Morgunblaðið - 13.02.2021, Page 48

Morgunblaðið - 13.02.2021, Page 48
Músin tónelska Maxímús Músíkús heimsækir Sinfóníu- hljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Hörpu í dag, laugardag. Uppselt er á þá fyrri en öðrum var bætt við, kl. 16. Á efnisskránni er ævintýrið vinsæla, Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, eftir Hallfríði Ólafs- dóttur og Þórarin Má Baldursson en tónleikarnir eru helgaðir minningu Hallfríðar. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, sögumaður Valur Freyr Einarsson en tónlistin er úr ýmsum áttum. Sagan um Maxímús er eitt ástsæl- asta tónlistarævintýri þjóðarinnar og hefur einnig verið flutt víða um lönd á undanförnum árum. Maxímús Músíkús heimsækir Sinfóníuhljómsveitina tvisvar í dag LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Sem betur fer eru allir strákarnir hérna afskaplega fínir. Þeir eru allir með eitt markmið og það er að vinna Íslandsmeistaratitilinn í júní. Það er augljóst að þeir hafa unnið mikið af titlum því það endurspeglast í kúlt- úrnum sem þeir hafa skapað sér. Það er gott að vera hluti af því,“ segir Ty Sabin meðal annars í viðtali við Morgunblaðið í dag en hann hefur vakið athygli í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur og raðar inn stigunum fyrir KR í Dominos-deildinni í körfuknattleik og er með nærri 30 stig að meðaltali í leik. »40 Segir augljóst á vinnubrögðum að KR-ingarnir hafi unnið marga titla ÍÞRÓTTIR MENNING „Bolludagurinn er geysivinsæll dag- ur hjá okkur og virðist vera kær- komin tilbreyting í skammdeginu,“ segir Auður Ögn Árnadóttir, eigandi kökubúðarinnar 17 sorta, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir bollu- daginn einn stærsta daginn hjá sér, ásamt öðrum tilefnisdögum, frá því að kökubúðin var opnuð árið 2015. „Á Íslandi hefur tíðkast í yfir 100 ár að baka bollur þannig að þetta er rótgróin hefð í íslensku samfélagi.“ Auður segir söluna á bolludeg- inum aukast með hverju árinu. „Bollurnar eru árstíðarbundið bakk- elsi sem fólk leyfir sér á þessum tíma árs. Svo virðist sem bolludags- hátíðin sé að lengjast og sum bakarí eru jafnvel farin að vera með bollur tveimur vikum fyrir bolludaginn,“ segir Auður Ögn. „Í ár sláum við saman valentínus- ardeginum og bolludeginum þar sem þeir lenda hlið við hlið að þessu sinni og kynnum til leiks valentínusar- bolluna sem fólk getur fært ástvin- um sínum til að gera daginn alveg sérstakan. Það skemmtilega hefur gerst á undanförnum árum að bak- aríin eru að bregðast við samkeppni með því að skapa sér sérstöðu og bjóða upp á breitt úrval af bragðteg- undum og fyllingum sem bætir flór- una.“ Þannig eru t.d. yuzu- og blóð- appelsínubollur og saltkaramellu- og daimbollur í boði í ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bolludagur Auður Ögn segir meiri samkeppni í bollusölunni leiða til frumlegrar og skemmtilegrar bolluflóru. Bollurnar kærkomin tilbreyting á veturna  Bakaríin bregðast við samkeppni  Meira bolluúrval Valentínusarbollur Með carqelin-toppi og prosecco- og jarðarberjamauki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.