Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Jens Andrésson
kvæmdastjóra og hófst þar með
aftur samstarf okkar Jens sem
náði óslitið til ársins 2006 eða í 16
ár.
Ein af þeim breytingum sem
stjórn SFR gerði, sem var kosin
1990, var að leiða í lög breytingar
á kjörgengi formanna og stjórn-
armanna. Því tók Jens við sem
formaður SFR af Sigríði árið
1996 og gegndi því starfi til 2006
þegar ég tók við sem formaður.
Tími Jens var því liðinn á vett-
vangi félagsins og hélt hann til
annarra starfa.
Þau sextán ár sem við Jens
Andrésson störfuðum saman,
ekki síst eftir 1996 þegar hann
gegndi formannsembættinu,
voru tími framþróunar. Miklar
breytingar urðu í starfi félagsins
í takt við þjóðfélagið almennt.
Ein af stóru breytingunum sem
félagið var í forsvari fyrir var að
semja um að taka upp stofnana-
samninga hjá ríkisstarfsmönn-
um, sem var algjör bylting í
launamyndunarkerfi ríkisstarfs-
manna. Þessi vinna var ekki síst
á herðum Jens og var hann einn
af hugmyndasmiðunum hvað
varðaði þetta fyrirkomulag. Eins
og gengur voru ekki allir sam-
mála um að fara þessa leið, en
Jens, eins og svo oft áður, var
fylginn sér og lét engan slá sig út
af laginu.
Aðalsmerki Jens Andréssonar
var hversu þolgóður samninga-
maður hann var. Hægt og rólega,
eins og dropinn holar steininn,
náði Jens oftar en ekki sínum
markmiðum fram.
Við hjá Sameyki stéttarfélagi í
almannaþjónustu viljum þakka
samfylgdina og vottum fjöl-
skyldu Jens okkar dýpstu samúð
um leið og við kveðjum góðan
samstarfsmann.
Árni St. Jónsson,
formaður Sameykis.
Kynni okkar Jens hófust í
Vinnueftirlitinu þar sem við
störfuðum saman um átta ára
skeið. Við sinntum þar eftirliti og
ýmsu öðru sem gera þurfti, s.s.
sprenginámskeiðum, rannsókn-
um á vinnuslysum o.fl.
Á þessum árum voru fyrstu
tölvurnar teknar í notkun og þótt
þær væru frumstæðar var vél-
fræðingurinn Jens ótrúlega lunk-
inn við að tileinka sér tæknina og
nýta möguleika hennar til hins
ýtrasta.
Jens var góður félagi og sam-
skiptin sem við áttum á vinnu-
stað leiddu til þess að með tím-
anum myndaðist góð vinátta með
okkur og okkar fjölskyldum.
Það er margs að minnast og
ýmislegt skemmtilegt höfum við
aðhafst. Þar má nefna samveru
af mörgu tagi, s.s. ferðir, veiði-
túra og heimsóknir af ýmsu til-
efni. Þá má ekki gleyma glæsi-
legum matarboðum sem
meistarakokkurinn Kristín átti
veg og vanda af. Eftir slíkar
veislur kom fyrir að við Jens
fengjum okkur koníakstár og
leystum heimsgátuna fljótt og
auðveldlega. Við vorum sammála
í meginatriðum en körpuðum um
það sem út af stóð. Þegar færi
gáfust gerðum við líka grín hvor
að öðrum og höfðum lúmskt
gaman af.
Mér er minnisstætt þegar við
hjónin og tveir synir okkar
dvöldumst með þeim Kristínu og
dóttur þeirra í nokkra daga í Vík.
Einn daginn ákváðum við Jens
að fara með krakkana upp á
Reynisfjall. Við vorum bjartsýnir
þótt dumbungsveður væri og
töldum að brátt myndi rofa til.
Okkar biði stórbrotið útsýni af
fjallinu til allra átta.
Það var heilmikið basl að kom-
ast upp. Anna var sett í barna-
kerru og síðan lögðumst við á eitt
við að drösla kerrunni áfram og
að endingu náðum við upp fyrir
brúnina. Þá var skollin á þoka og
skyggnið eftir því.
Við ákváðum samt að ganga
eftir vegarslóðanum í átt að lór-
anstöðinni og skoða hana. Við
vorum sumarlega til fara og alls
ekki búnir til fjallaferða. Að
vanda var Jens var sallarólegur
og kveikti sér í vindli sem var þó
ekki venja hans.
Er við höfðum gengið nokkurn
spöl mættum við hópi franskra
ferðamanna.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvað þeir hugsuðu þegar þeir
mættu Jens prúðbúnum í blank-
skóm, spókandi sig í svartaþoku
uppi á Reynisfjalli. Hann púandi
smávindil og með lítið barn í
kerru en þeir klæddir eins og
þeir væru að ganga á Everest.
En hugsanir þeirra voru ekki
okkar höfuðverkur.
Við héldum ótrauðir áfram
fjallið á enda, skoðuðum stöðv-
arhúsið og sáum grilla í Reyn-
isdrangana. Ferðin fékk farsæl-
an endi og allir voru glaðir.
Mér tókst að lokka Jens í Akó-
ges og leiddi það til þess að sam-
vera okkar varð meiri en ella.
Hann naut sín vel í félaginu, var
virtur og vinsæll og leysti öll þau
verk sem honum voru falin með
miklum sóma. Við lentum oft
saman í nefndum og einu sinni í
stjórn.
Það var gaman að vinna með
honum í félagsmálunum því hann
var rólegur og yfirvegaður en
jafnframt ákveðinn og tillögu-
góður. Það verður því skarð fyrir
skildi þegar fundir hefjast á ný
að loknu kófinu og Jens horfinn á
braut.
Allt hefur sinn tíma og nú er
komið að kveðjustund, miklu fyrr
en vænta mátti. Við Sólrún þökk-
um góðum vini samfylgdina og
vottum Kristínu og öllum þeirra
nánustu innilega samúð okkar.
Gylfi Már Guðjónsson.
Kveðja frá AKÓGES
Kær félagi og vinur, Jens
Andrésson, er látinn. Hann lést
27. janúar síðastliðinn. Hann
hafði verið félagi í Akóges í
Reykjavík í um tvo áratugi.
Jens var félagslyndur, traust-
ur og góður félagi, ávallt reiðubú-
inn og lagði sig fram í öllu sem
hann tók að sér fyrir félagið,
enda gegnt mörgum trúnaðar-
störfum bæði í nefndum og
stjórn.
Við félagar söknum góðs
drengs sem nú er horfinn frá
okkur og þökkum fyrir ánægju-
leg kynni. Skarð hans verður
vandfyllt.
Hans góðu eiginkonu og að-
standendum öllum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd Akóges í Reykja-
vík,
Einar Pálmi Jóhannsson.
Það er mikil eftirsjá að Jens
Andréssyni; óraunverulegt að
hann sé horfinn á braut. Að vísu
verður hann seint horfinn úr
minningu okkar, þar mun hann
alltaf eiga vísan stað. En í huga
okkar, vina Jens Andréssonar,
þá var hann þeirrar gerðar að
hann hlyti alltaf að verða til stað-
ar. Líkt og klettur sem ekki verð-
ur auðveldlega færður úr stað.
Í endurminningu minni kemur
Jens fyrst til sögunnar sem einn
af forystumönnum Iðnnemasam-
bandsins. Það var löngum rót-
tækt mjög, tók af mikilli einurð
málstað þeirra sem hallaði á
heima og heiman.
Sjóndeildarhringur íslenskra
iðnnema var nefnilega lengi víður
og létu þeir sig ekki einvörðungu
varða hlutskipti landa sinna held-
ur einnig afskipti heimsvalda-
sinna af fátækum þjóðum í Mið-
Ameríku og aðþrengdum fórnar-
lömbum kynþáttastefnunnar í
Suður-Afríku.
Þessa samstöðuhugsun suður
á bóginn yfirgaf Jens aldrei og til
marks um það var dvöl hans á
Grænhöfðaeyjum undan Afríku-
ströndum um árabil á níunda
áratugnum þar sem vélstjórinn
íslenski kenndi innfæddum tökin
í vélarrúmi fiskveiðiskipa.
Það var líka í karakternum að
gerast starfsmaður Vinnueftir-
litsins og síðar öryggismálastjóri
Elkem járnblendiverksmiðjunn-
ar í Hvalfirði. Að búa starfsfólki
öryggi á vinnustað var honum
alla tíð mikið hjartans mál.
Árið 1990 var Jens kjörinn í
stjórn Starfsmannafélags ríkis-
stofnana, SFR, og árið 1996 varð
hann formaður félagsins en for-
mennsku í SFR gegndi hann til
ársins 2006.
Eftir að Jens varð varafor-
maður BSRB á árabilinu 1997 til
2006 varð samstarf okkar mjög
náið. Aldrei nokkurn tímann bar
þar skugga á. Reyndi ég oft hve
ráðagóður og traustur maður
Jens var. Alltaf var hægt á hann
að stóla, haggaðist ekki þótt
öldugangur yrði eða gustaði um
menn.
Á vettvangi SFR og einnig hjá
BSRB lét Jens til sín taka á ýms-
um málasviðum, ekki síst var
hann áhugasamur um aðgang
launafólks að endurmenntun og
vildi hann nýta alla þá möguleika
sem tæknin bauð upp á til
fræðslu og menntunar. Jens
sinnti auk þess fjölda trúnaðar-
starfa fyrir BSRB og verkalýðs-
hreyfinguna almennt.
Jens stóð alltaf fast á sínu en
það gerði hann fyrst og fremst af
staðfestu og ætíð án bægsla-
gangs og það sem meira var um
vert, án þess að meiða nokkurn
mann. Fyrir vikið var fólki hlýtt
til hans.
Þessar minningar eru mér nú
mikils virði og þá einnig þær sem
snúa að skemmtilegum ferða-
félaga og vini.
Nokkrum sinnum bar það við
að við legðum saman land undir
fót og er margs að minnast úr
slíkum ferðum. Ólafsvakan í
Færeyjum verður þar sennilega
efst í minni. Færeyskir vinir okk-
ar sendu saknaðarkveðjur til Ís-
lands þegar þeir fréttu af fráfalli
Jens Andréssonar og þannig er
það eflaust um ótal aðra sem
hugsa til þessa góða drengs, nú
þegar hann kveður, jafnframt því
sem við öll sendum Kristínu og
fjölskyldu þeirra Jens allri hug-
heilar samúðarkveðjur.
Ögmundur Jónasson.
Hann Jens, félagi okkar og
vinur, hefur nú kvatt þennan
heim og farið á vit nýrra heim-
kynna, en hann féll frá þann 27.
janúar sl. Jens var einn af þeim
sem störfuðu í meira en áratug í
Veitustjórn Seltjarnarnesbæjar.
Hann tók virkan þátt í að móta
stefnu hitaveitunnar og reynsla
hans og menntun kom bæjar-
félaginu til góða.
Jens var hress og skemmtileg-
ur maður og var jafnan hnyttinn í
tilsvörum og hafði ótrúlega góða
nærveru. Ég kynntist honum
fyrst í hinu pólitíska starfi hjá
Neslistanum. Hann gegndi trún-
aðarstörfum fyrir Neslistann og
sat í Veitustjórn til ársins 2018.
Þegar ég settist í stól bæjar-
stjóra fann ég alltaf fyrir miklum
velvilja og hvatningu frá honum.
Jens reyndist mér góður félagi
og lét sig málefni Seltjarnarnes-
bæjar varða. Oft leitaði ég til
hans varðandi veiturnar og eins
og ávallt var hann lausnamiðaður
og bóngóður - persónueinkenni
hans voru góðmennska og ekki
síst umhyggja. Jens var mikið
góðmenni og lífsglaður maður og
kynni mín af honum voru ein-
staklega góð. Dóttir þeirra hjóna
Anna Kristín, sundkona hjá ÍFR,
var valin íþróttakona Seltjarnar-
ness vegna áranna 2007 og 2008.
Ég sendi eiginkonu hans og
fjölskyldunni allri mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur á sorgar-
stundu. Megi hann nú njóta þess
að vera mættur á grænar grund-
ir eilífðarinnar.
Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri.
✝ Sigurður Th.Ingvarsson
fæddist á Ísafirði 9.
október 1931.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 1. febrúar
2021.
Foreldrar hans
voru Ingvar Jóns-
son vélvirki, f. 28.
október 1911, d.
23. mars 1979, og
Sigríður Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 22. júlí 1906, d. 12.
nóvember 1971. Systir Sigurðar
er Sigrún Stella, f. 13. janúar
1935.
Sigurður kvæntist Arndísi
Ólafsdóttur, f. 7. júní 1933, hinn
9. október 1954. Þau bjuggu
lengst af á Ísafirði en síðustu tíu
ár í Reykjavík. Börn þeirra eru:
1) Sigríður Brynja, f. 7. febrúar
1954. Maki Hilmar Guðmunds-
maki Finnur Jónasson, sonur
þeirra er Daníel Stefán, og c)
Sigurður Davíð, maki Helga
Hauksdóttir, sonur þeirra er
Stefán Haukur. 4) Björk, f. 1.
febrúar 1962. Börn hennar eru:
a) Kristín og b) Guðmundur Al-
exander.
Sigurður lauk gagnfræða-
prófi og námi í rennismíði við
Iðnskólann á Ísafirði. Starfaði
hann við þá iðn í Vélsmiðjunni
Þór og Skipasmíðastöð Mars-
elíusar Bernharðssonar á Ísa-
firði í um þrjá áratugi. Að því
loknu vann Sigurður við ýmis
störf á Ísafirði. Sigurður var
alla tíð mikill íþróttamaður og
æfði á unga aldri knattspyrnu,
badminton og skíði. Hin síðari
ár stundaði hann golfíþróttina
af miklu kappi og var meðal
stofnenda Golfklúbbs Ísafjarð-
ar. Hann var meðlimur í Karla-
kór Ísafjarðar og Sunnukórnum
á Ísafirði um árabil. Þá var Sig-
urður félagi í Oddfellowstúk-
unni Gesti á meðan hann bjó
þar.
Sigurður verður jarðsettur
frá Grensáskirkju í dag, 12.
febrúar 2021, klukkan 15.
son, f. 20. ágúst
1952. Börn þeirra
eru: a) Árný Hlín,
maki Þorvarður Jó-
hann Jónsson. Börn
þeirra eru Hlín,
Kolbrún Harpa og
Hilmar. b) Arndís
Anna, maki Már
Wardum. Börn
þeirra eru Viktor,
Arnar Már og
Brynja Margrét. 2)
Ólafur, f. 19. maí 1957. Maki
Svala Guðmundsdóttir, f. 25.
maí 1969. Börn þeirra eru: a)
Davíð, maki Christine Guldborg
Auchenberg, b) Sara Sebastian,
maki Vífill Atlason, c) Snæfríð-
ur Anna og d) Eva Sólveig. 3)
Anna Ólafía, f. 7. febrúar 1959.
Maki Stefán Hrafnkelsson, f. 10.
júlí 1958. Börn þeirra eru: a)
Hrafnkell, maki Jóhanna Vigdís
Ríkharðsdóttir, b) Arndís Rós,
Leiksvið birtist og lífið fer á
stjá. Ég er ekki til, en Sigurður
Th. Ingvarsson er að hefja sína
lífsgöngu á níunda degi október-
mánaðar, árið er 1931.
Við erum stödd á Ísafirði, í
fyrsta þætti, fjarri heimsstyrjöld
sem vomir handan við hornið.
Foreldrarnir, Sigríður Sigurðar-
dóttir og Ingvar Jónsson, hlúa að
hvítvoðungnum af alúð og um-
hyggju.
Árin líða á leiksviði lífsins og
færa Sidda litla hana Sigrúnu
Stellu í formi lítillar systur.
Drengurinn í hamingju bernsku
sinnar kemst klakklaust frá öll-
um boðaföllum, nema hvað hálf-
ur fingur fimm ára drengs lendir
milli skips og bryggju. Hann
sleppur við að vera píndur í pí-
anónám, um alla framtíð. Í
næstu andrá þessarar fögru
sviðsmyndar með trégólfi og
leiktjöldum er drengurinn orð-
inn sautján ára og getur sig
hvergi hreyft. Hann er lamaður
frá hvirfli til ilja vegna faraldurs
sem kennir sig við Akureyri.
Veikin sú fór út fyrir sín
hreppamörk – ef hún á þá nokk-
urs staðar heima – og hafði búið
um sig vestur á fjörðum. Flug-
báturinn Catalina lenti ekki á ís-
firska Pollinum daginn sem
Siddi var borinn burt frá dívan
sínum og fjölskyldu, heldur leit-
aði skjóls bak við almættið í fjör-
unni við Salem. Unglingurinn
var kominn með vængi úr stáli
flugbáts og kveið framtíð sinni á
danskri grund.
Í öðrum þætti svífur ungi
maðurinn frjáls í fáguðum dansi
á sjúkrahússballi sem guð og
lukkan hafði boðið nokkrum
karlmönnum á, til að jafna
kynjahlutfallið. Í höndum hans á
dansgólfinu er feimin starfs-
stúlka og hann leggur útlit henn-
ar á minnið. Í langri biðröð, langt
út fyrir Ísafjarðarbíó einhverj-
um dægrum síðar, eru systurnar
Adda og Lóló of aftarlega til að
lánast að fá bíómiða á kvikmynd-
ina sem allir eru að tala um: Þar
sem sorgirnar gleymast. En
dansarinn flinki, af leiksviðinu
fagra, kemur auga á svarthærðu
stúlkuna sem hann getur ekki
gleymt. Hann leyfði sér að
gleyma að vinurinn, Rögnvaldur,
átti að fá annan bíómiðann sem
velktist um í höndum hans. Hann
sá bara svarthærðu stúlkuna af
dansgólfinu og tók bestu ákvörð-
un sem lífið og feimnisleysið gat
fært honum. Bíómiðann skyldi
hún fá. Hvort það var tenórinn
Sigurður Th.
Ingvarsson
✝ Jenný AnnaBaldursdóttir
fæddist í Reykjavík
20. janúar árið
1952. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 28.
janúar 2021. For-
eldrar hennar voru
Baldur Guðmunds-
son f. 11. apríl
1929, d. 21. mars
2016, og Anna
Björg Ósk Jónsdóttir, f. 3. des-
ember 1928, d. 27. mars 2012.
Alsystkini Jennýjar eru
Greta Baldursdóttir, f. 1954,
eiginmaður hennar er Halldór
Grönvold, f. 1954, d. 2020; Ingi-
björg Jóna Baldursdóttir, f.
1955, eiginmaður hennar er
Hannes Bergur Andrésson, f.
1958; Guðlaug Björk Bald-
ursdóttir, f. 1957; Ingunn Bald-
ursdóttir, f. 1958, eiginmaður
hennar er Óskar Ómar Ström, f.
1952; Hilma Ösp Baldursdóttir,
f. 1961; eiginmaður hennar er
Alfreð Karl Alfreðsson, f. 1964;
Guðmundur Baldursson, f. 1968;
Steinunn Baldursdóttir, f. 1970,
eiginmaður hennar er Jón Al-
1997, d. 1997, og Oliver Einar
Nordquist, f. 2005; börn Söru
Hrundar eru Jenný Una Eriks-
dóttir, f. 2004, og Hrafn Óli Er-
iksson, f. 2007.
Jenný Anna ólst upp í gamla
verkó við Hringbraut hjá lang-
ömmu sinni og ömmubróður.
Hún gekk í Verslunarskóla Ís-
lands, lauk stúdentsprófi í Sví-
þjóð og nam síðar við Háskól-
ann í Gautaborg (Göteborgs
Universitet) þar sem hún lauk
námi í félags- og heilsufræðum
með áherslu á umönnun ung-
menna sem orðið höfðu fyrir
heimilisofbeldi. Hún var löggilt-
ur læknaritari og starfaði lengi
á heila- og taugadeild Landspít-
alans við Hringbraut eftir að
hún flutti heim frá Gautaborg
árið 1982. Hún hóf störf hjá
Samtökum um kvennaathvarf
árið 1988 þar sem hún tók þátt í
mótun og uppbyggingu þeirra,
auk þess sem hún var fjölmiðla-
fulltrúi samtakanna um skeið.
Hún starfaði einnig lengi sem
fyrirlesari, þýðandi, próf-
arkalesari og sænskukennari.
Jenný byrjaði að blogga árið
2007 og náði miklum vinsældum
fyrir hreinskilin skrif sín um
alkóhólisma í sambland við um-
fjöllun um stjórnmál og önnur
þjóðfélagsmál á Moggablogginu
og seinna meir á Eyjunni.
Útförin fer fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
var Sævarsson, f.
1969. Hálfbróðir
Jennýjar er Böðvar
Guðmundur Bald-
ursson, f. 1948, d.
2006, eiginkona
hans er Gerður
Jensdóttir, f. 1948.
Eftirlifandi eig-
inmaður Jennýjar
er Einar Vilberg
Hjartarson, f. 1950.
Jenný eignaðist
þrjár dætur, Helgu Björk Lax-
dal, f. 1970, með fyrrum eig-
inmanni sínum Bjarka Laxdal, f.
1953, eiginmaður Helgu Bjark-
ar er Björn Axelsson, f. 1967, og
sonur hennar er Jökull Bjarki
Laxdal, f. 1994; Maríu Gretu
Einarsdóttur, f. 1978, og Söru
Hrund Einarsdóttur, f. 1980,
með fyrrum eiginmanni sínum,
Einari Lárusi Ragnarssyni, f.
1956; sambýlismaður Maríu
Gretu er Ari Benóný Malm-
quist, f. 1978, börn þeirra eru
Styrkár Malmquist Arason, f.
2015, og Stormur Benóný
Malmquist Arason, f. 2017, syn-
ir Maríu úr fyrri samböndum
eru Aron Örn Jóhannsson, f.
Elsku mammslan mín. Hvar á
ég að byrja?
Mamma mín, ofurkona, húm-
oristi, húmanisti, prakkari, kven-
skörungur, skoðanaglöð með ein-
dæmum, uppreisnarseggur,
hippi, dugnaðarforkur, pólitísk,
baráttukona, bókaormur og ég
gæti haldið endalaust áfram.
Minningarnar sem ég á um þig
og með þér eru endalausar og
þær mun ég varðveita um alla tíð.
Þú varst mín allra helsta fyrir-
mynd, fallegust allra og ég ólst
upp með stjörnur í augunum yfir
þér. Öll árin sem þú vannst hjá
Samtökum um kvennaathvarf,
allar vaktirnar sem þú stóðst þar
og sem fjölmiðlafulltrúi um skeið.
Ég var svo stolt af þér fyrir þetta
göfuga starf sem þú vannst. Þú
varst alla tíð ötull talsmaður
minni máttar og minnihlutahópa.
Þú varst með sterka réttlætis-
kennd og ávallt með hjartað á
réttum stað.
Tilhugsunin er óbærileg að þú
munir aldrei aftur hringja í mig
eftir heimsóknirnar hans Styrk-
árs til ykkar Einars til að segja
mér allt sem Styrkár sagði og
gerði þessar klukkustundir sem
hann varði hjá ykkur í Hafnar-
firðinum hvern einasta laugar-
dag.
Þú munt aldrei hringja í mig
aftur til að skamma mig fyrir að
ég hringi of sjaldan. Þú varðst
bara fyrri til að hringja og þegar
ég benti þér á það þá hlóstu og
sagðir: „Ég veit, ég er uppá-
þrengjandi,“ með prakkaratón.
Jenný Anna
Baldursdóttir