Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
70 ára Valgerður ólst
upp í Reykjavík og
Hafnarfirði og býr í
Kópavogi. Hún er kenn-
ari og kenndi í 38 ár í
Snælandsskóla í Kópa-
vogi. Hún útskrifaðist
frá grafíkdeild MHÍ
1999 og hefur starfað sem myndlistar-
kona síðan. Valgerður opnar sýningu í
dag í Gallerí Göngum við Háteigskirkju.
Maki: Ágúst Þorgeirsson, f. 1947, verk-
fræðingur.
Börn: Kristbjörg, f. 1971, Björn, f. 1974,
og Guðrún Þorgerður, f. 1977, Ágústs-
börn. Barnabörnin eru 6.
Foreldrar: Björn Þorsteinsson, f. 1918, d.
1986, sagnfræðingur, og Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 1915, d. 1997, þýðandi.
Valgerður
Björnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samstarfsfólk þitt kemur þér í opna
skjöldu varðandi eitthvað í dag. Væntingar
annarra eru ekki þitt vandamál.
20. apríl - 20. maí
Naut Hafðu það í huga að gæta þess að
halda einkalífinu og vinnunni aðskildu. Þér
verður lofað gulli og grænum skógum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Haltu fast um pyngjuna, það þarf
ekki stórkaup til að aurarnir fljúgi. Kannski
þarftu að ræða eitthvað sem hvílir á þér og
tengist systkinum eða ættingjum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt enginn sjái framtíðina fyrir er
hægt að búa sig undir hana með marg-
víslegum hætti í smáu sem stóru. Vegna
hugsjóna þinna langar þig að leggja
ákveðnum málstað lið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það hefur ekkert upp á sig að bregðast
við hlutunum með upphlaupum og reiðiköst-
um. Hættu að sitja með hendur í skauti og
bíða eftir því að aðrir leysi vanda þinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Tækni tengir þig fólki sem þú myndir
venjulega ekki þekkja. Loksins losnarðu und-
an byrði sem hefur lengi hvílt á þér og fram-
tíðin virðist bjartari fyrir vikið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú
sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Vertu
hvergi smeyk/ur því áætlanir þínar ganga í
augun á yfirboðurunum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur kraftinn til að laga það
sem einhver annar eyðilagði. Einhverjum lík-
ar það sem hann les eftir þig og hvetur þig til
dáða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þessi dagur skiptir miklu máli
varðandi stórt verkefni sem þú ert með á
prjónunum. Best væri ef þú létir aðra um sín
vandamál.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér líður eins og þú hafir orðið
undir valtara en átt nú samt erfitt með að sjá
hvað olli því. Haltu áfram að gera góðverk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mundu að þú þarft á hvíld og af-
slöppun að halda um þessar mundir. Farðu
aftur yfir málin og breyttu því sem breyta
þarf.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það væri ekki ónýtt að geta tekið sér
smáfrí til þess að hlaða batteríið yfir svart-
asta skammdegið. Þú færð boð í brúðkaup í
sumar.
„Við höfðum verið með litla síld,
komið var haust og flestir farnir að
taka saman eftir sumarið en þá kom
skeyti um að risafarmur væri á leið-
inni. Hann var 2.020 tunnur og við
vorum á annan sólarhring að salta
þetta. Ég held að þetta sé stærsti
farmur sem hefur verið saltaður úr
einu skipi,“ segir Skúli.
Í átta ár, frá 1974 til 1982, sat Skúli
í bæjarstjórn Siglufjarðar, sem
fulltrúi Framsóknarflokksins, en
áður hafði hann verið varabæjar-
fulltrúi. Á þessum árum var ráðist í
mörg stór verkefni svo sem lagningu
hitaveitu til bæjarins og malbikun
gatna. Hann sat í mörgum nefndum
S
kúli Jónasson fæddist 12.
febrúar 1926 á Eiðs-
stöðum í Blöndudal í
Austur-Húnavatnssýslu.
Hann var aðeins sjö ára
gamall þegar faðir hans féll frá. Þá
var hann fyrst með móður sinni en
fór síðan að Ytri-Löngumýri til
Björns Pálssonar bónda og síðar
alþingismanns.
Árið 1941, fimmtán ára gamall,
flutti Skúli til Siglufjarðar þar sem
tvö eldri systkini hans áttu heima.
Þar gekk hann í Gagnfræðaskólann
og síðan Iðnskólann og hóf jafnframt
nám í húsasmíði hjá bygginga-
fyrirtækinu Sveini og Gísla og lauk
sveinsprófi í febrúar 1950. Að námi
loknu var Skúli í eitt ár við nám og
störf í Herning í Danmörku en vann
síðan við byggingu virkjunar við Sog
og við bryggjusmíði á Raufarhöfn.
Þegar Héraðshælið á Blönduósi
var byggt, á árunum frá 1952 til 1955,
vann Skúli við það verk ásamt bygg-
ingameistaranum, Sveini Ásmunds-
syni, og hlutu þeir mikið lof fyrir.
Í lok sjötta áratugarins stofnaði
Skúli Byggingafélagið sf. á Siglufirði,
upphaflega ásamt Magnúsi Blöndal.
Skúli hafði marga menn í vinnu og
tók að sér ýmis stór verkefni svo sem
byggingu pósthúss, mjólkursamsölu
og sjúkrahúss og síðar fyrsta hluta af
frystihúsi Þormóðs ramma. Hann
var einnig einn af stofnendum Hús-
eininga og sat þar í stjórn.
Árið 1965 tók Skúli, ásamt Bjarna
M. Þorsteinssyni, við rekstri sölt-
unarstöðvar sem nefndist Hafglit en
hafði áður heitið Pólstjarnan. Þetta
var á síðustu árum síldarævintýris-
ins. Um svipað leyti hóf hann þátt-
töku í útgerð og var Tjaldur fyrsta
skipið af nokkrum. Hann var í stjórn-
um útgerðarfélaganna Hafnar og
Siglfirðings. Skúli og félagar hans
ráku hraðfrystihúsið Ísafold frá 1969
og í rúman áratug. Skúli minnist þess
sérstaklega þegar einn skipsfarmur
breytti öllu fyrir afkomu ársins á
söltunarstöð þeirra Bjarna árið 1967.
og var formaður skólanefndar og
fræðsluráðs. Um tíma kenndi hann
við Iðnskólann á Siglufirði.
Óhætt er að segja að Skúli hafi
verið virkur í félagsmálum á Siglu-
firði. Hann var lengi í sóknarnefnd
Siglufjarðarkirkju, var formaður
Slysavarnafélagsins og beitti sér fyr-
ir byggingu björgunarskýlis í Héð-
insfirði og var formaður Iðnaðar-
mannafélags Siglufjarðar, en
Iðnþing Íslendinga var haldið á
Siglufirði sumarið 1970, að hans
frumkvæði. Þá var hann lengi í
Rotaryklúbbi Siglufjarðar, í Frímúr-
arastúkunni Rún, Norræna félaginu
og í Húnvetningafélaginu. „Ég átti
góða daga á Siglufirði, en það voru
miklar umbreytingar á atvinnu-
ástandinu þar. Stundum var mikið að
gera og stundum lítið og stundum
ekki neitt.“
Skúli og Guðrún, kona hans, fluttu
til Reykjavíkur árið 1982, en þá voru
börnin sex komin í skóla eða vinnu
þar syðra. Fram undir sjötugt vann
Skúli í Búnaðarbanka Íslands.
Lengst af hafa þau hjónin búið við
Háaleitisbraut, þar sem þau búa enn.
„Við förum í Múlabæ alla virka daga,
klukkan átta og komum heim klukk-
an fjögur. Við erum þar hjá frábæru
starfsfólki og þar er alltaf eitthvað
boðstólunum til að halda okkur gang-
andi.“ Þau hjónin hafa verið bólusett
við kórónuveirunni og Skúli segir það
bestu afmælisgjöfina að geta hitt af-
komendur sína aftur. En hann nefnir
líka oft hvað þau hjónin eru heppin
með allan barnahópinn, en afkom-
endurnir eru alls 33.
Fjölskylda
Eiginkona Skúla er Guðrún Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 6.6. 1930. Þau voru
gefin saman 9.1. 1954 á Ísafirði. For-
eldrar hennar voru hjónin Jón
Eiríksson, sjómaður og verkamaður í
Hnífsdal, f. 9.12. 1880, d. 10.5. 1972,
91 árs, og Arnfríður Kristjánsdóttir
húsfreyja, f. 10.7. 1894, d. 6.9. 1972,
78 ára.
Skúli Jónasson byggingameistari – 95 ára
Ljósmynd/Ása Magnea Vigfúsdóttir
Fjölskyldan Barnabörn og barnabarnabörn Skúla og Guðrúnar eru 27.
Var virkur í atvinnumálum
og félagsmálum á Siglufirði
Hress Skúli býr enn heima ásamt
Guðrúnu, konu sinni, sem er 90 ára.
Sveitapiltur Skúli átta ára gamall við
æskuheimilið að Eiðsstöðum í Blöndudal.
60 ára Margrét er
Hafnfirðingur en býr í
Reykjavík. Hún er fóta-
aðgerðafræðingur og
rekur eigin stofu sem
heitir Fótaaðgerða-
stofan Hafperla. Mar-
grét er formaður Fé-
lags íslenskra fótaaðgerðafræðinga.
Maki: Guðmundur Sveinn Guðmundsson,
f. 1960, bifreiðasmiður hjá bílaverkstæð-
inu Glitur.
Börn: Berglind Bjarný, f. 1979, Sveinn
Hjalti, f. 1983, og Ingvar Haukur, f. 1988,
Guðmundsbörn. Barnabörn eru orðin tvö.
Foreldrar: Sigurður Ágúst Magnússon, f.
1934, d. 2009, slökkviliðsmaður, og Guð-
munda Bjarný Ólafsdóttir, f. 1938, d.
2009, innheimtumaður hjá RÚV.
Margrét
Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
22
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Prófaðu
eitthvað nýtt
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is