Morgunblaðið - 13.02.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.02.2021, Qupperneq 32
32 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta sunnudaginn 14. febrúar kl. 11. Brúðuleikhús, söngur og og leikir. Umsjón hafa sr. Þór, Ingunn og Birkir. Grímuskylda fyrir fullorðna. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barna- starf kl. 9.30. Athugið breyttan tíma, því nú tökum við daginn snemma í Áskirkju og messum framvegis að jafnaði kl. 9.30, klukkan hálftíu. Jó- hanna María Eyjólfsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Kirkjukaffi í Ási að guðsþjónustu lok- inni þar sem fermingarbörn vorsins leggja til meðlætið, og fá afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Ás- kirkju. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 17. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Davíð Sigurgeirsson tónlistarstjóri annast undirleik. Prestrar eru Arnór Bjarki Blomsterberg og Kjartan Jóns- son. 2 m reglan er virt og öllum er skylt að bera grímur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón- ustur hefjast á ný, því nú mega 150 manns koma saman í guðsþjónustu. Grímuskylda er og 2 m reglan virt. Þess vegna verður ekki máltíð eða kaffi eftir guðsþjónusturnar að sinni. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Örn Magnússon organisti leikur og stjórn- ar félögum úr Kór Breiðholtskirkju. Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þor- bergsdóttir djákni og Steinunn Leifs- dóttir sjá um hann. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum. Guðsþjónusta kl. 13. Ath. tímann. Fé- lagar úr Kór Bústaðakirkju ásamt Jón- asi Þóri. Messuþjónar aðstoða. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir messar. Munum handþvott, 2 metra reglu og grímur. DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar. Kári Þormar, dómorganisti og Dóm- kórinn. Fermingarbörn vorsins eru hvött til að mæta, fermingarfræðsla verður á kirkjuloftinu að lokinni messu. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild- ar Valgarðsdóttur. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Langþráð létt fjölskylduguðsþjónusta 14. febr- úar kl. 14. Fermingarbörn taka þátt. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Fjölbreytt tónlist; Sönghópurinn við Tjörnina og hljóm- sveitin Mantra undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta sunnudaginn 14. febrúar kl. 11. Sr. Arna Ýrr prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Sunnudagaskólinn verður einnig kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Ásta Haraldsdóttir kantor, leikur á orgel og stjórnar Kirkjukór Grensáskirkju sem leiðir sönginn. Messuþjónar og ungmenni úr fermingarárgangi 2021 flytja lestra og bænir. Prestur er María G. Ágústs- dóttir. Sunnudagaskólinn er í Bú- staðakirkju á sama tíma. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15. Velkomið að mæta með grímu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf 14. febr- úar kl. 11. Prestar eru Karl V. Matt- híasson og Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í safnaðarheimilinu í umsjá sr. Péturs Ragnhildarsonar, Ástu Guðrúnar og brúðunar Viktoríu. Hvetjum fermingarbörn og foreldra að koma í kirkju. Meðhjálari er Guðný Aradóttir og kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jón Helgi Þór- arinsson þjónar, Guðmundur Sigurðs- son leikur á orgel og Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur. Sunnudags- kólinn hefst í safnaðarheimilinu kl. 11 og umsjón hefur Bylgja Dís Gunn- arsdóttir. Gætum að sóttvarna- reglum, s.s. grímuskyldu fullorðinna og tveggja metra reglunni. Ekki verður boðið upp á kaffisopa eftir stund- irnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli 14. febrúar kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og prédikar. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kristný Rós Gústafsdóttir stýrir sunnudagaskólan- um. Helgistundir með passíusálmal- estri eru einnig í Hallgrímskirkju mánudaga til föstudaga kl. 12. Um annað starf kirkjunnar sjá hallgrims- kirkja.is HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar í Kordíu kór Háteigskirkju leiða kirkjusöng. Kirkjugestir beðnir að virða sóttvarn- arreglur með grímunotkun og fjar- lægðarmörkum. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðs- þjónusta á ný eftir langa lokun. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirsson tónlistarstjóra. Prestarnir Arnór Bjarki Blomsterberg og Kjartan Jónsson þjóna fyrir altari og prédika. Grímuskylda og við virðum 2 m regl- una. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur leiðir og sér um tónlist. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa 14. febrúar kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir prestur þjónar, Gradualekór Lang- holtskirkju syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur, organisti er Magnús Ragnarsson. Sunnudaga- skólinn á sínum stað og Marta og Pétur taka vel á móti börnunum LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Kristján Hrannar Pálsson organisti. Sr. Sigurður Jónsson þjónar fyrir alt- ari. Mánudagur 15.2. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Miðvikudagur 17.2. Foreldrasamvera á milli kl. 10 og 12. Virðum fjöldatakmarkanir og aðrar smitvarnir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Félagar úr Kór Lindakirkju leiða safn- aðarsönginn undir stjórn Óskars Eina- arssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar. Steymt verður frá guðsþjónustunni á lindakirkja.is NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Org- anisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Gengið er beint inn í kirkjuna um aðaldyr. Sunnudagskóli kl. 11. Umsjón Hilda María Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og Ari Agnarsson. Geng- ið er beint inn í safnaðarheimilið. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður streymt frá helgistund í kirkjunni sunnudaginn 14. þ.m. Mexíkósk hljómlist o.fl. Minnum á vefsíðu Óháða safnaðarins, ohadi.is SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13, ath. breytt- an messutíma. Sr. Bryndís Malla Elí- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10 á neðri hæð kirkjunnar. Elísabet Bjarnadóttir talar um Norður-Katalóníu og Frönsku- Katalóníu. Sunnudagaskóli og guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sveinn Bjarki Tómasson sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Fermingarbörnin fá Biblíuna að gjöf frá Seltjarnarnessókn í lok athafnar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Prestur er Egill Hall- grímsson. Organisti er Jón Bjarnason. Vegna fjöldatakmarkana er hægt að skrá þátttöku á vefsíðunni sregill.net og ganga þannig fyrir varðandi sæti ef aðsókn fer yfir þann fjölda sem leyfð- ur er. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Henning Emil Magnússon prestur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og Vídalínskirkju kl. 11 sem Matt- hildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi heldur utan um. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Nauteyrarkirkja við Ísafjarðardjúp ✝ SigurbjörgGústafsdóttir fæddist á Seltjarn- arnesi 18. febúar 1933. Hún lést á Hömrum í Mos- fellsbæ 28. febrúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Ólafía Sig- urðardóttir, f. 4.10. 1913, d. 20.9. 2001, og Gústaf Adolf Gíslason, f. 20.6. 1905, d. 23.10. 1942. Systkini: Ingólfur, f. 26.11. 1931, d. 6.4. 2005, Ólafur, f. 8.8. 1934, d. 19.11. 1988, Magnfríður Perla, f. 9.8. 1936, d. 23.7. 2016, Kristinn, f. 23.1. 1939, Guðni, f. Líf, f. 28.3. 2007. b) Óttar Hjalti, f. 19.4. 2011. 2) Kristrún, f. 6.1. 1985, sam- býlismaður Kristinn Arnar Svavarsson, f. 10.11. 1987. Börn þeirra: a) Bjarki, f. 2.1. 2016. b) Eyrún, f. 31.1. 2020. 3) Ásbjörg, f. 21.2. 1986, sam- býlismaður Benjamin James Collins, f. 5.5. 1995. 4) Jóhanna Gerða, f. 13.9. 1990. 5) Eygló Ósk, f. 1.2. 1995, sambýlismaður Snorri Rafn Theodórsson, f. 26.11. 1994. Fóstursonur Hjalti Reynir Ragnarsson, f. 31.7. 1961, dóttir hans Aníta María, f. 15.6. 1983, og á hún tvær dætur. Útförin fer fram í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík 13. febr- úar 2021 klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: http://bit.ly/sistaamma Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1.3. 1940, Arn- björg, f. 22.5. 1944. Hálfsystkini: Ólafía, f. 28.11. 1944, d. 6.8. 1996, Gústav, f. 21.7. 1947. Sigurbjörg var gift Hjalta Gunn- arssyni vélstjóra, f. 20.3. 1927. Þau eignuðust eitt barn, Gústaf Adólf, f. 21.1. 1955, eiginkona Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir, f. 5.10. 1956, börn þeirra: 1) Sigurþór Hjalti, f. 5.5. 1979, eiginkona hans Arna Þórdís Árnadóttir, f. 26.6. 1982. Börn þeirra a) Áróra Fyrstu minningar mínar af foreldrum mínum og þá móður minni eru um fjögurra ára ald- urinn á Brávallagötunni um það leyti sem við litla fjölskyldan fluttum að Írafossi í Grímsnesi. Ég á minningar einmitt þegar við bjuggum í mötuneytinu á Írafossi. Við fluttum svo í stóra húsið sem var bústaður fjölskyldunn- ar í 28 ár á afmælisdegi mín- um, 21. jan 1960. Móðir mín var glaðleg og hress manneskja og tók öllum afar vel. Húsið hjá okkur var oftar en ekki mið- stöð barnanna á plássinu. Þó að við höfum verið í byrjun bara þrjú í heimili þá man ég ekki eftir öðru en að húsið væri fullt af börnum sem móðir mín tók að sér í styttri og stundum í lengri tíma. Þetta voru ætt- ingjar en einnig börn frá brotnum heimilum frá höfuð- borgarsvæðinu. Móðir mín var öflug í kvenfélaginu og var oft fjör í kringum það á Minni- Borg í félagsheimilinu. Hún var mér afar góð og hugsaði vel um mig. Ef vandamál urðu var hún snögg til og leysti þau með röggsemi. Einu sinni var hún kölluð fyrir með mér til skólastjóra Ljósafossskóla en ég hafði slegið son skólastjór- ans utan undir. En hún vissi að sá hinn sami hafði lagt mig í einelti lengi og móðir mín tók á því máli af krafti. Þegar ég varð eldri og komst á unglingsárin voru fjarlægðir ekki vandamál ef mig langaði til að fara í bæinn, læra á hljóðfæri eða annað þá var hún alltaf tilbúin að leysa þau mál og skutla mér. Hún átti erfiða æsku þar sem faðir hennar lést 1942 á Jóni Ólafssyni en togarinn var skot- inn niður af Þjóðverjum. Hún var 9 ára þá, næstelst sjö systk- ina. Hún var send í sveit eins og mörg börn á þessum árum og sagði mér oft sögur af því þegar hún kom í bæinn eftir sumardvöl var hún krúnurökuð og fötin brennd vegna lúsa. Þegar hún var um 16 ára var hún send til Danmerkur ásamt elsta bróður sínum í skóla þar. Hún var í lýðháskóla á Nykobing Falster og lærði þar sauma og hann- yrðir. Hún ræddi oft dvöl sína þar og sló um sig með dönsku tali og notaði dönskuna þótt við- mælandi væri að tala ensku eða önnur mál, það skipti ekki máli. Hún kynntist svo föður mínum sautján ára 1950 en þau giftu sig svo í maí 1955. Foreldrar mínir voru sem sé saman í 71 ár. Móðir mín hafði gaman af því að tala og segja sögur og ef sag- an var dauf þá var lítið mál að krydda hana aðeins og hef ég örugglega erft sagnagleðina frá henni. Hún reyndist börnum mínum afar vel og er söknuður þeirra allra mikill. Foreldrar mínir bjuggu með minni fjölskyldu í Grjótaselinu í um 20 ár og var húsið mitt með öllum mínum börnum og barnabörnum fullt af fjöri hvort sem það var yfir hjá þeim gömlu eða okkar megin. Ég mun minnast hennar með gleði í hjarta og væntumþykju og mun sakna hennar ávallt. Hvíl í friði. Gústaf Adólf Hjaltason sonur. Elsku amma mín, þú hjarta- hlýja, gjafmilda og sterka fyr- irmynd. Þvílík forréttindi það voru að vera „litla ömmustelpan þín“ og ekki síðra besta vinkona þín í gegnum árin. Endalausar eru minningarnar okkar saman enda hef ég dregist að þér frá því ég man eftir mér. Ég veit ekkert betra en að liggja í fang- inu á þér og tala um lífið eða að taka bíltúr um bæinn með tón- listina í botni að skellihlæja yfir því hversu falskar við vorum og hversu krúttlegur afi er. Mér finnst ég oft hafa þekkt þig frá því ég var lítil stúlka út frá öll- um sögunum þínum en þú hefur alltaf verið til í að hjálpa og aldrei leyft neinum að labba út frá þér með tóman maga. Oftar en ekki höfum við systkinin heyrt „réttu mér budduna mína“. Og áttir þú stóran þátt í velgengni okkar allra. Ég elska þig og mun sárt sakna þín en ég mun standa við loforðið sem ég hvíslaði í eyrað á þér að ég mun alltaf passa upp á afa fyrir þig. Þín Jóhanna. Elsku amma mín. Söknuður- inn er gríðarlegur eftir að þú fórst en ég er svo þakklát fyrir tímann okkar saman og að ég hafi verið svo heppin að eiga þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo ljúf, glöð og góð þegar við vorum saman og yfirleitt að segja mér sögur. Ég hef alltaf litið upp til þín og sé svo mikið af þér í sjálfri mér. Þegar ég hugsa til barnæsku minnar minnist ég allra stund- anna okkar í bústaðnum og á einhverju flakki með ykkur afa. Þegar ég var orðin unglingur fluttum við saman í Grjótaselið þar sem við bjuggum í sama húsi og ég gat alltaf leitað til þín. Hljóp yfir til ykkar afa, kúrði hjá ykkur og þú hlustaðir alltaf á mig. Í seinni tíð voru það börnin mín sem græddu svo mikið á samskiptum við þig og þá að- allega Bjarki. Þið áttuð sérstakt samband og honum leið svo vel í nærveru þinni og ófáar stundir þar sem þið hlóguð saman. Þú spilaðir alltaf við hann og hver heimsókn endaði í salíbunu þar sem þú keyrðir hann út að dyr- um í hjólastólnum þínum. Ég er sorgmædd að þær stundir verði ekki fleiri og að Eyrún fái ekki að kynnast þér eins og Bjarki kynntist þér en er svo þakklát fyrir tímann sem við fengum saman. Síðustu dag- arnir voru þér erfiðir en það sýndi líka hve lífskrafturinn þinn var mikill og hversu mikl- um styrk þú bjóst yfir. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið með þér þína síðustu daga og þegar þú fórst. Fann strax fyrir miklum frið en tómið sem þú skilur eftir þig er stórt og þú verður alltaf stór hluti af mér og hjarta mínu. Kristrún Gústafsdóttir. Ég held að það sé ekki hægt að finna ljúfari manneskju en hana ömmu mína. Hún var allt- af tilbúin til að hjálpa hverjum sem er og hugsaði alltaf fallega til allra. Ég tel mig mjög heppna að hafa alist upp við hliðina á ömmu minni og afa enda eyddi ég ófáum dögum hjá þeim í æsku. Ég á svo mikið af minningum um ömmu mína en þær sem koma fyrst upp í hug- ann eru allir þeir klukkutímar sem hún nennti að sitja með mér og spila heima hjá þeim og öll knúsin og kúrið uppi í rúmi hjá henni að horfa á teikni- myndir. Amma var alltaf tilbúin að hlusta á mann og gefa manni ráð ef þess þurfti og hún var alltaf tilbúin til þess að koma með á eitthvert flakk og elta út- sölur. Hún var ótrúlega sterk kona og ég mun alltaf líta upp til hennar. Ég mun sakna þín alveg ótrúlega mikið og hlakka til að hitta þig aftur til að heyra fleiri sögur frá þér og gefa þér stórt knús. Eygló Ósk Gústafsdóttir. Ó hvað ég á eftir að sakna hennar ömmu minnar. Hún var alltaf að segja okkur sögur og upplifði mörg ævintýr á sinni lífstíð. Amma var alltaf tilbúin að gefa okkur að borða eða fara með okkur á flakk. Sumar skærustu minningar mínar með henni voru margar ferðir okkar á Miðengi og upp í bústað. Allar ferðirnar með henni í sund, knúsin og að spila við okkur stelpurnar. Amma hafði mikil áhrif á líf mitt. Hún var ein besta fyrirmynd mín og hennar verður saknað alveg ofboðslega. Hvað ég á margar góðar minn- ingar um hana og ég mun seint gleyma henni. Vonandi hittumst við aftur einhvern tímann og þá er komið að mér að segja henni sögur. Ásbjörg Gústafsdóttir. Sista, vinkona mín, amma mannsins míns og langamma barnanna minna, hefur kvatt þennan heim. Ég kynntist Sistu fyrir hart- nær 18 árum þegar ég var kynnt fyrir nýju tengdafjöl- skyldunni. Sista tók mér afar vel og í gegnum árin höfum við orðið betri og betri vinkonur. Nánari hjón en Sistu og Hjalta er erfitt að finna. Þeirra hjónaband byggðist vinskap og virðingu í garð hvors annars. Þeim þótti gott og gaman að vera saman og var tekið eftir því hvert sem þau fóru. Þau leiddust alltaf og það er varla til mynd af Sistu án þess að Hjalti sé við hlið hennar. Sista var einstök sagnamann- eskja. Hún lifði fyrir að segja sögur, sögur úr uppvextinum og ævisöguna alla. Það vita allir sem þekktu Sistu að henni þótti afskaplega gaman að segja frá. Stundum þá tókst henni að byrja á sögu og fara yfir í nýja sögu og aðra nýja sögu en klár- aði alltaf fyrstu söguna. Og hún pikkaði í mann ef henni fannst maður ekki vera að fylgjast nógu vel með. Þögnin sem situr eftir núna er frekar yfirþyrmandi. Sista reyndi ýmislegt á sinni ævi en sennilega var erfiðast að missa pabba sinn 10 ára gömul og þurfa mjög ung að taka mikla ábyrgð á sinni fjölskyldu. Systkinin voru mörg og mikið að hugsa um. Það er von mín og trú að pabbi hennar hafi verið sá fyrsti sem tók á móti henni hinum megin. Elsku Sista. Það sem við söknum þín öll ótrúlega mikið. Það er erfitt að hugsa til þess að heimurinn sé án þín. En við sem eftir sitjum gleðjumst líka og erum þakklát fyrir að akk- úrat þú varst svo stór hluti af okkar lífi og að við höfum fengið að njóta tímans sem við fengum með þér. Við hittumst á ný þegar minn tími kemur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo eg sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hinsta kveðja, Arna Þórdís Árnadóttir. Sigurbjörg Gústafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.