Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 42

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 42
Þannig hefst grein í tímariti Opruh Winfrey um undravöruna Fresh- Paper sem farið hefur eins og eldur í sinu um heiminn. Shukla nýtti form- úlu ömmu sinnar til að búa til þunn, niðurbrjótanleg blöð sem á að setja í grænmetis- eða ávaxtageymslur og margfalda líftíma þess sem þar er geymt. Varan hefur verið kölluð byltingarkennd en það er aðeins brot af því sem sagt hefur verið og skrifað um Kavitu Shukla og FreshPaper. Blöð á borð við TIME, The New York Times, Forbes og Washington Post hafa keppst við að hlaða hana og FreshPaper lofi og tala um vöruna sem byltingarkennda. FreshPaper hefur með- al annars fengið hin virtu INDEX-verðlaun sem verðlaunar hönnun sem eykur lífsgæði jarðarbúa en meðal fyrri verðlaunahafa eru Apple og Tesla. Shukla er í samstarfi við góðgerðarsamtök víða um heim til að koma FreshPaper til fólks í þróunarlöndum sem hefur lélega aðstöðu til að geyma mat og til smábænda á Indlandi og Afríku til að afurðir þeirra skemmist ekki á leiðinni á markað. Blöðin eru uppbyggð úr líf- rænum kryddum sem hindra vöxt baktería og sveppa og koma þannig í veg fyrir vöxt ensíma sem valda of- þroskun náttúruafurða. Blöðin virka á ávexti, grænmeti og mikið magn af vörum þá má fjölga blöðunum. Eftir að blöðin eru tekin í notkun endast þau í allt að mánuð en auðvelt er að finna hvenær þau hætta að virka, því þá hverfur lyktin af þeim. Blöðin geta enst í allt að tvö ár í upp- haflegum umbúðum. Kraftaverkablöðin sem eru að breyta heiminum Þegar Kavita Shukla heimsótti ömmu sína til Indlands sem ung stúlka burst- aði hún tennurnar óvart upp úr kranavatni. Amma hennar bjó til blöndu fyrir hana úr nokkrum kryddtegundum sem hún lét hana drekka til að hún yrði ekki veik. Heima í Bandaríkjunum uppgötvaði Shukla að kryddblandan kom í veg fyrir að bakteríur fjölguðu sér og þannig hófst ævintýrið. ferskar krydd- jurtir. Það eina sem þarf að gera er að setja blað í opna ísskápsskúffu, öskju, poka eða ílát sem inniheldur ofangreindar vörur. Ekki er þörf á að einangra hverja vöru fyrir sig en ef um er að ræða Konur sem breyta heiminum Kavita Shukla ásamt Op- ruh Winfrey. Að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eins eig- enda Gleðipinna sem reka Hamborgrara- fabrikkuna, er Vargurinn vinsælasti „off menu“- hamborgari Hamborgarafabrikkunnar sem klárast alltaf fljótt. Borgarinn sé aðeins seinna á ferðinni en venjulega þar sem Vargurinn hafi sjálfur skotið og verkað allar gæsirnar. Það er meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson, sem hefur umsjón með allri vöruþróun Fabrikkunnar, sem sá um hönnun. „Við erum að tala um 130 gramma gæsaborgara í dúnmjúku kartöflubrauði með villisveppa- ostasósu, hindberjalauksultu og rambósalati,“ segir Jóhannes og segist í skýjunum með útkomuna. Hver er þessi Vargur? Vargurinn ætti að vera flestum kunnugur en hans rétta nafn er Snorri Rafnsson og er hann einn afkastamesti og reyndasti veiðimaður landsins. Hefur Snorri stundað veiðimennsku alla sína tíð og í dag er hann veiðimaður að at- vinnu og veiðir mink, ref, gæs og önd. Snorri á fjölda veiðihunda sem hann hefur þjálfað sjálfur frá grunni. Snorri er vinsæll á samfélagsmiðlum enda gefur veiðimennska hans innsýn í veröld sem er mörgum hulin. Morgunblaðið/Eggert Tveir hressir Jóhannes Ásbjörnsson og Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn. Vargurinn er kom- inn í nýrri útfærslu Villibráðarunnendur geta tekið gleði sína því einn vinsælasti hamborgari allra tíma er kominn aftur í sölu. Um er að ræða hinn goðsagnakennda gæsaborgara sem kemur alltaf í takmarkaðan tíma og vekur verðskuldaða athygli. Kominn aftur Vargurinn hefur verið vinsælasti „off menu“-hamborg- arinn á Fabrikkunni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Expended - 2 litir Verð: 15.995.- Stærðir: 41 - 47,5 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.