Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 2
Hjúkrunarheimilið Sóltún selt
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Í byrjun árs gekk eitt stærsta fast-
eignafélag landsins, Reginn hf., frá
kaupum á 90% hlut í hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni við samnefnda götu í
Reykjavík. Þetta kemur fram í til-
kynningu sem fylgdi ársreikningi
Regins í fyrradag.
Nánar tiltekið keypti Reginn 90%
hlut í félaginu Sóltúni ehf. af félaginu
Öldungi hf. en Sóltún ehf. er eignar-
haldsfélag utan um fasteignina. Öld-
ungur hefur annast rekstur hjúkr-
unarheimilisins á grundvelli
þjónustusamnings við íslenska ríkið
frá árinu 2002 og hefur hingað til
jafnframt átt fasteignina.
Í tilkynningu frá Regin kemur
fram að kaupin muni ekki hafa nein
áhrif á rekstur og starfsemi hjúkr-
unarheimilisins. Framvegis leigir
rekstraraðilinn, Öldungur, húsnæðið
af Regin, sem er nú aðaleigandi þess.
Leigusamningurinn er á milli Öld-
ungs og Sóltúns ehf. og hann breyt-
ist ekki. Anna Birna Jensdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sól-
túni, staðfestir þetta í samtali við
Morgunblaðið. „Í stuttu máli er eng-
in breyting hjá Öldungi,“ segir hún.
Öldungur er í eigu Íslenskrar fjár-
festingar, sem er í eigu Arnars Þór-
issonar og Þóris Kjartanssonar, sem
teljast til umsvifamestu fjárfesta
landsins. Þeir eru áfram við stjórn-
völinn í rekstrarfélaginu, sem, eins
og áður segir, á enn 10% hlut í fast-
eigninni.
Vilja frekari uppbyggingu
Samhliða sölu Öldungs hf. á Sól-
túni til Regins segjast félögin vera
búin að gera með sér samkomulag
um að starfa frekar að uppbyggingu
hjúkrunarheimila.
Þar mun „sérfræðiþekking og
reynsla Öldungs nýtast við rekstur
hjúkrunarheimila en reynsla og
þekking Regins á rekstri og viðhaldi
fasteigna. Með því er kominn nýr
valmöguleiki fyrir ríki og sveitar-
félög til að sinna uppbyggingu og
rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi
sé vilji til staðar,“ segir í tilkynningu.
Áhugi á samstarfi hins
opinbera við einkaaðila
Eignasafn fasteignafélagsins Reg-
ins samanstendur af atvinnuhús-
næði. Í lok árs 2020 átti félagið 115
fasteignir og heildarfermetrafjöld-
inn var 378 þúsund fermetrar. Fé-
lagið er skráð í Kauphöll Íslands.
Í gögnum frá aðalfundi Regins
2019 er fjallað um að áhugi sé fyrir
því að stefna að fleiri samstarfsverk-
efnum á milli opinberra aðila og
einkaaðila, svokölluðum PPP-verk-
efnum, sem heita svo vegna enska
titilsins Public-Private Partnership.
Samkvæmt þessu hafa þeir nú þegar
hafið sókn á því sviði.
Reginn hf. kaupir fasteign hjúkrunarheimilisins Reksturinn verður hjá sama félagi, Öldungi, sem
leigir framvegis húsnæðið af Regin Reginn vill koma að frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjúkrunarheimili Í Sóltúni í Reykjavík dveljast 92 manns að öllu jöfnu.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þegar Morgunblaðið kom við í byrjun október síðastliðins var
verið að setja upp fyrstu burðargrindurnar í Vetrarmýri, nýju
fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ. Þegar blaðið kom þar við um
síðustu helgi var uppsetning á burðarvirkinu langt komin og
búið að steypa upp hluta af frambyggingunni.
Í húsinu verður rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð,
auk upphitunaraðstöðu og tilheyrandi stoðrýma. Stærð
íþróttasalarins verður um 80 x 120 metrar og flatarmál húss-
ins alls verður um 18.200 fermetrar. baldura@mbl.is
Ljósmynd/Þórður Magnússon/Onno ehf.
Vetrarmýri tekur á sig mynd
Tekist hefur að rekja síðustu GPS-
staðsetningu fjallgöngumannsins
Johns Snorra og föruneytis hans,
Pakistanans Muhammads Alis Sad-
para og JP Mohrs frá Síle. Pakist-
anski miðillinn ARY News greindi
frá þessu síðdegis í gær að íslensk-
um tíma.
Ekkert hefur spurst til föruneyt-
isins síðan á föstudag fyrir viku er
samband rofnaði við GPS-tæki
þeirra, þar sem þeir voru á leið á
næsthæsta tind jarðar, topp fjallsins
K2. Pakistanski herinn hefur leitað
að John Snorra og félögum síðustu
daga, og undirbjó í gær stærstu leit-
ar- og björgunaraðgerðina hingað
til.
Herinn fór í aðra flugferð sína yfir
K2 í gær og notaði hitamyndavélar
við leitina. Sams konar leitaraðgerð
á fimmtudag bar ekki tilskilinn
árangur.
Illa hefur viðrað til leitaraðgerða.
Engir fjallgöngumenn eru á fjallinu,
utan nokkurra hópa í grunnbúðum
þess. Snjóað hefur á fjallinu undan-
farið, sem gerir skilyrði enn erfiðari.
Bandaríska dagblaðið Wash-
ington Post greindi frá því á mið-
vikudag að stjórnvöld í Pakistan
hefðu bannað vetrarferðir á K2.
Blaðið hefur leiðrétt fréttina og vitn-
ar í Karrar Haidri, ritara Alpa-
klúbbs Pakistans, sem segir hópa
göngumanna hafa hætt við ferðir
sínar á fjallið vegna slæmra veður-
skilyrða og vegna þess að leitar-
aðgerðir að John Snorra og félögum
hafi engan árangur borið. Stjórnvöld
hafi ekki sett bann við ferðum á fjall-
ið.
Herinn leitar enn við K2
Röktu síðustu staðsetningu GPS-búnaðar Johns Snorra
Vont veður og slæm leitarskilyrði Ferðir ekki bannaðar
AFP
K2 Leitaraðgerðir pakistanska
hersins hafa ekki borið árangur.