Morgunblaðið - 13.02.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 13.02.2021, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Mercedes Benz C300e 4matic AMG line 2020 Erummeð glæsileg eintök af þessum stórskemmtilega bíl til sýnis og sölu. Eknir frá 5-15 þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 50 km. Sjálfskiptir, fjórhjóladrifnir (4matic). AM Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi o.fl. VERÐ frá 7.990.000 G line inna og ut . N kkri litir boði. VERÐ frá 7.990.000 Sjón er sögu ríkari, sýningarbílar á staðnumog reynsluakstur í boði. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn tillögu borgarstjóra um að hefja samstarf við Betri samgöngur ohf. um þróun skipulags á Keldnalandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og talsmaður Betri samgangna segja að ljóst sé að nýting landsins geti ekki hafist að miklu leyti fyrr en það hafi verið tengt samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins með Borgar- línunni. Nú sé áætlað að það verði eftir 12 ár, eða árið 2033. Landsvæði ríkisins við Keldur og í Keldnaholti er alls 117 hektarar. Því er um að ræða mikið byggingarland í Keldnlandi, sunnan við Folda- og Húsahverfi í Grafarvogi. Mögulegt er talið að allt að fimm þúsund manna byggð verði þar. Hinn 26. september 2019 undirrit- uðu ríkið, Reykjavíkurborg, Kópa- vogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarn- arnesbær sáttmála um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt sáttmálanum leggur ríkið Keldnalandið m.a. til sem hluta af fjármögnun uppbygg- ingarinnar. Ákveðið var að fram- kvæmdirnar og þróun landsins yrðu í höndum fyrirtækis sem yrði stofn- að í kringum þær. Hinn 29. júní sl. voru lög nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um upp- byggingu samgönguinnviða á höfuð- borgarsvæðinu samþykkt. Með þeim fékk fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að stofna fyrirtækið með sveitarfélögunum. Betri samgöngur ohf. var svo stofnað 2. október sl. Davíð Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Betri samgangna ohf., ritaði borgarráði bréf 29. janúar sl. og óskaði eftir samstarfi við borgina um þróun skipulags landsins. Mikil- vægt sé að taka fyrstu skrefin í þró- un skipulags svæðisins sem allra fyrst svo hægt sé að vanda til verka og vinna að þessu í góðri sátt við íbúa og aðra hagaðila. „Fyrstu skrefin í slíku samstarfi fyrir- tækisins og borgarinnar gætu falist í sameiginlegri forsagnargerð og í kjölfarið hugmyndaleit þar sem leit- að yrði til þriggja til fimm hönn- unarhópa eftir framtíðarskipulagi fyrir svæðið. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrirtækisins og borg- arinnar að landið skili verðmætum sem munu nýtast til að byggja upp samgönguinnviði, íbúum höfuðborg- arsvæðisins til hagsbóta,“ segir Dav- íð í bréfinu. Í svarbréfi, rituðu 9. febrúar, tek- ur Dagur B. Eggertsson undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Davíðs. Bendir hann á að nýtt heild- arskipulag gæti einnig náð til Kelndaholts, nærliggjandi atvinnu- svæðis, sem einnig er í eigu ríkisins. Telur borgarststóri að ekki eigi að útiloka að halda metnaðarfulla al- þjóðlega samkeppni um skipulag Keldnalandsins. Keldnalandið verður skipulagt  Allt að fimm þúsund manna byggð verði þar  Nýting á landinu á að geta hafist eftir 12 ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Keldnalandið Afar verðmætt byggingarland á besta stað í borginni. Á næstuunni er áformað að tekin verði fyrstu skrefin í þróun skipulags á svæðinu. Samspil lúpínu og birkis hefur vak- ið athygli á Grásteinsheiði skammt sunnan Húsavíkur. Þar er land illa farið eftir aldalanga ofbeit og engin gróðurframvinda hefur verið á svæðinu þrátt fyrir áratuga friðun. Undanskilin eru svæði þar sem Landgræðslan sáði lúpínu í mela 1993 og er framvindan mest þar sem birki var gróðursett með lúp- ínunni. Annars staðar á svæðinu er lúpínan heldur farin að láta undan síga og fátt kemur í staðinn. Um þetta er fjallað í grein á heimasíðu Skógræktarinnar og þar er að finna myndband, m.a. með dróna- myndum Árna Sigurbjarnarsonar. Tegundum fjölgar smám saman Á Grásteinsheiði hefur lúpínan frá 1993 breiðst hægt út, stöðvað rof og lokað rofabörðum og vatns- rásum sem skola út jarðvegi. At- hygli hefur vakið á síðari árum að lúpínan er orðin gisin þar sem hún hefur verið lengst. Hún hopar á melkollunum án þess að skilja eftir sig mikla grósku sem nýtist öðrum tegundum. Undantekning frá þessu eru þau svæði þar sem birki var gróðursett í lúpínuna nokkrum árum eftir að henni var sáð. Þar heldur lúpínan velli og birkið vex vel. Þar sem birkið nýtur ekki sambýlis við lúp- ínuna þrífst birkið hins vegar illa eða alls ekki. Svo virðist sem lúpína og birki vegi hvort annað upp. Samlífið gagnast greinilega báðum teg- undum og raunar miklu fleirum því þarna er loðvíðir, grös, blómjurtir og fleira farið að sá sér í svæðið. Loðvíðir sést ekki annars staðar á svæðinu og á greinilega enga möguleika þar. Hann sækir í gróskuna í uppvaxandi birkiskóg- inum. Af þessu er ljóst að samspil lúp- ínu og birkis skapar þarna öfluga gróðurframvindu. Tegundum fjölg- ar smám saman og ljóst er að byrj- að er að myndast birkiskógavist- kerfi með því fjölbreytta lífi sem því fylgir. Með tímanum mun birkið skyggja lúpínuna út þannig að hún hverfur en í staðinn koma tegundir sem eru einkennandi fyrir birki- skóglendi hérlendis. Illa farin vistkerfi um allt land Á Grásteinsheiði og Grjóthálsi bíða um 2.000 hektarar eftir því að fá að gera sama gagn. Það sama má segja um hundruð þúsunda hektara illa farinna gróðurvistkerfa á öllu landinu sem bíða eftir því sama, segir á skogur.is. aij@mbl.is Skjámynd/Árni Sigurbjarnarson Gróður Séð af Grásteinsheiði til Húsavíkur og Húsavíkurfjalls. Samlífið gagnast lúpínu og birki  Gróðurframvinda á Grásteinsheiði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, heimsóttu Borgarleikhúsið í vikunni og kynntu sér starf- semina ásamt aðstoðarmönnum sínum. Heimsóknin var lið- ur í kjördæmaviku þingmanna. Hópurinn gekk um húsið, skoðaði allar deildir og endaði á æfingu á Stóra sviðinu þar sem þau horfðu á hluta úr leikrit- inu Sölumaður deyr sem frumsýnt verður í lok næstu viku. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir m.a. að ráð- herrann hafi heillast sérstaklega af hárkollusafni leikhúss- ins. „Það er mikill heiður fyrir Borgarleikhúsið að fá slíka gesti sem sýna starfi hússins eins mikinn áhuga og velvilja,“ segir leikhúsið ennfremur. Horfðu á sölumann deyja  Menntamálaráðherra og þing- maður heimsóttu Borgarleikhúsið Ljósmynd/Borgarleikhúsið Heimsókn Menntamálaráðherra og þingmaður á stóra sviði Borgarleikhússins í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.