Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
✝ Erla Stef-ánsdóttir
fæddist á Ak-
ureyri 4. ágúst
árið 1936. Hún
lést á Dval-
arheimilinu Hlíð
19. janúar 2021.
Foreldrar
hennar voru hjón-
in Sigurleif Að-
alrós Tryggva-
dóttir og Stefán
Kristinn Kristjánsson. Systir
Erlu, Oddný Sigurrós, lést ár-
ið 2015. Erla fæddist í Sand-
vík, Bótinni á Akureyri, en
fluttist á barnsaldri í húsið
Straumnes sem nú er Lyng-
holt 11.
Foreldrar hennar byggðu
það hús og þar
var Erla búsett
allt þar til hún fór
á hjúkrunarheim-
ilið Lögmannshlíð
fyrir sex árum.
Dvöl hennar var
þó ekki löng þar
því hún flutti sig
fljótlega á hjúkr-
unarheimilið Hlíð.
Erla bjó lengi
með móður sinni
eftir að faðir hennar féll frá
árið 1958.
Erla gerðist starfsmaður
Kaupfélags Eyfirðinga, vann
síðan hjá Slippstöðinni þar til
hún hætti að vinna.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Þessi frænka mín var mér
mjög kær og höfum við átt
margar gæðastundir saman í
gegnum árin.
Mínar fyrstu minningar
tengjast dvöl þeirra mæðgna,
Erlu og móður hennar Sig-
urleifar, hjá foreldrum mínum
á Rauðarárstíg í Reykjavík.
Ég var barn að aldri og þær
komu til að leita sér lækn-
ishjálpar, man ég að þær
mæðgur sváfu á eldhúsgólfinu
hjá okkur. Húsnæðið var
þröngt, 1 herbergi og örlítið
eldhús. Það fylgdu þeim
skemmtilegar umræður og
prjónaskapur. Ég kom fyrst til
Akureyrar 15 ára gömul og
dvaldi hjá þeim mæðgum í
Lyngholti.
Síðar á ævinni átti ég eftir
að búa 20 ár á Akureyri. Sam-
band mitt við Erlu á þessum
árum einkenndist af gaman-
semi, vináttu og virðingu.
Erla hafði farið í skórækt-
arferð til Noregs, með í þeirri
för var tengdafaðir minn,
Baldur Kristjánsson. Það var
greinilegt að förin var vel
heppnuð og þeim varð tíðrætt
um þessa sameiginlegu ferð.
Okkur þraut því aldrei um-
ræðuefni um náttúru Noregs,
firðina og fjöllin. Við höfðum
afar gaman af hannyrðum sem
og öðrum skapandi verkefnum.
Erla ól upp að mestu leyti
Sigurrós Karlsdóttur. Hún
hvatti hana til dáða, til að
stunda íþróttir og þá sérstak-
lega sund og að ógleymdum
hjólreiðum.
Það að sjá Sigurrós hjóla á
fullri ferð um Akureyri gleym-
ist seint.
Sigurrós var fyrsti Íslend-
ingurinn til að vinna til gull-
verðlauna á Ólympíumóti fatl-
aðra 1980.
Erlu var sérlega annt um
dætur mínar fjórar og fylgdist
vel með þroska þeirra og fram-
tíðaráformum.
Þegar við hjónin opnuðum
sumarkaffihús á Hjalteyri í
gömlu og afar niðurníddu húsi
Thorsaranna á Hjalteyri, var
hún tíður gestur hjá okkur og
kom þá gjarnan með meðlæti
með sér til okkar.
Erla taldi það næringu fyrir
sálina að dvelja á Hjalteyri í
nálægð hafsins, flóðs og fjöru.
Erla var ósérhlífin, sjálfstæð
í orðum og athöfnum og
skemmtileg heim að sækja,
enda gisti ég oft hjá þeim
mæðgum á árum áður.
Þakka frænku minni sam-
fylgdina öll þessi ár.
Þórey
Eyþórsdóttir.
Erla
Stefánsdóttir
Ingimar Erlend-
ur Sigurðsson ljóð-
skáld er látinn.
Ég kynntist honum fyrst árið
1994, er við lásum upp ljóð okk-
ar á upplestrarsamkundu hjá
Andblæ á Málstöðum. Kynnti
hann sig þá fyrir okkur yngri
skáldunum með því að árétta
hrifningu sína á breskum ljóða-
arfi. Virtist mér þá ekki bara að
hann væri að prísa hin trú-
hneigðari kristnu skáld þar á
sautjándu og átjándu öld, held-
ur hinn augljósa dugnað Breta
við að halda á lofti sinni þjóð-
skáldaröð, sjálfum sér og öðr-
um til fordæmis og eftirbreytni.
(Hefði hann einnig getað
nefnt þar til lárviðarskáld
Breta á nítjándu og tuttugustu
öld; kosnum til lífstíðar sem op-
inber hirðskáld, en sú fyrir-
mynd olli því nýlega að ég fékk
mig hér útnefndan sem Lárvið-
arskáld Íslands!)
Aftur lásum við svo saman
upp það árið, í Bókabúð Máls
og menningar, og svo sendi ég
honum eintak af nýrri ljóðabók
minni, sem hann svaraði mér
óðara með því að senda mér
eina af sínum eigin, til að halda
Ingimar Erlendur
Sigurðsson
✝ Ingimar Er-lendur Sig-
urðsson fæddist 11.
desember 1933.
Hann lést 2. febr-
úar 2021.
Útför Ingimars
Erlendar fór fram
9. febrúar 2021.
sér í athyglis-
strauminum!
Ég fylgdist síðan
með honum í um-
ræðunni og var síð-
ast frá að segja er
hann sendi frá sér
myndskreyttu
ljóðabókina sína
stóru, til myndlist-
armanns nokkurs
sem ég var þá að
annast um á elli-
heimilinu Grund!
Ég held að Ingimar hefði
viljað að ég minntist hans hér
og nú vegna samstöðu okkar
um að varðveita breska ljóða-
bókmenntasýn, sem fyrirmynd
að fortíðarsýn okkar eigin bók-
menntasögu. Því þykir mér nú
við hæfi að vitna í eitt ljóð mitt
sem jafnvel Bretar gætu sett
kapp sitt í, en það heitir: El-
ísabet les sinn Svetóníus. Þar
læt ég Elísabetu fyrstu Eng-
landsdrottningu vera að
hneykslast á frásögn róm-
verska sagnaritarans Svetóní-
usar af fyrirrennara hennar,
Ágústusi Rómarkeisara; en þar
læt ég hana segja svo um það í
lokin:
En kannski hafði þó Svetóníus skrif-
að þetta
í tíð seinni og verri keisara;
er illt umtal var orðið kærkomið
um syndir goðumlíkra fyrirrennara
er afkomendurnir voru orðnir sér
miklu verri …!
Tryggvi V. Líndal.
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum
en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að
höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesaminningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur hlýhug og samúð vegna andláts
og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
GUNNARS A. ÞORMAR
tannlæknis.
Kristín Þormar
Andrea Þormar Atli Már Jósafatsson
Ólafur Þormar
Sveinbjörn Þormar Kristín Þórsdóttir
Þórey, Þór, Bryndís, Elísabet, Gunnar, Jósef,
Thelma Rós, Gunnar Már, Guðbjörg, Brynjar,
Rakel Emma, Ísey Gunnur og Elvar Nóel
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar
okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LAURU FREDERIKKE CLAESSEN,
Aflagranda 40.
Hjörtur H.R. Hjartarson Signý Halla Helgadóttir
Halla Hjartardóttir Kristinn Valtýsson
Eggert Hjartarson Claessen Gríma Huld Blængsdóttir
Laura Hjartardóttir Walter Ragnar Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur
hlýhug og stuðning við fráfall okkar elsku
BLÆS Á.S. ÁSTRÁÐSSONAR
(Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur).
Kevin Kristofer Oliversson
Adam Ástráður Kristófersson
Ástráður B. Hreiðarsson Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir
Arnar Ástráðsson
Þorsteinn H. Ástráðsson Berglind Þóra Árnadóttir
Ása María Ástráðsdóttir
Soffía Sóllilja Ástráðsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, sonar, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR ÁRNASONAR
viðskiptafræðings,
frá Litla-Hvammi, Mýrdal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots, Maríuhúss og
Skógarbæjar fyrir góða og hlýja umönnun.
Guðlaug Ragnarsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Gunnar Sigurðsson Rósa Hrönn Árnadóttir
Bryngeir Sigurðsson Jóhanna Arnþórsdóttir
Ragnar Steinar Bentsson Fjóla Jensen
Anný Elín Bentsdóttir Jóhannes Hauksson
Róbert Michael O'Neill
afa- og langafabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar