Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 ✝ Ríkarður Jó-hannesson fæddist í Flögu í Þistilfirði 24. sept- ember 1931. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn 5. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Jóhannes Guð- mundsson, f. 20. febrúar 1890, d. 29. október 1980, og Sigríður Gests- dóttir, f. 28. júní 1893, d. 27. október 1979. Systkini Ríkarðs: Rósa Lilja, f. 1919, d 2012; Guð- mundur Aðalbjörn, f. 1922, d. 1924; Björn Aðalmundur, f. 1926, d. 1949; Gestur, f. 1929, d. 1952; Þórhallur, tvíburabróðir Ríkarðs, d. 1963, og Hjalti, f. 1932, d. 2015. Árið 1954 hóf Ríkarður bú- f. 2010. b) Jónína Ósk Hansen, f. 1988, hennar sonur er Ríkarður Leó Ólafsson, f. 2008, sambýlis- maður hennar Jónatan Gerlach. c) Ragnhildur Ýr Björnsdóttir, f. 1992, hennar börn eru Kolbrún Ósk, f. 2010, og Óliver Máni, f. 2014. d) Vilborg Björnsdóttir, f. 1994. Ríkarður hóf störf hjá Vega- gerðinni á Þórshöfn einungis tólf ára gamall og vann hann þar allan sinn starfsferil til sjötugs. Árið 1954 hófu þau Sísí búskap í Flögu og sinnti hann bústörfum samhliða vinnu í Vegagerðinni allt til ársins 1970 þegar fjöl- skyldan fluttist til Þórshafnar. Hann vann við snjómokstur og vegalagnir, lengi vel sem veg- hefilsstjóri og síðar verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann var mik- ill hestamaður og hélt lengi vel hesta á Þórshöfn. Hann stundaði einnig rjúpnaveiðar og lýsti þeim veiðiferðum gjarnan á leik- rænan og skemmtilegan hátt. Útför Ríkarðs verður gerð frá Þórshafnarkirkju í dag, 13. febr- úar 2021, og hefst athöfnin kl. 14. skap í Flögu með Svanhildi Sigríði Kristinsdóttur, allt- af kölluð Sísí, f. 13. mars 1931, d. 20. ágúst 1993. Þau giftust í Flögu 18. ágúst 1962. Árið 1969 tóku þau í fóstur Rós- björgu Stefáns- dóttur, f. 18. nóv- ember 1968. Rósbjörg er frænka Ríkarðs í móðurætt og ólu þau Sísí hana upp sem sína eigin dóttur. Rós- björg býr í Stjørdal í Noregi, sambýlismaður hennar er William Steele. Dætur Rós- bjargar eru: a) Svanhildur Sig- ríður Ríkarðs, f. 1985, eig- inmaður hennar er Hjálmar Þór Ingibergsson, þeirra börn eru Lilja Rós, f. 2003, og Ingibergur, Elsku afi, mikið sem ég á eft- ir að sakna þín. Þú varst sá sem kenndir mér að veiða, bæði á stöng og að skjóta úr byssu. Þú kenndir mér nafn á hverjum einasta hól og hverri hæð og hvað fjöllin í kring hétu. Bæði þegar við vorum að labba eftir rjúpu og þegar ég fékk að að fara með þér í eftirlitsferðir í vegagerðarbílnum. Eftir því sem ég fór að eldast náði ég mér í mann og leist afa nú ekkert rosalega vel á það. Enda að hans mati var enginn nógu góður. En í heimsókn kom ég með hann á Fjarðarveginn og var hann ekki lengi að ná at- hygli þar sem drengurinn var hestamaður. Eftir þessa heim- sókn var hann samþykktur og kom afi nokkrar ferðir til okkar í heimsókn á Akranes og alltaf var farið í hesthúsið til að skoða gripina og þeir teknir út. Og jafnvel þó hann sæi illa í lokin sagði hann alltaf: „Þó svo ég sjái ekki, heyri ég taktinn.“ Eftir nokkrar heimsóknir fór afi að tala um að ég þyrfti nú að eign- ast minn eigin hest og vildi afi að ég gerði það í samráði við tengdaföður minn sem hann lýsti sem glæsilegum tamning- ar- og reiðmanni. Hest fékk ég og fékk hann nafnið Gjafar, enda gjöf frá þér, elsku afi. Afi hringdi á hverjum degi til að at- huga hvernig gengi með Gjafar og til þess að gefa mér ráð. Og auðvitað til þess að athuga með veðrið. Afi elskaði barnabörnin sín og voru þau alltaf það fyrsta sem spurt var um í öllum okkar samtölum. Og þegar ég spyr börnin mín í dag hver sé þeirra fyrsta minning um afa, þá er það afi sitjandi með þau í fang- inu, raulandi lag og þegar þau voru farin að geta eitthvað sagt var það fyrsta sem hann sagði og kenndi þeim. Það var að hann héti afi Rixi. Öll börn sem komu í heimsókn kölluðu hann afa Rixa og í dag eru þau sko mörg börnin sem kveðja hann afa Rixa. Takk elsku afi fyrir allt sam- an og kysstu ömmu frá mér. Við sjáumst aftur seinna. Svanhildur þín, Hjálmar, Lilja Rós og Ingibergur. Elsku afi. Þegar við hugsum til þín og förum í gegnum minningar þá er okkur efst í huga minning sem við barnabörnin og langafa- börnin eigum öll sameiginlega. Að sitja í fanginu á þér á meðan þú ruggaðir okkur, raulaðir lag og kenndir okkur vísur. Okkur þótti svo gaman að koma í heim- sókn til þín þegar við vorum litl- ar og fá að gramsa í skápnum þínum og skoða gamla hluti og ljósmyndir á meðan þú eldaðir fisk fyrir okkur. Eins og þú gerðir í hvert skipti sem við komum til þín frá því við vorum litlar og þar til við vorum orðn- ar fullorðnar. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn en við vonum að þú hafir það betra núna og að þú hafir fundið frið. Takk elsku afi fyrir að hringja reglulega til þess að at- huga hvernig okkur gengi í líf- inu, takk fyrir alla þá aðstoð og stuðning sem þú veittir okkur og takk fyrir að vera afi okkar. Við elskum þig. Við kveðjum þig einu sinni enn á sama hátt og við gerðum venjulega. Bless og góða nótt afi. Þín Ragnhildur og Vilborg, Kolbrún og Óliver. Ég kynntist Rixa þegar ég var fimm ára gömul og fór fyrst til þeirra Sísíar í sveit í Flögu í Þistilfirði. Ég man vel eftir fyrsta deg- inum, hann var sólríkur og fal- legur, pabbi fór með mig í sveit- ina. Eftir nokkra stund kvaddi pabbi og ég varð eftir á tröpp- unum. Ég var ósátt við að vera skilin eftir og harðneitaði að fara inn í bæinn, fór ekki inn hvernig sem ég var dekstruð. Þá voru nokkur fleiri börn í sumardvöl í Flögu. Allir reyndu að fá mig til að fara inn, til að borða og skoða herbergið mitt. En á tröppunum sat ég allan daginn og fram á kvöld, skapið var stórt þótt tátan væri lítil. Loks kom Rixi heim eftir langan vinnudag á vegheflinum. Hann tók mig í fangið og þá var björninn unninn. Hann sagði mér sögur og söng fyrir mig uppáhaldsbítlalagið sitt, „Óbaldí, óbalda“ … eða þannig hljómaði það í barnseyrunum. Ég kallaði hann alltaf Nanna og ég var Nanna-Gunna. Líklega hef ég átt í erfiðleikum með r-in og s- in. Ef hann var við vegavinnu í nágrenni heimilisins þá kom hann heim á heflinum á kvöldin. Þá hljóp ég á móti honum og fékk að fara inn í þetta risatæki og keyra með honum heim. Ég man sérstaklega eftir einum jól- um sem ég dvaldi í Flögu hjá Sísí og Rixa. Þá saumaði Sísí á mig afar fallegan ljósbláan kjól með fjaðrakraga, mér fannst ég eins og prinsessa. Þá var ég eina barnið hjá þeim. Auðvitað var spenningurinn yfir pökkun- um mikill og í einum þeirra leyndist dýrindi sem ég á enn í dag. Þetta var forláta bangsi á hjólum, hann suðaði á gólfinu í nokkra stund, stoppaði og lyfti örmunum og smellti af mynd! Mörg sumur var ég í Flögu ásamt fleiri krökkum og systr- um mínum. Við sóttum kýrnar, sátum yfir lambfénu á vorin, við áttum bú við fjárhúsin þar sem fram voru bornar dýrindis hnallþórur með sóleyjum og fíflum. Það var líka sérleg upphefð að fá að vera í búrinu og snúa skilvindunni og sjá rjómann verða til. Þá var líf- ið einfalt og ljúft. Eftir að ég varð fullorðin héldum við alltaf sambandi. Hann fylgdist með börnunum mínum vaxa úr grasi og kom í heimsókn þegar hann átti leið hjá. Dóttir mín, Ríkey, er skírð í höfuðið á honum og ég gleymi ekki hve mikla gleði það vakti. Hann hafði mikið dálæti á nöfnu sinni og þau spjölluðu oft sam- an. Á meðan hann hafði heilsu færði hann mér rjúpur í jóla- matinn og þá fylgdu alltaf með margar sögur úr rjúpnaleið- öngrum. Síðastliðið ár var ég svo lán- söm að vera í nágrenni við hann og reyndi að létta honum lund- ina og lífið á erfiðum tíma. Síð- asta sinn sem ég heimsótti hann í vetur var kalt úti og ég kom vettlingalaus og handköld. Þá tók hann mínar hendur í sínar og sagði: „Ertu komin, elsku barnið mitt,“ og blés hlýju í kalda fingurna. Nú ertu farinn í sumarlandið, fóstri minn, ég þakka þér allt gott. Þitt skarð verður aldrei fyllt. Guðrún Helga Sigurðardóttir. Elsku nafni. Ég fyllist alltaf miklu þakklæti þegar ég hugsa til þín. Þú hafðir á mér óbilandi trú og þreyttist ekki á gera mér það ljóst að í þínum augum gæti ég allt sem ég ætlaði mér. Takk fyrir að trúa á mig, alltaf. Ég fékk að hafa þig svo lengi nafni minn, það eru mikil for- réttindi. Fyrst um sinn kallaði ég þig afa, því mínir fóru langt um aldur fram, en svo fannst mér sérstakt og einkennandi fyrir okkar vináttu að þú værir nafni minn. Þannig ávörpuðum við alltaf hvort annað. Aldrei með skírnarnafni, heldur notuð- um þennan gamalkunna og hlý- lega sameiningartitil: „Nafni/ Nafna“. Við hringdumst reglu- lega á til að ræða daginn og veginn, þú vildir ólmur fá veiði- sögur þegar ég sagði þér að ég væri farin á gæsaskytterí og þegar ég fór í nám til Long- yearbyen hafðir þú orð á því að verst þætti þér að komast ekki með til að verja mig gegn hugs- anlegri ísbjarnaárás. Stuðningur þinn kom fram bæði í orðum og æði og með virðingu og væntumþykju kveð ég þig í síðasta sinn. Þanki minn fyllist þakklæti, þeyr blæs kærleik í hjarta. Saddur þú tekur þinn sess og sæti, í sumarlandinu bjarta. (RJ) Vertu blessaður og sæll, Nafni minn. Ríkey Júlíusdóttir. Hann Rixi vinur minn. Vin- skapur sem spannar hátt í hálfa öld. Frá því ég var nánast kornabarn og þar til við kvödd- umst í síðasta sinn síðasta sum- ar. Ein af mínum fyrstu minn- ingum var þegar við vorum uppi í hesthúsi. Hann og afi minn og ég. Ég var líklega 2-3ja ára. Það var aftakaveður og varla sást út úr augum og ekki auðvelt fyrir smágutta að vaða skafla sem voru mun hærri en hann sjálfur. En hann Rixi vinur minn tók mig á bakið á sér og bar mig alla leið á Sólvelli í gegnum óveðrið og skaflana. Þegar ég bjó í Svíþjóð þá sendi hann mér pakka reglu- lega. Það var alltaf spennandi en innihaldið var alltaf það sama, íslenskt súkkulaði. Ein af mínum stoltustu stundum sem barn tengist hon- um Rixa. Þeir félagar hann og afi höfðu verið að heyja og þeg- ar sótt var á eitt túnið þurfti að keyra í gegnum Þórshöfn. Nema hvað hann Rixi lét mig keyra dráttarvélina í gegnum þorpið með vagn aftan í. Ég var líklega 11-12 ára. Hann auðvitað stóð við hliðina, tilbúinn að grípa inn í sem þó gerðist ekki þörf. En mikið óskaplega var ég stoltur og upp með mér að fá svona mikið traust og merkilegt verkefni. Í grunninn er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst honum. Að hafa fengið að bralla allskyns með þeim félögum honum og afa mínum og að hafa alltaf upplifað kærleika og hlýju frá honum Rixa vini mínum. Takk fyrir mig og hvíldu í friði, kæri vinur. Emil Þór (barnabarn Dodda og Lóu). Ríkarður Jóhannesson Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og systir, SÓLVEIG ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Breiðagerði 17a, Vogum á Vatnsleysuströnd, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 14. Hólmgrímur Rósenbergsson H. Daníel Snær Hólmgrímsson Sara Lillý Hólmgrímsdóttir Rósenberg Hólmgrímsson Petra Hólmgrímsdóttir og systkini hinnar látnu Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNAR JÓHANNESSON rafeindavirki, lést á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum laugardaginn 30. janúar. Jarðarförin fór fram þar í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Sandra Gunnarsdóttir Pétur Hallgrímsson Birgir Jóhannesson Svava Björg Jóhannesson Haukur Jóhannesson Lisa McKeirnan barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR GUÐMUNDSSON, rafvirki og söngvari frá Gullbringu, Svarfaðardal, Melabraut 7, Blönduósi, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 3. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 11 að viðstöddum ættingjum og vinum. Sigrún Sigurðardóttir Guðbjörg Gestsdóttir Daníel Magnússon Anna Rósa Gestsdóttir Eiríkur Halldór Gíslason G. Sunna Gestsdóttir Héðinn Sigurðsson Eyþór Ingi Sigrúnarson Kärstin Irene Trygg barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þriðjudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 19. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir útförina en streymt verður frá vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Ólafur Rúnar Guðjónsson Hrafnhildur Geirsdóttir Valur Þór Guðjónsson Hulda Björg Birgisdóttir Bryndís Ólöf Guðjónsdóttir Júlíus Pétur Ingólfsson Smári Viðar Guðjónsson Sara Margrét Ólafsdóttir Garðar Heimir Guðjónsson Kristín Líndal Hallbjörnsdóttir Hugrún Olga Guðjónsdóttir Gústav Adolf Karlsson Kristín Mjöll Guðjónsdóttir Baldvin Bjarki Baldvinsson og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GUÐMUNDUR KRISTINSSON skipstjóri, lést á heimili sínu mánudaginn 8. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 13. Allir eru hjartanlega velkomnir svo lengi sem pláss leyfir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju - félag langveikra barna. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat. Olga Gunnarsdóttir Pétur Smári Richardsson Kristinn Þór Guðmundsson Friðrikka Auðunsdóttir Erlendur G. Guðmundsson Hildur Brynja Sigurðardóttir Sigurborg Kristinsdóttir Kári Valvesson og afabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.