Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 20.02.2021, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 60 ára Hilmar er Kefl- víkingur. Hann er húsa- smiður og lögreglu- maður að mennt og starfar sem lögreglu- maður hjá lögreglu- stjóranum á Suður- nesjum. Hilmar er í Golfklúbbi Suðurnesja. Maki: Guðný Sigríður Magnúsdóttir, f. 1964, sérfræðingur í Landsbankanum. Börn: Hanna Björk, f. 1993, Lilja Ósk, f. 1996, d. 1997, og Íris Ósk og Björgvin Theodór, f. 1998. Barnabarnið heitir Ingi- bergur Long, f. 2019, og þríburar eru á leiðinni eftir mánuð. Foreldrar: Björgvin Theodór Hilmarsson, f. 1933, d. 2014, vélstjóri, og Jóhanna Sig- ríður Pálsdóttir, f. 1935, d. 2016, húsmóðir og matráður. Þau voru búsett í Keflavík. Hilmar Theodór Björgvinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er dagurinn sem þú átt að gefa hjarta þitt allt í vináttu- eða ástarsam- band. En mundu samt að flas er ekki til fagnaðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki sérkennilega framkomu manna slá þig út af laginu. Vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Njóttu heppni þinnar með góðri samvisku því þú átt ávinninginn skilið. Umbunaðu þér með því að gera eitthvað sérlega skemmtilegt í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki alltaf auðvelt að setja sig í fótspor annarra. Lestu vel smáa letrið og leitaðu þér sérfræðingsaðstoðar með vandasöm úrlausnarefni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Fólk kemur saman til að halda í mikilvægar fjölskylduhefðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar. Segðu já ef einhver vill gefa þér eitthvað í dag sem bætir heimilið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálp- legir né koma með uppbyggilegar hug- myndir við lausn verkefnir. Haltu þínu striki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt allur sé varinn góður get- ur sá tími komið að best henti að hlaupa til eftir hugboði sínu. Skrifaðu það strax niður, eins fljótt og þú getur – þú gætir gleymt því. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vináttan er verðmæti sem eng- inn skyldi fara gáleysislega með en hafa ber í huga að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir eru margir gammarnir sem vilja umfram allt klófesta eitthvað af eigum þínum. Dýrir hlutir höfða alltaf til þín en þetta er ekki rétti tíminn til að kaupa þá. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. Ekki gleyma að sinna þeim sem næst þér standa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gerir þér enga grein fyrir mögu- legum hindrunum í hamingjuríkri framtíð- arsýn þinni. Fólk leitar ráða hjá þér um ým- is efni. sem haldnar voru með vini sínum og aðstoðarökumanni, Ísaki Guðjóns- syni. „Árið 1998 gerðum við sam- starfssamning við Toyota og Shell sem varði í fjögur ár og var ótrúlega skemmtilegur tími með einvala keppnisliði. Á ferlinum náðum við tveimur Íslandsmeistaratitlum.“ smíða eftir pöntun, en áður snerist allt um magn sem var óhagstætt fyrir okkur Íslendinga.“ Íslandsmeistari í rallakstri Hjörtur byrjaði ungur í mótor- sporti og frá 1994 til 2001 keppti hann í nánast öllum rallkeppnum H jörtur Pálmi Jónsson er fæddur 20. febrúar 1971 í Reykjavík. Hann ólst upp í Hafn- arfirði til 5 ára aldurs en átti síðan heima í Garðabæ til tví- tugs. „Ég tel mig því vera Garðbæ- ing, en síðan þá hef ég búið í Hafn- arfirði. Í þrjú sumur var ég í sveit í Norðtungu í Þverárhlíð hjá Skúla og Sillu þar sem ég átti virkilega góð sumur hjá því góða fólki.“ Hjörtur gekk í Flataskóla og Garðaskóla og fór í nám í rafvirkjun í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lauk sveinsprófi 1994. Hann lærði hjá Stefáni Guðnasyni. Hann fór í MBA nám við HÍ 2017 og lauk því 2019. „Það var sérstakt að setjast á skólabekk eftir langa fjarveru, en þar kynntist ég skemmtilegum og fjölbreyttum hópi. MBA-námið var mjög gefandi og ég mæli eindregið með því að brjóta upp tilveruna og uppfæra sjálfan sig með þessu námi.“ Hjörtur hefur unnið hjá Iðnvélum meginhluta af starfsævi, en Iðnvélar hafa um 40 ára skeið verið einn stærsti aðilinn í innflutningi, sölu og þjónustu á nýjum vélum og tækjum til iðnaðar sem og annarra atvinnu- greina og stofnana. Meðal við- skiptavina Iðnvéla hafa verið fyrir- tæki eins og Marel og Skaginn 3X og fjöldinn allur af járn- og tré- smiðjum sem hafa smíðað sínar vél- ar úr tækjum sem þau hafa keypt hjá Iðnvélum. Hjörtur byrjaði sem rafvirki í þjónustudeildinni, var því næst í sölu og hefur verið fram- kvæmdastjóri Iðnvéla frá 2011. „Helsta ástæða þess að ég er búinn að vera svona lengi í þessum geira er að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tækni og sjálfvirkni í vélum og búnaði. Það hefur líka verið gaman að fylgjast með þróun síðustu ára sem hefur hentað okkur Íslend- ingum betur en keppinautum okkar erlendis. Framleiðslutæknin hefur þróast úr fjöldaframleiðslu í að Hjörtur hætti keppni 2001 en sneri aftur í eina keppni árið 2018 og náði 3. sæti á Íslandsmóti. Nokkrum árum eftir að Hjörtur hætti rallakstri hóf hann að keppa í motocrossi og endurokeppnum á mótorhjóli og náði einum Íslands- meistaratitli þar. „Eftir það tók ég upp á því að skrá mig í Hlaupahóp FH þar sem ég nú er þjálfari. Ég hef hlaupið Laugaveginn, sem er 55 km utanvegahlaup, ásamt maraþoni. Ég tel mig vera heppinn að hafa get- að byrjað á hlaupaferlinum eftir öll þau brot og skrámur sem ég hlaut við að vera í rallíinu og á mótor- hjólunum.“ Upp á síðkastið hefur Hjörtur ferðast mikið innanlands með fjöl- skyldunni og vinum og ætlar að halda því áfram. „Við hjónin höfum meðal annars tekið þátt í hinum og þessum hlaupum víðs vegar um landið og ferðast talsvert tengt því. Meðal annars tók ég 2015 þátt í mótaröð kenndri við Landvættina sem var skemmtileg áskorun þar sem ég hafði ekki reynt áður fyrir mér í þremur af fjórum greinum.“ Hjörtur hefur einnig lengi verið við- loðandi skot- og stangveiði. „Ég hef minnkað ástundunina á síðustu ár- um, en þar ber hæst reglulegar Hjörtur P. Jónsson framkvæmdastjóri –50 ára Fjölskyldan Jón Logi, Gísli Þráinn, Hjörtur, Snædís Ósk, Andrea og Hjördís. Ekki enn sannað að hafa vakið afmælisbarn með lúðrasveit Rallíkapparnir Ísak og Hjörtur í keppninni sem þeir tóku þátt í árið 2018. Fossavatnsganga Skíðagangan er ein af Landvættaþrautunum. 40 ára Sólveig er Grindvíkingur en býr í Reykjavík. Hún er þroskaþjálfi að mennt og er íþróttafulltrúi hjá Körfuknattleiks- sambandi Íslands. Sólveig lék körfubolta mestallan feril sinn með Grindavík en einnig með KFÍ. Hún lék 22 landsleiki. Maki: Svandís Anna Sigurðardóttir, f. 1982, kynjafræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Börn: Sefton Ýmir, f. 2015, og Björt Annette, f. 2018. Foreldrar: Gunnlaugur Dan Ólafsson, f. 1948, fyrrverandi skólastjóri í Grindavík, búsettur í Reykjavík, og Stefanía Guð- jónsdóttir, f. 1950, vann síðast í Bláa lón- inu, búsett í Grindavík. Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir Til hamingju með daginn Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.