Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 35
hann Trausti, óþreytandi og
alltaf að, hvort sem það var að
sinna afabörnunum eða dytta að
einhverju eða gera eitthvað til
að gleðja fólkið sitt. Við fjöl-
skyldan eigum afar góðar minn-
ingar um óteljandi stundir með
Trausta þar sem hann fann upp
á einhverju skemmtilegu. Ófáar
voru sumarbústaðaferðirnar þar
sem var teiknað, málað, smíðað,
tálgað, bakað, gengið, sagðar
sögur eða spilað og afabörnun-
um kenndi hann afar margt eins
og að spila vist, veiða, gera
hafragraut og baka afabrauð en
það er ekki bara þessi beini lær-
dómur sem Trausti skilur eftir
hjá þeim heldur það dýrmæta
veganesti út í lífið að gefast
ekki upp og mæta áskorunum
með bros á vör.
Trausti kenndi mér mikið um
afstöðu til lífsins og koma tvö
orð sérstaklega í huga mér þeg-
ar ég hugsa um Trausta og eru
þau hjartahlýja og seigla.
Trausti var einstök fyrirmynd
og með yfirvegun, blik í auga,
bros á vör og blýant í hendi
mætti hann lífinu og bauð því
upp í dans.
Með ljóði Sigríðar Björns-
dóttur vil ég kveðja elsku
tengdapabba minn og veit að nú
er hann frjáls.
Ég kem bæði fagnandi og frjáls,
ég er ferðbúin indæla vor,
ég vil fljúga yfir fjöll, yfir háls,
ég vil finna mín æskunnar spor.
(Sigríður Björnsdóttir)
Lóa Birna Birgisdóttir.
Elsku afi. Þú stóðst þig svo
ótrúlega vel í baráttunni við
sjúkdóm þinn, þú barðist lengi
og það var alveg ótrúlegt að sjá
hvað þú varst sterkur maður og
lést ekkert á þig fá. Ég er svo
montin að geta kallað þig afa
minn. Það sem þú gerðir og
reyndir á þig til að geta kennt
mér marga hluti. Þú kenndir
mér hvernig á að gera besta
hafragraut í heimi, hvernig það
er hægt að gera alls konar list á
marga vegu; mála steina, mála
Snæfellsjökulinn okkar fallega,
smíða báta og spila félagsvist.
Ég gæti talið þessa hluti enda-
laust áfram en það sem situr
mest eftir er einmitt þetta, þeg-
ar við fórum að ósnum og létum
báta fljóta í ánni. Þegar þú
komst í grunnskólann minn og
kenndir krökkunum í bekknum
hvernig á að spila félagsvist í
bekkjarhittingi, og svo auðvitað
Arnarstapaferðin þegar við mál-
uðum saman stóra mynd sem ég
hef alltaf geymt eins og gull
heima. Sögurnar sem þú hvísl-
aðir alltaf í eyrun mín hvar sem
við vorum, þær róuðu mig svo
mikið. Það var svo róandi og
kósí að umgangast þig, ég gat
slakað svo vel á í kringum þig.
Núna ert það þú sem getur
slakað á og hvílt þig að eilífu.
Þú verður alltaf hjá mér og ég
mun aldrei gleyma minningun-
um okkar saman.
Ég elska þig.
Þorbjörg Kristinsdóttir.
Elsku Trausti bróðir minn er
nú fallinn frá. Á milli okkar var
einstakur órjúfanlegur strengur
væntumþykju og kærleika. Mik-
ill söknuður og minningar
streyma fram en þá er gott að
geta yljað sér við allar góðu
minningarnar frá því ég var lítil
stelpa. Má þar fyrst nefna að
mér var sagt að þegar ég fædd-
ist yngst níu systkina hefði
Trausti verið mjög ánægður
með það. Hann var alla tíð
áhugasamur um litlu systur og
ávallt kom hann með eitthvað
fallegt handa Káu litlu eins og
ég var kölluð af mínum nánustu.
Oft beið ég eftir að bræður mín-
ir kæmu heim í hálftíukaffið á
morgnana því Trausti gaf sér
alltaf tíma til að gantast í litlu
systur sinni áður en hann fór til
vinnu aftur. Hann var ætíð með
blýant eða penna við höndina og
fannst mér mjög gaman að
fylgjast með myndum hans
verða til. Ég gat beðið hann að
teikna hvaða dýr sem var en
hænur voru í miklu uppáhaldi
hjá mér og svo sendi hann mér
stundum myndir í pósti. Fjöll,
bátar og jökullinn voru einnig í
uppáhaldi.
Eftir að hann stofnaði fjöl-
skyldu var gaman að fylgjast
með þegar fjölskyldan þeirra
Hönnu og Trausta stækkaði og
strákarnir fæddust og barna-
börnin komu í heiminn. Að
ógleymdum kisunum þeirra,
Elsu og síðan Símoni.
Elsku Hanna, Beggi, Kiddi,
Viðar og fjölskyldur, ég sendi
ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Þið hafið staðið
ykkur svo óendanlega vel og
hlúð vel að Trausta í veikindum
hans af mikilli ást og natni.
Megi góður Guð styrkja ykk-
ur um ókomna daga og ár.
Þín systir,
Kristín.
Trausti frændi var alveg ein-
stakur maður og svo mikill
uppáhaldsfrændi. Hann var svo
iðinn, jákvæður, góðhjartaður,
áhugasamur, hæfileikaríkur,
fjölhæfur og með alveg einstak-
lega góðan húmor. Alltaf þegar
ég heimsótti hann þegar ég var
yngri var hann að búa til eitt-
hvað fallegt. Trausti frændi var
svo sniðugur og skapandi.
Hvort sem hann var að mála á
stein, teikna mynd, tálga við eða
smíða bát fyrir börnin til að láta
sigla. Hann skapaði svo falleg
listaverk þrátt fyrir veikindi sín
sem verða ávallt vel varðveitt.
Einnig á ég mjög sterkar
minningar frá því að heimsækja
Trausta og fjölskyldu og fá að
leika með Símoni, kisunni
þeirra, sem mér þótti mjög
skemmtilegt. Svo passaði
Trausti frændi vel upp á að við
mæðgur fengjum alltaf besta
harðfiskinn frá honum með okk-
ur í bæinn. Trausti frændi hefur
alltaf verið mér mikil fyrirmynd
í lífinu. Hann hafði alveg ein-
staka sýn á lífið sem kom hon-
um án efa í gegnum veikindi sín.
Það var alltaf svo gaman að
hitta Trausta og hann mun allt-
af vera uppáhaldsfrændi minn
sem ég geymi dýrmætar minn-
ingar um.
Elsku Trausti frændi, hvíldu í
friði.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Steinunn Dúa.
Okkur systkinunum á Grund-
arbrautinni langar að minnast
elsku Trausta frænda sem átti
sérstakan stað í okkar hjörtum.
Margar eru minningarnar af
góðum æskuárum í Ólafsvík þar
sem mikill samgangur var á
milli heimilanna, okkar á
Grundarbrautinni og Hönnu og
Trausta í Hjallabrekkunni. Bara
nokkur hús á milli og stutt að
skjótast yfir, það var oft kátt á
hjalla, fullt hús af fullorðnum og
börnum og borðin að svigna
undan kræsingum.
Við eigum margar minningar
af Trausta að koma heim á
Grundarbrautina að redda mál-
um, oftast var það þvottavélin
sem þurfti að kíkja á enda fékk
hún aldrei hvíld á stóru heimili.
Trausti var alltaf tilbúinn að
redda málum, veita hjálpar-
hönd, alltaf með bros á vör og
að grínast í okkur krökkunum.
Hann var mikill dýravinur,
einn af þeim fáu sem við þekkt-
um í Ólafsvík sem átti hesta og
allar kisurnar! Hann var því-
líkur kisukall og mjálmin, hann
gat mjálmað alveg eins og kött-
ur og með tilþrifum, þetta
fannst okkur svo sniðugt. Það
lék allt í höndunum á honum,
var ekki bara flinkur að gera
við, heldur einnig mikill lista-
maður. Það voru ófáar mynd-
irnar sem hann teiknaði og mál-
aði og gaf vinum sínum og
vandamönnum. Núna er ljúft að
ylja sér við þær minningar sem
list hans skilur eftir sig. Trausti
var mikill Ólsari og var hann
mjög lukkulegur þegar hann
eignaðist einkanúmerið ÓLS-
ARI, hann var stoltur af því.
Hann var léttur í lundu, mik-
ill húmoristi og hafði einstak-
lega góða nærveru, það líkaði
öllum vel við Trausta.
Það hefur alltaf verið mikill
kærleikur á milli systkinanna,
börnum Öddu og Magga, svo
um er talað, kærleikur sem
aldrei hefur borið skugga á og
eru þau góðar fyrirmyndir fyrir
okkur börnin þeirra. Núna er
skarð fyrir skildi í þeirra stóra
systkinahópi.
Við minnumst Trausta með
þakklæti, takk fyrir væntum-
þykjuna og góðu stundirnar
elsku frændi.
Fyrir hönd okkar systkin-
anna,
Guðbjörg Gylfadóttir
Blöndal.
Engu meira ljúfmenni hef ég
kynnst að öðrum ólöstuðum en
frænda mínum og æskufélaga
Trausta Magnússyni.
Trausti hefur nú kvatt þenn-
an heim og þá verða ekki fleiri
ferðirnar til hans á sjúkrahús
Akraness þar sem við hittumst
stundum er hann barðist við sín
erfiðu veikindi og þurfti því oft
að dvelja á sjúkrahúsum.
Þeim tíma var vel varið er ég
sat hjá Trausta og hlýddi á
óborganlegar skemmtisögur og
einnig fróðleik er við spjölluðum
saman við rúmið eða frammi á
setustofunni. Þær stundir og í
þau skipti er við spjölluðum
saman í setustofu sjúkrahússins
eru mér kærar og munu lifa í
minningunni.
Trausti var einn af félögum
mínum er fengust við tónlist um
tíma og hann er annar úr hópn-
um sem kvatt hefur þennan
heim, blessuð sé minning þeirra.
Ég veit að ég mæli fyrir
munn okkar félaganna að við
kveðjum Trausta með söknuði.
Þegar við kveðjum samferðafólk
erum við minnt á hve dýrmætt
það er að eiga traustan og góð-
an vin eins og Trausti frændi
var.
Nú sefur sálin sæl
og sólin okkur sýnir
í faðmi guðs hann hvílir
þar loga ljósin skær.
Vertu sæll minn vinur
þér eilíft fylgi friður
á nýjum dvalarstað.
(IGÞ)
Aðstandendum sendi ég sam-
úðarkveðju.
Ingibjartur G. Þórjónsson.
Eftir langt sjúkdómsstríð
hefur vinur minn Trausti Magn-
ússon kvatt þetta jarðlíf. Þessi
einstaki öðlingur hefur vafalaust
verið hvíldinni feginn svo mjög
sem veikindin hafa hrjáð hann
og heft í hinu daglega lífi. En
lánið hans mikla var að eiga
hana Hönnu sem eiginkonu sem
hefur sinnt honum og vakað yfir
honum í veikindum hans af ein-
stakri alúð.
Trausti var Ólsari í orðsins
fyllstu merkingu. Hann fæddist
þar, ólst þar upp og starfaði alla
tíð utan þess tíma að hann sótti
nám við Iðnskólann í Reykjavík
þaðan sem hann lauk prófi sem
rafvirki. Og hann var þvílíkur
Ólsari að hann fékk einkanúm-
erið Ólsari á bílinn sinn fljótlega
eftir að nýtt númerakerfi var
tekið upp. Það var notalegt að
mæta bílnum þeirra Trausta og
Hönnu og maður gat verið viss
um hver væri á ferðinni og
skartaði þessu sérstaka bílnúm-
eri. Þessi hægláti maður sem
Trausti var vissi vel hvað hann
vildi og stóð fastur á sínu þegar
það átti við en var hugljúfur í
öllum samskiptum.
Frá því að við vorum börn
áttum við Trausti samleið uns
ég flutti að heiman. Tengsl mín
við Trausta voru ekki síst í
gegnum bróður minn Snorra en
þeir voru jafnaldrar og skóla-
bræður og lærðu rafvirkjun hjá
rafvirkjameistara í Ólafsvík og
unnu síðan saman hjá Rarik í
Ólafsvík á meðan heilsa Trausta
leyfði. Við Trausti áttum sam-
eiginlegt áhugamál í tónlistinni
og nutum þeirra forréttinda að
vera í stúkunni Ennisfjólu þar
sem dansað var að loknum stú-
kufundunum. Síðar hófst náið
samstarf okkar þegar við ásamt
fleirum stofnuðum danshljóm-
sveit sem sá m.a. um hljóðfæra-
leik á stúkufundum og síðan á
dansleikjum í Samkomuhúsinu
Ólafsvík, í Röst á Hellissandi, á
Görðum og síðan Lýsuhóli og
Breiðabliki þar sem sveitaballa-
menningin náði hámarki.
Trausti lék á bassa í hljómsveit-
unum ÓMÓ og Þyrnum og naut
þess að vera á sviðinu á sveita-
böllum um allt Snæfellsnesið og
stundum einnig í Dölum, m.a.
Búðardal og í samkomuhúsinu á
Staðarfelli þar sem þá var hús-
mæðraskóli og þótti kjörið að
efna til dansleikja þar að þeirra
tíma hætti. Hagnaður hljóm-
sveitarinnar af dansleikjahald-
inu var síðan notaður til ferða-
lags þegar við félagarnir í
Þyrnum sigldum á fyrsta far-
rými á Gullfossi til Kaupmanna-
hafnar með viðkomu í Skotlandi.
Þetta var fyrsta ferð okkar
flestra til útlanda. Ferðin var
eftirminnileg í alla staði en við
ferðuðumst bæði um Danmörku,
Þýskaland og Svíþjóð þaðan
sem við flugum svo heim eftir
góða ferð um þessi lönd þar sem
flest kom okkur á óvart. Þessi
ferð styrkti vináttu hópsins og
rifjaði Trausti ferðina oft upp
þá er við hittumst á förnum vegi
eða á skrifstofu Rarik í Ólafsvík
þangað sem ég kom reglulega á
þeim tíma er þeir Snorri bróðir
minn og Trausti störfuðu þar og
stóðu vaktina svo tryggja mætti
raforkuflutninginn jafnt að
sumri sem vetri. Oft voru þeir
félagar kallaðir út til viðgerða á
háspennulínum jafnt í byggð
sem í ofsaveðri á Fróðárheiði
eða í Búlandshöfða þar sem
staurar höfðu brotnað eða línur
slitnað. Það átti vel við Trausta
að sinna þjónustustörfum á borð
við það að annast viðgerðir eða
setja upp raforkumæla fyrir
fólk sem vissulega kunni að
meta alúðlega framkomu hans.
En Trausta var margt til lista
lagt því hann málaði mikið, m.a.
á lábarða fjörusteina. Mér er
minnisstætt er ég hitti hann
óvænt framan við Ráðhúsið í
Stykkishólmi þar sem hann gaf
mér fallega steina með mynd af
Súgandiseynni sem er við
Stykkishólmshöfn og fuglum en
þessar myndir hafði hann málað
til þess að gefa vini sínum. Ég
tók þessari óvæntu gjöf fagn-
andi og varðveiti hana vel og
dáist að þessu fallega verki hans
sem hann vann þrátt fyrir sjúk-
leika sinn.
Með þessum orðum vil ég
minnast Trausta vinar míns um
leið og við Hallgerður vottum
Jóhönnu konu hans og fjöl-
skyldu þeirra samúð.
Sturla Böðvarsson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
PÉTURS JÓSEFSSONAR,
Fróðengi 9, Reykjavík.
Helgi Pétursson Lísa María Pétursson
Halldór Pétursson Halldóra Ingibergsdóttir
Hildur Pétursdóttir Oliver Kentish
Hólmfríður Pétursdóttir Arnar Helgi Kristjánsson
Arnkell Logi Pétursson Marta María Hafsteinsdóttir
Þorkell Máni Pétursson Dröfn Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
EDDU M. HJALTESTED,
Hraunbrún 51, Hafnarfirði,
sem jarðsungin var þriðjudaginn 2. febrúar.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Drafnarhúss og einnig
starfsfólki Báruhrauns, Hrafnistu Hafnarfirði fyrir umönnun og
alúð í veikindum Eddu.
Sveinn Þráinn Jóhannesson
Magnús Þór Sveinsson Jórunn Guðmundsdóttir
Arnar Sveinsson Sveindís A. Jóhannsdóttir
Guðm. Ingvar Sveinsson Brynhildur Hauksdóttir
Sunna Sveinsdóttir
og barnabörn
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og vinsemd við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
VILHJÁLMS K. HJARTARSONAR
bifreiðarstjóra,
Fossvegi 8, Selfossi.
Sérstakar þakkir til sr. Guðmundar Karls og alls starfsfólks
Fella- og Hólakirkju, stuðningur ykkar er ómetanlegur. Þá eru
starfsfólki á lyflækninga- og göngudeild HSU sendar þakkir fyrir
góða umönnun og hlýtt viðmót, Guð blessi ykkur öll.
Þ. Harpa Jónsdóttir
Hjörtur V.W. Vilhjálmsson Sangwan Wium
Ragnhildur Vilhjálmsdóttir Ingibjörn Jóhannsson
Gunnar Örn Vilhjálmsson
Jón Vilhjálmsson Súsanna Gunnarsdóttir
Kristinn Þ. Vilhjálmsson Anna Lilja Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við fráfall frænku okkar,
ARNDÍSAR STEINGRÍMSDÓTTUR.
Óttar, Steingrímur, Lára María og Björg Ellingsen
Lára Margrét, Guðrún og Katrín Sigurðardætur
Steingrímur, Þóra og Vigdís Löve Jónsbörn