Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 22

Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 viðlegu. Nýr hafnarbakki yrði 200 metra langur með viðlegudýpi og snúningssvæði sem nýst gæti núver- andi skipum Samskipa. Einnig næstu kynslóð skipa félagsins, sem yrðu stærri en þau skip sem nú eru í eigu þess. Lengingu Vogabakka til norðurs fylgir að framkvæmdasvæði bakka- gerðar og viðlegu er komið inn á svæði þar sem klappardýpi er allt of lítið fyrir stór og djúprist skip. Sprengja þarf þar klöpp á um 4.000 fermetra svæði og dýpka viðlegu- bakka. Kostnaður við bakkagerð verður því í hærri kanti meðalverðs á hvern metra bakkans. Gróft metið myndi nýr hafnarbakki kosta um 8,5 milljónir króna á hvern metra eða um 1,7-2,0 milljarða króna án nauð- synlegra dýpkunarframkvæmda við aðsiglingu og snúningssvæði skipa. Sankomulag aðila mikilvægt „Á framkvæmdatíma yrði eflaust rask á starfsemi Samskipa, en við undirbúning framkvæmdarinnar er mikilvægt að gert yrði samkomulag ríkis, Faxaflóahafna og Samskipa um framgang mála, breytingu á lóðaleigusamningum og gerð nýs hafnarbakka,“ segir í skýrslu starfs- hópsins. Hópurinn gerir tillögu að 1.172 metra langri brú í 14 höfum. Um helmingur brúarinnar er yfir Kleppsvík en helmingur á landi að vestanverðu. Brúin rís í um 35 metra hæð yfir hafflötinn og siglingahæð er áætluð um 30 metrar með um 100 metra breiðri siglingarrennu. Af teikningum má áætla að tvær til þrjár undirstöður brúarinnar verði á núverandi gámasvæði. Mestu áhrifin verða á Samskip  Mikilvægt talið að búið verði að lengja Vogabakka áður en framkvæmdir hefjast við Sundabrúna Ljósmynd/Wikipedia Sortlandbrúin í Noregi Hún er sambærileg og Sundabrú varðandi lengd (948 metrar) og siglingarrennu. Gefur hugmynd um mögulegt útlit Sundabrúarinnar. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ef áform um Sundabrú yfir Klepps- vík verða að veruleika mun það hafa mikil áhrif á starfsemi Samskipa, bæði á framkvæmdatíma og til fram- tíðar. Athafnasvæði Eimskips er ut- an brúar og framkvæmdin myndi því hafa óveruleg áhrif á starfsemi þess. Samskip hefur aðsetur við Voga- bakka, innarlega í Elliðaárvogi. Fé- lagið hefur bent á að verði Sundabrú fyrir valinu sé nauðsynlegt að fyrst komi til lengingar Vogabakka til norðurs og sú aðgerð kláruð áður en brúarsmíðin hefst. Í nýútkominni skýrslu starfshóps um Sundabraut er mælt með brú frekar en göngum í Sundahöfn. Eins og gefur að skilja er ekki búið að hanna brúna en hér á síðunni er birt, samkvæmt ábendingu Vegagerðar- innar, mynd af Sortlandbrúnni í Noregi. Hún er sambærileg varð- andi hæð og siglingarrennu. Einnig er birt kort af langsniði Sundabrúar- innar sem Sigurður B. Sigurðsson, kortagerðarmaður Morgunblaðsins, vann upp úr gögnum í skýrslu starfshópsins. Mörgum spurningum ósvarað Forráðamenn Samskipa hafa átt fund með Vegagerðinni þar sem far- ið var yfir verkferla. „Það er mjög mörgum spurningum ósvarað á þessu stigi málsins,“ segir Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa, í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi sagt að nú þurfi að fara fram heildarmat á kostnaði, svokölluð félagshagfræðileg grein- ing, til að meta hliðarkostnað, m.a. á hafnarsvæðinu og íbúðabyggð. „Það er mikilvægt fyrir okkur að búið verði að lengja hafnarkantinn til norðurs áður en raskið vegna brú- arsmíðarinnar hefst,“ segir Birkir. Samskip er nú með fjögur skip í Íslandssiglingum og koma tvö í viku hverri að Vogabakka og liggja þar í tvo til þrjá daga. Þetta eru gámaskip sem ekki munu komast undir brúna þegar hún hefur verið byggð. Þau verður því að þjónusta norðan við brúna eftir að hún er komin. „Fram- tíðarsýnin er svo að taka í notkun stærri skip, því við sjáum vaxtar- möguleika þegar heimsfaraldurinn er yfirstaðinn,“ segir Birkir. Hann segir að Samskip sé með langtímaleigusamning við Faxaflóa- hafnir um Vogabakkasvæðið og verði í viðræðum við fyrirtækið um breytingar á svæðinu. Það sé ljóst að akstursleiðir lyftara og annarra far- artækja að gámavöllum og frysti- geymslum muni lengjast. Starfshópurinn um Sundabraut bendir á í skýrslunni að augljóst sé að með byggingu brúar myndi ein viðlega við Vogabakka verða ónot- hæf. Ætla megi að 150-200 metra svæði yrði ekki nýtilegt sem viðlega og því þyrfti að mæta með nýjum viðlegubakka norðan við núverandi Fyrirhuguð Sundabrú yfi r Kleppsvík Langsnið Sæbraut/ Holtavegur Skútuvogur B arkarvogur Sundahöfn Landfylling Siglingarrenna, 100 m breið og 30 m háKvarði á teikningu er hæð : lengd = 8 : 1 Gufunes Lengd alls: 1.172 m Mesta hæð: 35 m yfi r haffl eti Fjórar akreinar og göngu- og hjólastígur Breidd: um 26 m Þær tillögur, sem allt frá árinu 1984 hafa verið sýndar á aðalskipulagi Reykjavíkur um legu Sundabrautar, hafa legið um hafnarsvæðið í Sunda- höfn. Þetta er svokölluð leið I, milli Kleppsspítala og verslunarmiðstöðv- arinnar Holtagarða. Í nýju skýrslunni er lögð til önnur leið, frá Gufunesi yfir á Holtaveg, sunnan Holtagarða. Á kortinu hér að ofan má sjá hvernig brúin mun liggja yfir Vogabakkann, athafna- svæði Samskipa. Sundahöfn er meginvörugátt landsins og því munu framkvæmdir við meiriháttar umferðarmannvirki á svæðinu hafa mikil áhrif. Tekjur Faxaflóahafna af starfsemi Sunda- hafnar eru stór hluti allra rekstrar- tekna hafnarsjóðsins. Staðsetning hafnarinnar er heppileg, því stutt er að fara með vörur til helstu mark- aðssvæða suðvestanlands. Skilgreint hafnarsvæði í Sunda- höfn er um 180 hektarar, sem skipt- ist í almennt þjónustusvæði (um 125 hektarar) og farmsvæði skipafélag- anna (um 55 hektarar). Lengd hafnarbakka í Sundahöfn er alls um 3,1 kílómetri. Heildargámaflutningar til Faxa- flóahafna árið 2019 voru liðlega 330.000 TEU (tuttugu feta gámar). Þar af voru gámaflutningar um Sundahöfn það ár um 295.000 TEU (hlaðnir gámar 195.000 TEU og tómir 100.000 TEU). Skipakomur voru 1.130, sem er helmingur allra skipakoma til Faxaflóahafna. Flutn- ingaskip voru langflest eða 950, far- þegaskip næstflest eða 108 og fiski- skip 61. Kleppsvík Hallsvegur Sæ braut Kleppsspítali SUNDAHÖFN H AMRA R HO LTAGARÐAR G R A FA RVOGUR GUFUNES Holtavegur Hábrú yfi r Kleppsvík Fjórar akreinar Lengd: 1.172 m Mesta hæð: 35 m Sundahöfn er mikil- vægasta vöruhöfnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.