Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Andriki.is fjallar um bóluefniog tengd mál og segir að sama fólkið og hafi látið „undan þeim kröfum ESB að íslenskur almenningur gengist í ábyrgð fyrir Icesave virð- ist nú hafa skuld- bundið Ísland gagnvart ESB til að panta ekki nægt bóluefni frá öllum helstu framleiðendum fyrir viðkvæmustu hópa þjóð- félagsins“. Bent er á að í helstu forgangs- hópum, 60 ára og eldri og fleiri, séu um 90 þúsund Íslendingar og til að bólusetja þá þurfi 180 þús- und skammta af bóluefni. Og andriki.is spyr hvort ekki hafi verið augljóst að þá þyrfti að panta að minnsta kosti þann fjölda frá öllum helstu bóluefna- framleiðendum.    Enn hafa ekki verið færðskynsamleg rök fyrir því hvers vegna það var ekki gert.    Á andriki.is er líka rakinnseinagangurinn við að semja um bóluefnakaup. Fyrsti samningurinn hafi ekki verið gerður fyrr en 15. október í fyrra og næsti samningur tveim- ur mánuðum síðar, í desember!    Þessi seinagangur hefur ekkiheldur verið útskýrður með frambærilegum hætti.    Afar vel hefur gengið að und-anförnu að ná smiti niður hér á landi og er það fagnaðar- efni. Það breytir því ekki að heilbrigðisyfirvöld verða að svara undanbragðalaust spurn- ingum sem viðkoma bóluefn- unum – eða öllu heldur skort- inum á þeim. Svandís Svavarsdóttir Spurningum um bóluefni er ósvarað STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjölmiðlun og stjórnmál á Íslandi hafa eðlisbreyst á síðasta rúma ára- tugnum. Tvístrun er meiri, eðli og starf stjórnmálaflokka hefur umpól- ast, áherslum hefur verið breytt og ný mál komist á dagskrá samfélags- umræðunnar. Þá er fagmennska í fjölmiðlun skilgreind öðruvísi en áður var. Þetta er meðal niðurstaðna í rann- sóknum Birgis Guðmundssonar, stjórnmálafræðings og dósents, sem varði doktorsverkefni sitt við Há- skóla Íslands sl. föstudag. Birgir er háskólakennari en starfaði við blaða- mennsku um langt skeið. Í doktorsverkefni sínu bendir Birgir á að á svipuðum tíma og bank- arnir hrundu haustið 2008 hafi orðið mikil breyting í fjölmiðlun. Á þessum tíma hafi myndast á Íslandi blandað fjölmiðlakerfi, þar sem boðskipti og upplýsingakerfi fá nýja vídd. Áður hafði kerfi þetta byggst á hefð- bundnum fjölmiðlum þar sem fáir „hliðverðir“ voru að tala við margra. Með tilkomu samfélagsmiðla tali margir við marga. „Í tengslamiðlun eru samskiptin fyrst og fremst milli fólks sem hugsar á svip- uðum nótum. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að þessi miðlun hefur tilhneigingu til að stuðla að tvístrun og skaut- un og skipta fólki upp í afmarkaða hópa. Samhliða þessu fá fjölmiðlar – gamlir og nýir – hlutverk í þessari tvístrun og eru í hugum bæði stjórn- málamanna og almennings dregnir í hugmyndafræðilega dilka,“ segir Birgir. Bætir við að fyrir tiltölulega stuttu síðan hafi allt fjölmiðlakerfið á Íslandi verið undirlagt af stjórn- málaflokkunum og sú arfleifð virðist vera bráðlifandi enn í íslenskri stjórnmálamenningu. „Almennt tel ég að í umræðu um breytingar á flokkakerfi og þróun í stjórnmálum eftir hrun hafi of lítið verið gert úr áhrifum umbyltingar í fjölmiðlakerfinu. Vissulega eru bein áhrif hrunsins víðtæk, en hluta þeirra áhrifa má einnig rekja til þess að hrunið og fjölmiðlabyltingin fóru saman í tíma,“ segir Birgir. Stjórnmál og fjöl- miðlar tvístrast  Samfélagsmiðlar skipta fólki í hópa Birgir Guðmundsson Ötulasti fyrirspyrjandi Alþingis, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur haft hægt um sig á yfirstandandi þingi, 151. löggjafar- þinginu. Hann hefur lagt fram margfalt færri fyrirspurnir til ráð- herra en á fyrri þingum. Á þriðjudaginn lagði hann fram 19. fyrirspurnina á þessu þingi. Hún var til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, og vildi Björn Leví fá upplýs- ingar úr rannsóknarleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar, Hafró. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvar eru birtar upplýsingar um staðsetningu mælinga í rannsókn- arleiðöngrum Hafrannsóknastofn- unar samkvæmt lengdar- og breidd- argráðu frá árinu 1995 til dagsins í dag, ásamt dagsetningu mæling- anna, magni og skiptingu afla eftir tegund í hverju togi? Ef þessar upp- lýsingar eru hvergi birtar, hvernig stendur á því? Er fyrirhugað að birta þær og þá hvar?“ Björn Leví lagði fram vel á annað hundrað fyrirspurnir til ráðherra á síðasta þingi, 150. löggjafarþinginu. Fyrirspurnafjöldi þingmannsins nálgast nú 400 síðan hann settist fyrst á Alþingi sem varamaður 2014. Hann hefur skotist rækilega fram úr Jóhönnu Sigurðardóttur sem átti fyrra met, 255 fyrirspurnir. sisi@mbl.is Fyrirspurn um rannsóknir Hafró  „Samkvæmt lengdar- og breiddargráðu frá árinu 1995 til dagsins í dag“ Morgunblaðið/Eggert Á Alþingi Björn Leví í ræðustól. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.