Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 53

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Það vakti athygli mína á dögunum þegar tilkynnt var að Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hefðu fest kaup á velska knatt- spyrnufélaginu Wrexham, sem leikur í E-deild Englands. Reynolds hefur verið þekktur leikari um meira en tveggja ára- tuga skeið og er líklega þekkt- astur fyrir að leika titilhlutverkið í Deadpool-myndunum. McEl- henney er ekki jafn þekktur en hann skapaði og leikur eitt aðal- hlutverkanna í gamanþáttunum It‘s Always Sunny in Phila- delphia. Ekki hef ég orðið var við íþróttaáhuga Reynolds en McEl- henney er dyggur stuðnings- maður Philadelphia Eagles í NFL- deildinni í amerískum fótbolta. Hann tók enda þátt í margra daga fagnaðarlátum borgarbúa þegar Eagles unnu Ofurskálina árið 2018, þá einu í sögu félags- ins, og skrifaði tvo þætti af Al- ways Sunny sem fjölluðu á spaugilegan hátt um sigurinn. En af hverju vildu þessar Hollywood-stjörnur taka yfir lið í E-deildinni. „Af hverju Wrexham? Af hverju ekki!?“ spurði McEl- henney. Þessi spurning hans svarar vitanlega ekki nokkrum sköpuðum hlut en þannig er að Reynolds og McElhenney hafa staðið í fjárfestingum í samein- ingu undanfarin ár og vildu færa sig í átt að eignarhaldi á íþrótta- félagi. Það að Wrexham var alfar- ið í eigu stuðningsmanna gerði yfirtökuna svo fýsilega og til- tölulega auðvelda. Þeir félagar hafa þegar kom- ið með fjárhagslega innspýtingu upp á tvær milljónir punda inn í félagið og vilja gera það að al- þjóðlegu stórveldi. „Þetta er þriðja elsta knattspyrnufélagið í heiminum og við getum ekki séð annað en það geti náð til fólks á alþjóðavísu,“ sagði Reynolds. Einn liður í því að ná til al- þjóðamarkaðar er Netflix- heimildasería sem er í bígerð í tengslum við yfirtöku þeirra fé- laga og hvernig framhaldið verð- ur. Svei mér þá ef það verður ekki bara ansi áhugavert hám- horf þegar þar að kemur. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isRafael Nadal, einn sigursælasti tennisspilari sögunnar, er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu. Nadal tapaði fyrir Grikkjanum unga, Stefanos Tsitsipas, í fjórð- ungsúrslitum mótsins. Tsitsipas, sem er 22 ára gamall, lenti tveimur settum undir, 3:6 og 2:6, en vann þrjú næstu, 7:6 eftir upphækkun, 6:4 og 7:5 og þar með frábæran 3:2 endurkomusigur. Tsitsipas mun mæta Rússanum Daniil Medvedev í undanúrslitum mótsins á morgun en mótið er fyrsta risamót ársins í íþróttinni. 22 ára Grikki sló Nadal út AFP Sigur Stefanos Tsitsipas gat verið ánægður með dagsverkið. Sænskur leikmaður, Johannes Vall, er að ganga til liðs við Íslandsmeist- ara Vals í knattspyrnu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Vall, sem er 28 ára gamall, lék með Ljungskile í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar sem hann byrj- aði 27 leiki liðsins. Vall leikur yfirleitt sem vinstri bakvörður og er uppalinn hjá Fal- kenbergs, en hann hefur einnig leikið með Norrköping og Östers á ferlinum. Þá á hann á að baki leiki með yngri landsliðum Svíþjóðar. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valur Srdjan Tufegdzic og Heimir Guðjónsson, þjálfarar Vals. Svíi á leið til Valsmanna KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Keflavík sigraði Snæfell í Stykkis- hólmi 91:79 í gærkvöldi í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik. Kefla- vík er með 14 stig eftir sjö leiki og fór á toppinn í deildinni með sigr- inum. Heil umferð var leikin í gær og var þremur leikjum lokið af fjórum þegar blaðið fór í prentun. Hólmurum gekk illa að ráða við Danielu Wallen sem skoraði 37 stig fyrir Keflavík. Hún sýndi afar góða alhliða frammistöðu því hún tók einnig 17 fráköst og stal boltanum sjö sinnum. Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Keflavík sem skoraði 54 stig í fyrri hálfleik og lagði þá grunninn að sigrinum. Keflavík hefur byrjað tímabilið af krafti og unnið fyrstu sjö leikina. Mikil sigurhefð er hjá kvennaliði Keflavíkur og þar tekst nánast ávallt að tefla fram samkeppnishæfu liði. Emese Vida var atkvæðamest hjá Snæfelli með 22 stig og tók hún 18 fráköst en Snæfell er með 4 stig rétt eins og Breiðablik. Hafnfirðingar sterkari Haukar höfðu betur gegn Breiða- bliki þegar liðin mættust í Smár- anum. Hafnfirðingar slitu sig frá Blikum á síðustu tveimur mín- útunum eða svo og tryggðu sér bæði stigin. Haukar eru þá með 12 stig og eru eins og áður tveimur stigum á eftir Keflavík. Fjölnir var einnig með 12 stig fyrir umferðina og gat því jafnað Keflavík aftur að stigum. Breiðablik er með 4 stig eins og Snæfell og eru þau fjórum stigum fyrir ofan botnliðið KR. Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst hjá Hauk- um með 17 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Eva Margrét Krist- insdóttir skoraði 14 stig fyrir Hauka. Birgit Ósk Snorradóttir var stiga- hæst hjá Breiðabliki með 15 stig. Hún stal boltanum þrívegis og tók fimm fráköst. Sóllilja Bjarnadóttir skoraði 11 stig fyrir Breiðablik. Öruggt hjá Skallagrími Bikarmeistararnir í Skallagrími þokuðu sér lengra frá liðunum í neðri hlutanum með öruggum sigri á KR, 67:53, í Borgarnesi. Góð vörn tryggði Borgnesingum stigin því leikmenn liðsins hittu afar illa í sókn- inni. Liðið tók alls 33 skot fyrir utan þriggja stiga línuna og hittti aðeins úr sex þeirra. Sanja Orozovic skoraði 18 stig fyr- ir Skallagrím, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en hún lék með KR á síðasta keppnistímabili. Taryn Cutcheon skoraði 17 stig fyrir KR í leiknum og gaf 9 stoð- sendingar. KR-liðið sem var öflugt á síðasta tímabili bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu á þessu keppnistímabili. Liðin hafa leikið mismarga leiki eins og sjá má í töflunni hér til hlið- ar. Haukar hafa til að mynda leikið tveimur leikjum meira en Keflavík sem hefur aðeins leikið sjö leiki. Sum hafa lokið átta leikjum og önnur níu.  Leik Vals og Fjölnis var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en sagt er frá honum á mbl.is/sport/ korfubolti. Keflavík með fullt hús stiga eftir sjö leiki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Smáranum Þóra Kristín og Sólilja í Kópavoginum í gær.  Bikarmeistararnir í Skallagrími mjökuðu sér frá Snæfelli og Breiðabliki „Auðvitað hefði ég viljað fara með liðið á þetta mót og spila þessa leiki eins og til stóð,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn tók við þjálfun kvennalandsliðsins í lok janúar og átti liðið að taka þátt í alþjóðlegu móti í Seden í Frakklandi seinni part febrúar- mánaðar ásamt Frakklandi, Noregi og Sviss. Noregur ákvað hins vegar að draga sig úr keppni vegna kórónuveirufaraldursins 9. febrúar og degi síðar var mótinu svo aflýst. „Aðstæður eru hins vegar eins og þær eru í Evrópu í dag og þetta hefði í raun aldrei gengið upp því miður. Það eru staðlaðir landsleikja- gluggar í apríl og júní og því verður ekki breytt þannig að ég sé ekki fram á að bæta við ein- hverjum verkefnum hjá liðinu. Undankeppni HM hefst í september og það er næsta stóra verkefni hjá liðinu. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort það muni hafa einhver áhrif á okkur að þessu móti var aflýst en ég tel mig þekkja ágætlega til leikmanna liðsins og trúi því að þetta muni ekki hafa nein áhrif á okkur þannig lagað,“ sagði Þorsteinn. Þjálfarinn valdi 26 manna æfingahóp á dög- unum fyrir æfingar, dagana 16.-19. febrúar, en aðeins leikmenn sem leika á Íslandi eru í hópnum. „Ég vonast fyrst og fremst til þess að sjá hvar leikmennirnir standa. Mig langar að kynnast þeim leikmönnum, sem ég hef ekki þjálfað áður, betur og sjá hvar þeir standa gagnvart öðrum leikmönnum hér á landi. Eins langar mig aðeins að fara yfir það hvernig ég vil að liðið spili undir minni stjórn. Ég á ekki von á því að gera einhverjar stór- kostlegar breytingar á þeim leikmannakjarna sem hefur verið viðloðandi landsliðið á undan- förnum árum. Það verða hins vegar alltaf ein- hverjar breytingar eins og gengur og gerist vegna meiðsla og þess háttar,“ bætti landsliðs- þjálfarinn við. bjarnih@mbl.is Hefur vonandi engin áhrif Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska kvennalandsliðinu hinn 28. janúar. Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – ÍBV........................ 18 Höllin Ak.: Þór – Stjarnan................... 18.30 KA-heimilið: KA – Valur...................... 19.30 Kaplakriki: FH – ÍR............................. 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram................ 19.40 Í KVÖLD!  Dominos-deild kvenna Breiðablik – Haukar............................. 60:70 Snæfell – Keflavík ................................ 79:91 Skallagrímur – ..................................... 67:53 Valur – Fjölnir ................................... (60:46)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Staðan fyrir leik Vals og Fjölnis: Keflavík 7 7 0 601:494 14 Haukar 9 6 3 586:543 12 Fjölnir 8 6 2 575:541 12 Valur 7 5 2 496:426 10 Skallagrímur 8 4 4 536:558 8 Snæfell 8 2 6 567:624 4 Breiðablik 9 2 7 521:571 4 KR 8 0 8 549:674 0 NBA-deildin Boston – Denver ................................. 112:99 Memphis – New Orleans ................. 113:144 Milwaukee – Toronto ....................... 113:124 Minnesota – LA Lakers................... 104:112 Oklahoma City – Portland............... 104:115 Phoenix – Brooklyn.......................... 124:128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.