Morgunblaðið - 13.02.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í
slenska táknmálið er fjöl-
breytt, fallegt, lifandi og
þróast hratt,“ segir Margrét
Auður Jóhannesdóttir tákn-
málstúlkur. „Allt sem fólk
segir í mæltu máli er sömuleiðis hægt
að segja með táknum og færni til slíks
kemur fljótt með þjálfun. Mér finnst
einstaklega gaman að vinna með
heyrnarlausum börnunum og gera
mitt besta í því að vera brú þeirra til
veraldar heyrandi fólks. Allt eru
þetta krakkar sem eiga sína drauma
og væntingar sem geta auðveldlega
ræst, fái þau góðan stuðning og und-
irbúning í skólanum þar sem grunn-
urinn að framtíð þeirra er lagður.“
Táknmálið verður
börnunum eðlislægt
Dagur íslenska táknmálsins var
sl. fimmtudag, 11. febrúar. Af því til-
efni var efnt til ýmissa stafrænna við-
burða í því skyni að auka skilning á
tugumálinu, sem hundruð Íslendinga
nota í sínu daglega lífi. Raunar verður
heimur heyrnarlausra almenningi æ
betur sýnilegri. Sjónvarpsefni, til
dæmis upplýsingafundir almanna-
varna, er flutt á táknmáli og mætti
fleira nefna. Við Hlíðaskóla í Reykja-
vík er starfrækt sérstök táknmáls-
deild, hvar eru alls 13 börn. Öll eru
þau í almennum bekkjum en er fylgt
eftir af táknmálstúlkunum sem starfa
við skólann.
„Sú veröld sem býr að baki tákn-
málinu er áhugaverð, en í raun ósköp
svipuð og okkar sem heyrum. Móðir
mín, Árný Elsa Þórðardóttir, er
heyrnarlaus og þó ég væri ekki hjá
henni í æsku komst ég ekki hjá því að
kynnast viðhorfum og menningu
þeirra sem ekki heyra. Lærði tákn-
málið fljótt og í raun kom það af sjálfu
sér að ég færi að starfa á þessum
vettvangi,“ segir Margrét og bætir
við: „Fyrst eftir nám í táknmáls-
fræðum starfaði ég sem túlkur hjá
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Síðastliðin fimmtán ár hef ég svo
starfað hér í Hlíðaskóla. Vinn hér
með góðu fólki og krökkum sem
spjara sig vel. Nemendum verður
táknmálið bókstaflega eðlislægt og
þau eru fljót að færa atvik og við-
fangsefni í sínu daglega umhverfi yfir
á sitt tungumál. Starfið mitt krefst
þess að ég fylgist vel með menningu
krakkanna, sjónvarpsefni, leikjum og
öðru sem þau hafa áhuga á og ræða
um sín á milli.“
Farnist vel í framtíðinni
Einn nemenda Margrétar Auðar
í Hlíðaskóla er Amelia Daszkowoska,
tíu ára stúlka úr Hafnarfirði, sem er í
6. bekk. Hún er heyrnarlaus rétt eins
og foreldrar hennar, sem eru pólsk.
„Ég tel mig samt vera Íslending,
enda er ég fædd hér,“ sagði Amelia á
máli sínu sem kennarinn túlkaði fyrir
blaðamann. Amelia er einstaklega
kurteis stúlka, og hefur fallegt bros
sem nær til augnanna.
„Mér gengur vel í skólanum
enda fæ ég góða hjálp. Er hér með
góðum krökkum og á tvo stráka, sem
báðir eru heyrnarlausir, sem góða
vini. Mér finnst gaman í leiklist og að
flytja ljóð á táknmáli. Hef mikinn
áhuga á dýrum og var í fimleikum.
Núna æfi ég í Klifurhúsinu og finnst
mjög skemmtilegt. Já, mér finnst
gaman í skólanum og trúi að hér fái
ég góðan undirbúning, svo mér farn-
ist vel í framtíðinni, en þá langar mig
að vinna við leiklist eða eitthvað í
sambandi við dýr.“
Fallegt táknmálið þróast hratt
Tákn! Mál þeirra sem
ekki heyra. Túlkurinn
byggir brýr milli heima. Í
Hlíðaskóla í Reykjavík er
deild fyrir heyrnarlausa
nemendur og einn þeirra
er Amelia Daszkowoska.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samtal Starfið krefst þess að ég fylgist vel með menningu krakkanna, sjónvarpsefni, leikjum og öðru sem þau hafa
áhuga á og ræða um sín á milli, segir Margrét Auður, táknmálstúlkur í Hlíðaskóla, hér í kennslustund með Ameliu.
Kveðja Góðan dag, gaman að hitta þig, sagði Amelia Daszkowoska á tákn-
máli. Foreldrar Ameliu eru pólskir, en sjálf segist hún vera Íslendingur.
Í Listasal Mosfellsbæjar var í gær
opnuð málverkasýning Steinunnar
Marteinsdóttur sem ber yfirskriftina
JÖKULL – JÖKULL. Sýningin er hald-
in í tilefni af 85 ára afmæli Stein-
unnar, 18. febrúar næstkomandi.
Steinunn, sem býr á Hulduhólum við
Vesturlandsveg í Mosfellsbæ, hefur
unnið að myndlist í marga áratugi og
er einn helsti leirlistamaður lands-
ins.
Steinunn hefur síðustu ár lagt
stund á málun í vaxandi mæli og
mikið lagt sig eftir að mála jökla. Á
sýningunni nú eru myndir sem lista-
konan málaði á árunum 1986-2019. Í
verkum Steinunnar eru jöklar sterkt
þema, þá ekki síst Snæfellsjökull,
sem er í augsýn frá Hulduhólum. Í
sýningarskrá stendur að jökullinn sé
Steinunni eins konar aflvaki og kjöl-
festa í listsköpun; tákn um þrá, ákall
og markmið.
Listasalur Mosfellsbæjar er í Bóka-
safni Mosfellsbæjar og er opinn kl.
12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á
laugardögum. Bent er á að ekki verð-
ur formleg opnun vegna Covid-19.
Jöklar þemað á málverkasýningu Steinunnar Marteinsdóttur
Aflvaki og kjölfesta í senn
Listakona Steinunn Marteinsdóttir hér við eitt sinna mörgu fallegu verka.
Mynd Hver sér þá með sínum aug-
um, jöklana sem hopa hratt.
Íslenska táknmálið er eina
hefðbundna minnihlutamálið
hér á landi, en um 300 manns
segja það vera sitt móðurmál.
Miklu fleiri nota þó táknmál í
sínu daglegu lífi, svo sem fjöl-
skyldur, vinir og vandamenn
heyrnarlausra sem og fólk sem
vinnur eða sinnir þjónustu við
þennan þjóðfélagshóp. Alls eru
til um 140 tungur táknmála í
heiminum sem jafnan eru
sjálfsprottin og myndast í
samskiptum þeirra sem þau
nota.
„Táknmál byggjast á táknum
sem mynduð eru með hreyf-
ingum handa, höfuðs og lík-
ama, svipbrigðum, munn- og
augnhreyfingum og eru skynj-
uð í gegnum sjónina,“ segir í
pistli á vefsetri Samskipta-
miðstöðvar heyrnarlausra og
heyrnarskertra (shh.is).
Í lögum um stöðu íslenskrar
tungu og íslensks táknmáls
segir að táknmálið sé jafnrétt-
hátt íslensku sem tjáningar-
form. Óheimilt sé að mismuna
fólki eftir því hvort málið við-
komandi notar.
Í lagafrumvarpi Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra
til breytinga á stjórnarskrá,
sem nú liggur fyrir Alþingi til
umfjöllunar og afgreiðslu, eru
lagðar til breytingar á ákvæði
sem styrkja myndu táknmál og
stöðu þess.
„Með ákvæðinu er lögð
áhersla á rétt heyrnarlausra,
heyrnarskertra og daufblindra
Íslendinga til þess að nota
móðurmál sitt auk þess sem
aðgerðum stjórnvalda og lög-
gjafa í þágu íslensks táknmáls
er tryggður traustur grundvöll-
ur,“ segir í greinargerð með
frumvarpi forsætisráðherra.
Grundvöllur
sé tryggður
MÓÐURMÁL 300 MANNS