Morgunblaðið - 13.02.2021, Síða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Ferill minn sem knatt-
spyrnumaður varð ekki jafn
glæsilegur og ég hafði látið
mig dreyma um. Eftir að hafa
farið upp yngri flokkana hjá
Fylki reyndi ég fyrir mér um
skeið í þriðju deildinni en
ákvað að láta gott heita 21 árs
gamall.
Það sem ég vann mér helst
til „frægðar“ á slöppum ferli
var þegar ég skoraði fyrir aftan
miðju á yngra ári í þriðja flokki
þegar Fylkir 2 mætti brjálæðis-
lega góðu liði frá Gana á Tivoli
Cup í Hilleröd í Danmörku.
Ganverjarnir byrjuðu væg-
ast sagt betur og voru komnir í
0:3 um miðjan fyrri hálfleik.
Þar sem við í Fylki 2 höfðum
beinlínis ekki komist yfir miðju
allan hálfleikinn sá ég mér leik
á borði þegar ég sá að mark-
vörður þeirra stóð silkislakur á
vítateigslínunni eftir að þeir
skoruðu þriðja mark sitt.
Ég minntist á þessa upp-
götvun við tvo samherja mína í
framlínunni sem voru í þann
mund að fara að taka miðjuna,
og bað þá um að rúlla bolt-
anum stutt til mín þar sem ég
stóð inni í miðjuhringnum.
Þeir gerðu það og áætlun
mín gekk upp, ég skoraði nokk-
urs konar vallarmark fyrir aftan
miðju sem fór yfir markvörð
þeirra og endaði í miðju mark-
inu. Staðan því 1:3 í hálfleik og
við Fylkismenn skyndilega bún-
ir að öðlast fulla trú á því að
við gætum unnið okkur inn í
leikinn.
Skemmst er frá því að segja
að það gekk ekki alveg eftir.
Lokatölur urðu 1:8, Ganverj-
unum í vil. Mark mitt var eina
skot okkar í leiknum. Við áttum
ekki beint mikla möguleika í
þessum leik en ég hafði í það
minnsta góða sögu upp úr
krafsinu.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur vann óvæntan 85:72-sigur á
toppliði Keflavíkur í Dominos-deild
karla í körfubolta í gær. Valsmenn
hafa valdið vonbrigðum til þessa í
deildinni og áttu fáir von á Valssigri
eftir þrjú töp í röð, m.a. á móti botn-
liði Hauka. Á sama tíma vann Kefla-
vík þrjá sigra í röð á móti KR, ÍR og
Tindastóli. Þrátt fyrir það voru Vals-
menn yfir allan tímann og var sig-
urinn sannfærandi.
Sinica Bilic skoraði 20 stig og tók
12 fráköst fyrir Val en maður leiksins
var Pavel Ermolinskij. Pavel skoraði
18 stig, tók sex fráköst og gaf fimm
stoðsendingar. Hann spilaði auk þess
stórglæsilega vörn og stöðvaði hvað
eftir annað sterka leikmenn Keflavík-
ur í góðum stöðum. Dominykas Milka
var stigahæstur að vanda hjá Kefla-
vík með 25 stig, en aðrir voru nokkuð
frá sínu besta í slakri frammistöðu.
Keflavík er enn í toppsætinu en með
spilamennsku eins og í gær verður
það ekki lengi. Valur er vaknaður og
með hörkumannskap sem á bara eftir
að vera betri. Valsmenn ætla sér að
valda usla í úrslitakeppninni.
Njarðvík hristi af sér taphrinu
Njarðvík vann einnig kærkominn
sigur eftir þrjú töp í röð þegar ÍR
kom í heimsókn. Njarðvíkingar voru
afar sannfærandi og urðu lokatölur
96:80. Kyle Johnson er góð viðbót við
Njarðvíkurliðið og hann skoraði 25
stig og tók 10 fráköst. Zvonko Buljan,
sem spilaði með Njarðvík í fyrstu um-
ferðinni en skipti síðan yfir í ÍR, skor-
aði mest fyrir Breiðholtsliðið eða 21
stig.
„Það var Kyle Johnson sem ný-
kominn er til liðs við Njarðvíkinga
sem fór fyrir sínum mönnum. Kapp-
inn setti 25 stig og var grimmur að
sækja á körfuna. Hlutverkið sem
hann á að fylla er það sem Maciej
Baginski skilur eftir sig í meiðslum
og kappinn virðist ætla að standa
undir því,“ skrifaði Skúli B. Sigurðs-
son m.a. um leikinn á mbl.is.
Bæði lið eru með tíu stig og verða
væntanlega í baráttu um sæti í úr-
slitakeppninni það sem eftir lifir
tímabils.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjófóttur Jón Arnór Stefánsson stelur boltanum af Dominykas Milka.
Valsmenn loks-
ins vaknaðir
Njarðvíkingar aftur á sigurbraut
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni
Fjóluson er kominn aftur til Svíþjóðar
og samdi á dögunum við úrvalsdeild-
arliðið Hammarby. Ekki er tjaldað til
einnar nætur en Jón gerði þriggja ára
samning við félagið og verður Hamm-
arby þriðja liðið sem Jón leikur með í
sænsku úrvalsdeildinni. Áður lék hann
með Sundsvall og Norrköping og á að
baki 133 leiki í efstu deild í Svíþjóð.
„Það er mjög gott,“ sagði Jón Guðni
þegar Morgunblaðið sló á þráðinn og
spurði hvernig væri að vera kominn
aftur til Svíþjóðar eftir dvöl í Rúss-
landi og Noregi í millitíðinni. Jón veit
að hverju hann gengur í sænsku deild-
inni. „Já ég geri það og þægilegt er að
koma inn í allt hjá nýju liði. Maður veit
hvernig allt virkar og þekkir til dæmis
tungumálið og slíkt auðveldar hlutina
mjög mikið,“ sagði Jón en margir Ís-
lendingar hafa komið við sögu hjá
Hammarby í gegnum árin.
„Í gegnum tíðina hafa mjög margir
Íslendingar verið hérna. Aron [Jó-
hannsson] var hérna á síðasta tímabili
og Viðar Örn [Kjartansson] á undan
því. Ögmundur [Kristinsson] og Birkir
Már [Sævarsson] voru á undan þeim.
Gunnar Þór [Gunnarsson] var hérna
fyrir nokkru og Pétur Marteins,“ rifj-
aði Jón Guðni upp eftir minni og við
þetta má bæta þeim Pétri Birni Jóns-
syni, Heiðari Geir Júlíussyni og Arnóri
Smárasyni. Er Jón Guðni því tíundi ís-
lenski leikmaðurinn í sögu Hamm-
arby. „Vel er talað um Íslendingana
hjá félaginu og þeir hafa verið vinsæl-
ir,“ sagði Jón.
Finna þarf rétta jafnvægið
Leikmenn Hammarby voru sókn-
djarfir á síðasta tímabili og varð Aron
raunar markahæsti maður liðsins. Lið-
ið hafnaði í 8. sæti í deildinni og fékk á
sig býsna mörg mörk. Í því ljósi er
ekki skrítið að félagið sæki miðvörð
eins og Jón Guðna.
„Liðið spilar mjög sóknarsinnaðan
bolta og hefur gert það síðustu ár en
liðið hefur fengið á sig mörg mörk.
Þeir hafa jafnvel unnið leiki 5:3 o.s.frv.
Þeir vilja skipuleggja vörnina betur og
mitt hlutverk verður að hjálpa til við
að bæta vörnina. Þeir vilja ná betra
jafnvægi á milli sóknar og varnar. Ef
menn vilja bara sækja verður vörnin
opin og þá fá menn á sig mörk. Þar er
hægt að gera betur,“ sagði Jón Guðni
sem hefur nú leikið erlendis í liðlega
áratug en hann hélt utan árið 2011.
Hann er einn þeirra sem fóru til Rúss-
lands um tíma og var þá hjá Krasnod-
ar.
„Rússland var svolítið öðruvísi um-
hverfi en maður er vanur en gaman að
upplifa það líka. Ég sé ekki eftir því. Á
þessum tímapunkti passaði mjög vel
fyrir mig að fara aftur til Svíþjóðar og
einnig fyrir fjölskylduna. Við vorum
lengi í Svíþjóð og okkur leið mjög vel.
Þá voru krakkarnir orðnir hálfgerðir
Svíar. Síðara árið mitt í Rússlandi voru
krakkarnir heima á Íslandi og ég
reikna með því að við komum heim til
Íslands þegar ferlinum lýkur. En von-
andi er enn nokkuð í það,“ sagði Jón
Guðni sem segist vera vel á sig kominn
líkamlega enda hefur hann svo gott
sem aldrei glímt við meiðsli sem talist
geta alvarleg.
Vel er talað um Íslendingana
Tíundi Íslendingurinn hjá Hammar-
by á að stoppa í götin í vörninni
Morgunblaðið/Eggert
Á landsliðsæfingu Jón Guðni Fjóluson hefur leikið 17 A-landsleiki.
Njarðvíkingurinn Elvar Már Frið-
riksson heldur áfram að gera það
gott í litháíska körfuboltanum, en
hann hefur verið einn besti leik-
maður Siauliai á tímabilinu.
Gengi liðsins hefur hins vegar
ekki verið gott og mátti það þola
81:87-tap á útivelli gegn Alytaus
Dzukija í efstu deild í gær. Fyrir
vikið eru Elvar og félagar áfram í
botnsætinu með aðeins fimm sigra í
18 leikjum.
Elvar var stigahæstur allra í gær
með 24 stig og þá gaf hann einnig
fimm stoðsendingar.
Elvar stigahæstur
með 24 stig
Ljósmynd/Sveinn Helgason
Litháen Elvar Már Friðriksson í
búningi litháíska liðsins.
Knattspyrnudeild Leiknis í Reykja-
vík gekk í gær frá samningi við
Loft Pál Eiríksson. Loftur kemur til
Leiknis frá Þór þar sem hann hefur
leikið frá árinu 2015, en hann er
uppalinn hjá Tindastóli.
Loftur, sem er varnarmaður, hef-
ur leikið 147 leiki í 1. deild og skor-
að í þeim fimm mörk. Hann lék 20
leiki með Þór í deildinni á síðustu
leiktíð og skoraði í þeim eitt mark.
Leiknir leikur í efstu deild í
fyrsta skipti frá árinu 2015 á kom-
andi leiktíð en liðið hafnaði í öðru
sæti 1. deildarinnar í fyrra.
Nýliðarnir sækja
liðstyrk norður
Skapti Hallgrímsson
1. deild Loftur Páll Eiríksson í leik
með Þór á Akureyri.
Grill 66-deild karla
Fjölnir – Valur U.................................. 29:30
Selfoss U – Haukur U .......................... 25:25
HK – Fram U........................................ 29:17
Vængir Júpíters – Kría........................ 26:31
Staðan:
HK 9 7 0 2 270:196 14
Víkingur 8 7 0 1 211:184 14
Valur U 9 7 0 2 269:255 14
Fjölnir 9 5 2 2 263:246 12
Kría 9 5 1 3 243:241 11
Haukar U 8 3 1 4 197:202 7
Selfoss U 9 2 2 5 248:262 6
Vængir Júpíters 9 2 0 7 191:241 4
Hörður 7 2 0 5 212:234 4
Fram U 9 0 0 9 212:255 0
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Elbflorenz ..................... 28:29
Aron Rafn Eðvarðsson varði fimm skot í
marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson
þjálfar liðið.
Konstaz – Gummersbach.................... 30:37
Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Danmörk
Kolding – GOG..................................... 27:36
Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot í
marki Kolding.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot í
marki GOG.
Frakkland
B-deild:
Angers – Nice....................................... 25:29
Grétar Ari Guðjónsson varði 13 skot í
marki Nice.