Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Andriki.is fjallar um bóluefniog tengd mál og segir að
sama fólkið og hafi látið „undan
þeim kröfum ESB að íslenskur
almenningur
gengist í ábyrgð
fyrir Icesave virð-
ist nú hafa skuld-
bundið Ísland
gagnvart ESB til
að panta ekki
nægt bóluefni frá
öllum helstu
framleiðendum
fyrir viðkvæmustu hópa þjóð-
félagsins“.
Bent er á að í helstu forgangs-
hópum, 60 ára og eldri og fleiri,
séu um 90 þúsund Íslendingar og
til að bólusetja þá þurfi 180 þús-
und skammta af bóluefni. Og
andriki.is spyr hvort ekki hafi
verið augljóst að þá þyrfti að
panta að minnsta kosti þann
fjölda frá öllum helstu bóluefna-
framleiðendum.
Enn hafa ekki verið færðskynsamleg rök fyrir því
hvers vegna það var ekki gert.
Á andriki.is er líka rakinnseinagangurinn við að
semja um bóluefnakaup. Fyrsti
samningurinn hafi ekki verið
gerður fyrr en 15. október í
fyrra og næsti samningur tveim-
ur mánuðum síðar, í desember!
Þessi seinagangur hefur ekkiheldur verið útskýrður með
frambærilegum hætti.
Afar vel hefur gengið að und-anförnu að ná smiti niður
hér á landi og er það fagnaðar-
efni. Það breytir því ekki að
heilbrigðisyfirvöld verða að
svara undanbragðalaust spurn-
ingum sem viðkoma bóluefn-
unum – eða öllu heldur skort-
inum á þeim.
Svandís
Svavarsdóttir
Spurningum um
bóluefni er ósvarað
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fjölmiðlun og stjórnmál á Íslandi
hafa eðlisbreyst á síðasta rúma ára-
tugnum. Tvístrun er meiri, eðli og
starf stjórnmálaflokka hefur umpól-
ast, áherslum hefur verið breytt og
ný mál komist á dagskrá samfélags-
umræðunnar. Þá er fagmennska í
fjölmiðlun skilgreind öðruvísi en áður
var.
Þetta er meðal niðurstaðna í rann-
sóknum Birgis Guðmundssonar,
stjórnmálafræðings og dósents, sem
varði doktorsverkefni sitt við Há-
skóla Íslands sl. föstudag. Birgir er
háskólakennari en starfaði við blaða-
mennsku um langt skeið.
Í doktorsverkefni sínu bendir
Birgir á að á svipuðum tíma og bank-
arnir hrundu haustið 2008 hafi orðið
mikil breyting í fjölmiðlun. Á þessum
tíma hafi myndast á Íslandi blandað
fjölmiðlakerfi, þar sem boðskipti og
upplýsingakerfi fá nýja vídd. Áður
hafði kerfi þetta byggst á hefð-
bundnum fjölmiðlum þar sem fáir
„hliðverðir“ voru að tala við margra.
Með tilkomu samfélagsmiðla tali
margir við marga.
„Í tengslamiðlun eru samskiptin
fyrst og fremst
milli fólks sem
hugsar á svip-
uðum nótum.
Margsinnis hefur
verið sýnt fram á
að þessi miðlun
hefur tilhneigingu
til að stuðla að
tvístrun og skaut-
un og skipta fólki
upp í afmarkaða
hópa. Samhliða þessu fá fjölmiðlar –
gamlir og nýir – hlutverk í þessari
tvístrun og eru í hugum bæði stjórn-
málamanna og almennings dregnir í
hugmyndafræðilega dilka,“ segir
Birgir. Bætir við að fyrir tiltölulega
stuttu síðan hafi allt fjölmiðlakerfið á
Íslandi verið undirlagt af stjórn-
málaflokkunum og sú arfleifð virðist
vera bráðlifandi enn í íslenskri
stjórnmálamenningu.
„Almennt tel ég að í umræðu um
breytingar á flokkakerfi og þróun í
stjórnmálum eftir hrun hafi of lítið
verið gert úr áhrifum umbyltingar í
fjölmiðlakerfinu. Vissulega eru bein
áhrif hrunsins víðtæk, en hluta
þeirra áhrifa má einnig rekja til þess
að hrunið og fjölmiðlabyltingin fóru
saman í tíma,“ segir Birgir.
Stjórnmál og fjöl-
miðlar tvístrast
Samfélagsmiðlar skipta fólki í hópa
Birgir
Guðmundsson
Ötulasti fyrirspyrjandi Alþingis,
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður
Pírata, hefur haft hægt um sig á
yfirstandandi þingi, 151. löggjafar-
þinginu. Hann hefur lagt fram
margfalt færri fyrirspurnir til ráð-
herra en á fyrri þingum.
Á þriðjudaginn lagði hann fram
19. fyrirspurnina á þessu þingi. Hún
var til Kristjáns Þórs Júlíussonar,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, og vildi Björn Leví fá upplýs-
ingar úr rannsóknarleiðöngrum
Hafrannsóknastofnunar, Hafró.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
„Hvar eru birtar upplýsingar um
staðsetningu mælinga í rannsókn-
arleiðöngrum Hafrannsóknastofn-
unar samkvæmt lengdar- og breidd-
argráðu frá árinu 1995 til dagsins í
dag, ásamt dagsetningu mæling-
anna, magni og skiptingu afla eftir
tegund í hverju togi? Ef þessar upp-
lýsingar eru hvergi birtar, hvernig
stendur á því? Er fyrirhugað að
birta þær og þá hvar?“
Björn Leví lagði fram vel á annað
hundrað fyrirspurnir til ráðherra á
síðasta þingi, 150. löggjafarþinginu.
Fyrirspurnafjöldi þingmannsins
nálgast nú 400 síðan hann settist
fyrst á Alþingi sem varamaður 2014.
Hann hefur skotist rækilega fram úr
Jóhönnu Sigurðardóttur sem átti
fyrra met, 255 fyrirspurnir.
sisi@mbl.is
Fyrirspurn um rannsóknir Hafró
„Samkvæmt lengdar- og breiddargráðu frá árinu 1995 til dagsins í dag“
Morgunblaðið/Eggert
Á Alþingi Björn Leví í ræðustól.
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15