Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 25

Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 var í 116 skipastiga sem eru gamlar vörusiglingaleiðir með kol og annan varning á fyrri öld- um. Lokurnar á skipastigunum voru handsnúnar og ekki laust við að það tæki á að hlaupa á milli til að opna og loka slússum. Þá naut ég mín sérstaklega að vera skipstjóri og þú, gamli vél- stjórinn, stjórnaðir slússunum. Við höfðum ákveðið að sigla næst um héruð Frakklands og átti sú ferð að vera í september í fyrra en frestaðist útaf Covid-19. Það er mjög óraunverulegt að þú sért farinn kæri vinur og sitj- um við eftir með alltof margar spurningar um lífið og tilveruna. Í hvert sinn sem leitað var ráða hjá Jens Andréssyni þá var aldr- ei til nein skyndiredding eða stutt svör. Jens tók sér iðulega góðan tíma til þess að svara því sem spurt var um og lagði alltaf mikla vinnu í að gefa heilræði á sem nákvæmastan hátt sem hann gat. Við Halldóra vottum Kristínu eiginkonu hans og börnum og tengdabörnum þeirra okkar dýpstu samúð, einnig Ellen móð- ur hans sem nú horfir á eftir öðr- um syni sínum í sumarlandið. Minningin um góðan dreng lifir og kæri vinur hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur M. Kristjánsson og Halldóra Magnúsdóttir. Hjá Elkem held ég að sé óhætt að segja að meðal starfs- manna með lengri starfsaldur muni þeir vel eftir því þegar Jens Andrésson mætti fyrst á svæðið og hóf störf hjá okkur sem ör- yggisfulltrúi. Hans nærvera og fas fer ekki framhjá neinum. Á svokölluðum morgunfundum sem eru haldnir á öllum fram- leiðslusviðum lét Jens strax til sín taka með því að hlusta af áhuga og svo spyrja spurninga sem við starfsmennirnir vorum ekkert svo vanir að eiga svör við. Þetta var upphafið að enn betri öryggismenningu hjá Elkem og Jens átti svo sannarlega þátt í að byggja hana upp, meðal annars með samtölum við starfsmenn. Eftirfylgni og staðfesta en ákveðinn sveigjanleiki á sama tíma var hornsteinn í því sem Jens stóð fyrir. Þegar upp komu erfið mál tók Jens sér oft stöðu málamiðlara sem kom sér vel í okkar umhverfi og verkefnum hjá Elkem. Eitt af verkefnum hjá Elkem eru svokölluð ofnstopp. Fyrir ofnstopp þarf að fræða utanað- komandi verktaka um öryggis- mál og staðla Elkem. Aftur var Jens þar í aðalhlutverki og tók að sér fræðsluna með styrkri hendi og skörpum áherslum. Þegar að ofnstoppinu sjálfu kom var mannskapurinn tilbúinn í verkefnið. Allir með í huga nám- skeiðið sem þeir sóttu hjá Jens, og vitnuðu iðulega í kallinn. Jens átti þátt í því að fólk fór heim ós- lasað og reynslunni ríkara að starfa með miklum öryggiskröf- um í sínum verkefnum, hvort sem það var í daglegu starfi eða í sérstökum verkefnum eins og ofnstoppi. Jens hafði víðtækan bakgrunn úr atvinnulífinu og samfélags- málum þegar hann kom til starfsins. Eitt af því var þátttaka hans í að mennta sprengjustjóra á Íslandi. Þessu græddum við á nokkrir sem sóttum okkur sprengjuréttindi 2011. Það er okkur minnisstætt og þakkar- vert hvernig Jens tók að sér einkakennslu fyrir okkur fyrir sprengjuprófið. Áður en að próf- inu kom settist Jens með okkur þremenningunum niður á kaffi- húsi í Mjóddinni og fór yfir með okkur stærðfræðihluta prófsins. Saman vörðum við rúmum tveimur klukkustundum þarna fjórir á kaffihúsinu að reikna út sprengiaðferðir. Það hefur ef- laust verið merkilegt að sitja á næstu borðum kaffihússins og heyra í okkur. Skemmst er frá því að segja að við náðum allir þrír prófinu í fyrstu tilraun. Hjá Elkem vinna ekki margir Hafnfirðingar. En það gladdi mikið Gaflarann í Jens þegar ég fluttist í Hafnarfjörð. Óþreytandi sagði hann sögur úr gamla bæn- um sínum og deildi sögum og staðháttum í Hafnarfirði frá æsku sinni. En ég fann togstreit- una hjá honum að viðurkenna Vellina í Hafnarfirði sem hluta af hans gamla bæ. Það var ávallt stutt í spaugið og gleðina með Jens. Það er mér hlýtt og ánægju- legt að hafa fengið það tækifæri að kynnast og starfa með Jens. Einn af þeim sem hefur tekist það verk að kenna mér sitthvað gagnlegt í lífinu. Jens er saknað sem sterks vinnufélaga, einstaklega góðs vinar og kunningja hérna hjá El- kem. Okkar innilegustu samúð- arkveðjur sendum við ættingjum og fjölskyldu Jens. Benedikt Steinar Benónýsson. Um nokkurra ára skeið átti litla fjölskyldan mín því láni að fagna að eiga Jens Andrésson og fjölskyldu hans sem næstu ná- granna. Það voru dýrðardagar á allan hátt. Jens og Kristín urðu á svipstundu fjölskylduvinir sem umvöfðu okkur og aðra nágranna sína umhyggju og hlýju. Jens var þar vitaskuld sjálfkjörinn höfð- ingi í góðra vina hópi. Til hans mátti alltaf leita. Jens, geturðu lánað mér rörtöng eða skiptilyk- il? Borðið undir sjónvarpinu brotnaði hjá mér, Jens, geturðu bjargað mér? Auðvitað kunni hann lausn á hverjum vanda. Og þá var nú ekki í kot vísað að nema pólitísk fræði, þaulreyndur verkalýðsforingi sem kunni öll glímubrögðin í bókinni. Við átt- um mörg samtöl um stjórnmál og mörg ráð þáði ég af honum þar sem í fleiru. Auðvitað var mikið hlegið í leiðinni. Heimili þeirra Jens og Kristínar stóð öllum op- ið, ekki síst börnunum í botn- langanum, að köttunum þó ógleymdum. Jens var nefnilega lagið að ná til barna jafnt sem fullorðinna. Engum mun líða úr minni þegar hann tók að sér að vera útfararstjóri þegar lítill köttur kvaddi skyndilega heim- inn. Öll börnin í nágrenninu komu og tóku þátt í athöfninni sem Jens stjórnaði af röggsemi og hlýju. Lærdómsrík stund fyrir alla og ógleymanleg þeim er þátt tóku. En svo kom höggið, litla fjölskyldan þín þarf að takast á við mikinn missi sem engan óraði fyrir að bæri svo brátt að. Þú ert þeim og mörgum fleiri fyrirmynd og hvatning. Takk fyrir allt sem þú varst minni litlu fjölskyldu. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, Kristín, Ellen, Anna Kristín, Ívar, Jón og fjölskyldan öll. Blessuð sé minning þín. Erna Bjarnadóttir. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Í dag kveðjum við félagann og vininn góða Jens Andrésson vél- stjóra. Síminn hringir, ég sé það er Ögmundur og ég heyri strax að honum er brugðið. „Hann Jens okkar er dáinn,“ segir hann og svo þegjum við bæði eitt andar- tak. Á svipstundu fara í gegnum hugann minningabrot eins og leiftur. Við Jens sem töluðum saman rétt um daginn og rædd- um lengi saman um hvað við hefðum það bæði gott og hvað gaman væri að lifa. „Nú fer mað- ur sko að lifa lífinu, orðinn lög- giltur eftirlaunamaður,“ sagði hann, „við Kristín og fjölskyldan öll erum á svo góðum stað í lífinu, höfum allt sem við þurfum og gott betur.“ En skjótt skipast veður í lofti. Ég man fyrst eftir Jens í BSRB-húsinu um eða upp úr 1987 þegar hann, galvaskur ung- ur maður með brennandi áhuga á verkefninu, er mættur til fundar í trúnaðarráði SFR fyrir hönd fé- laga sinna hjá Vinnueftirlitinu. Og áfram heldur hann í forystu- sveit SFR, í stjórn var hann kjör- inn 1990 og starfaði þá með Sig- ríði Kristinsdóttur þáverandi formanni í sex ár og formaður SFR er hann svo kosinn 1996 og gegndi því embætti til 2006. Á þessum sömu árum er ég formaður St.Rv. (Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar) og samstarf okkar Jens því mikið á mörgum sviðum, m.a. vorum við varaformenn BSRB lengi í for- mannstíð Ögmundar Jónassonar og það voru góð ár sem aldrei bar skugga á. Við deildum sameigin- legum áhuga á að efla BSRB sem forystuafl í kjarabaráttu opin- berra starfsmanna, og þar mun- aði um Jens. Hann var ráðagóð- ur, rökfastur og trúr í öllu samstarfi. Það er mannbætandi að vinna að félagsmálum með mönnum eins og Jens Andrés- syni. Milli okkar ríkti náinn vin- skapur og áttum við hjónin margar glaðar og góðar stundir með þeim Kristínu. Aldrei gleymist Færeyjaferðin góða, svo eitthvað sé nefnt og þeir dýrðardagar sem við áttum þar hjá félögum okkar í Star- vsmannafelagi Færeyja og alltaf öðru hvoru höfum við rætt um að endurtaka slíka ferð … og nú er það of seint. Við Jens vorum bæði, fyrir hönd okkar samtaka, virk í norrænu samstarfi opin- berra starfsmanna, hann fyrir ríkisstarfsmenn og ég fyrir starfsmenn sveitarfélaga, og þar naut ég m.a stuðnings hans og traustrar vináttu sem vert er að þakka af alhug. En nú er hann allur. Með mikl- um söknuði kveð ég minn góða vin sem fallinn er frá, svo allt of, allt of snemma. Elsku Kristín mín, Anna, Jón, Andrés og fjölskyldan öll. Ykkar missir er mikill. En – minningin um góðan dreng mun lifa. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Sjöfn Ingólfsdóttir. Það kvarnast smátt og smátt úr þeim góða hópi manna sem sigldu rannsóknarskipinu r/s Feng RE suður um höfin til haf- rannsókna og fiskileitar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands árið 1984. Jens Andrésson var yfirvélstjóri þessa merka skips í fyrstu áhöfn þess við haf- rannsóknir og fiskileit við Græn- höfðaeyjar. Þetta var upphafið að þróunarsamvinnu Íslendinga undir merkjum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Upphaf að merku og þörfu starfi sem lagði grunn að hafrannsóknum og þekkingu á hafinu við Græn- höfðaeyjar. Þekkingu sem leitt hefur til sjálfbærrar nýtingar takmarkaðra fiskistofna við eyj- arnar. Forðað ofveiði og tryggt til langframa nægt framboð á heilnæmu fiskmeti fyrir heima- menn sem svo sannarlega kunna að meta það. Leiðir okkar Jens lágu saman á Feng á þessum tíma, þó ekki í fyrsta sinn. Við kynntumst fyrst í barnaskóla og lékum okkur þá stundum saman. En svo liðu árin þar til leiðir okk- ar lágu saman að nýju við störf á r/s Feng. Við Jens vorum þá í áhöfn hins farsæla skipstjóra Guðmundar Magnúsar Krist- jánssonar, kallaður „Muggi“ í góðra vina hópi, núverandi hafn- arstjóri á Ísafirði. Það var frá- bært að koma inn í þennan hóp vaskra manna sem lögðu sig alla fram við að skila góðu verki við erfiðar aðstæður og þrengingar í fátæku landi. Ekki má gleyma áhöfn heimamanna, strákanna sem flestir komu frá fiskiþorpinu Salamanza, sem voru hreint út sagt frábærir sjómenn og skips- félagar. Við fjölskyldan, Jens og sonur hans Ívar deildum saman íbúð fyrsta hálfa árið. Sambúðin gekk vel þó oft væri þröngt um okkur en þrír fullorðnir, þrjú börn og barnaskóli komust þó fyrir í íbúðinni. En þrengingar, svo sem skortur á neysluvatni og takmarkað framboð á mat, efldu samstöðuna. Mannkostir Jens komu vel í ljós á Grænhöfðaeyj- um. Rólyndi, réttsýni og hjálp- fýsi hans aflaði okkur trausts meðal heimamanna sem er svo mikilvægt í þróunarsamvinnu ólíkra menningarheima. Eftir r/s Fengs-tímabilið hóf Jens störf hjá Vinnueftirliti ríkisins. Enn og aftur mikilvægt og vandasamt starf þar sem almannaheill er leiðarljósið. Hæfileikar Jens leiddu svo til þess að hann var kallaður til ábyrgðarstarfa hjá SFR – Stéttarfélagi í almanna- þjónustu. Jens varð formaður fé- lagsins um árabil. Á þeim vett- vangi lágu leiðir okkar Jens saman að nýju í samningum um kaup og kjör starfsmanna Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í Karphúsinu svonefnda. Jens leiddi þar sitt lið af festu og ábyrgð sem skiluðu sér í farsæl- um málalyktum. En nú skerast leiðir okkar Jens ekki framar hér. Við kveðjum Jens með virð- ingu og þakklæti í huga. Vort líf er lán frá þér, það líður harla skjótt, og lát oss eygja ljósið þitt, er lýkur dauðans nótt. (Sigurjón Guðjónsson) Við biðjum algóðan Guð að blessa Jens Andrésson, láta sitt eilífa ljós lýsa honum og styðja fjölskyldu hans og vini í sorginni. Stefán Þórarinsson og fjölskylda. Leiðir okkar Jens Andrésson- ar lágu fyrst saman á árunum 1970-1974 en þá störfuðum við báðir í Iðnnemahreyfingunni. Ég var í námi í rafvirkjun en Jens í járnsmíði. Hann færði sig svo yf- ir í vélstjóranám í sérskóla á þessum árum. Fyrstu verkefnin sem okkur var trúað fyrir hjá Iðnnemasambandinu var seta í nefnd sem hét að mig minnir skemmti- og ferðanefnd. Við lét- um nú ekki segja okkur það tvisvar og hófumst handa af full- um krafti sem skilaði sér í feikna skemmtilegum ferðum. Minnist ég þess að fyrsta ferðin sem við skipulögðum var að Arnarstapa á Snæfellsnesi, en þar tókum við félagsheimili á leigu og héldum þar ball. Fylltum við rútu hér að sunnan úr Reykjavík og létum ballið borga meginhlutann af kostnaðinum. Þetta tókst vel og var sömu að- ferð beitt árið á eftir og þá var farið að Birkihlíð á Brjánslæk. Þetta voru skemmtilegar uppá- komur, Jens formaður skemmti- nefndarinnar í essinu sínu og ég varaformaður. Það var mikið spjallað, lögð á ráðin og hlegið. Það var nokkuð gefið að vera við hlið Jens, að þá urðu einhverjar skemmtilegar uppákomur sem ekki verða raktar hér, enda voru þær svolítið litaðar á þessum ár- um. Við vorum ólofaðir ungir menn sem höfðum tvær sameig- inlegar hugsjónir; sú fyrri var að skemmta okkur og njóta lífsins og hin var að berjast fyrir betri kjörum og aðstæðum iðnnema. Svo fór samt sem áður þegar síð- asta ferðin var í undirbúningi hjá ferðanefndinni að formaðurinn missti áhugann og varaformað- urinn sat uppi með skipulagn- inguna. Þrátt fyrir það var ferðin farin og í þetta sinn til Færeyja en án formannsins. Leiðir okkar lágu aftur saman í verkalýðsbar- áttunni innan Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR). Fóru fram stjórnarkosningar árið 1990 í fé- laginu. Listi þeirra sem vildu breytingar vann góðan sigur og var Jens Andrésson kjörinn varaformaður en Sigríður Krist- insdóttir formaður. Þessi nýja stjórn réð mig svo sem fram- SJÁ SÍÐU 26 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR ÞÓRARINSSON frá Hrauni í Keldudal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 7. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 16. febrúar klukkan 13. Rögnvaldur Ingólfsson Arnór Ingólfsson Matthildur Ingólfsdóttir Atli Már Ingólfsson makar, börn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI MAGNÚSSON rafvirkjameistari, Ólafsvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi þriðjudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 20. febrúar klukkan 14. Streymt verður frá útförinni: http://kirkjanokkar.is/ Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir Gunnar Bergmann Traustas. Berglind Long Kristinn Steinn Traustason Bergþóra Kristinsdóttir Viðar Örn Traustason Lóa Birna Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVALA JÓNSDÓTTIR, Lautasmára 1, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 6. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 13. Bragi Friðþjófsson Sigurborg Bragadóttir Karl Helgason Dagbjört Jóna Bragadóttir Skarphéðinn Skarphéðinsson Göran Skog Björk Bragadóttir Þorvaldur Kröyer Roger Seager Jenny Seager og ömmubörn Elsku mamma okkar, amma, systir, tengdamamma og vinkona, GÍSLÍNA GÍSLADÓTTIR, Innri-Njarðvík, lést 30. janúar. Útför fór fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Villiketti og Kattholt. Þökkum fyrir hlýjar kveðjur. Margrét Gíslínudóttir Sigurborg Lúthersdóttir Gísli Ævar Hilmarsson og tengdasynir Gerður Gísladóttir og systkinabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpa, tengdamamma, amma og langamma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR listakona, Helgafellsbraut 31, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 6. febrúar. Jarðarförin fer fram laugardaginn 13. febrúar klukkan 13 í Landakirkju. Streymt verður frá athöfninni á landakirkja.is. Jón Ingi Guðjónsson Dagbjört Laufey Emilsdóttir Valur Heiðar Sævarsson Hrafnhildur Ragnarsdóttir Svanur Birkir Jónsson Hlynur Már Jónsson Hulda Sif Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.