Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 FASTEIGNIR Fasteignablað Morgunblaðsins Efnistökin er t.d þessi: • Hvernig er fasteigna- markaðurinn að þróast? • Viðtöl við fólk sem elskar að flytja. • Hvernig gerir þú heimili tilbúið fyrir fasteignamyndatöku? • Viðtöl við fasteignasala. • Innlit á heillandi heimili. • Góðar hugmyndir fyrir lítil rými. Pöntun auglýsinga: Sigrún Sigurðardóttir 569 1378 sigruns@mbl.is Bylgja Sigþórsdóttir 569 1148 bylgja@mbl.is KEMUR ÚT 26. feb Endalaust má smíða orð með því að tengja saman fyrri liði og seinniliði á nýjan hátt. Hér má taka dæmi af lýsingarorðum sem enda á–lítill. Greinin er efnislítil og tilþrifalítil en villurnar í henni skað-litlar. Í Íslensk-danskri orðabók Blöndals má finna hátt á þriðja hundrað orð með –lítill: duglítill, þreklítill, verklítill, skillítill o.s.frv. Þangað rataði m.a. orðið eftirgangsmunalítill sem sjálfsagt má hafa um þá sem telj- ast litlir málafylgjumenn, andstætt hinum eftirgangssömu. Blöndalsorðabók má nú skoða í leitarbærum aðgangi á vefsíðunni blondal.arnastofnun.is. Þótt sumar orðabækur séu viðamiklar er ábyggilegt að þangað ratar aldrei nema hluti þeirra orða sem mynduð hafa verið eða hægt er að mynda í mál- inu. Í orðabók Blöndals er m.a. að finna lýsingarorðið stórlítill. Orðið vekur vissulega athygli enda eru orðin stór og lítill jafnan talin dæmigerð andheiti og því mætti í fljótu bragði ætla að innihaldið fæli í sér þversögn. Orðið stórlítill minnir á vissan hátt á lýs- ingarorð eins og ljósdökkur og stuttlangur. Í kvæði Guttorms J. Guttormssonar segir: „Mitt indæla eftirlæti, er elskan hún systir mín, með ljósdökku lokkana sína, og ljósbrúnu augun sín.“ Orðið stuttlangur finnst í Ritmálssafni OH, tekið úr Goðasteini, héraðs- riti Rangæinga: „Nú þurfti að aðgreina mennina heima fyrir og voru nefndir Einar langi, Einar stutti og Einar stuttlangi.“ Torfhildur Hólm leggur orðið stórlítill í munn Jóni Vídalín í sögu sinni af honum sem hún birti í Draupni árin 1892-1893. Í sögunni er Jón tvístígandi um framtíð sína er hann rekst á landa sinn í Kaupmannahöfn, og sá telur sig geta gefið Jóni heilræði um næstu skref: „En jeg skal gefa þjer ráð, sem get- ur orðið þjer að liði, ef þú fer hyggilega með.“ – „Þú ert þá stór-lítill“, mælti Jón, „ef þú ræður fram úr vandræðum mínum.“ Í Blöndalsorðabók er orðið stórlítill, eins og Torfhildur notar það í þessu dæmi, sagt merkja „större end en ser ud til“, þ.e. einhver reynist stærri en hann lítur út fyrir að vera. Það minnir á félagsheimilið í Stuðmannamyndinni, sem utan frá séð var smákofi en heilmikil höll þegar inn var komið. Önnur merking orðsins stórlítill er einnig gefin í Blöndalsorðabók; „meget lille“, þ.e. afar lítill. Þarna gefur stór- herðandi merkingu, líkt og í fjölmörg- um sams konar dæmum, t.d. stórfurðulegur, stórskemmtilegur o.s.frv. Svavar Guðnason listmálari notar orðið stórlítill að því er virðist í merking- unni „afar lítill“ í samtali sem Matthías Johannessen skráði (M. Samtöl II, 1978). Svavar tekur svo til orða er hann rifjar upp bernsku sína í Hornafirði („… ég er svona smáþorpsmaður …“) og ákveðna eiginleika sem hann grein- ir hjá sumu samferðafólki sínu úr litlum þorpum: „… það líður undir því að hafa verið stórt fólk á þessum stórlitlu stöðum.“ Stórlítið Samvinna Sigfús Blöndal og eiginkona hans, Björg Þorláksdóttir Blöndal, unnu saman við gerð Íslensk-danskrar orðabókar Blöndals. Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Tungutak Markaðssvið Keilis – miðstöðvar vísinda, fræðaog atvinnulífs, hefur ákveðið að veita auglýs-ingafé sínu í aðra átt en að miðlum Sýnarnæstu misserin, segir í frétt á mbl.is föstu- daginn 19. febrúar. Þetta sé gert „í ljósi nýbirtra upplýs- inga er varða líkamssmánun og skeytingarleysi starfs- manna gagnvart umræðunni“. Ástæðan fyrir ákvörðuninni eru niðrandi ummæli í útvarpsþætti í stöð Sýnar. Í yfirlýsingu vísinda- og fræðamiðstöðvarinnar segir: „Siðareglur Keilis kveða á um að við komum í veg fyrir að í starfi okkar viðgangist hvers kyns óréttlæti.“ Daginn áður, fimmtudaginn 18. febrúar, var sagt frá því á mbl.is að ríkisútvarpið (RÚV) hefði farið fram á við útgerðarfélagið Samherja að taka niður myndskeið á Facebook með gagnrýni á fréttastofu RÚV. Þá bað fréttastofan ritstjórn Facebook að fjarlægja myndband Samherja af samfélagsveitu sinni. Var það gert í nafni höfundarréttar enda hefði Samherji „ekki aflað sam- þykkis frá safnadeild Ríkisútvarpsins fyrir notkun á hljóð- og myndefni áður en félagið setti myndbandið í birtingu“. Samherji hafði tilkynnt safnadeildinni notkun sína á 15 sekúndum úr fréttum RÚV og óskað eftir reikningi segir á mbl.is. Á vef RÚV segir að hægt sé að panta hljóð- og myndefni hjá RÚV-safni til einkanota eða opinberrar birtingar. Samherji snerist fyrir nokkr- um mánuðum til varnar gegn fréttastofu RÚV vegna þess sem útgerðin telur rang- færslur í Namibíumálinu svonefnda. Snerta umræddar 15 sekúndur frásögn sem því tengist. Verður sú flókna saga ekki rakin hér. Víst er að spurt verður að leikslokum í því máli eins og Seðlabankamálinu svonefnda þar sem stjórn- endur bankans og fréttamenn RÚV tóku höndum saman til að sverta Samherja. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV, sak- aði Samherja um þjófnað á efni RÚV í samtali við mbl.is 18. febrúar 2021. Hann fordæmdi Samherja fyrir að nota efni úr fréttum RÚV í „áróðursmyndbönd“ og sagði einn- ig: „Við höfum beðið safnadeildina um að láta okkur vita af því ef Samherji óskar eftir myndefni í frekari mynd- bandagerð, til þess að geta tekið afstöðu til þess. […] Þetta eru ný vinnubrögð.“ Þessi tvö dæmi, annars vegar um vísinda- og fræðamið- stöð sem telur eigin siðareglur banna auglýsingu hjá fyrirtæki vegna ummæla eins af þáttargerðarmönnum þess og hins vegar um ríkisfréttastofu sem telur eðlilegt að hún stjórni því hverjir fái að greiða fyrir og birta efni úr RÚV-safninu eru „ný vinnubrögð“ eins og vara- fréttastjóri RÚV segir. Tilgangur þeirra er að banna um- ræður í stað þess að ræða mál. Margt af því sem hent er á loft í umræðum líðandi stundar og verður að hneykslunarefni er miklu veiga- minna en það sem hér um ræðir. Miklar umræður eru víða erlendis um þá áráttu háskólamanna og fjölmiðla- manna að grípa frekar til útilokunar en rökræðna. Frjálsar og opnar umræður um mál sem teljast við- kvæm og kunna að særa einhverja eru einfaldlega bann- aðar. Gripið er til hótana til að halda fyrirlesurum frá há- skólasvæðum. Ritstjórar eru flæmdir frá störfum, ekki endilega vegna þess sem þeir skrifa heldur þess sem þeir birta. Sjálfstæð menntastofnun, Keilir, telur það falla að ímynd sinni og siðferðilegri ábyrgð að setja fjölmiðlafyr- irtæki í bann vegna þess að einum starfsmanna þess varð á í mess- unni. Starfsmaðurinn baðst af- sökunar og Sýn tók þáttinn af dagskrá. Ríkisrekin fréttastofa berst svo hatrammri baráttu við burðarfyr- irtæki í íslenskum sjávarútvegi að leitað er á náðir stjórnenda Face- book til að loka á gagnrýna upp- lýsingamiðlun útgerðarinnar í krafti ásakana um ritstuld. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið alið á þeirri skoðun að eitthvað óeðlilegt sé við að Samherji noti þá miðla sem fyrir hendi eru til að skýra mál sitt. Samherji vegur vissulega harkalega að fréttastofu RÚV en rök eru færð fyrir öllu sem sagt er. Lokaúrræði fréttastofunnar er að grípa til ritskoðunar með aðstoð stjórnenda Face- book um sama leyti og Facebook vekur hneykslun vegna lokunar á fréttamiðlun á síðu sinni í Ástralíu þar sem inn- lendir fréttamenn saka tæknirisann um ritstuld. Að RÚV sé opinbert hlutafélag en ekki ríkisstofnun leiðir varla til þess að þeir sem eiga samskipti við RÚV- safnið þurfi að lúta því að beiðni þeirra um efni sæti sér- stakri skoðun hjá fréttastofunni og hún eigi síðasta orðið sjálfri sér til varnar. Að svo sé vegna Samherja end- urspeglar tvennt: Í fyrsta lagi hve hörmulega starfsmenn RÚV hafa haldið á málefnum útgerðarfélagsins og sam- skiptum við það. Það væri illt í efni ef miðlun frétta af mönnum og málefnum leiddi að jafnaði til þess sem að of- an er lýst. Í öðru lagi að fréttamenn RÚV telja eðlilegt að allar venjulegar samskiptareglur séu sniðgengnar og taki mið af hagsmunum fréttastofunnar. Ekki gildi hlutlægt mat heldur það sem mönnum finnst um hitt eða þetta, með öðrum orðum geðþótti. Vill einhver í raun að þróunin í fjölmiðlun verði á þenn- an hátt hér á landi? Að siðareglur fræðamiðstöðvar standi í vegi fyrir eðlilegum samskiptum hennar við fjölmiðla- fyrirtæki? Að allar eðlilegar samskiptareglur við RÚV verði að víkja fyrir sérhagsmunum fréttastofu sem hefur komið sér í slíkan vanda að aðeins ritskoðun sé til bjarg- ar? Ritskoðun ekki rökræður Frjálsar og opnar umræður um mál sem teljast viðkvæm og kunna að særa einhverja eru einfaldlega bannaðar. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Ritdómur minn í Morgunblaðinu10. desember 2020 um bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika, varð Jóni Ólafssyni, aðal- yfirlesara bókarinnar, tilefni til harðrar árásar á mig í Kjarnanum 14. desember fyrir „geðvonsku, smá- smygli og öfund“, þótt hann nefndi að vísu ekki einasta dæmi um, að ég færi rangt með. En hann sagði af mér sögu. Hann kvaðst hafa verið nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð endur fyrir löngu, þegar ég hefði komið þangað til að and- mæla sósíalisma. Ég hefði haft á reiðum höndum tilvitnanir í kenn- ingasmiði marxismans og jafnvel nefnt blaðsíðutöl. „Hins vegar vildi svo einkennilega til að þegar sam- viskusamir menntaskólanemar fóru að leita uppi tilvitnanirnar þá reynd- ist erfitt að finna þær. Það var ekki fyrr en löngu síðar að einhver benti mér á að hversu snjallt þetta mælskubragð væri – að nefna blað- síðutöl út í loftið – því þannig fengju áheyrendur á tilfinninguna að ræðu- maðurinn gjörþekkti textana sem hann vitnaði í eftir minni. Og þótt einhver færi að grufla í bókunum á eftir, þá breytast fyrstu hughrif ekki svo auðveldlega.“ Svo vill til, að ég man vel eftir þessu. Ég hafði vitnað í fræg um- mæli Levs Trotskíjs í Byltingunni svikinni: „Í landi, þar sem ríkið er eini atvinnurekandinn, er stjórn- arandstæðingurinn dæmdur til hægs hungurdauða.“ Sósíalistarnir á fundinum efuðust um, að rétt væri eftir haft, og nefndi ég þá blaðsíðu- talið. Ástæðan var einföld. Nokkru áður hafði ég háð kappræðu við Halldór Guðmundsson, þá æstan trotskíista og síðar ráðsettan bóka- útgefanda. Hann hafði efast um, að Trotskíj hefði sagt þetta. Ég hafði haft þetta úr bók Friedrichs von Hayeks, Leiðinni til ánauðar, en þar hafði ekkert blaðsíðutal verið nefnt. Ég gerði mér þess vegna ferð upp á Landsbókasafn, fór yfir bók Trot- skíjs og fann tilvitnunina á blaðsíðu 283 í frumútgáfunni frá 1937. Þess vegna hafði ég nú blaðsíðutalið á reiðum höndum. Hér er það ekki ég, heldur Jón, sem beitir mælsku- bragði. Ég nefni mörg önnur dæmi um brellur Jóns í svari mínu, sem birtist í Kjarnanum 14. febrúar. Jón virðist lítið hafa þroskast, frá því að hann sat fundinn í Norðurkjallaran- um í Menntaskólanum í Hamrahlíð fyrir fjörutíu árum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Brellur Jóns Ólafssonar Af innlendum vettvangi fellur niður Föst grein Styrmis Gunnarssonar, Af innlendum vettvangi, fellur niður í dag vegna veikinda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.