Morgunblaðið - 20.02.2021, Side 46
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðmundur Ágúst Kristjánsson,
kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavík-
ur, hefur dvalið hérlendis í vetur og
veltir fyrir sér hvernig hann vill
haga útgerðinni á árinu. Guðmundur
er með keppnisrétt á Áskorenda-
mótaröð Evrópu eins og í fyrra. Með
vorinu mun hann væntanlega byrja
að keppa í Evrópu en vegna heims-
faraldursins fer hann sér hægt eins
og aðrir í að gera áætlanir.
„Maður þorir ekki að bóka neitt
þótt mótaskráin hafi verið gefin út.
Mótaröðin byrjar í Suður-Afríku 22.
apríl og þar verða þrjú mót en þau
áttu upphaflega að vera í febrúar.
Vikuna eftir það byrja mótin í Evr-
ópu og eru mót á dagskrá nánast all-
ar helgar fram í nóvember,“ sagði
Guðmundur Ágúst sem á eftir að
velja hvaða mót hann fer í enda seg-
ist hann sjaldan taka meira en þrjú
mót í röð. „Ég veit ekki alveg hvern-
ig ég geri þetta. Síðasta sumar var
hrikalega leiðinlegt að koma heim í
viku og vera sex daga í sóttkví. Það
væri æðislegt ef það yrði komið
bóluefni svo hægt væri að sleppa við
það. Þetta var fínt þegar smitgát var
notuð,“ sagði Guðmundur þegar
Morgunblaðið hafði samband.
Til mikils að vinna
Áskorendamótaröðin er sú næst-
sterkasta í Evrópu og í vissum skiln-
ingi eins og b-deild fyrir Evrópu-
mótaröðina þar sem margir af bestu
kylfingum Evrópu spila. Áhugafólk
um golfíþróttina hérlendis er farið
að þekkja ágætlega til þar sem Birg-
ir Leifur Hafþórsson var lengi með
keppnisrétt á Áskorendamótaröð-
inni, þá Axel Bóasson og nú Guð-
mundur ásamt Haraldi Franklín
Magnús. Í lok tímabilsins getur góð
staða á stigalistanum opnað ýmsar
dyr. Það getur sigur í stöku móti
einnig gert eins og gerðist þegar
Birgir Leifur vann mót í Frakklandi
haustið 2017.
„Til mikils er að vinna því tuttugu
efstu sætin á mótaröðinni gefa
keppnisrétt á Evrópumótaröðinni
árið eftir. Auk þess fá fjörutíu og
fimm efstu einhvern keppnisrétt á
Evrópumótaröðinni. Það getur þýtt
að menn fá kannski sex til sjö mót
árið eftir en veltur á ýmsu,“ sagði
Guðmundur en segir of snemmt að
segja til um hvort hann muni fara í
æfingabúðir í hlýrra loftslagi áður
en mótaröðin fer af stað.
„Ég hef ekki verið erlendis síðan
seint í nóvember og maður verður að
gera það. Hvernig það verður veit
maður ekki á þessum tímapunkti.
Ég hef heldur ekki tekið ákvörðun
um hvort ég fer í mótin í S-Afríku í
apríl. Það gæti verið erfitt að vera
hinum megin á hnettinum ef ástand-
ið verður slæmt. Þrátt fyrir tak-
markanir þá leið mér vel innan Evr-
ópu í fyrra en það er spunrning
hvort maður fer út fyrir álfuna.“
Fer sér hægt eins og er
Meiðsli í framhandlegg og úlnlið
hafa angrað Guðmundur í vetur og
hefur hann ekki fengið greiningu á
því hvað veldur sársaukanum.
„Ég hef verið að ströggla út af
meiðslum og hef þess vegna ekki
slegið mikið í vetur. Það kom upp í
lok síðasta árs og ekki er búið að
finna út hvað er að. Ég fer mér hægt
og vona að þetta skáni því hæfileik-
arnir og getan verða til staðar. Þetta
byrjaði í raun í þriðja síðasta mótinu
í fyrra og ég spilaði meiddur í síð-
ustu þremur mótunum. Ég er ekki
að deyja úr sársauka og þarf bara að
vera þolinmóður. Ég hef farið í
myndatökur án þess að hafa fengið
greiningu á þessu.“
Guðmundur Ágúst nýtur aðstoðar
Arnars Más Ólafssonar, eins reynd-
asta golfþjálfara Íslendinga, þegar
kemur að golfsveiflunni og tækni-
atriðum henni tengdum.
„Ég hef unnið með Arnari Má frá
því hann bjó í Berlín árið 2016. Hef-
ur hann hjálpað mér virkilega mikið.
Ég var ekki í mínu besta standi þeg-
ar ég byrjaði að vinna með honum og
á honum því nánast allt að þakka.
Þegar ég kem heim meðan á tíma-
bilinu stendur þá er gott að hitta
þjálfarann og fjölskylduna. Er það
miklu skynsamlegra en að vera einn
úti að reyna að pæla í þessu, sem er
heldur ekki hollt fyrir sálina,“ sagði
Guðmundur Ágúst Kristjánsson í
samtali við Morgunblaðið.
Líklegt að Guðmundur
haldi utan með vorinu
Guðmundur Ágúst bíður átekta Þorir ekki að bóka ferðir að svo stöddu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kylfingur Guðmundur
Ágúst reynir eins og
aðrir að átta sig á
hvað sé fram undan í
heimsfaraldrinum.
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Lengjubikar karla
Riðill 1:
Valur – Grindavík ..................................... 8:1
Valur 3, Afturelding 3, HK 3, KA 0, Vík-
ingur Ó. 0, Grindavík 0.
Riðill 3:
Stjarnan – ÍA ............................................ 2:0
Stjarnan 6, ÍA 3, Grótta 1, Keflavík 1,
Vestri 0, Selfoss 0.
Riðill 4:
Þróttur R.– Breiðablik............................. 0:5
Breiðablik 6, Þróttur R. 3, Fylkir 3,
Fjölnir 0, ÍBV 0, Leiknir R. 0.
England
Wolves – Leeds......................................... 1:0
Staðan:
Manch. City 24 17 5 2 49:15 56
Manch. Utd 24 13 7 4 50:31 46
Leicester 24 14 4 6 42:26 46
Chelsea 24 12 6 6 40:24 42
West Ham 24 12 6 6 37:28 42
Liverpool 24 11 7 6 45:32 40
Everton 23 11 4 8 35:33 37
Aston Villa 22 11 3 8 36:24 36
Tottenham 23 10 6 7 36:25 36
Arsenal 24 10 4 10 31:25 34
Wolves 25 9 6 10 26:32 33
Leeds 24 10 2 12 40:43 32
Southampton 23 8 5 10 30:39 29
Crystal Palace 24 8 5 11 27:42 29
Burnley 24 7 6 11 18:30 27
Brighton 24 5 11 8 25:30 26
Newcastle 24 7 4 13 25:40 25
Fulham 24 3 10 11 20:32 19
WBA 24 2 7 15 19:55 13
Sheffield Utd 24 3 2 19 15:40 11
Þýskaland
Aminia Bielefeld – Wolfsburg................. 0:3
Staða efstu liða:
Bayern München 21 15 4 2 61:29 49
RB Leipzig 21 13 5 3 37:18 44
Wolfsburg 22 11 9 2 35:19 42
Eintr.Frankfurt 21 10 9 2 43:29 39
Leverkusen 21 10 6 5 39:23 36
Dortmund 21 10 3 8 41:31 33
Spánn
Real Betis – Getafe................................... 1:0
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 22 17 4 1 45:14 55
Real Madrid 23 15 4 4 41:19 49
Barcelona 22 14 4 4 49:21 46
Sevilla 22 14 3 5 32:16 45
Real Sociedad 23 10 8 5 37:20 38
Villarreal 23 8 12 3 32:24 36
Real Betis 24 11 3 10 32:38 36
Holland
B-deild:
Jong PSV - Den Bosch ............................ 1:0
Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 88
mínúturnar með PSV.
Jong Ajax - Cambuur .............................. 1:1
Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í
leikmannahópi Ajax.
Belgía
B-deild:
Seraing - Union St. Gilloise .................... 0:2
Aron Sigurðarson var allan tímann á
bekknum hjá USG.
Danmörk
AaB - Midtjylland..................................... 0:2
Mikael Anderson kom inn á sem vara-
maður á 85. mínútu hjá Midtjylland.
Staða efstu liða:
Midtjylland 17 11 3 3 29:17 36
Brøndby 16 11 1 4 32:20 34
AGF 16 8 5 3 27:16 29
København 16 9 2 5 30:25 29
Randers 16 8 2 6 25:14 26
SønderjyskE 16 7 3 6 25:22 24
AaB 17 5 6 6 18:24 21
Olísdeild karla
Haukar – Selfoss .................................. 25:20
Staðan:
Haukar 9 7 1 1 258:219 15
FH 10 6 2 2 294:264 14
Afturelding 10 6 1 3 255:256 13
Stjarnan 10 5 1 4 271:264 11
Selfoss 9 5 1 3 236:218 11
ÍBV 9 5 1 3 265:249 11
Valur 10 5 1 4 288:280 11
KA 9 3 4 2 239:222 10
Fram 10 4 1 5 244:251 9
Grótta 10 2 3 5 244:249 7
Þór Ak. 10 2 0 8 224:265 4
ÍR 10 0 0 10 230:311 0
Danmörk
Skjern - Ringsted................................. 30:29
Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir
Skjern.
Svíþjóð
Kristianstad - IFK Ystad .................... 26:22
Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk
fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð-
mundsson 2.
Guif - Aranäs........................................ 23:32
Daníel Freyr Ágústsson varði 9 skot í
marki Guif.
Skövde - Malmö ................................... 22:22
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki
með Skövde.
Knattspyrnukonan Sandra María
Jessen er barnshafandi en hún er
26 ára gömul og samningsbundin
Bayer Leverkusen í þýsku 1. deild-
inni. Hún von á sér í lok ágúst en
hún hefur ekkert leikið með þýska
liðinu á þessu ári. Sandra er uppal-
in hjá Þór/KA á Akureyri en gekk
til liðs við þýska félagið árið 2019
eftir að hafa leikið með því á láni
frá Þór/KA árið 2016. Þá á hún að
baki 31 A-landsleik þar sem hún
hefur skorað sex mörk. Ítarlegt við-
tal við Söndru má finna inni á
mbl.is/sport/fotbolti.
Landsliðskona
barnshafandi
Ljósmynd/Bayer Leverkusen
Þýskaland Sandra var valin besti
leikmaður úrvalsdeildarinnar 2018.
SA vann í gærkvöldi 3:2-sigur á SR
í Hertz-deild karla í íshokkí í
Skautahöll Reykjavíkur. Sig-
urmarkið kom á lokasekúndum
leiksins eftir mikinn spennuleik.
Axel Snær Orongan var hetja
SA-manna en hann skoraði sig-
urmarkið 22 sekúndum fyrir leiks-
lok með sínu öðru marki. Einar
Grant skoraði einnig fyrir SA á
meðan Pétur Maack og Kári Arn-
arsson gerðu mörk SR.
SA er með fullt hús stiga eftir
fjóra leiki en SR hefur tapað öllum
fjórum leikjum sínum.
Dramatískt sig-
urmark SA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hetjan Axel Snær Orongan lætur
finna fyrir sér í gærkvöldi.
Haukar fóru upp í toppsæti Ol-
ísdeildar karla í handbolta með
25:20-sigri á Selfossi á heimavelli í
gær. Haukar eru ósigraðir í fimm
leikjum, með fjóra sigra og eitt jafn-
tefli, eftir að deildin hóf göngu sína á
ný eftir hlé vegna kórónuveirunnar.
Orri Freyr Þorkelsson var
markahæstur í liði Hauka með átta
mörk og Brynjólfur Snær Brynjólfs-
son gerði fjögur mörk. Maður leiks-
ins var hins vegar landsliðs-
markvörðurinn Björgvin Páll
Gústavsson en hann varði 18 skot,
þar af eitt vítakast, í marki Hauka.
Hergeir Grímsson, Guðmundur
Hólmar Helgason og Ragnar Jó-
hannsson skoruðu fimm mörk hvor
fyrir Selfoss.
„Þegar út í seinni hálfleikinn var
komið tóku Hafnfirðingar fastar á
Selfyssingum í varnarleiknum með
þeim afleiðingum að þeir urðu brotn-
ir og bognir.
Þá nýttu þeir færin sín með
Björgvin Pál Gústafsson fremstan í
flokki í markinu og sigurinn var í
raun aldrei í hættu.
Selfyssingar voru aldrei nægilega
sannfærandi í sínum leik í kvöld til
þess að vinna leikinn.
Þeir fóru illa með allt of mörg
dauðafæri og köstuðu boltanum frá
sér í hvert einasta skipti sem þeir
fengu færi til þess að minnka forskot
Hauka í tvö mörk í síðari hálfleik,“
skrifaði Bjarni Helgason m.a. um
leikinn á mbl.is.
Eftir fjóra sigra í röð eru Selfyss-
ingar búnir að tapa tveimur leikjum
í röð, en liðið mátti þola tap fyrir
Fram í síðasta leik, 25:27.
Haukamenn flugu upp í toppsætið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markvarsla Björgvin Páll Gústvsson átti magnaðan leik fyrir Hauka.