauti við hann komið
þar sem undir Eyjaföllum var
allt best og fegurst. Eins og
sönnum sveitamanni sæmir
fylgdist hann með fréttum úr
sveitinni sinni.
Þegar við dvöldum á Kan-
aríeyjum vissi hann alltaf ef
einhver undan Eyjafjöllum var
staddur á eyjunni og jafnframt
gat hann upplýst mig um alla
þá framsóknarmenn sem á eyj-
unni voru í það og það skiptið.
En það voru ekki bara
barnabörnin sem voru dekruð.
Hann dekraði dætur sínar og
vissulega draup þetta á mig og
var það ósjaldan sem hann var
tilbúinn til að bjarga þeim bíl-
druslum sem ég átti í upphafi
sambands okkar Öddu.
Þegar ég færði mig af göml-
um Skóda yfir á eldri Lödu
Sport þá loksins var ég kominn
á hans heimavöll. Þegar við
eignuðumst svo nýrri bíla og
fórum í heimsókn til þeirra
Óskar þá tók hann sig til og
þreif bílinn hátt og lágt. Sér-
staklega var hann duglegur að
hjálpa okkur þegar við eign-
uðumst okkar fyrsta húsnæði.
Þá var hann boðinn og búinn að
hjálpa okkur við að lagfæra það
sem þurfti að laga og taka allt í
gegn og fyrir það verð ég að ei-
lífu þakklátur.
Síðast en ekki síst hafði hann
gaman af stjórnmálum og var
óhræddur við að standa á sín-
um skoðunum og við vorum
stundum ekki alveg sammála
þar. Magnað eintak af manni,
gamli skólinn eins og hann ger-
ist bestur. Fámáll, duglegur og
yfirvegaður og fátt sem raskaði
ró hans. Virðing mín fyrir hon-
um er endalaus. Skæringur er
vissulega fallinn frá en minn-
ingin lifir um ókomna tíð.
Ómar Stefánsson.
Skæringur mágur minn er
látinn eftir þriggja ára barráttu
við andstyggilegan sjúkdóm,
MND. Þessi hrausti maður sem
aldrei var misdægurt og lifði
eins hollu lífi og hægt var.
Skæringur var góður maður
og söknuðurinn við andlát hans
er mikill.
Hann var alltaf til staðar til
að rétta hjálparhönd og sú að-
stoð var mikil og góð. Hann var
hljóðlátur með fallegt bros sem
náði til augnanna.
Skæringur elskaði lífið og
vildi lifa. Hann bar sig eins og
hetja í vonlausri baráttu við
sjúkdóminn og það er þyngra
en tárum taki að hugsa til þess
hvað hann mátti þola. Hann
elskaði fótbolta sem stytti hon-
um stundir nánast til síðasta
dags.
Við hlið hans sat Ósk systir
og barðist með honum til hins
síðasta. Hennar missir og
dætranna er mikill.
Við hjónin kveðjum Skæring
með þessu fallega kvæði:
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ókunnur)
Elsku Ósk, Adda og Ásta,
megið þið finna styrk og leita
huggunar í hugrekki og æðru-
leysi Skærings. Minning hans
mun lifa um ókomna tíð.
Ásta og Bjarni.
Skæringur
Eyjólfsson