Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 16

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Miklar sveiflur hafa verið á umferð ökutækja á höfuðborgarsvæðinu í takt við bylgjur kórónuveirusmita og sóttvarnaaðgerðir allt frá upphafi faraldursins. Viðlíka breytingar á umferðinni innan eins árs hafa ekki áður sést í umferðarmælingum Vegagerðarinnar. Þegar slakað hefur verið á sam- komutakmörkunum tekur umferðin undantekningarlaust kipp og eykst verulega á skömmum tíma. Eru jafn- vel dæmi þess að meðalumferðin verði svipuð eftir að dregið hefur ver- ið úr umfangi sóttvarnaaðgerða og á sama árstíma fyrir faraldurinn. Athygli hefur vakið hversu mikil umferðin hefur verið að undanförnu þegar tekið er tillit til samdráttarins í hagkerfinu í kórónukreppunni en sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa bent á að mikil fylgni hefur verið á umliðnum árum milli þróunar um- ferðar á landinu og landsframleiðslu. Að mati Seðlabankans dróst einka- neysla landsmanna saman um 4,4% á seinasta ári og er reiknað með hæg- um bata á þessu ári. Á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs dróst landsframleiðslan saman um 8,1%. Að sögn Friðleifs Inga Brynjars- sonar, verkefnastjóra hjá Vegagerð- inni, er erfitt að finna skýringar á því að umferðin er komin aftur á svipað ról og fyrir faraldurinn miðað við hvað umsvifin í samfélaginu hafa dregist mikið saman. Svipuð að umfangi og áður fyrr Í seinasta mánuði dróst umferðin á höfuðborgarsvæðinu saman um 6,4% samanborið við janúarmánuð fyrir ári. Samanlögð meðalumferð á dag um lykilmælisnið Vegagerðarinnar var rúmlega 143 þúsund bílar á dag. Í fyrstu viku febrúar reyndist umferð- in vera einungis þremur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. „Aukning mældist í einu af þremur mælisniðum en svo virðist sem um- ferðin á höfuðborgarsvæðinu sé að verða svipuð að umfangi og undan- farin ár þrátt fyrir Covid-19 og fækk- un ferðamanna,“ sagði í umfjöllun Vegagerðarinnar. Metsamdráttur í apríl Mælanleg áhrif sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar á umferðina komu fram í tólftu viku seinasta árs eða um miðjan marsmánuð. Þá dróst umferðin mikið saman eða um rúm 10% miðað við sama tíma á árinu á undan. Samdrátturinn í fyrstu bylgju faraldursins varð raunar mun meiri en í þriðju bylgjunni sl. haust og í byrjun vetrar. Í apríl varð metsamdráttur um- ferðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá dróst hún saman um tæp 28 prósent frá sama tíma á árinu á undan en þegar samkomubannið var rýmkað tók umferðin við sér í maímánuði og óvænt aukning átti sér svo stað í júní. Þá mældist meiri umferð á höfuð- borgarsvæðinu en í sama mánuði ársins á undan, sem þó var metmán- uður. Í júlí og ágúst minnkaði umferðin miðað við sama tíma á árinu á undan en þegar þriðja bylgja faraldursins reið yfir og samkomutakmarkanir voru hertar á nýjan leik dró verulega úr umferð á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar dróst umferðin á höfuðborg- arsvæðinu í október saman um 20 prósent miðað við sama mánuð á árinu á undan en samdrátturinn varð þó ekki jafn skarpur og í fyrstu bylgju sl. vor. Umferðin dróst aftur saman um 20% í nóvembermánuði sem fyrst og fremst var rakið til hertra sóttvarnareglna. Umferðin fór svo smám saman vaxandi á að- ventunni en yfir allan desember mældist um átta prósenta sam- dráttur miðað við seinasta mánuð ársins á undan. Þegar allt síðasta ár er gert upp kemur í ljós að umferðin á höfuð- borgarsvæðinu dróst fjórfalt meira saman en áður hefur sést í umferð- armælingum Vegagerðarinnar. Um- ferðin allt árið dróst saman um ríf- lega tíu prósent á höfuðborgar- svæðinu. Sveiflurnar innan ársins voru miklar eins og fyrr segir en um- ferðin jókst einungis í einum mánuði í fyrra borið saman við árið 2019 en það var í júní. Í umfjöllun Vegagerðarinnar um samdráttinn á seinasta ári kom fram að mesti samdráttur milli ára sem áð- ur hafði mælst var á milli áranna 2008 og 2009 eða 2,4%. Nýjustu mælingar á umferðinni sem liggja fyrir eru vegna seinustu viku. Reyndist umferðin á höfuð- borgarsvæðinu vera 2,6 prósentum meiri en í sömu viku í fyrra, en þá vikuna fyrir ári var raunar óvenju- lega lítil umferð. Umferð um Reykja- nesbraut við Dalveg var sex prósent- um meiri í seinustu viku og sjö prósentum meiri umferð var á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku. Umferð um Hafnarfjarðarveg dróst aftur á móti saman um 3,4%. Umferðin í takti við veiruna  Umferðin á höfuðborgarsvæðinu tekur jafnan kipp þegar smitum fækkar og dregið er úr sótt- varnaaðgerðum  Veruleg bílaumferð að undanförnu þrátt fyrir minni einkaneyslu og umsvif Umferð á höfuðborgarsvæðinu og nýgengi kórónuveirusmita jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. 2020 2021 Heimild: Vegagerðin og covid.is 200 175 150 125 100 75 50 300 250 200 150 100 50 0 Nýgengi innanlands Meðalumferð á dag, þúsundir ökutækja Meðalsólarhringsumferð um mæli svæði Vegagerðarinnar Nýgengi smita innanlands, 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa 2020 2021 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Kringlumýrarbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er að verða svipuð að umfangi og undanfarin ár þrátt fyrir faraldurinn og fækkun ferðmanna. Mót hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi í kvöld ber yfirskriftina Fimmgangur Útfararstofu Íslands. Keppnin er í deild sem ber heitið Equsana, sem er kjarnfóður fyrir hesta, framleitt í Danmörku. Mótið í kvöld verður í beinni útsendingu á netinu og hefst kl. 19. Keppendur eru alls 39 talsins og er atburðurinn í kvöld hluti af stærri mótaröð. At- hygli vekur að mótið skuli vera kennt við útfararstofu. „Ég er er keppandi og tek þátt í mótinu, er formaður Spretts, á út- fararstofuna og er að styrkja gott málefni,“ segir Sverrir Einarsson útfararstjóri í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta ætti ekkert að mis- skiljast enda þekkir fólkið í hesta- mennskunni til. Þó er kannski svolítið óvenjulegt að svona við- burður beri nafn fyrirtækis sem sinnir þjónustu við útfarir,“ segir Sverrir enn fremur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestafólk Tekið verður á rás í fimmgangi í Sprettshöllinni í kvöld. Hestamannamót í nafni útfararstofu  Óvenjulegt, segir formaður Spretts

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.