Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 1
Geri allt til aðlengja líf mitt„Þegar kallið kemur og ég þarf að fara að sinnaveislum annars staðar, þá get ég með góðri sam-visku sagt: Ég gerði mitt besta!“ segir ÓskarFinnsson matreiðslumeistari sem greindist meðólæknandi krabbamein í höfði fyrir rúmu ári.Hann hefur lofað sínum nánustu að gera allt semí hans valdi stendur til að lengja líf sitt. 12 14. FEBRÚAR 2021SUNNUDAGUR Reddast ekkiaf sjálfu sér Frystingandar-taksins Sýningin Myndirársins stendur yfir íLjósmyndasafniReykjavíkur. 18 Snúa þarf bökum saman til að gera gott skólakerfi enn betra. 8 Nýjar bollur! Spreyttu þig ánýstárlegumbolluupp-skriftum umhelgina. 22 13 | 02 | 2021 L A U G A R D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  37. tölublað  109. árgangur  Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/volkswagensalur Sérkjör á fjórhjóladrifnum! Uppáhalds vinnufélagarnir Sendibílar, pallbílar, smáir vinnubílar og stórir HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is HUGVEKJANDI OG UPPLÍFGANDI SKÁLDSKAPUR LOÐNUVERTÍÐ OG BJARTARA FRAM UNDAN 200 MÍLUR 24 SÍÐURÞÝDDI LJÓÐ RUMIS 42 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fiskistofa hefur notað dróna eða flyg- ildi við eftirlit með fiskveiðum frá miðjum janúar og hefur með þeim hætti komist upp um þó nokkur brot gegn lögum um stjórn fiskveiða á þess- um stutta tíma. Stofnunin gerir ráð fyrir að þessi eftirlitsaðferð verði hluti af reglulegu eftirliti sínu. Sjö mál eru nú til rannsóknar sem má rekja til eftirlits með þessum ný- stárlega hætti. „Væntanlega mun flestum þeirra ljúka með leiðbeininga- bréfi. Við reynum að gæta meðalhófs. Þetta er nú nýtt eftirlit og við reynum að benda mönnum á að þetta eftirlit er í gangi og ljúka einhverjum málum með leiðbeiningabréfi sem síðan er fylgt eftir með áminningu,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiði- eftirlits Fiskistofu. „Ef um ítrekuð brot er að ræða gæti niðurstaðan orðið veiðileyfasvipting.“ Eftirlitið veikburða og óskilvirkt Öll leyfi sem þetta eftirlit krefst liggja fyrir og hafa eftirlitsmenn stofn- unarinnar fengið kennslu og tilsögn í meðferð tækjanna auk þess sem þeir hafa hlotið fræðslu í persónuvernd. Elín segir þessa tegund eftirlits frá- brugðna hefðbundnu myndavélaeftir- liti þar sem slíkt fer fram með því að stöðug upptaka er í gangi, en mynda- vélarnar á drónunum taka ekki upp nokkurn hlut fyrr en eftirlitsmaður verður vitni að broti og setur upptöku af stað. Þá sé geymsla allra gagna háð ströngum reglum. Eftirlit Fiskistofu með veiðum var sagt í skýrslu Rikisendurskoðunar árið 2019 „veikburða og óskilvirkt“, auk þess sem eftirlit með vigtun afla var sagt „takmarkað“. Notkun nýrrar tækni er ein þeirra leiða sem Fiski- stofa hefur ákveðið að fara til að upp- fylla lögbundið hlutverk sitt. Sjö brot til rannsóknar  Fiskistofa notar dróna til að fylgjast með veiðum  Stýrt úr 10-15 km fjarlægð  Ítrekuð brot gætu leitt til sviptingar veiðileyfa  Fundið að eftirlitinu árið 2019 Drónaeftirlit » Hægt er að stýra drónunum úr 10 til 15 kílómetra fjarlægð. » Drónarnir sagðir hafa mikið flugþol. » Flygildin kosta frá um 300 þúsund að þremur milljónum króna. » Hefur verið stýrt frá landi. » Stefnt að því að nýta dróna á hafi úti. MMeira um brot » … 200 mílur  Hrein skuld ríkissjóðs jókst um 240 milljarða – 240 þúsund millj- ónir króna – frá lokum janúar 2020 til loka janúar 2021. Aukningin samsvarar því að skuldirnar hafi aukist um 660 milljónir á dag, eða um tæpa hálfa milljón á mínútu. Við þetta bætist lántaka á 750 milljónum evra og svo frekari lán- taka ríkissjóðs síðar á árinu. Fjallað er um aukningu ríkis- skulda í blaðinu í dag. »22 Morgunblaðið/Golli Skuldasöfnun Kórónuveirukreppan bítur. Jókst um hálfa milljón á mínútu „Á síðustu árum hefur komið ítrekað fram að íslenskum börnum líður ekki nógu vel og margt bendir til að ástandið á síðustu mánuðum hafi aukið vanlíðan þeirra enn meira. Ná- kvæmlega hvernig við eigum að bregðast við er úrlausnarefnið á næstunni en það er ljóst að mörg börn geta átt erfiða tíma fram und- an,“ segir Salvör Nordal, umboðs- maður barna, í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Mörg hundruð börn tjáðu sig í máli og myndum um líðan sína í vet- ur og sendu til umboðsmanns barna. Þær upplýsingar gefa til kynna að kórónuveirufaraldurinn sé farinn að taka toll af íslenskum börnum sem mörg hver upplifa nú kvíða, þung- lyndi, leiða og einmanaleika. Veiran Sum börn teiknuðu myndir. Börn finna fyrir kvíða og einsemd Með hækkandi sól og lækkandi smittölum skyldi engan undra að ljósið við enda ganganna sé fólki ofarlega í huga. En á meðan farið er um göngin er um að gera að reyna sitt besta til að njóta þess sem fyrir augu ber. Í göngunum undir Miklu- braut í Reykjavík gefur að líta hin litríkustu verk ýmissa vonarstjarna listaheimsins. Þær skáka þar í skjóli nætur enda varla ráð að bera verk sín á torg í fyrsta kasti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósið við enda ganganna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.