Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Barb og Star skreppa tilVista del Mar hefst ásvörtum skjá með orða-bókarskýringu á enska
orðinu culottes, sem er eins konar
buxnapils (útvíðar og hnésíðar bux-
ur sem líkjast pilsi). Tvær slíkar lit-
ríkar flíkur (en áhorfendur komast
að óvæntum eiginleikum þeirra fyrr
en varir) prýða furðu listrænt og
smekklegt veggspjald myndarinnar
við Laugarásbíó en þær lýsa vel sér-
stæðum persónuleika titilpersón-
anna.
Perluvinirnir Barb (Annie Mum-
olo) og Star (Kristen Wiig) eru frá-
skildar konur á fimmtudagsaldri frá
bænum Soft Rock í Nebraskaríki.
Þær eru mestu mátar, vinna saman í
húsgagnaverslun þar sem þær masa
út í eitt og mæta gjarnan báðar í
vinnuna þrátt fyrir að aðeins önnur
þeirra eigi vakt. Í raun gera þær allt
saman, deila meira að segja svefn-
herbergi með samstæðum rúmum.
Þegar hér er komið sögu vilja
örlagaöflin þó fá fljóðin fyndnu á
ferð. Sófasamsteypan verður gjald-
þrota og fleira leiðir til þess að allir
vegir liggja til Vista del Mar og
munaðarlífsins við strendur Flórída.
Furðufrúrnar hafa líklega aldrei far-
ið frá heimahögum sínum og er förin
því býsna framandi. Fyrir sunnan
bíður þeirra mikið fjör og ævintýri.
Frásögnin hefst þó ekki á grín-
tvíeykinu óviðjafnanlega heldur
ferðast upphafssenan inn í neðan-
jarðarbyrgi andhetjunnar, sem er
afar váleg illvættur. Fröken vonda
er fannhvít á hörund með svartan
stall og alhvít klæði og á sér nokkur
handbendi sem styðja við áform
hennar um að sprengja strandbæinn
Vista del Mar í loft upp. Kristen
Wiig fer einnig með hlutverk óþokk-
ans en rík hefð er fyrir tvöföldum
eða margföldum hlutverkum í grín-
leik (sjá verk Mikes Myers og Pet-
ers Sellers t.a.m.). Wiig er auðvitað
ekki óreynt illmenni en hún lék
Barböru Mínervu í framhaldi
Undrakonunnar, sem er enn í kvik-
myndahúsum. Þessi hálfruglaði angi
myndarinnar minnir einna helst á
kvikmyndirnar um Austin Powers
eða Njósnakrakkana í furðuleika
sínum. Þráðurinn slær ýktan tón og
er nokkuð greinilega hannaður til að
setja hjól framvindunnar af stað en
fær of mikið mikið pláss í heildar-
myndinni.
Helsti leppur þorparans er rjóma-
drengurinn Edgar en hann dreymir
um að vera opinberlega „á föstu“
með Fröken vondu. Jamie Dornan,
sem lék titilgreyið í Fimmtíu gráum
skuggum, er skemmtilegt val í hlut-
verkið og sýnir á sér spaugilega hlið
og fær skemmtilegt tónlistaratriði í
„Lonely Island“-stíl. Þrátt fyrir
sykurhúðað yfirborð er snúðurinn sá
með sjálfsmyndarvanda og þarfnast
ástar og viðurkenningar. Til að
sinna erindi drottnara síns fer Edg-
ar suður með sjó og hittir óvænt fyr-
ir sprellarana Barb og Star á hótel-
barnum. Morguninn eftir stjórn-
laust fyllerí og alsælu (en dóp og
drykkir eru einatt gleðiefni í amer-
ísku gríni af SNL-arfleifðinni og
hluti af meðalinu) myndar þríeykið
sjónræna samloku á rekkjunni.
Seinna sama dag geta stöllurnar
ekki viðurkennt hvor fyrir annarri
að hugur þeirra leiti til kappans
knáa og gera miklar ráðstafanir til
að leyna fyrirætlunum sínum. Báðar
banka upp á og eiga stefnumót með
karli sama kvöld, án þess að hin viti
af. Upphefst mikið leynimakk þeirra
á milli en hvor um sig uppgötvar
nýja spennandi hluti og er þetta
skemmtilegasti þráður mynd-
arinnar. Sögn hennar er líklega sú
að heiðarleiki sé kjarninn í vináttu-
samböndum en ekki sé síður mik-
ilvægt að vera sjálfstæður og gefa
öðrum andrými endrum og eins.
Aðalleikonurnar Mumolo og Wiig
eru einnig handritshöfundar Barb
og Star en áður hafa þær skrifað
handrit hinnar frábæru Brúðar-
meyja (Bridesmaids, 2011), sem
skaut Wiig sem grínleikkonu upp á
stjörnuhimininn. Brúðarmeyjar er
tímamótaverk – gamanreið kvenna-
sextetts þar sem líkamsvessar og
brúðarkjólar fara saman. Reynslu-
heimi kvenna höfðu ekki verið gerð
skil á viðlíka hátt í amerísku grínbíói
áður (ekki má gleyma hvað þessi
menningarkimi var (og er) karllæg-
ur). Lítið gagn er í því að bera Barb
og Star saman við Brúðarmeyjar en
fyrra verkið skýrir samhengið sem
titilpersónurnar spretta upp úr.
Karakterarnir ku vera langlífur
einkahúmor sem loks hefur verið
fundinn farvegur. Þetta nostur skil-
ar af sér einstökum týpum og vina-
sambandi. Samleikur þeirra Mu-
molo og Wiig er frábær og er líkt og
þær hafi verið samofnar frá fæð-
ingu.
Myndin er fyrsta kvikmynd leik-
stjórans Josh Greenbaums í fullri
lengd og er hann nokkuð öruggur í
aftursætinu með Wiig og Mumolo
við stýrið. Reyndari hendur hefðu
eflaust mundað skurðhnífinn í meira
mæli en þegar líður á verður fléttan
fullfyrirferðarmikil á kostnað brand-
aranna.
Heilt yfir er Barb og Star skreppa
til Vista del Mar fyndin og vel
heppnuð gamanræma þótt hún sé
aldrei beinlínis sprenghlægileg.
Buxnapils hefur sig til flugs
Einkagrín „Karakterarnir ku vera langlífur einkahúmor sem loks hefur verið fundinn farvegur,“ skrifar gagnrýnandi meðal annars um Barb og Star.
Borgarbíó Akureyri, Háskólabíó,
Laugarásbíó og Smárabíó
Barb og Star skreppa til Vista del
Mar/Barb and Star Go to Vista Del
Mar bbbnn
Leikstjórn: Josh Greenbaum. Handrit:
Kristen Wiig, Annie Mumolo. Kvik-
myndataka: Toby Oliver. Aðalleikarar:
Kristen Wiig, Annie Mumolo, Jamie
Dornan, Damon Wayans Jr. Bandaríkin,
2021. 107 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR