Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 60

Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Eru þær ekki frekar fáséðará fjölunum, sýningarnarsem hafa augljóslega ogmeðvitað þann tilgang einan að skemmta áhorfendum með nýju og sérsniðnu efni um samtíma okkar? Hefur leikhúsið gefist upp á revíuforminu og eftirlátið sjónvarp- inu sketsakvótann, sem það er síðan ekkert að sinna heldur? Það má alveg líta á Fullorðin hjá Leikfélagi Akureyrar sem undantekninguna sem sannar regluna, alla vega meðan Veislan sem Borgarleikhúsið boðaði til fyrir að manni finnst eilífð síðan er ósýnd enn. Mengið „atvinnuleikhús á Íslandi“ er sannarlega lítið svo kannski eru tvær sýningar til marks um stefnubreytingu og blómaskeið. Þetta er alla vega kærkomið og ætti að vera fastur stallur í listrænum fæðupýramída þjóðarinnar. Konfektmolinn á gamlárskvöld er ekki nóg. Fullorðin er sem sagt sketsasýn- ing og viðfangsefnið kemur fram í titlinum. Fullorðinsfræðsla í bók- staflegri merkingu orðsins: skýrsla um lífshætti miðaldra meðaljóna með þá rannsóknartilgátu að þótt almennt sé gert ráð fyrir að fólk á þeim aldri sé komið með bæði skiln- ing og tök á listinni að lifa þá fer því auðvitað fjarri. Ef svo væri er óvíst að mannfræðirannsókn hópsins væri svona gráthlægileg þegar best tekst til. Því það er hún. Hugmyndirnar eru margar snjallar, sumar algerlega augljósar og standa og falla með út- færslunni. Sumar falla vissulega, en nógu margar standa til að Fullorðin sé hin besta skemmtun heilt á litið. Margt kemur þar til. Nefna má hvað textinn er oftast áberandi vel mótaður, bæði ræður sem beint er að áhorfendum og samtölin. Ófáar replikkur smella eins og svipuhögg. Þótt Fullorðin sé afrakstur hópvinnu er búið að pússa og lakka textann víðast hvar. Það sést kannski ekki síst vegna þess að eina spunaatriðið, þar sem samtal er spunnið út frá til- lögu áhorfenda, var augljósasti fall- isti sýningarinnar. Það sama má segja um söngtext- ana. Þar voru fingraför Vilhjálms B. Bragasonar auðþekkt, en hann held- ur ásamt Sesselju Ólafsdóttur úti gamanvísnasönghópnum Vandræða- skáldum, sem finna má ummerki um á samfélagsmiðlum sé vel leitað. Hér er sami blær á kveðskap og laga- smíðum, sem mætti kannski líkja við það sem gerðist ef bandaríski píanó- háðfuglinn Tom Lehrer reyndi að gera barnaplötu. Það eru nú ekki öll rímorð Vilhjálms beinlínis prenthæf, og stundum eru klúrheitin heldur ódýr, en þess fyndnari í réttu sam- hengi og þegar best tekst til. Viðfangsefnin spanna flest svið daglegs lífs: Tómstundir, fjárhags- lega velgengni, tilhugalíf, barneignir, framgang í vinnu. Allt skoðað með ýkjuaðferðum revíunnar, en alltaf með einhvern kjarna sem áhorf- endur geta tengt eigin lífi, eða alla vega samferðafólks síns. Eftirminnilegasta stóra atriðið er hrollvekjandi grótesk mynd af endurfundapartíi gamalla bekkjar- félaga, með tilheyrandi öfgum í fjár- hagslegri velgengni, hroðalegum slysförum, upprifjun á kynlífi sem betur mætti gleyma og einelti sem það sama mætti segja um. Þar eiga þremenningarnir allir flotta spretti í týpusmíði. Vel hefði mátt hugsa sér þetta partí sem ramma utan um heila sýningu í mun hefðbundnari byggingu. Það sem síst tekst er trú- lega sagan af hjónunum sem eru ekki fyrr laus við síðasta afkvæmið úr hýbílum sínum en sambandið springur í loft upp. Það er ekki gott að segja hvort samleiknum við klaufagang hljóðeffektastjórans var ofaukið eða þá góð hugmynd sem þarfnaðist miklu meira nosturs, nákvæmni og orku til að skila tilætl- uðum hlátri. Synd, því hjónin voru sérlega skemmtilega útfærðar per- sónur hjá Vilhjálmi og Birnu Péturs- dóttur. Birna er eftirtektarvert flink týpugerðarkona og neglir hverja staðalmyndina á fætur annarri. Ætli námskeiðshaldarinn ofurhressi standi þar ekki fremst meðal hroll- vekjandi jafningja. Vilhjálmur og Árni Beinteinn Árnason náðu ekki alveg sömu raunsæisjarðtengingu með sína kalla, en snarvirka engu að síður í því sameiginlega verkefni leikhópsins að halda stuðinu gang- andi og orkustiginu uppi. Það er lipur og fumlaus gangur í sýningunni og oft áberandi sniðug- lega komist úr einum skets í annan, en leikstjórar sýningarinnar, þær Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal, hafa skipulagt þetta vel. Einföld leikmynd Auðar Aspar Guðmundsdóttur og Jasminu Woj- tyla þjónar gangverkinu vel og gerir búninga Bjargar Mörtu Gunnars- dóttur auðveldlega aðgengilega þeg- ar handagangurinn er hvað mestur. Það er þakkarvert að bjóða upp á svona einbeitta grínsýningu á þess- um döpru tímum. Það verður að segjast að Covid-gisinn salurinn í Hofi eru ekki kjöraðstæður fyrir spaug af þessu tagi, þar sem hlátur- smit eru eitt af mikilvægustu inni- haldsefnunum í vel heppnaðri kvöld- stund. Stemmingin er fljót að kólna þegar einstök atriði skila ekki tilætl- uðum áhrifum. En þau Árni, Birna og Vilhjálmur berjast hetjulega og skila verki sem er alloft fyndið, aug- ljóslega nostursamlega unnið og heldur lífi í hefð sem við munum allt- af þurfa á að halda. Seinni hálfleikur Ljósmynd/Auðunn Níelsson Hefð „Árni, Birna og Vilhjálmur berjast hetjulega og skila verki sem er alloft fyndið, augljóslega nostursamlega unnið og heldur lífi í hefð sem við munum alltaf þurfa á að halda,“ segir um Fullorðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Menningarhúsið Hof Fullorðin bbbmn Eftir Árna Beintein Árnason, Birnu Pétursdóttur, Vilhjálm B. Bragason og teymið. Leikstjórn: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal. Dans- hreyfingar: Unnur Anna Árnadóttir og leikhópurinn. Leikmynd: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Jasmina Wojtyla. Búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljóð- mynd: Gunnar Sigurbjörnsson. Leik- félag Akureyrar frumsýndi í Samkomu- húsinu á Akureyri föstudaginn 8. janúar 2021, en rýnt í 9. sýningu laugardaginn 13. febrúar 2021 í Hamraborg í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Tilnefningar til verðlauna Bresku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar, Bafta, fyrir árið 2021 hafa verið opinberaðar. Í um- fjöllun bresku pressunnar er sjón- um sérstaklega beint að því að hlut- fall kynja í hópi tilnefndra leikstjóra þetta árið er jafnt. Er þetta í fyrsta sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna eftir að umfangs- miklar breytingar voru gerðar á kosningakerfinu í kjölfar harðrar gagnrýni á tilnefningar síðasta árs þar sem þótti bæði halla á konur og hörundsdökkt fólk. Myndirnar tuttugu sem til- nefndar eru fyrir bestu leikstjórn þetta árið eru: Another Round; The Assistant; Babyteeth; The Dig; The Father; The Forty-Year-Old Version; Mank; The Mauritanian; Minari; My Octopus Teacher; News of the World; Nomadland; One Night in Miami …; Promising Young Woman; Quo Vadis, Aida?; Rocks; Saint Maud; Tenet; The Trial of the Chicago 7 og The White Tiger. Konur helmingur tilnefndra leikstjóra Upprennandi Carey Mulligan í Promising Young Woman í leikstjórn Emerald Fennell. Spænska ljóðskáldið, arkitektinn og prófessorinn Joan Margarit i Consarnau er látinn 82 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Joan Margarit fæddist í Sa- naüja á Spáni og flutti reglulega milli staða í Katalóníu á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar og seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 1954 flutti fjölskyldan til Kanaríeyja, en Joan Margarit sneri aftur til Barcelona til að ljúka námi í arkitektúr. Hann hóf að semja ljóð 1963, en frá 1980 skrif- aði hann aðallega á katalónsku og sendi frá sér á þriðja tug ljóða- bóka. Árið 2019 hlaut hann hin virtu Miguel de Cervantes- verðlaun sem veitt eru fyrir ævistarf í bók- menntum. Tveimur árum áður hafði hann hlotið bókmennta- verðlaun kennd við Pablo Neruda og 2015 fékk hann Jaume Fuster- verðlaunin. Skáldið Joan Margarit látið 82 ára Joan Margarit www.borgarsogusafn.is Sjó min jas afn ið í Rey kja vík frá bæ rum Lan dná ms sýn ing in safnE itt Árb æja rsa fn Ljó sm ynd asa fn R eyk jav íku r á fi mm Við ey stö ðu m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.