Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 35

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is konudaginnMUNIÐ Ný sending frá Vefverslun selena.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ursula von der Leyen, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, tilkynnti í gær að sambandið hefði fest kaup á allt að 300 millj- ónum skammta af bóluefni Moderna til viðbótar við það sem þegar hafði verið keypt. Von der Leyen sagði að með þessum kaupum hefði ESB nú að- gang að 2,6 milljörðum skammta frá þremur mismunandi framleiðendum sem hafa fengið markaðsleyfi og þremur til viðbótar sem séu á leið- inni. Verða skammtarnir afhentir í ár og næsta ár, en sambandið stefn- ir að því að 70% allra fullorðinna einstaklinga innan þess hafi fengið tvær bólusetningar fyrir miðjan september. Evrópusambandið hefur nú tryggt sér mun fleiri skammta en það þarf til þess að bólusetja þær 450 milljónir manna sem búa í aðild- arríkjunum 27. Sagði von der Leyen að umframbirgðirnar myndu renna til nágrannaríkja sambandsins, og bætti við að ESB vildi einnig með þessu tryggja sig fyrir því ef frekari stökkbreytingar kæmu fram á kór- ónuveirunni. „Við þurfum ávallt að vera á verði til að geta, ef afbrigði sleppa laus, barist við þau með bættum bóluefnum,“ sagði von der Leyen. Kallar eftir alheimsáætlun Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir því að ríki heims kæmu sér saman um allsherjaráætlun til að bólusetja gegn kórónuveirunni, þar sem ójöfnuður í bólusetningar- herferðum gæti ógnað bæði heilsu- fari og efnahag allra ríkja. Guterres lét ummælin falla í upp- hafi sérstaks fundar utanríkisráð- herra ríkjanna sem nú skipa örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann að tíu þjóðir hefðu séð um 75% allra þeirra bólusetninga sem þegar hafa átt sér stað, og að 130 ríki hefðu ekki náð að bólusetja neinn. „Fái veiran að dreifa sér eins og sinueldur um suðurhvel jarðar mun hún stökkbreytast aftur og aftur. Ný afbrigði gætu orðið meira smit- andi, banvænni og ógnað virkni nú- verandi bóluefna og meðferðar- úrræða,“ sagði Guterres, og varaði við að slíkt gæti framlengt heims- faraldurinn verulega. Kaupa 300 milljónir skammta  Evrópusambandið hefur tryggt sér 2,6 milljarða skammta af bóluefni gegn kór- ónuveirunni  Guterres varar við afleiðingum þess að suðurhvelið verði út undan Að minnsta kosti 21 maður hefur lát- ist af völdum vetrarstormsins, sem geisað hefur um suðurhluta Banda- ríkjanna undanfarna daga. Þá þurftu milljónir Bandaríkjamanna að glíma við afleiðingar kuldans án aðgangs að hita eða rafmagni. Ástandið er sagt einna verst í Tex- as, en áætlað var að um 2,5 milljónir manna væru enn án rafmagns þar í gær og fyrrinótt, en orkuinnviðir ríkisins þoldu ekki aukna eftirspurn vegna kuldans. Hafa margir Tex- asbúar því verið án rafmagns síðan um helgina þegar kuldakastið hófst. Snjór er einkar sjaldséður í Texas- ríki en engu að síður hafa viðbrögð ríkisins þótt vera slæleg. Hafa reiðir íbúar þar kallað eftir því að rann- sakað verði hvers vegna ríkið var ekki betur undirbúið fyrir óveður sem þetta, og þá sérstaklega hvað fór úrskeiðis í orkukerfi Texas. Rúmlega 71% undir snjó Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í gær að meira en 150 millj- ónir Bandaríkjamanna byggju á svæðum þar sem viðvaranir vegna vetrarveðursins hafa verið gefnar út. Þá var rúmlega 71% Bandaríkjanna sagt snævi þakið í gær. Talið er að vetrarhörkurnar muni vara fram að helgi hið minnsta, en dauðsföll vegna þeirra hafa verið skráð í ríkjunum Texas, Louisiana, Kentucky, Norður-Karólínu og Missouri. Sum dauðsföllin voru rakin til um- ferðarslysa, en lögreglan í Houston greindi frá því að kona og dóttir hennar hefðu dáið eftir að þær sátu í bifreið í lokuðum bílskúr, sem höfð var í gangi til að halda á þeim hita. Höfðu fleiri dáið í borginni vegna kolmonoxíð-eitrunar, þar sem þeir höfðu sett upp rafala innandyra til þess að halda á sér hita. Sagði emb- ættismaður í heilbrigðiskerfi Hou- ston-borgar að um algjört neyðar- ástand væri að ræða. Vetrarhörkur kalla á rannsókn  Minnst 21 látinn vegna kuldakastsins AFP Texas Langar raðir hafa myndast fyrir framan stórmarkaði og versl- anir í Texas vegna kuldakastsins. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að mynd- bönd sem birst hafa af Latífu prins- essu, dóttur emírsins af Dúbaí, á netinu, yllu sér miklum áhyggjum. Munu Bretar fylgjast grannt með viðbrögðum Sameinuðu þjóðanna við myndböndunum, en þar lýsir Latífa því hvernig henni sé haldið í stofufangelsi í villu sinni. Latífa reyndi að flýja Sameinuðu arabísku furstadæmin í mars 2018 á báti, en var gripin af landhelgis- gæslu ríkisins. Síðan þá hefur hún ekki sést á almannafæri. Myndböndin voru tekin upp í fyrra, en vinir hennar ákváðu að birta þau nú, þar sem þeir hafa ekki heyrt frá henni í nokkurn tíma. BRETLAND Ákall Latífa í einu af myndböndunum þar sem hún lýsir neyð sinni. Ákall prinsessunnar veldur áhyggjum Tugþúsundir komu saman í Jangon, stærstu borg Búrma, í gær til þess að mótmæla valdaráni hersins þar í landi. Voru þetta fjölmennustu mót- mælin síðan herforingjastjórnin fór að beita auk- inni hörku til að kveða þau niður. Tom Andrews, sérstakur fulltrúi SÞ, varaði við því að herinn kynni brátt að grípa til ör- þrifaráða, en aukinn liðstyrkur var sendur til Jangon vegna mótmælanna í gær. AFP Ein fjölmennustu mótmælin til þessa Bandaríski útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans, Kathryn Adams, greindi frá andlátinu í útvarpsþætti hans í gær en Limbaugh glímdi við lungnakrabbamein. Limbaugh, sem fæddist 12. janúar 1951, var í gegnum tíðina áhrifa- mikill álitsgjafi á hægri væng bandarískra stjórnmála og stjórnaði eigin útvarpsþætti í áraraðir. Þótti hann sérlega umdeildur vegna skoð- ana sinna og hafa ýmis ummæli hans verið sögð bera vott um kven- fyrirlitningu, hommahatur og kyn- þáttahyggju. Þrír forsetar komu sem gestir í þátt hans og Limbaugh hlaut frels- isverðlaun Bandaríkjaforseta í fyrra. Hann var ákafur stuðnings- maður Donalds Trumps, fyrrver- andi forseta. Um 27 milljónir manna hlustuðu á þátt hans í hverri viku. BANDARÍKIN Hinn umdeildi Rush Limbaugh látinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.