Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Fjölbreytt úrval göngugrinda sem auka öryggi og tækifæri til hreyfingar og útivistar Verð frá 39.800,- KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS VAGABOND ZOE 19.995.- S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE FALLEGIR SKÓR FYRIR FERMINGARNAR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar að nýju við endurgerð Tryggvagötu í Kvosinni í Reykjavík. Haldið verður áfram með verk sem hafið var í fyrra og byrjað á öðrum áfanga vestar í götunni. Reykjavíkurborg samdi í fyrra við lægstbjóðanda, Bjössa ehf., að vinna verkið fyrir tæpar 400 milljónir króna. Framkvæmdir eru að hefjast á ný í Tryggvagötu gegnt Tollhúsinu. „Ver- ið er að endurnýja götuna og skapa í leiðinni spennandi dvalarsvæði þar sem mannlífið fær að njóta sín, sem kristallast í nýju sólartorgi við lista- verk Gerðar Helgadóttur,“ segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Ætla að nýta hagstæða tíð Borgin og Veitur hófu fram- kvæmdir á þessum hluta Tryggva- götu í fyrra en yfirborðsfrágangur er eftir. Lagnir voru endurnýjaðar auk þess sem gatan fær nýtt yfirborð. Margar þessara lagna voru komnar til ára sinna. Skólplögnin og kalda- vatnslögnin voru frá árinu 1925 og hafa því þjónað íbúum og fyrir- tækjum í miðbænum í tæpa öld. Markmiðið er að nýta þessa góðu tíð til að klára þennan hluta verksins á vetramánuðum, segir í fréttinni á heimasíðu borgarinnar. Stefnt er að því að klára stéttina sunnan megin í apríl en að torgið sjálft við listaverkið verði klárt fyrir sumarið. Gönguleið meðfram Tryggvagötu sunnanverðri verður haldið opinni og aðgengi rekstraraðila tryggt. Framkvæmdirnar hafa áhrif á bíla- umferð en svæðið verður lokað fyrir akandi umferð meðan á fram- kvæmdatíma stendur. Umferðin verður með sama hætti og á meðan framkvæmdum stóð á síðasta ári. Umferðarstefnu verður snúið við í hluta Tryggvagötu á milli Pósthús- strætis og Lækjargötu. Tryggvagatan verður síðan lokuð á milli Grófarinnar, frá Grillhúsinu að Naustum. Það svæði breytist svo í vor í botnlanga sem er aðgengilegur frá Naustum þegar framkvæmda- svæðið færist yfir á gatnamót Gróf- arinnar. Framkvæmdir á öðrum áfanga, fyrir framan Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, hófust í byrjun mán- aðar. Annar áfangi nær frá Naustum að Grófinni en verkinu er skipt upp í smærri einingar til að tryggja sem best aðgengi að nærliggjandi rekstri. Með þessu verklagi sé til að mynda hægt að sjá til þess að aðgengi að Listasafni Reykjavíkur haldist óbreytt á framkvæmdatímanum. Bú- ist er við því að vinnu við þennan hluta götunnar verði einnig lokið fyr- ir sumarið. Hin góða tíð undanfarið var nýtt til að að kanna hvort mögulegar forn- leifar lægju þarna í jörðu. Engar fornleifar hafa komið í ljós á þessum kafla. Mikil uppbygging á svæðinu Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fegra Tryggvagötuna. Gatan var endurgerð frá Lækjargötu að Bæjartorgi. Torgið sjálft, þar sem hinn sögufrægi veitingastaður Bæj- arins bestu stendur, var einnig end- urgert. Við þessar framkvæmdir kom hin fræga Steinbryggja í ljós og var ákveðið að hafa hluta hennar sýnilegan í framtíðinni. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði í Kvosinni undan- farin ár. Meðal annars hafa risið stór- ar byggingar á Hafnartorgi, austan Tollhússins. Tölvumyndir/Reykjavíkurborg Tryggvagata austur Fyrir sunnan Tollhúsið verður útbúið sólartorg. En þar mun einnig rigna, eins og hér sést. Tryggvagata vestur Lagfæringar eru hafnar fyrir framan Hafnarhúsið. M.a. verður skipt um yfirborð götunnar. Halda áfram að endurbyggja Tryggvagötuna  Nýtt torg sunnan Tollhússins verður tilbúið í sumar  Byrjað við Naustin ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.