Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
SANDBLÁSTUR
Sundaborg 3
104Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Ráðgjöf
Tilboð
Hönnun
Uppsetning
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta er samsýning þriggja kvenna,
myndlistarkvennanna Bjarkar
Guðnadóttur og Helgu Páleyjar Frið-
þjófsdóttur og sviðslistakonunnar
Yelenu Arakelow. Sýningin hefur
þann skemmtilega titil á og í; og vísar
til þess að líkaminn tekur á sig frá
umhverfinu og semikomman stendur
fyrir hreyfinguna,“ segir Helga Þórs-
dóttir, forstöðumaður Listasafns
Reykjanesbæjar, en þar verður opn-
un á fyrrnefndri sýningu næstkom-
andi laugardag. Helga segir
skemmtilegt hvernig það kom til að
þessar þrjár listakonur voru leiddar
saman til að halda sýningu.
„Ég hitti Björk Guðnadóttur á sýn-
ingaropnun hjá Helgu Páley og sagði
henni að mér liði næstum eins og ég
væri á opnun hjá henni, því líkindin á
efnistökum verka þeirra eru mikil.
Björk játaði að henni liði svipað, enda
eru báðar að nálgast upplifun mann-
eskjunnar út frá skala líkamans. Mér
fannst því heillaráð að stefna þessum
tveimur myndlistarkonum saman
með því að setja upp sýningu með
verkum þeirra. Fyrst þetta var svona
líkamlegt þá ákveð ég að hafa sam-
band við Dansverkstæðið, sem eru
samtök danslistafólks og þar var ég
kynnt fyrir ungum danslistamanni,
Yelenu Arakelow. Hún hefur gengið
til liðs við okkur á sýningu Bjarkar
og Helgu Páleyjar. Yelena ætlar að
vera með innsetningu á sýningunni
en það verða líka myndbönd af henni
að dansa. Þær þrjár, Björk, Helga
Páley og Yelena, eru með mjög svip-
aðar pælingar í sinni listsköpun um
mannslíkamann og nálgun hans við
umhverfi sitt. Þessi sýning verður
virkilega fersk og skemmtileg, ég
hlakka mikið til.“
Hluti af ímynd bæjarfélags
Helga tók á síðasta ári við sem for-
stöðumaður Listasafns Reykjanes-
bæjar og ekki úr vegi að inna hana
eftir því hvaða hugmyndir hún hafi,
hvað hana langi að gera og hvort hún
ætli að breyta einhverju.
„Ég er með heilmiklar hugmyndir
um fyrir hvað ég vil standa hér í
þessu safni og miklar framkvæmda-
áætlanir í farvatninu. Það var auglýst
eftir safnstjóra með eldmóð og ég
ætla mér sannarlega að blása eld-
móði í mína vinnu fyrir safnið. Ég
mun leggja þunga áherslu á sam-
tímalist og Listasafn Reykjanes-
bæjar ætlar að vera eitt framsækn-
asta samtímalistasafn Íslands.
Reykjanesbær á það skilið að vera í
framlínunni listrænt séð enda fjórða
stærsta bæjarfélag Íslands og því
eðlilegt að sýna metnað. Ég vil að
sýningar safnsins endurspegli and-
rúmsloft samfélagsins á hverjum
tíma fyrir sig. Á sama tíma vil ég að
sýningar safnsins eigi erindi við íbúa
Reykjanesbæjar og að safnið sinni
fræðslu sem útvíkkar skilning bæjar-
búa á myndlist. Þannig verður safnið
partur af ímynd bæjarfélagsins, drif-
in áfram af eldmóði og hluti af barn-
vænu samfélagi,“ segir Helga og
bætir við að sér finnist það vera jafn-
réttismál að einstaklingar utan
höfuðborgarsvæðisins eigi greiðan
aðgang að myndlist sem er hugvíkk-
andi og hjálpi hugverunni að kynnast
myndlæsi.
„Samfélag samtímans er byggt á
myndtáknum sem almenningur hef-
ur ekki hlotið þjálfun í að afkóða, en
Listasafn Reykjanesbæjar tekur
fræðsluhlutverk sitt alvarlega á vett-
vangi myndlæsis almennings.“
Allir bátarnir á nýrri sýningu
Hvers vegna var tekin niður sýn-
ing í einum sal listasafnsins sem lengi
hafði stað þar og geymir bátasafn
Gríms Karlssonar, rúmlega 100 líkön
af bátum og skipum? Hvernig ætlar
safnið að nýta þann sal og hvað verð-
ur um bátana?
„Sýning bátasafns Gríms Karls-
sonar uppfyllti ekki þær kröfur sem
við gerum í dag til samtímamiðlunar,
sem er eðlilegt þar sem hún hefur
staðið uppi í um 18 ár. Við miðlum
sýningum með allt öðrum hætti núna,
það er ekki nóg að setja muni í kassa
og stilla þeim upp, slíkt miðlar tak-
mörkuðu og gestir verða litlu nær um
söguna með þeim hætti. Einnig kom í
ljós að undirstöður bátanna voru
ryðgaðar í sundur og fyrir vikið bók-
staflega hættulegar. Fólk verður að
hafa í huga að það lifir engin sýning
lengur en tíu til tólf ár í samtímanum.
Við erum að reka lifandi menningar-
hús þar sem við erum með ýmsa við-
burði og listasafnið stendur fyrir
mjög framsækinni sýningardagskrá,
húsin verða að vera með lifandi sýn-
ingar. Bátarnir fá aftur á móti nýtt
hlutverk í nýrri sýningu þar sem lífi
þeirra verður miðlað. Byggðasafnið
er með mjög færan mann, Eirík Pál
Jörundsson safnstjóra, á sínum
snærum sem er að setja upp nýja
bátasýningu uppi á loftinu, þar sem
tenging næst við sjóinn. Mér finnst
virkilega gaman að segja frá því að
allir bátar Gríms í eigu Reykjanes-
bæjar verða á þessari nýju sýningu,
um 130 talsins, líka bátar sem voru í
geymslum safnsins, þar sem ekki var
pláss fyrir þá í eldri sýningunni. Þeir
verða settir í samhengi við það hlut-
verk sem þeir höfðu þegar þeir voru í
notkun. Bátarnir verða settir í um-
hverfi sem hæfir hverjum og einum,
flokkaðir eftir aldri, eftir því hvers-
konar fiskvinnsla var unnin á þeim og
svo framvegis. Þannig fær fólk skýr-
ari mynd af því um hvers konar út-
gerð er verið að ræða, hvaða þátt
þessir bátar eiga í útgerðarsögunni
og í raun í Íslandssögunni. Það er
verið að gera bátunum betri skil,“
segir Helga og bætir við að listasafn-
ið muni setja upp sýningar í salnum
þar sem bátarnir voru áður, enda
þurfi safnið að ákveða sýningardag-
skrá ár fram í tímann.
Ætlar að blása eldmóði í vinnu sína
Helga Þórsdóttir er með heilmiklar hugmyndir um fyrir hvað hún vill standa sem forstöðumaður
Listasafns Reykjanesbæjar Þrjár listakonur opna saman sýningu um helgina í safninu
Morgunblaðið/Eggert
Myndlistarkonur Björk og Helga Páley að undirbúa sýningu sína.
Helga „Það er jafnréttismál að
einstaklingar utan höfuðborgar-
svæðisins eigi greiðan aðgang
að myndlist sem er hugvíkkandi.“
Stjórnendur Breska þjóðleikhúss-
ins (NT) hafa sett allar áætlanir
sínar um leikferð til meginlands
Evrópu á ís vegna þeirrar óvissu
sem ríkir um vegabréfsáritanir og
atvinnuleyfi listamanna í kjölfar
Brexit. Leikhúsið hugðist fara með
margverðlaunaða uppfærslu sína á
Furðulegu háttalagi hunds um nótt
í leikferð um meginland Evrópu, en
af því verður ekki. BBC greinir frá.
Eftir að Bretland sagði sig form-
lega úr Evrópusambandinu hafa
breskir listamenn ekki átt mögu-
leika á að ferðast um meginland
Evrópu til að vinna. Fyrr í vikunni
fengust þær upplýsingar frá bresku
ríkisstjórninni að þar á bæ gerðu
menn sér vonir um að geta hafið
samningaviðræður við stjórnvöld
einstakra Evrópuríkja til að auð-
velda bresku listafólki að fara í sýn-
ingar- og tónleikaferðalög. Sam-
kvæmt frétt BBC hefur Caroline
Dinenage, menningarmálaráð-
herra Breta, viðurkennt að „um
mikla áskorun“ sé að ræða eftir að
hafa fengið þær upplýsingar frá
virtu listafólki að útgöngusamning-
urinn hafi skapað „algjört kaos“.
Stutt er síðan meira en hundrað
listamenn í Bretlandi skrifuðu und-
ir sameiginlegt bréf til bresku
ríkisstjórnarinnar þar sem skorað
er á Boris Johnson, forsætisráð-
herra Breta, að semja við Evrópu-
sambandið þannig að breskir lista-
menn geti ferðast til og innan landa
Evrópusambandsins vinnu sinnar
vegna án þess að þurfa vegabréfs-
áritun. Meðal þeirra sem skrifuðu
undir bréfið voru leikararnir Ian
McKellen og Julie Walters. Fréttir
hafa borist af því að mikill fjöldi
breskra tónlistarmanna hafi þurft
að aflýsa tónleikaferðum sínum til
meginlands Evrópu og breskir
hljóðfæraleikarar hafi misst störf
sín í sinfóníuhljómsveitum á megin-
landinu og hyggist í kjölfarið
leggja tónlistina alfarið á hilluna.
Brexit setur strik í
leikferð til Evrópu
„Algjört kaos“ eftir útgönguna
Ljósmynd/The National Theatre í London
Aflýst Úr uppfærslu NT á Furðu-
legu háttalagi hunds um nótt.