Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 37

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H Hörkuspennandi og Hrollvekjandi Spennumynd. M OV I E F R E A K . C O M »Kvintett trompetleikarans Ara Braga Kárasonar kom fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu á miðvikudagskvöldið var. Kvintett blásarans sprettharða var skipaður auk Ara Braga sjálfs þeim Ingimar Andersen, sem lék á saxófón, Ey- þóri Gunnarssyni á píanó, Valdimar Kolbeini Sigur- jónssyni á bassa og trommuleikaranum Einar Schev- ing. Á dagskrá kvintettsins voru lög úr ýmsum áttum djassheimsins og þar á meðal lög eftir hljómsveitar- stjórann sjálfan. Þrátt fyrir veirufaraldur hefur tek- ist að halda blómlegri starfsemi í Múlanum, að við- höfðum tilskildum sóttvörnum. Kvintett Ara Braga Kárasonar lék í Múlanum Í sveiflu Kvintett trompetleikarans á sviðinu: Eyþór Gunnarsson, Ari Bragi, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ingimar Andersen og Einar Scheving. Á staðnum Steinunn Svavarsdóttir og Steinar Sveinsson. Íhugul Grímuklæddir gestir hlýddu ánægðir á kvintettinn leika í Flóa. Tónleikagestir Björk Ágústsdóttir og Kári Húnfjörð Einarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningin Óreiðukenningin með verkum eftir Ingunni Fjólu Ing- þórsdóttur var opnuð í gær í Norr11 á Hverfisgötu 18a. Í verkunum á sýningunni veltir Ingunn fyrir sér kerfum og mynstr- um og hvernig heimurinn stjórnast í sífellt meiri mæli af kerfum, algó- riþmum og kóðum. Titill sýning- arinnar, Óreiðukenningin, vísar í kenningu innan stærðfræði um kerfi sem virðast hegða sér tilvilj- anakennt og án nokkurra lögmála. Sýningarstjóri er Elísabet Alma Svendsen. Ingunn Fjóla útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listahá- skóla Íslands vorið 2017 og hafa verk hennar verið sýnd víða, í gall- eríum og söfnum. Morgunblaðið/Hari Listakonan Verk Ingunnar Fjólu hafa verið sýnd víða á undanförnum árum. Óreiðukenning Ingunnar Fjólu Náttúrustemmur er heiti sýningar sem Valgerður Björnsdóttir opn- ar í dag, föstu- dag, kl. 15 í Gall- erí Göngum við safnaðarheimili Háteigskirkju. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ árið 1999, er í stjórn félagsins Íslensk grafík og tekur þátt í að reka Gallerí Korpúlfsstaði. Á sýningunni eru verk frá síðasta ári, unnin með sol- arprint-aðferð sem er eiturefnalaus og notaðar ljósnæmar plötur sem lýstar eru með sólarljósinu, fram- kallaðar með vatni og þrykktar eins og ætingarplötur. Valgerður sýnir Náttúrustemmur Valgerður Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.