Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 59

Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is www.danco.is Heildsöludreifing Loksins er Greppikló og sögupersónur komar í yndislega fallega mjúka línu af böngsum - Tilvalið að safna öllum sem elska þessa yndislegu sögupersónur Sagan um Greppikló hefur notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár og er hefur bókin með vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns verið vinsæl í skólum og leikskólum ásamt öllum bókaunnendum hér á landi. Greppikló 23 c Greppikló 41 cm Mouse 23 cm m Mouse 41 cm Greppikló fingrabrúður 5 teg. 20 cm Greppikló - tuskudýr 5 teg. Displ-12. 18 cm - Greppikló - lykklakippa 12 cm Embla Thermore® Ecodown® dúnjakki fyrir konur kr. 17.990.- Eina málverkið sem Winston Churc- hill forsætisráðherra Bretlands mál- aði meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði verður boðið upp hjá upp- boðshúsinu Christie’s í London 1. mars. Verkið, sem nefnist „Tower of the Koutoubia Mosque“, er metið á 1,5-2,5 milljónir punda. Churchill málaði það í janúar 1943. Sagan seg- ir að hann hafi boðið Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta að eyða með sér deginum í Marrakech eftir að ráðstefnu í Casablanca lauk. Roosevelt hreifst af borginni og birt- unni sem varð Churchill hvatning til að fanga stemninguna á mynd. Bjóða upp mál- verk Churchills AFP Turn Starfsmenn uppboðshússins Christie’s sýna málverk Churchills sem bjóða á upp. Hljómsveitin Árstíðir hlaut nýverið verðlaun alþjóðlegu samtakanna IAMA, International Acoustic Music Awards, sem eru veitt árlega til tónlistarfólks og hljómsveita sem hafa þótt framúrskarandi á sviði órafmagnaðrar tónlistar. Lag hljómsveitarinnar „Þar sem enginn fer“ hlaut fyrstu verðlaun í flokki bestu hljómsveita (best group) og er það af síðustu hljómplötu hljóm- sveitarinnar, Nivalis, sem kom út 2018. Þetta er þriðja árið í röð sem Árstíðir hljóta verðlaun á alþjóð- legum vettvangi. Árið 2019 var Nivalis valin plata ársins í indie/alt. rokk-flokki á IMA (Independent Music Awards) og í fyrra hlaut myndband við lagið „Entangled“ verðlaun á sömu hátíð fyrir besta handrit sem var skrifað af Mörtu Óskarsdóttur sem einnig leikstýrði myndbandinu. Í báðum tilvikunum sátu Tom Waits, Robert Smith og Beth Gibbons í dómnefnd. Árstíðir hlutu verðlaun IAMA Morgunblaðið/Styrmir Kári Verðlaunasveit Hljómsveitin Árstíðir hefur gert það gott á erlendri grundu. Norræn tónlist er í forgrunni á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru Helios-forleikur eftir danska tónskáldið Carl Nielsen, Songs of the Ice eftir finnska tónskáldið Outi Tarkiainen og Tapiola eftir Jean Sibelius sem einnig var finnskur. Þá verður fluttur Konsert fyrir bassabásúnu eftir bandaríska tón- skáldið Kenneth Fuchs. Nielsen samdi verk sitt í Grikk- landi 1903, en þangað hafði eigin- konu hans, Anne-Marie, sem var myndhöggvari, verið boðið til að vinna að list sinni. Tapiola samdi Sibelius undir áhrifum frá finnsk- um arfi þjóðkvæða og þjóðtrúar, en um er að ræða síðustu stóru tón- smíð tónskáldsins áður en hann lagði tónsmíðar á hilluna. Tarkianen hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína og var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs 2018. Verkið sem hljómsveitin frumflytur á Íslandi í kvöld var pantað í sameiningu af Finnsku útvarpshljómsveitinni og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Einleikari kvöldsins er David Bobroff, sem hefur verið bassabás- únuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands svo áratugum skiptir. Í til- kynningu frá sveitinni kemur fram að Fuchs hafi hlotið fjölda viður- kenninga fyrir tónlist sína, meðal annars Grammy-verðlaun 2018. Vitnað er til BBC Music Magazine sem segir Fuchs vera „meistara í því að semja fyrir hljómsveit“ og „tónlist hans ber vott um ríkt ímyndunarafl“. Norræn tónlist hjá Sinfóníunni í kvöld Eldborg Eva Ollikainen aðalhljómsveitarstjóri á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitin hist og fagnar plöt- unni Hits of með útgáfutónleikum í Mengi föstudaginn 19. febrúar og laugardaginn 20. febrúar. Sér- stakur gestur á tónleikunum er Páll Ivan frá Eiðum. Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlist- arhátíðina „Norður Og Niður“ sem haldin var af liðsmönnum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, trommuheila og hljómboð, Róbert Sturla Reynis- son á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Trygvason Eliassen á trommur, slagverk og ekki- slagverk. Liðsmenn hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Undir merkj- um hist og beina þeir stækkunar- glerinu að sameiginlegum snerti- fleti sínum. „Tónlistin er innhverf, úthverf og slagþung blanda af djass-, raf- og spunatónlist sem kemur víða við,“ eins og segir í til- kynningu. Platan sem kynnt verður á útgáfutónleikunum inniheldur „slagþunga slagara, hitablásna hitt- ara og naglalakkaðar neglur í ætt við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra, sem hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tón- listarverðlaununum 2019.“ Hljómsveitin hist og fagnar nýrri plötu Spunatónlist Hljómsveitin hist og fagnar nýrri plötu á útgáfutónleikum um helgina. Vegna eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu á söng- leiknum Fimm ár eftir Jason Ro- bert Brown í leikstjórn Völu Krist- ínar Eiríksdóttur sem sýndur er í Kaldalóni Hörpu. Sýningin verður laugardaginn 20. febrúar kl. 13. Í uppfærslunni fara Rúnar Krist- inn Rúnarsson og Viktoría Sigurðardóttir með hlutverk Jamie og Cathy. Áhorfendur fá að fylgjast með ástarsambandi þeirra frá upp- hafi til enda, en sambandið stendur í fimm ár. Jamie fjallar um sam- bandið í réttri tímaröð en saga Cathy gerist í öfugri tímaröð. Þau mætast því aðeins einu sinni í miðju verksins. Um er að ræða frumflutn- ing verksins á Íslandi. Íslenska þýð- ingu gerði Jóhann Axel Andersen. Sýningin er 75 mínútur í flutningi. Aukasýning á söngleiknum Fimm ár Morgunblaðið/Eggert Saga Viktoría Sigurðardóttir leikur Cathy.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.