Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Lífsgæði, hag- sæld, og staða inn- viða eru nátengd hvert öðru. Í gegn- um tíðina höfum við líkast til farið að taka því sem gefnum hlut að búa við trausta og góða inn- viði, hafa heimilið upplýst allan sólar- hringinn, alla daga ársins, vera með há- hraðanettengingu, jafnvel víðs fjarri þéttbýli og að úr krananum renni bæði heitt vatn og kalt. Besta neysluvatn í heimi, fyrir 0 krónur. Að við komumst ferðar okkar að vild, bæði innanlands og utan. Að vísu skal það viðurkennt að við höf- um ekki enn fundið endanlega lausn á ófærð, en við gerum okkar besta. En svo gerist allt í einu eitthvað sem fær okkur til að staldra við og muna hvílík verðmæti þetta eru. Á landinu skellur stormur og í nokkra daga missir hluti lands- manna aðgang að hluta þessara innviða; vegir loka, rafmagnið dett- ur út og fjarskiptasamband rofnar. Algjört neyðarástand skapast. Ástand sem ekki er hægt að sætta sig við. Endurreisn Samtök iðnaðarins gáfu út inn- viðaskýrslu árið 2017 í aðdraganda Áfram veginn Tveimur samgönguáætlunum og einu fjárfestingarátaki síðar full- yrði ég að staðan nú er allt önnur og betri. Það besta er að við erum rétt að byrja. Á næstu árum höfum við lagt grunn að miklum uppbygg- ingaráformum um allt land. Nýtum við þar öll trixin í bókinni; stór- aukin bein framlög til fram- kvæmda, þjónustu og viðhalds, aukin þátttaka einkaaðila og einka- fjármagns með hinni svokölluðu samvinnuleið (PPP) ásamt mögu- leika á að nýta sértæka gjaldtöku til enn frekari framfara. Ég ætla að leyfa mér að slá því föstu að næstu 15 ár verði tímabil framfara og uppbyggingar sem muni búa í hag- inn fyrir hagvöxt morgundagsins og lífskjör framtíðarkynslóða þessa lands. Í ár erum við að gera ráð fyrir að heildarframlög til framkvæmda og viðhalds vegakerfisins verði 35,5 milljarðar, þar af 11 milljarðar í við- hald, sjá meðfylgjandi töflu. Framlög til hafnarframkvæmda úr hafnarbótasjóði voru 660 milljónir 2016 og 412 milljónir árið 2017. Á þessu ári verða framlögin rúmir 1,6 milljarðar. Framlög til flugvalla og flug- leiðsögu voru rúmir 1,9 milljarðar 2016 og 1,8 árið 2017. Á þessu ári verða framlögin 4,4 milljarðar. Allar þessar upphæðir eru á sama verðlagi og skiptast í viðhald og nýfram- kvæmdir í samræmi við ráðgjöf og forgangsröðun þeirra sem til þekkja. síðustu kosninga. Það var ljómandi góð tímasetning. Í mínum augum var sú skýrsla mjög gagnlegt því hún dró upp mynd af innviðum landsins í sennilega því slak- asta ástandi sem þeir hafa verið í langan tíma. Árin á undan, allt frá bankahruni, voru ár vanfjárfest- ingar í samgöngu- innviðum og þeir liðu fyrir og létu á sjá. Þeir innviðir sem undir mitt ráðuneyti heyra, þjóðvegir, hafnir og flugvellir fengu ekki háa ein- kunn þá. Í ríkisstjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar var kveðið á um nauðsynlega endurreisn íslenskra samgönguinnviða þar sem upp- byggingu væri hraðað, bæði í ný- byggingu og viðhaldi. Frá því ég tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa fram- lög í samgönguframkvæmdir auk- ist hratt. Vegir, hafnir, flugvellir Árið 2016, ári áður en umrædd skýrsla kom út, voru heildar- framlög til framkvæmda og við- halds vegakerfisins 16,4 milljarðar á verðlagi dagsins í dag. Þar af fóru rúmir 6 milljarðar í viðhald. Fram- lög til viðhalds höfðu haldist á bilinu 4,5-6 milljarðar frá 2010 og jafnvel lengur. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Ég ætla að leyfa mér að slá því föstu að næstu 15 ár verði tímabil framfara og uppbyggingar. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Sjálfsögðu hlutirnir Framkvæmdir og viðhald vega 2010-2021 Milljarðar kr. á verðlagi ársins 2021 40 35 30 25 20 25 10 5 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Framkvæmdir á vegakerfinu samtals Þar af viðhald Efra viðmið SI frá 2017 Nú hafa verið kynnt drög að borgarlínu þar sem útfærslan kemur loks fyrir sjónir almenn- ings. Það er gott. Þetta eru reyndar ekki bara drög, heldur frumdrög. Það sem vekur at- hygli margra er að nú stendur til að taka akreinar úr almennri um- ferð undir borg- arlínu. Þetta sam- ræmist ekki því sem samþykkt var af samgöngu- nefnd Alþingis þar sem sér- staklega var tekið fram að ekki mætti draga úr afkastagetu vegakerfisins með tilkomu borgarlínu. Samkvæmt frumdrögunum á að taka helminginn af akreinum á Suðurlands- braut úr almennri umferð. Jafnframt að taka Hverfisgötuna að mestu leyti undir borgarlínu. Rétt er að benda á að 95% far- þega sem fara með vélknúnum farartækjum fara með einkabíl. Flest erum við sammála um að bæta þurfi samgöngur í Reykjavík. Ekki síst almenningssamgöngur. Sú leið að þrengja að umferð leysir ekki samgöngu- vandann. Frumdrög Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Flest erum við sam- mála um að bæta þurfi samgöngur í Reykjavík. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Undanfarið ár hefur reynt á þolrif íslensks samfélags á ýmsan máta. Landbúnaður- inn er þar engin und- antekning; hrun í komu ferðamanna með tilheyrandi sam- drætti í eftirspurn eft- ir íslenskum landbún- aðarafurðum, umfangsmiklar sótt- varnarráðstafanir til lengri tíma og svo framvegis. Til að bregðast við þessari stöðu kynnti ég í mars í fyrra 15 aðgerðir með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif faraldursins á íslenskan land- búnað og sjávarútveg til skemmri og lengri tíma. Aukinn kraftur í bólusetningu gefur væntingar um að samfélagið fari að komast aftur í eðlilegar skorður. Við þær aðstæður er rétt að horfa til framtíðar og velta því upp hvernig við sköpum öfluga við- spyrnu fyrir íslenskan landbúnað og auðveldum honum að nýta tækifæri framtíðarinnar. Umfangsmikil vinna í þessa veru hefur átt sér stað í ráðuneyti mínu undanfarna mánuði. Afraksturinn var kynntur á fjöl- mennum kynningarfundi í gær; 12 aðgerðir til eflingar íslenskum land- búnaði. Þremur aðgerðum er þegar lokið og er áformað að alls 10 af 12 aðgerðum verði lokið hinn 15. apríl nk. Aukinn stuðningur við bændur Fyrsta aðgerðin lýtur að auknum stuðningi við bændur en við af- greiðslu fjárlaga 2021 var að minni tillögu samþykkt að verja 970 millj- ónum króna til að koma til móts við skaðleg áhrif Covid-19 á íslenska bændur. Þessum fjármunum verður ráðstafað til þeirra bænda sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af far- aldrinum, einkum nauta- og lamba- kjötsframleiðenda. Jafnframt hef ég ákveðið að gjaldskrá Matvælastofnunar sem snertir bændur verður ekki hækkuð á þessu ári. Fallið var frá öllum gjaldskrárhækkunum Mat- vælastofnunar í fyrra vegna áhrifa Covid-19 á íslenska matvælaframleið- endur. Lambakjöt beint frá bónda Í næsta mánuði verður kynnt átak til að ýta undir mögu- leika bænda til að framleiða og selja af- urðir beint frá býli. Þessi aðgerð er í mín- um huga stórmál fyrir íslenska bændur og hefur verið lengi í umræðunni. Með þessu er verið að veita bændum tækifæri til að styrkja verðmæta- sköpun og afkomu sína. Stuðla þannig að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekk- ingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tollamál Þrjár aðgerðanna lúta beint að tollamálum. Í fyrsta lagi ber að nefna að eldra fyrirkomulag við út- hlutun tollkvóta hefur verið endur- vakið til 1. ágúst 2022. Í öðru lagi er unnið að úrbótum til að koma til móts við ábendingar um brotalamir í tollafgreiðslu á landbúnaðarvörum. Loks má nefna að óskað hefur verið eftir endurskoðun tollasamnings við ESB og þær viðræður eru hafnar. Ný landbúnaðarstefna fyrir Ísland Í september í fyrra skipaði ég verkefnisstjórn um landbúnaðar- stefnu fyrir Ísland. Áætlað er að til- laga að stefnunni muni liggja fyrir í vor. Stjórnvöld hafa mikil áhrif á starfsskilyrði landbúnaðarins en stefnumótun þeirra um greinina hefur hingað til verið brotakennd. Hún hefur komið fram í búvöru- samningum, reglusetningu og öðr- um ákvörðunum sem því tengjast en tilgangur vinnunnar sem nú stendur yfir er að setja fram heild- stæða stefnumótun fyrir landbún- aðinn. Stefnan verður lögð fyrir Al- þingi sem þingsályktun og hafa stjórnvöld og Bændasamtök Íslands samþykkt að landbúnaðarstefnan verði grunnur að endurskoðun bú- vörusamninga 2023. Betri merkingar matvæla Starfshópur um betri merkingar matvæla skilaði skýrslu til mín sl. haust. Í niðurstöðum hópsins er meðal annars að finna tillögu um sérstakt búvörumerki að norrænni fyrirmynd. Bændasamtökum Ís- lands hefur verið tryggt fjármagn úr rammasamningi landbúnaðarins til gerðar og útfærslu þess. Gert verður sérstakt samkomulag um það á næstu vikum. Samhliða verð- ur öðrum tillögum hópsins komið til framkvæmdar. Aukin hagkvæmni og hagræðing Í samræmi við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í tengslum við lífs- kjarasamninginn í september síð- astliðnum verður hagkvæmni og skilvirkni í matvælaframleiðslu tek- in til sérstakrar skoðunar, m.a. til að stuðla að bættri nýtingu verð- mæta og aukinni hagræðingu innan landbúnaðarframleiðslunnar, til hagsbóta fyrir bændur og neyt- endur. Mælaborð landbúnaðarins Fyrsta útgáfa nýs mælaborðs fyr- ir landbúnaðinn mun birtast í næsta mánuði. Í fyrsta áfanga verður áhersla á yfirsýn yfir innlenda framleiðslu, sölu og birgðir land- búnaðarafurða, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamn- ingum. Mælaborðið verður síðan endurbætt áfram í því skyni að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu auk markmiða um fæðuöryggi. Sértæk vinna vegna sauðfjárræktarinnar Erfiðleikar hafa verið í sauðfjár- ræktinni undanfarin ár vegna mik- illa afurðaverðslækkana á árunum 2015-2017. Afurðaverð til sauðfjár- bænda er nú það sama í krónum talið og árið 2011. Ráðuneyti mitt og Landssamtök sauðfjárbænda vinna nú sameiginlega aðgerðaáætl- un með það markmið að afurðaverð til sauðfjárbænda hækki fyrir næstu sláturtíð. Gert er ráð fyrir að hún liggi fyrir í lok mars. Fæðuöryggi á Íslandi Landbúnaðarháskóli Íslands hef- ur skilað ráðuneyti mínu skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi. Þar er meðal annars bent á nauðsyn mót- unar fæðuöryggisstefnu og það er jafnframt aðgerð sem fylgir nýrri matvælastefnu stjórnvalda. Sú vinna mun hefjast á næstu vikum eftir samráð við aðila sem að mál- inu þurfa að koma. Skýrslan verður einnig tekin til meðferðar í þjóðar- öryggisráði enda er fæðuöryggi hluti af þjóðaröryggi landsins. Loks má nefna að regluverk og stjórnsýsla um viðbrögð við riðu- veiki í sauðfé og tengd ákvæði um dýraheilbrigði verða endurskoðuð. Sterkari stoðir Framgangur þessara aðgerða hefur verið og verður áfram í for- gangi á nýrri landbúnaðarskrifstofu ráðuneytisins. Þannig hefur Sig- urður Eyþórsson verið ráðinn verkefnastjóri til að vinna að fram- gangi og innleiðingu þessara að- gerða og hefur hann hafið störf í ráðuneytinu. Ég er sannfærður um að þessar aðgerðir munu á næstu vikum og mánuðum styrkja undirstöður ís- lensks landbúnaðar til skemmri og lengri tíma. Að okkur takist að skapa þessari mikilvægu atvinnu- grein enn betri skilyrði þannig að hún nái að vaxa og dafna til hags- bóta fyrir íslenskt samfélag. 12 aðgerðir til eflingar íslenskum landbúnaði Eftir Kristján Þór Júlíusson »Ég er sannfærður um að þessar að- gerðir munu á næstu vikum og mánuðum styrkja undirstöður íslensks landbúnaðar til skemmri og lengri tíma. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.