Morgunblaðið - 13.02.2021, Síða 20
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vakin er athygli á því í umsögnun
nokkurra aðila við drög að breyt-
ingu á lögum og reglum um nýtingu
vindorkunnar að vikið sé í veiga-
miklum atriðum frá skosku leiðinni
sem rætt var um að væri leiðarljós
reglusetningarinnar. Mun þrengri
reglur muni því gilda um nýtingu
vindorku hér á landi en í Skotlandi,
ef tillögurnar verða að veruleika.
Nítján einstaklingar, fyrirtæki og
samtök sendu inn umsagnir um
drög umhverfisráðherra að breyt-
ingum á lögum um verndar- og
orkunýtingaráætlun og þingsálykt-
unartillögu um stefnu stjórnvalda
um nýtingu vindorku sem birt voru í
samráðsgátt stjórnvalda á dög-
unum.
Óhentug svæði til nýtingar
Tillögurnar gera ráð fyrir að
flokkun lands og náttúru verði lögð
til grundvallar við staðsetningu
vindorkuvera, samkvæmt fyrirmynd
frá Skotlandi sem þó væri löguð að
íslenskum aðstæðum. Bannað verði
að nýta vindorku á tilteknum svæð-
um og á öðrum svæðum þurfi fram-
kvæmdaáform að fara til umfjöll-
unar verkefnisstjórnar ramma-
áætlunar samkvæmt sérstökum
reglum. Nýting verði heimil á landi í
þriðja flokknum eftir því sem skipu-
lag sveitarfélaga og umhverfismat
gefa tilefni til. Athugun á drögum
að kortlagningu gefur til kynna að
aðeins 5% landsins myndu falla í
síðastnefnda flokkinn, þar sem
heimilt verði að nýta orkuna án um-
fjöllunar í rammaáætlun.
Samorka, samtök orku- og veitu-
fyrirtækja, bendir á að afar tak-
mörkuð svæði séu í nýtingarflokki,
þeim flokki sem að nafninu til eigi
að ýta undir nýtingu vindorku. Þau
séu að verulegu leyti tæknilega
óhentug fyrir nýtingu vindorku.
Skúli Thoroddsen lögmaður gengur
lengra í sinni umsögn, segir að þessi
svæði séu óhagkvæm og illa eða al-
gerlega ónýtanleg.
Samorka og fleiri sem veita um-
sagnir benda á að kerfið sem hér er
lagt til að verði innleitt sé töluvert
strangara en það skoska, sem vitnað
er til í tillögunum, og geri nýtingu
vindorku hér erfiðari. Nefnt er að
við flokk eitt sé bætt við fjölda land-
svæða þar sem vindorka er bönnuð.
Þá sé bætt við 10 km nærsvæðum í
flokk tvö þar sem áform þurfa að
fara fyrir verkefnisstjórn ramma-
áætlunar. Séu þetta ákaflega
íþyngjandi viðbætur sem ekki sé til-
efni til.
Við þetta sé bætt aðkomu ramma-
áætlunar um alla virkjanakosti í
öðrum flokki sem eigi ekkert skylt
við skoska kerfið. Þarna sé því verið
að blanda saman tveimur mismun-
andi kerfum til auðlindastýringar.
Samtök atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins telja að núverandi reglu-
verk sé nóg og frumvarpið því
óþarft. Samband íslenskra sveitar-
félaga telur að ekki verði sátt við að
beina uppbyggingu vindorkuvera al-
gerlega að láglendi.
Vilja þrengri reglur
Landvernd, Umhverfisstofnun og
fleiri gera litlar athugasemdir við
efni tillagnanna. Nefna má þó að
Landvernd telur varhugavert að
láta reglurnar ekki ná til 10 MW
virkjana og minni og Umhverfis-
stofnun vill að svigrúm verði veitt til
að koma í veg fyrir virkjanir meira
en 10 km út frá friðlýstum svæðum.
Íþyngjandi viðbætur við skoska leið
Nítján umsagnir um tillögur að reglum um nýtingu vindorku bárust við kynningu í samráðsgátt
Hörð gagnrýni frá Samtökum orkufyrirtækja og atvinnulífsins og áhugamönnum um vindorku
Vindheimavirkjun
Garpsdalur
Sólheimar
Alviðra
Búrfell
Tillaga að takmörkun vindorkuvera
Öll uppbygging vindorkuvera verði óheimil Viðkvæm svæði, vindorkuver gætu þó komið til greina
H
ei
m
ild
: N
át
tú
ru
fr
æ
ði
st
of
nu
n
Nokkrir vindorkukostir Uppbygging vindorku verði heimil
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
ÚR BÆJARLÍFINU
Jón Sigurðsson
Blönduósi
Það sem einna helst hefur ein-
kennt bæjarlífið hina síðustu daga
er lognið og hreinviðrið. Sólin hækk-
ar á lofti og í samvinnu við snævi
þakta jörð verður vaxandi birta enn
meira áberandi. Þessa góðu daga
hafa margir nýtt sér við allskonar
iðju utan dyra. Fólk fer á skíði í
Tindastólinn, gengur á föll eða bara
um sitt næsta umhverfi og teygar
lífsorkuna úr fersku andrúmsloft-
inu. Svo eru líka þeir sem láta sér
nægja að tala um veðrið og ýmist
dásama það eða hnýta í sólina fyrir
að opinbera skítinn á gluggunum,
nú eða trufla skjágæði sjónvarpsins.
Af fuglalífinu er það að frétta
að gráþrestir eru farnir að gera sig
gildandi í bænum og er það mat
margra að þetta sé fyrsti veturinn
þeirra hér um slóðir. Þessi fugl er í
fæðusamkeppni við svartþröst og
skógarþröst og vegnar býsna vel í
þeirri baráttu. Töluverður fjöldi
stokkanda hefur og haft vetursetu á
Blöndu undanfarin ár og að sögn
kunnugra er fjöldi fugla um eitt
hundrað. Nokkrar gæsir hafa und-
anfarin ár haft hér vetursetu en
ekkert hefur sést til þeirra eftir ára-
mót. Þær hafa fundið sér griðastað
við íbúðir eldri borgara við Flúða-
bakka og komist af með velvild íbú-
anna. Gæsirnar hafa með hæversk-
um hætti goggað létt á rúður íbúa
Flúðabakkans og gert þeim grein
fyrir að gott væri að fá eitthvað í
gogginn. Í upphafi þessara aðferða
gæsanna komu upp ýmsar vanga-
veltur íbúanna. Sumir héldu að
lagnakerfið væri að gefa sig, aðrir
að loft væri komið á ofnana, nú eða
að jólaserían slægist í gluggann
undan ólundarveðri. Allt þetta
skýrðist að lokum og gæsirnar lifðu
og íbúar Flúðabakka glöddust en nú
er gæsanna saknað.
Þessir kóftímar sem við nú lif-
um hafa haft mikil áhrif á sam-
félagið og nánast allt félagsstarf
hefur legið niðri. Kórar hafa hægt
um sig, hverskonar hátíðarhöld eru í
lágmarki og hinum vinsælu þorra-
blótum hefur verið aflýst. Þetta síð-
asta veldur auk þess því að margur
maðurinn (konur eru líka menn)
hefur fallið óbættur og gleymdur
hjá garði vegna skorts á græsku-
lausu gamni. Þrátt fyrir þessar
miklu félagslegu takmarkanir tókst
þó að velja mann ársins. Lesendur
Húnahornsins völdu Valdimar Guð-
mannsson mann ársins í Austur-
Húnavatnssýslu árið 2020. Valdimar
hefur farið fyrir góðu starfi við
kirkjugarðinn á Blönduósi og hefur
auk annars staðið fyrir vinsælum
kótelettukvöldum á Blönduósi, stutt
samfélagsverkefni á svæðinu og ver-
ið óþreytandi að tala jákvætt um allt
sem húnvetnskt er.
Mikil vinna er nú lögð í að
kanna alla kosti og mögulega galla á
því að sameina öll sveitarfélögin í
Austur-Húnavatnssýslu í eitt sveit-
arfélag, en þær viðræður eru nú
komnar í formlegt vinnuferli eftir að
sveitarstjórnir sveitarfélaganna
samþykktu tillögu þar um í október
sl. Eins og staðan er núna er stefnt
að íbúakosningu um málið laug-
ardaginn 5. júní 2021.
Það styttist í að 5 íbúða raðhús
rísi við Sunnubraut, þar sem nú er
búið að steypa plötu, en áætlað er að
framkvæmdir við uppbyggingu
hússins muni hefjast núna í febrúar.
Þá eru sömu aðilar að skoða mögu-
leika á því að byggja fleiri íbúðir,
með öðru sniði. Einnig er unnið að
því að koma af stað frekari upp-
byggingu á atvinnutengdri starf-
semi og hefur verið veitt leyfi fyrir
að byggja atvinnuhúsnæði á svoköll-
uðu Miðholti með því skilyrði að
framkvæmdir hefjist innan sex
mánaða.
Í vor verður boðin út framkvæmd
við uppbyggingu á nýjum 8,5 km
löngum stofnvegi frá hringvegi aust-
an Blönduóss að Þverárfjallsvegi
(744), skammt sunnan við brú á
Laxá. Frá nýjum vegi verður
byggður um 3,3 km langur vegur til
norðurs, með nýrri 109 m langri brú
yfir Laxá, og inn á núverandi
Skagastrandarveg norðan við Hösk-
uldsstaði í Skagabyggð. Heildar-
lengd nýrra vega og brúar er um
11,8 km og áætlaður kostaður við
verkið er 2,1 milljarður.
Arion banki hefur ákveðið að
loka alfarið útibúi bankans á
Blönduósi þann 5. maí. Sveit-
arstjórn Blönduósbæjar mótmælti
harðlega þessum áformum bankans
á fundi sínum fyrr í vikunni og fól
sveitarstjóra í samráði við byggð-
arráð að kanna og koma með til-
lögur um frekari viðbrögð við boð-
aðri lokun bankans, með tilliti til
framtíðar bankaviðskipta sveitarfé-
lagsins.
Með þessari ákvörðun lýkur
130 ára sögu banka á Blönduósi eða
frá því að Sparisjóður Húnvetninga
var stofnaður árið 1891.
Skortur á græskulausu gamni
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduós Aron og Sunneva ásamt hundinum Draupni undu hag sínum vel þrátt fyrir niðurstöður úr íbúakönnun.
„Við erum hópur fólks sem býr í
1-2 km fjarlægð frá fyrirhugaðri
vindorkuvirkjun upp á 130 MW.
Við óskum eftir því við íslensk
stjórnvöld að heimilum okkar
verði tryggð a.m.k. sama frið-
helgi og friðuðu landi er tryggð í
lagabreytingu þessari. Það er
að tryggt skuli í lögum að ekki
skuli reisa vindorkuvirkjanir
innan 10 km fjarlægðar frá
heimilum fólks.“ Úr umsögn
Steinunnar M. Sigurbjörns-
dóttur.
Heimili fái
sömu friðhelgi
NÁGRANNI