Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Mikil eftirvænting ríkti í rannsókn-
arstöð bandarísku geimferðastofn-
unarinnar NASA þegar fyrstu
myndirnar frá Perseverance-
könnunarfarinu tóku að berast
þangað, skömmu eftir að það lenti
heilu og höldnu um níuleytið í
fyrrakvöld.
Perseverance, sem vísindamenn-
irnir í NASA kalla „Percy“ sín á
milli, er ætlað að kanna jarð-
fræðilegar hliðar Mars og hvernig
loftslag ríkti þar í fyrndinni. Þá
mun farið einnig bora eftir jarð-
vegssýnum, þar sem leitað verður
eftir menjum um örverur, sem
kunna að hafa lifað á Mars fyrir
milljörðum ára. Verður leiðang-
urinn sá fyrsti sem nær að safna
sýnum frá Mars og senda til jarðar.
Joe Biden Bandaríkjaforseti
sendi leiðangrinum kveðju sína og
hrósaði aðstandendum hans fyrir
hið sögulega afrek. „Í dag sann-
aðist enn og aftur, að með afli vís-
indanna og bandarísku hugviti er
ekkert handan þess mögulega.“ AFP
Þrautseigja
skilaði
árangri
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims
samþykktu á fjarfundi sínum í gær
að auka þróunaraðstoð til heilbrigð-
ismála hjá fátækari þjóðum heims til
að bregðast við heimsfaraldrinum.
Munu ríkin sjö, Bandaríkin, Bret-
land, Frakkland, Ítalía, Japan, Kan-
ada og Þýskaland, veita samtals um
7,5 milljörðum bandaríkjadala, eða
sem nemur rúmum 961 milljarði ís-
lenskra króna, til ACT-A og CO-
VAX-verkefnanna, en þeim er m.a.
ætlað að styðja við bólusetningar á
heimsvísu.
Til lítils að vera á undan
Boris Johnson, forsætisráðherra
Breta og „gestgjafi“ fjarfundarins,
sagði í opnunarræðu sinni að ríki
heims yrðu öll að vinna saman í bar-
áttunni gegn kórónuveirunni.
Hét Johnson því að öll bóluefni í
Bretlandi, sem stæðu eftir ónotuð
þegar bólusetningarherferð breskra
stjórnvalda lýkur, yrðu gefin til fá-
tækari þjóða. „Við verðum að
tryggja að heimsbyggðin öll sé bólu-
sett, því þetta er heimsfaraldur. Það
gerir því lítið gagn ef ein þjóð er
langt á undan öðrum, við verðum að
gera þetta saman,“ sagði Johnson.
Fyrr um daginn hafði Emmanuel
Macron Frakklandsforseti skorað á
vestræn ríki að gefa 3-5% af birgðum
sínum til Afríkuríkja, en kröfu Mac-
rons var ætlað að svara gagnrýni um
að ríkari þjóðir heims væru að
hamstra bóluefni og um leið koma í
veg fyrir að fátækari ríki gætu hafið
bólusetningarherferðir sínar.
Varar við áhrifaleysi
Að loknum leiðtogafundi G7-
ríkjanna ávarpaði Macron öryggis-
ráðstefnuna í München, sem einnig
var haldin á netinu. Hvatti Macron
þar til þess að vesturveldin gæfu 13
milljónir skammta af bóluefnum til
Afríkuríkja eins fljótt og mögulegt
væri, en tilgangur þess væri að sjá til
þess að allir heilbrigðisstarfsmenn í
Afríku, sem eru um 6,5 milljónir tals-
ins, gætu verið bólusettir fyrir veir-
unni.
Varaði Macron við því að ef vest-
ræn ríki drægju á langinn að aðstoða
ríki Afríku, myndu þau verða fyrir
réttmætum þrýstingi frá íbúum sín-
um um að leita frekar til Kínverja og
Rússa um að útvega bóluefni, sem
aftur myndi draga úr vægi lýðræð-
isríkjanna á heimsvísu.
Barátta lýðræðis og alræðis
Joe Biden ávarpaði einnig örygg-
isráðstefnuna í München, fyrstur
allra Bandaríkjaforseta. Lýsti hann
því yfir í ræðu sinni að Bandaríkin
væru „snúin aftur“ til samstarfs við
bandamenn sína eftir stirð samskipti
síðustu ára.
Sagði Biden í ræðu sinni að nú
geisaði hörð barátta milli lýðræðis
og alræðis um allan heim, og að sú
barátta væri að ná vendipunkti.
„Og ég trúi af öllum mínum lífs- og
sálarkrafti, að lýðræðið verði að hafa
betur,“ sagði Biden.
Aukin aðstoð við fátæk ríki
G7-ríkin ætla að veita samtals 7,5 milljarða bandaríkjadala til bólusetningar
Bretar ætla að gefa umframbirgðir sínar „Lýðræðið verður að sigra“
AFP
Fjarfundir Biden og Macron ávörp-
uðu báðir ráðstefnuna yfir netið.
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 5 ára lán hjá Lykli. Útborgun 600.000 kr. með notuðum bíl.
Opel Insigni Limousine ‘16, beinskiptur,
ekinn83 þús. km. Verð: 2.390.000 kr.
Opel Astra Enjoy St. ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 60 þús.km. Verð: 2.290.000 kr.
Opel Mokka X Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn71 þús. km. Verð: 3.390.000 kr.
SSANGYONG TIVOLI XLV DLX ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 59 þús.km. Verð: 2.990.000 kr.
150501 590625 446184 446516
Verð ................................ 2.290.000 kr.
Greitt m/notuðum ........ 600.000 kr.
Eftirstöðvar ................... 1.690.000 kr.
Afborgun á mánuði ..... 33.216 kr.**
4x4
4x4
Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 600.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn
gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Not
að
ur
up
pí
ný
le
ga
n 00.000Við tökum gamlabílinn uppí á
Harry Breta-
prins og Meghan
eiginkona hans
hafa hætt öllum
konunglegum
skyldum sínum,
samkvæmt til-
kynningu frá
bresku konungs-
fjölskyldunni í
gær.
Elísabet II.
Bretadrottning hefur því skipað
fyrir um að Harry og Meghan, sem
nú eru titluð sem hertogahjónin af
Sussex, verði gert að skila öllum
heiðurstitlum sínum og vegtyllum
sem þau hafa hlotið á vegum kon-
ungsættarinnar. Þau munu hins
vegar halda hertogatigninni, og
Harry verður áfram sjötti í erfða-
röð krúnunnar.
Harry sviptur heið-
urstitlum sínum
Harry, hertoginn
af Sussex.
BRETLAND
Öldungadeildar-
þingmaðurinn
Ted Cruz sætti
harðri gagnrýni í
gær og fyrrinótt
eftir að hann
ákvað að ferðast
ásamt fjölskyldu
sinni til Cancun í
Mexíkó, á sama
tíma og heima-
ríki hans, Texas,
glímdi við eitt versta vetrarveður
sem skollið hefur á ríkinu í áratugi.
Demókratar í Texas hafa kallað
eftir afsögn Cruz vegna ferðar-
innar, en hann sagðist einungis
hafa ætlað að dvelja í eina nótt, á
meðan kona hans og tvær dætur
kæmu sér fyrir á hóteli sínu. Sagð-
ist Cruz hafa farið að beiðni dætra
sinna, sem hefðu viljað nýta tímann
meðan skólar væru ekki starfandi.
New York Times birti hins vegar
í gærmorgun smáskilaboð frá
Heidi, eiginkonu Cruz, til nágranna
þeirra hjóna, þar sem hún gaf til
kynna að þau hefðu ætlað sér að
dvelja fram til næsta sunnudags.
Cruz hefur viðurkennt að sér
hafi orðið á með ferðinni, en hann
telur þó ekki ástæðu til að víkja
vegna hennar. Málið þykir þó vand-
ræðalegt, þar sem hann hvatti kjós-
endur sína fyrr í vikunni til þess að
halda kyrru fyrir meðan veður-
hamfarirnar gengju yfir.
Kallað eftir afsögn
Cruz vegna ferðar
Ted
Cruz
BANDARÍKIN