Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Öryggisíbúðir Eirar til leigu
Eirborgum Grafarvogi
Tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar
til langtíma leigu í Grafarvogi,
Eirborgir, Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík.
Eir öryggisíbúðir ehf.
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. Sími 522 5700
Hafið samband í síma 522 5700 milli 8 og 16 virka daga eða pantið gögn
og nánari upplýsingar ásamt skoðun á netfangið sveinn@eir.is
• Rólegt og notarlegt umhverfi með
aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og
þjónustu með það að markmiði að
einstaklingurinn geti búið lengur heima.
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn
• Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð
• Góðar gönguleiðir í nágrenninu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa
undanfarna mánuði frestað greiðslu-
þátttöku vegna heilbrigðisþjónustu
erlendis sem ekki telst lífsbjargandi.
Er þetta gert vegna mikillar óvissu í
heiminum vegna Covid-19. Ákvörð-
un um þetta var tekin að höfðu sam-
ráði við landlækni og sóttvarna-
lækni, samkvæmt frétt SÍ.
Meginreglan er sú að ekki verða
gefnar út greiðsluábyrgðir vegna
slíkrar þjónustu fyrr en áhætta telst
ásættanleg, í samræmi við leiðbein-
ingar sóttvarnayfirvalda.
Fólk sem fékk samþykkta
greiðsluþátttöku í kostnaði vegna
meðferðar erlendis, áður en heims-
faraldurinn hófst, fellur einnig undir
þetta. Almennt verða ekki gefnar út
greiðsluábyrgðir til flugfélaga vegna
þeirra fyrr en áhætta telst ásættan-
leg.
Þrátt fyrir fyrrnefnda meginreglu
segja SÍ að hvert mál sé skoðað sér-
staklega. Auk læknisfræðilegs
ástands sjúklings er horft til ný-
gengis sýkinga á því svæði sem hann
hyggst fara til.
Lífsbjargandi aðgerðir gerðar
„Ákveði einstaklingur, þrátt fyrir
framangreint, að ferðast utan til
þess að sækja heilbrigðisþjónustu
sem krefst fyrirframsamþykkis SÍ,
fellur allur kostnaður á viðkomandi
og greiðsluþátttaka af hálfu SÍ verð-
ur engin. Einnig er vert að benda á
að SÍ er ekki heimilt að taka þátt í
kostnaði vegna mögulegrar sóttkví-
ar, hvorki erlendis né hér á landi,“
segir í frétt SÍ. Þessi framkvæmd
verður endurskoðuð reglulega.
Samkvæmt skriflegu svari frá SÍ
til Morgunblaðsins var árið 2020
kaflaskipt varðandi meðferðir er-
lendis. „Fyrstu mánuði ársins voru
litlar breytingar, en eftir því sem
faraldurinn jókst breyttist það. Smá
gluggi opnaðist um tíma um mitt ár-
ið, en seinni hluta ársins var staðan
mjög slæm í Evrópu og er enn,“ seg-
ir í svarinu.
SÍ segja að allar aðgerðir sem
töldust lífsbjargandi hafi verið gerð-
ar og sjúklingar sendir út vegna
þeirra. „Hjá SÍ hefur farið fram mik-
il vinna við að auðvelda ferðalög
þessara einstaklinga, sem oft hafa
verið flókin vegna ferðatakmarkana
og lokana á landamærum erlendis,“
segir í svarinu. Öðrum aðgerðum
sem gátu beðið var frestað stóran
hluta af árinu.
Fram kom í frétt SÍ að umsóknir
sem berast væru afgreiddar áfram
þótt ekki væri hægt að samþykkja
ferð á þeim tíma sem sótt er um.
Samkvæmt upplýsingum frá SÍ bár-
ust 185 umsóknir vegna biðtímamála
árið 2019 og var greitt vegna 106
mála það ár. SÍ bárust 110 umsóknir
árið 2020 vegna biðtímamála og var
greitt vegna 54 mála það ár.
„Læknismeðferðir erlendis vegna
meðferða sem ekki eru í boði hér á
landi og eru lífsbjargandi eru á svip-
uðum stað bæði árin, enda ekki um
neitt stopp að ræða varðandi þær
meðferðir. SÍ bárust 230 umsóknir
vegna brýnna meðferða erlendis árið
2020,“ segir í svari stofnunarinnar.
Morgunblaðið spurði hvort komið
hefði til tals að SÍ tækju þátt í kostn-
aði t.d. við liðskiptaaðgerðir hjá
einkareknum skurðstofum hér á
landi á meðan þetta ástand varir. SÍ
segir að stofnuninni hafi ekki verið
falið að semja um slíkar aðgerðir.
Færri komast í
aðgerðir erlendis
Greiðsluþátttöku vegna aðgerða frestað vegna faraldurs
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Fólk sem beðið hafði ákveðið lengi eftir aðgerð gat sótt um
að fá meðferð erlendis. Faraldurinn hefur truflað það. Mynd úr safni.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun-
arráðherra, Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, hefur lagt fram á
Alþingi skýrslu um langtímaorku-
stefnu og aðgerðaáætlun sem ætlað
er að framfylgja markmiðum henn-
ar, að sögn atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins.
Orkustefnan felur í sér framtíðar-
sýn og leiðarljós í orkumálum fyrir
Ísland til 2050. Hún byggist á vinnu
starfshóps sem skipaður var af ráð-
herra 2018 með fulltrúum allra þing-
flokka og fjögurra ráðuneyta. Orku-
stefnan (orkustefna.is) var kynnt í
október sl.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur gert aðgerðaáætlun á
grundvelli orkustefnunnar. Þar eru
38 skilgreindar aðgerðir og verkefni
sem er ætlað að framfylgja stefnunni
og styðja við hana. Aðgerðaáætlunin
er nú lögð fram með skýrslu ráð-
herra til Alþingis sem fylgiskjal við
orkustefnuna. Áætlunin fylgir fimm
meginstoðum orkustefnunnar um
orkuöryggi, orkuskipti, orkunýtni,
samfélag og efnahag og umhverfi.
Undir hverri meginstoð er að finna
skilgreind verkefni og aðgerðir,
stöðu hverrar aðgerðar og tengingu
hennar við texta orkustefnu.
„Sem dæmi um aðgerðir má nefna
að stutt verði við uppbyggingu vetn-
is- og rafeldsneytisframleiðslu, end-
urbætur gerðar á regluverki um
framkvæmdir, raforkuöryggi skil-
greint í lögum, viðmið sett um
dreifða framleiðslu og flutningsgetu
milli landshluta í þágu orkuöryggis,
betri yfirsýn fáist yfir jafnvægi
framboðs og eftirspurnar raforku,
sviðsmyndir unnar um orkuskipti á
hafi, möguleikar Íslands til að verða
leiðandi í orkuskiptum í flugi greind-
ir, tækifæri til nýtingar glatvarma
kortlagðar, leyfisveitingar einfaldað-
ar vegna uppfærslu á eldri virkjun-
um, dreifikostnaður raforku jafnað-
ur um landið og breytingar gerðar á
regluverki flutnings- og dreififyrir-
tækja með aukna hagkvæmni og
lægra verð til neytenda að leiðar-
ljósi. Sumar aðgerðirnar eru þegar
komnar vel á veg,“ segir í tilkynning-
unni. gudni@mbl.is
Langtímaorku-
stefna og aðgerðir
Skýrsla um orku-
mál og aðgerðaáætl-
un lögð fyrir Alþingi
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Orkustefnan Aðgerðaáætlunin út-
listar leiðir að markmiðunum.
Stofnun Hollvinasamtaka Húsa-
víkurkirkju var á dagskrá sóknar-
nefndar kirkjunnar í gærkvöld.
Fundinum var ekki lokið þegar
Morgunblaðið fór í prentun. Til-
gangur samtakanna verður að safna
fé til kostnaðarsamra viðgerða á
kirkjunni.
Helga Kristinsdóttir, formaður
sóknarnefndar, sagði í gær að fyrir-
huguð stofnun hollvinasamtaka hafi
fengið mjög góðar undirtektir. „Ég
geri mér vonir um að sóknarnefndin
leggi blessun sína yfir hollvina-
samtökin og að þetta verði að veru-
leika,“ sagði Helga. Hún sagði að
gerð hefðu verið drög að sam-
þykktum hollvinasamtakanna.
„Tónninn í heimamönnum og öðr-
um velunnurum kirkjunnar hefur
verið svo jákvæður og dásamlegur.
Þetta er algjörlega yndislegt. Þetta
hefur líka fengið mjög góðar undir-
tektir á samfélagsmiðlum. Menn
bíða eftir ákvörðun sóknarnefndar-
innar til að geta byrjað,“ sagði
Helga. Hún sagði að nú þegar hafi
verið gefin loforð um stuðning við
verkefnið.
„Það er með hreinum ólíkindum
hvað margt flott fólk er þarna úti og
það kemur víða að af landinu,“ sagði
Helga. Þingeyingar og aðrir sem
tengjast Húsavík eru framarlega í
flokki.
Nákvæm kostnaðaráætlun vegna
framkvæmdanna liggur ekki enn
fyrir. Helga sagði hugmyndina þá að
laga kirkjuturninn og koma í veg
fyrir frekari skemmdir. Einnig er
vilji til að samræma heildarsvipinn á
safnaðarheimilinu Bjarnahúsi og
kirkjunni en Rögnvaldur Ólafsson
arkitekt teiknaði bæði húsin. Eins
verði umhverfi húsanna samræmt.
„Það liggur á að laga kirkjuturn-
inn og það þarf að gera strax í vor.
Þegar er byrjað að smíða nýja
krossa á kirkjuna. Þeir verða smíð-
aðir úr eðalharðviði hjá Trésmiðj-
unni Val hér á Húsavík. Einnig
munu heimamenn annast málning-
arvinnu. Við vinnum þetta í samráði
við Minjastofnun,“ sagði Helga.
„Það er svo gott að hafa mikla gleði í
hjartanu sínu, þá líður manni svo
óskaplega vel. Viðbrögðin hafa gefið
mér mikla gleði.“ gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavíkurkirkja Turninn er illa farinn vegna fúa og krossarnir ónýtir.
Byrjaðir að smíða
nýju krossana
Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju