Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Deiglumór – Keramik úr íslenskum
leir 1930-1970 er heiti sýningar sem
verður opnuð í Hönnunarsafni Ís-
lands í dag.
Á sýningunni verður þetta frjóa
tímabili í leirlistarsögunni um miðja
síðustu öld rifjað upp. Brautryðjand-
inn, Guðmundur Einarsson frá Mið-
dal, stofnaði Listvinahúsið 1927.
Listvinahúsið var
fyrsta leirmuna-
verkstæðið sem
starfrækt var á
Íslandi og með
stofnun þess var
brotið blað í sögu
listiðnaðar lands-
ins. Á árunum
1946 til 1957 voru
síðan stofnuð
fimm leirmuna-
verkstæði í
Reykjavík: Leir-
brennsla Bene-
dikts Guðmunds-
sonar, Funi,
Laugarnesleir,
Roði og Glit. Öll
áttu þau það sam-
eiginlegt að nota
íslenskan leir,
fram til um 1970.
Á sýningunni
eru verk frá ofan-
greindum verkstæðum. Leitast sýn-
ingarstjórarnir, Inga S. Ragnars-
dóttir leirlistamaður og Kristín G.
Guðnadóttir listfræðingur, við að
gefa innsýn í framleiðslu verkstæð-
anna og draga fram sérstöðu hvers
og eins. Þar voru hannaðir og fram-
leiddir bæði einstakir módelgripir
og fjöldaframleiddir skrautmunir.
Meðal annars stórir vasar, einstök
matarstell, styttur og minjagripir
fyrir ferðamenn. Mikill listrænn
metnaður var lagður í einstaka muni
og leitast var við að leiða almenningi
fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir
stæðu jafnfætis málverki eða skúlp-
túr. Hönnun og framleiðsla íslenskra
leirmuna markaði upphaf íslensks
listiðnaðar í nútímaskilningi þess
orðs.
Ný bók um íslenska leirlist
Sýningin er unnin á grunni bók-
arinnar Deiglumór, keramik úr ís-
lenskum leir 1930-1970, sem kemur
núna út. Sýningarstjórarnir eru
jafnframt höfundar bókarinnar en
bókin byggist á rannsóknum Ingu á
sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er
fjallað um aðdraganda, upphaf og
þróun íslenskrar leirlistar frá um
1930 í máli og myndum, auk þess
sem saga leirnýtingar á Íslandi er
rakin. Hönnuður bókarinnar er Arn-
ar Freyr Guðmundsson hjá Studio
Studio en Minningarsjóður um
Ragnar Kjartansson (1923-1988)
gefur bókina út.
Guðmundur frumkvöðullinn
Inga segir elstu heimildir um orð-
ið deiglumó vera frá 17. öld en það
þýðir leir og hafi Ragnar faðir henn-
ar, myndhöggvari og leirkera-
smiður, sem kemur mjög við sögu á
sýningunni – enda starfaði hann á
þremur þessara verkstæða, notað
orðið. Deigla var leirker eða ílát sem
notuð voru í smiðjum áður fyrr til að
bræða í járn. Inga segir að á sýning-
unni sé meðal annars fjallað um sögu
notkunar íslenska leirsins en Bene-
dikt Oddsson, skáld og sjómaður frá
Gjarðey, hafi til að mynda verið í
keramikframleiðslu um og upp úr
1880 og hafi fengið styrk árið 1879 til
að fara í leirkeranám en af því hafi
ekki orðið. „Í gögnum Guðmundar
frá Miðdal má sjá að Benedikt hafi
verið fyrsti leirkerasmiðurinn og
Theodóra Thoroddsen átti skál eftir
hann sem Guðmundur segir hafa
verið fallega. Skálin finnst ekki hjá
afkomendum hennar,“ segir Inga.
Á sýningunni er til að mynda
fjallað um það hvernig Guðmundur
hafi náð í notanlegan íslenskan leir
til blöndu úr deiglumó og hveraleir
en hann var í sjö ár að prófa sig
áfram við það í námi á verkstæði
Joseps Königbauer í München, sam-
hliða myndhöggvaranámi. Guð-
mundur stofnaði Listmunahúsið árið
1927 en 1929 gerði hann endanlegar
tilraunir með íslenskan leir í Münch-
en og kom þá heim með tilbúna
gripi, sýndi þá í Alþingishúsinu og
fékk styrk frá Alþingi til að fjár-
magna kaup á ofni og öðrum búnaði.
Vasi frá þeirri sýningu, gerður af
Guðmundi í München, er nú sýndur í
Hönnunarsafninu.
Alþjóðleg áhrif hér
„Það eru síðan lærlingar Guð-
mundar sem stofna flest þessara
verkstæða sem við fjöllum hér um,“
segir Inga en Gestur og Rúna sem
stofnuðu Laugarnesleir hafi þó ekki
verið í þeim hópi, og ekki heldur
Benedikt Guðmundsson sem var
myndlistarmaður eins og þau. „Þau
voru líka með íslenska leirinn og hjá
öllum þessum verkstæðum fór nokk-
uð mikil vinna í að þróa sína leir-
blöndu. Dönsk hjón komu og unnu
með Benedikt en það er merkilegt
að þessi verkstæði voru flest mynd-
listartengd.
Við kynnum verk frá öllum sex
verkstæðunum á sýningunni en síð-
ast var Glit stofnað og það varð að
einskonar miðstöð þar sem mynd-
listarmenn unnu fyrir sér. Á öllum
verkstæðunum mótaðist skemmtileg
samvinna fólks sem ýmist var með
bakgrunn í leirkerasmíði eða mynd-
list,“ segir Inga og bætir við að á
flest verkstæðanna hafi erlent fólk
líka komið til starfa og þeim hafi
fylgt allrahanda áhrif. Þessi leir-
listarverkstæði hér um miðja síðustu
öld hafi því verið býsna alþjóðleg.
Meðal listamannanna sem fluttu til
landsins og unnu á leirlistarverk-
stæðunum var Dieter Roth, sem átti
eftir að verða einn áhrifamesti evr-
ópski myndlistarmaður sinnar kyn-
slóðar, og eru eftir hann, eins og
marga aðra, merkileg verk á sýning-
unni.
Íslenski leirinn erfiður
Nú hefur oft verið sagt að íslenski
leirinn sé erfiður að vinna með. „Og
hann er það!“ staðfestir Inga sem
sjálf er bæði með menntun í leir-
munagerð og myndlist og gjörþekkir
þessa sögu alla. Hún hefur til að
mynda í ein 18 ár verið að safna efn-
inu og vinna að bókinni sem nú kem-
ur út.
„Þetta fólk lagði rosalega mikla
vinnu í leirinn. Það voru innflutn-
ingshöft hér, erfitt að fá að flytja inn
erlendan leir, en þjóðerniskennd
kom líka við sögu, og hugsun um að
nota leir sem væri öðruvísi en sá út-
lenski,“ segir hún. Þegar leið á tutt-
ugustu öldina hafi steinleir smám
saman náð yfirhöndinnni í evrópski
leirvinnslu en þangað til var jarðleir
mikið notaður út um löndin í hefð-
bundnu nytjakeramiki. Inga segir að
þegar fólk á borð við Hauk Dór og
Steinunni Marteinsdóttur hafi kom-
ið með útlendan steinleir inn í sín
verk hér þá hafi það boðið upp á
meiri möguleika, til að mynda með
glerung. Það hafi líka verið sterkari
hlutir sem til dæmis mátti setja í
uppþvottavélar.
„Því það er rétt að ísleneki leirinn
var mjög erfiður, það þurfti alltaf að
blanda hann og hveraleirinn var
mjög óhreinn. Undir lokin var farið
að nota danskan leir í stað hvera-
leirsins að þriðjungi á móti deiglu-
mó, og þá varð vinnan auðveldari.
Glit notaði á tímabili leir frá bökkum
Elliðaánna í tonnavís.“
Módelgripirnir voru dýrir
Þegar spurt er um úrval gripa
sem hægt er að sýna frá verkstæð-
unum sex, segir Inga mikið vera til
og hafi þurft að velja úr.
„Við hefðum getað valið miklu
fleiri gripi á sýninguna en við viljum
að þeir njóti sín, eins og þeir gera
mjög vel.
Það er alltaf augljóst frá hvaða
verkstæði hver gripur er en ekki er
alltaf víst hver hefur skreytt þá.“
Hún nefnir sem dæmi að Guð-
mundur frá Miðdal hafi verið aðal-
hönnuðurinn í Listvinahúsinu en
hann hafi líka viljað að starfsfólkið
ynni sjálfstætt. „Ragnar pabbi minn
vann til að mynda hjá Guðmundi í
ein sex ár og það kom okkur á óvart
að komast að því að vasi sem við
höfðum valið á sýninguna frá List-
vinahúsinu reyndist vera eftir hann.
Það er oft erfitt að segja hver hefur
skreytt munina en það eru samt fáir
á sýningunni þar sem við sjáum ekki
hver gerði það.“
Á sýningunni eru bæði fjöldaunnir
skrautgripir og módelgripir sem
voru fágætari og dýrari. Inga segir
að þannig hafi framleiðslan verið á
öllum verkstæðunum. „Stefnan var
að gera flotta en fjöldaframleidda
gripi en líka módelmuni og þeir voru
mjög dýrir. Flestir þessir stóru og
fínu hlutir sem við sýnum voru gefn-
ir, til að mynda sem brúðkaupsgjafir
eða á stórafmælum. Og oft hafa þeir
síðan verið í ættinni og passað vel
upp á þá.“
Fetaði í fótspor föður síns
Inga er alin upp í þessari deiglu
leirlistarinnar, þar sem faðir hennar
vann á þremur verkstæðanna þar til
hann einbeitti sér síðustu æviárin að
myndlistinni. Var ekki æskuheimilið
fullt af þessum gripum?
„Jú, vissulega, og mikið af gripum
er í fjölskyldunni. Á sýningunni er
því nokkuð af gripum í eigu nærfjöl-
skyldunnar. En þegar ég fór árið
1975 í keramikdeildina í MHÍ þá
fannst mér vera mjög langt síðan
pabbi hætti í leirnum, ég gerði mér
ekki grein fyrir því að ég væri al-
gjörlega að fara í hans fótspor,“ seg-
ir hún og hlær. „Ég fór í leirlistina
hér og svo í keramiknám í akademí-
unni í München og þar hafði Guð-
mundur frá Miðdal einmitt verið, að
læra á verkstæðinu í borginni.“
Inga hrósar mjög góðu samstarf-
inu við Hönnunarsafnið og líka með-
sýningarstjóranum og meðhöfund-
inum, Kristínu. Þær unnu áður að
bókinni um útisýningar Mynd-
höggvarafélagsins á Skólavörðuholti
og í framhaldinu kom Kristín inn í
þetta verkefni með Ingu árið 2018.
Inga færir þakkir öllum þeim sem
lánuðu verk á sýninguna en mörg
þeirra koma frá Þjóðminjasafni Ís-
lands en líka allmörg frá Rúnari
Jónssyni, sem á stórt og merkilegt
safn af íslenskri leirlist.
Á verkstæði Funa Starfsfólk Funa, í fremri röð: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta
Hannesardóttir. Aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson
og Björgvin Kristófersson. Þar voru bæði framleiddir einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir.
Ljósmyndir/Vigfús Birgisson
Vasi Gerður í Leirbrennslu Bene-
dikts Guðmundssonar af Normu og
Edmund Andersen árið 1950.
Glæsilegir gripir úr íslenskum leir
Á sýningu í Hönnunarsafninu má sjá verk sem gerð voru á sex íslenskum leirlistarverkstæðum um
nokkurra áratuga skeið um miðja síðustu öld Mikill listræn metnaður einkenndi framleiðsluna
Fimmhálsa Vasi gerður í Laugar-
nesleir af Gesti og Rúnu 1950.
Kaffistell Skapað af hinum kunna
Dieter Roth í Gliti árið 1960.
Vasi Sköpunarverk Ragnars
Kjartanssonar í Funa árið 1957.
Kanna Gerð af Guðmundi frá
Miðdal í Listvinahúsinu árið 1935.
Inga S.
Ragnarsdóttir
Kristín G.
Guðnadóttir