Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 26
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verslunin blómstraði hér álandi á síðasta ári og jókstsala stórlega í flestumvöruflokkum á tímum
veirufaraldursins. Í heild jókst versl-
unin um 11% í fyrra og mikill upp-
gangur varð í vefverslun sem óx um
152% á milli ára og mælist nú 7% af
allri hérlendri verslun. Velta í hefð-
bundnum verslunum jókst um 13%.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýútkomnu ítarlegu yfirliti Rann-
sóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Samanburðurinn er byggður á tölum
um kortaveltu.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, rifjar upp að útlitið í ís-
lenskri verslun var afar dökkt á
fyrstu vikunum eftir að faraldurinn
tók að breiðast út eða frá því fyrir
miðjan mars og fram yfir páska.
„Það var skuggalegur samdráttur
þá í smásölu og mjög fáir á ferli,“ seg-
ir hann, en þetta breyttist strax eftir
páska og það sem eftir lifði ársins var
frábær tími í verslun heilt yfir, að
sögn Andrésar.
Tölur um samanlagða verslun á síð-
asta ári leiða í ljós að innlend korta-
velta jókst um 72 milljarða kr. og varð
samtals 481 milljarður kr. en erlend
kortavelta dróst saman um 22 millj-
arða og var 14,5 milljarðar. Dróst er-
lend verslun saman yfir árið um 60%.
Landsmenn keyptu í stórmörk-
uðum og dagvöruverslunum fyrir 206
milljarða kr. í fyrra, og eyddu 32 millj-
örðum kr. meira en á árinu á undan.
Sala áfengis í verslunum ÁTVR jókst
um 40% í fyrra eða um 10 milljarða kr.
og telja skýrsluhöfundar að rekja
megi aukninguna til minni toll-
frjálsrar verslunar og samkomutak-
markana á börum, skemmtistöðum og
veitingahúsum sem og ferðalaga til út-
landa, sem nánast þurrkuðust út.
Sala byggingarverslana jókst um
níu milljarða eða 29% frá árinu á und-
an. Hlutfallslega varð þó mest aukn-
ing í íþróttaverslunum en kaup lands-
manna í íþróttavöruverslunum jukust
í fyrra um 49% eða 2,8 milljarða kr.
frá árinu á undan. Sala í verslunum
með húsgögn og heimilisbúnað jókst
um fjóra milljarða eða 13% og gælu-
dýraverslanir juku sölu sína um 43%
milli ára. Aftur á móti dróst tollfrjáls
verslun saman í fyrra um sex millj-
arða eða 75%. Þá dróst bóka-, blaða-
og hljómplötuverslun saman um 13%.
Netverslun tók stórt stökk í fyrra
og varð strax vart mikillar aukn-
ingar í apríl en mesta velta og aukn-
ing milli ára átti sér stað í nóvember
skv. yfirlitinu, sem talið er að rekja
megi einkum til tilboðsdaganna
þriggja í þeim sama mánuði sem eru
dagur einhleypra, svartur föstudag-
ur og stafrænn mánudagur.
Yfir árið óx vefverslun um 19
milljarða og var heildarveltan 32
milljarðar. Í nóvember var veltan í
vefversluninni 7,6 milljarðar kr.
Fram kemur að af heildarveltu í vef-
verslun eyddu Íslendingar lang-
mestu í stórmörkuðum og dagvöru-
verslunum á seinasta ári eða fyrir
6,2 milljarða og var vöxturinn 273%.
Kaup á netinu í verslunum með hús-
gögn og heimilisbúnað jukust um
þrjá milljarða eða um 258% milli ára.
Vefverslun hjá byggingarvöruversl-
unum jókst um 181%, í fataversl-
unum um 165% og um 185% í raf- og
heimilistækjaverslunum.
Andrés segir að vöxtinn í verslun
megi annars vegar rekja til þess að
ferðalög til útlanda féllu niður, en Ís-
lendingar verja að jafnaði 150-200
milljörðum á ferðum erlendis á ári,
auk þess sem kaupmáttur þeirra
sem höfðu vinnu á síðasta ári jókst-
verulega.
Stórmarkaðir
og dagvöru-
verslanir
Áfengis-
verslanir
Bygginga rvöru-
verslanir
Raf- og
heimilistækja-
verslanir
Fataverslanir Verslanir með
húsgögn og
heimilisbúnað
Lyfja-, heilsu-
og snyrtivöru-
verslanir
Íþróttavöru-
verslanir
Gjafa- og minja-
gripaverslanir
Gæludýra-
verslanir
32
10 9 9
4 4 3 2,8
0,6 0.6
19%
40%
29%
40%
13% 13%
15%
49%
18%
43%
Neysla árið 2020:
206 ma.kr. 35 ma.kr. 39 ma.kr. 31 ma.kr. 36 ma.kr. 31 ma.kr. 22 ma.kr. 9 ma.kr. 4 ma.kr. 2 ma.kr.
Breyting á neyslu Íslendinga frá 2019 til 2020
Innlend kortavelta á breytilegu verðlagi í nokkrum vörufl okkum
BEER
BEER
Vitamin
COMPLEX
Heimild: Rannsóknarsetur
verslunarinnar
Aukning 2019-2020:
Milljarðar kr.
Hlutfallsleg aukning
Vefverslunin jókst um
19 milljarða eða 152%
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Notkun nikó-tínpúðahefur rokið
upp hér á landi á
undanförnum miss-
erum. Neysla púð-
anna hefur orðið til
þess að verulega hefur dregið
úr þeim sið að setja íslenskt
neftóbak í vörina. Ástæðan fyr-
ir þessu er sú að púðarnir eru
mun ódýrari en neftóbakið. Að
auki er notkun þeirra hreinlegri
þannig að þeir njóta vinsælda
hjá kvenfólki.
Reykingar hafa verið á hröðu
undanhaldi og nú er svo komið
að aðeins 7,3% þjóðarinnar
reykja. Hlutfall þeirra sem nota
púðana er miklu hærra og í ald-
urshópnum 18 til 24 ára nær
það 25% karla og 21% kvenna,
auk þess sem könnun í fyrra-
haust sýndi að tæp 10% barna í
10. bekk notuðu þá.
Morgunblaðið hefur und-
anfarið fjallað um þetta mál og í
Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins nú um helgina er rætt við
ungan mann á þrítugsaldi, sem
hefur verið í viðjum nikótínpúða
frá því þeir komu á markað hér
haustið 2019. Hann segist orð-
inn algerlega háður púðunum
og ógerningur sé að hætta.
„Ég náði einu sinni þremur
dögum,“ segir hann. „Ég fékk
hita, uppköst og var veikur.
Þetta voru rosaleg fráhvörf eins
og eiturlyfjasjúklingar upp-
lifa.“
Í blaðinu er rætt við Láru G.
Sigurðardóttur, lækni og dokt-
or í lýðheilsuvís-
indum, sem segir
einmitt að nikótín
sé „álíka ávana-
bindandi og heró-
ín“.
Nú stendur til að
setja lög með skýrum reglum
um sölu, markaðssetningu og
notkun nikótínvara, þar á meðal
að einungis verði leyft að selja
þær þeim, sem eru 18 ára og
eldri.
Við frumvarpið hafa komið
ýmsar athugasemdir eins og
sagt var frá í Morgunblaðinu á
fimmtudag. Lára G. Sigurð-
ardóttir er þar á meðal. Hún vill
að aldurstakmarkið verði 25 ár,
þegar heilinn sé fullþroskaður.
Í viðtalinu í sunnudagsblaðinu
segir hún að styrkleiki nikótín-
varanna, sem fáist á almennum
markaði í dag, sé slíkur að þær
breyti hratt taugatengingum í
óþroskuðum heila og valdi því
að barn ánetjist jafnvel fyrr en
hefði það byrjað að reykja.
Sterkustu púðarnir jafngildi því
að reykja þrjár sígarettur í
einu.
Mikið hefur verið lagt í að
draga úr neyslu tóbaks og hefur
það tekist vel. Nikótínpúðarnir
eru síður en svo hættulausir og
mjög ávanabindandi. Það er
eðlilegt að reynt sé að takmarka
útbreiðslu slíkrar vöru meðal
ungs fólks. Það er erfitt að rétt-
læta púðana með því að þeir
hjálpi fólki að hætta að reykja
þegar þorri þeirra, sem neyta
þeirra, hefur aldrei reykt.
Nikótínpúðar eru
síður en svo hættu-
lausir og mjög
ávanabindandi}
Vanabindandi púðar
Á
ður fyrr var talað um veikt og fá-
tækt fólk og eldri borgara sem
ómagafólk, þurfalinga, niður-
setninga, ölmusumenn, bein-
ingafólk, smælingja og bón-
bjargamenn og núna er talað um þennan hóp
sem „þiggjandi bótaþega“ og það á Alþingi.
Eigum við Íslendingar að vera stolt af al-
mannatryggingakerfinu eins og fjármála- og
efnahagsráðherra sagði í viðræðum við mig um
lífeyrissjóðsmál á Alþingi nýlega?
Eigum við að vera stolt af kerfi sem skattar
og skerðir stóran hóp öryrkja og eldri borgara
ekki bara í fátækt heldur í sárafátækt og gerir
þá þar með að „þiggjandi bótaþegum“ í boði
fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar?
Lífeyrissjóðslaun eru lögþvingaður og eigna-
upptökuvarinn sparnaður, að stærstum hluta
fjármagnstekjur. Aðrar greiðslur almanna-
trygginga eru áunnin réttindi, ekki bætur.
Þá segir fjármálaráðherra að kjör þeirra sem minnst
hafa milli handanna og fá „bætur“ frá almannatrygg-
ingum hafi batnað hraðast á undanförnum árum. Kjör
þeirra hafi batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli
handanna og „þiggja“ þó eitthvað úr almannatrygg-
ingakerfinu. Öryrkjar og eldri borgarar séu því „þiggjandi
bótaþegar“, í boði ríkisins.
Lífeyrislaun ellilífeyrisþega eru sköttuð og skert um 60-
80%, sem veldur því að allt of stór hópur þeirra lendir und-
ir fátæktarviðmiðum og sumir í sárafátækt.
Á sama tíma er verið að rífast um hvort verið sé að
skatta arðgreiðslur hjá útgerðarfyrirtækjum um 10% eða
20%. Arðgreiðslur upp á milljarða króna. Er
þetta eðlileg skipting? Ætti ekki að snúa þessu
algjörlega við? Er sanngjarnt að þeir sem fá
milljarða króna arðgreiðslur borgi bara 10-
20% skatt af arðinum sínum, en á sama tíma er
lögþvingaður eignarréttarvarinn lífeyrissjóður
skattaður og keðjuverkandi skertur til fátækt-
ar?
Fjármálaráðherra sagði einnig að stigin
hefðu verið risastór skref á nánast hverju ári
undanfarin ár þannig að t.d. frá árinu 2015
hefði verið aukið við ráðstöfunartekjur þeirra
sem „þiggja bætur“ frá almannatryggingum
að meðaltali um u.þ.b. 25% og þar segist hann
vera að tala um kaupmátt ráðstöfunartekna og
það séu auðvitað ótrúlegar framfarir á ekki
lengri tíma.
En auðvitað lifir enginn á meðaltali af ein-
hverju mjög lágu sem hefur viðgengist áratug-
um saman í boði þessarar ríkisstjórnar og annarra rík-
isstjórna þar á undan sem skertu lífeyrislaun
almannatrygginga með beinum skerðingum og neyslu-
vísitöluhækkunum í stað lögbundinnar launavísitöluhækk-
unar. Þarna vantar upp á á fimmta tug prósenta, sem hef-
ur skilað stórum hópi þeirra sem fá lífeyrislaun frá
almannatryggingum í fátækt eða sárafátækt.
Flokkur fólksins berst fyrir því á Alþingi að hætt verði
skerðingum á lífeyrislaunum og vinnulaunum veiks fólk og
eldri borgara sem hafa verið stundaðar áratugum saman.
gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Þiggjandi bótaþegar
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Það var mikilfagnaðarstund
í höfuðstöðvum
bandarísku geim-
ferðastofnunar-
innar NASA á
fimmtudagskvöldið þegar stað-
fest var að Perseverance-
geimfarið, sem á íslensku má
kalla Þrautseigju, hefði lent
heilu og höldnu á yfirborði
Mars.
Gleði geimvísindamannanna
var fölskvalaus, enda markaði
lendingin lok sjö mánaða ferða-
lags, sem kostað hefur um 2,4
milljarða bandaríkjadala, eða
um 307 milljarða íslenskra
króna. Allt það erfiði og fjár-
magn hefði vel getað verið unn-
ið fyrir gýg á einungis sjö mín-
útum meðan farið lækkaði
flugið á ógnarhraða. En svo fór
ekki, og þó að þessar „sjö mín-
útur af ógn“ virtust heil eilífð
hafði þrautseigjan að endingu
betur.
Verkefni farsins er ekki síður
mikilvægt, en það mun nú
keyra um yfirborð rauðu plán-
etunnar og safna þar jarðvegs-
sýnum og greina. Er leiðangr-
inum meðal annars ætlað að
leita að ummerkj-
um um örverur,
sem mögulega lifðu
á Mars fyrir millj-
örðum ára, þegar
aðstæður þar voru
betur fallnar til lífs en nú.
Hvort sem þau ummerki finn-
ast eða ekki mun rannsóknin
engu að síður færa mannkyninu
mikilvægar vísbendingar um
lífið og þróun sólkerfisins.
Til að fá þau svör mun þurfa
að senda sýnin aftur til jarðar
þar sem þau verða rannsökuð
og greind nánar, en það er hæg-
ara sagt en gert. NASA og evr-
ópska geimferðastofnunin
hyggjast vinna saman að leið-
angri síðar á árinu sem muni
sækja sýnin, og verður það með
erfiðari verkefnum sem geim-
könnuðir mannkyns hafa tekið
sér fyrir hendur.
Hins vegar er vel þess virði
að ráðast í þessa þraut, ekki
síst ef það tekst loksins að fá
svar við spurningunni hvort líf
hafi einhvern tímann þrifist ut-
an jarðar. Af mörgum risa-
skrefum sem stigin hafa verið í
könnun sólkerfisins yrði það
mögulega hið stærsta.
Lending
Perseverance vísar
veginn áfram}
Innrásin til Mars