Morgunblaðið - 20.02.2021, Qupperneq 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Kliður kallar Guðjón Ketilsson
myndlistarmaður sýninguna sem
hann opnar í Listamönnum galleríi á
Skúlagötu 32 í dag, laugardag.
Vegna sóttvarnareglna verður ekki
um eiginlega opnun að ræða en opið
verður milli 12 og 16 og verður Guð-
jón á staðnum.
Guðjón er einn fremsti mynd-
listarmaður sinnar kynslóðar hér á
landi og hefur haldið um fjóra tugi
einkasýninga á fjögurra áratuga
ferli. Hann hlaut Íslensku mynd-
listarverðlaunin í fyrra. Guðjón er
einstaklega hagur listamaður og
sýnir nú „nýjar teikningar/tákn/
teikn og þrívítt verk“, eins og segir í
tilkynningu frá sýningarsalnum. Tit-
illinn, Kliður, vísar á hljóðrænan
hátt til þess mikla massa af orðum
og umgjörðum orða, sem listamað-
urinn teiknar inn á myndflöt flestra
verkanna; orð sem kjósa að hjúfra
sig hvert að öðru, snúa sér í allar átt-
ir á myndfletinum og eiga þannig í
nokkurs konar samtali sín á milli svo
úr verður kliður, eins konar mynd-
rænn hljóðveggur, vegna þess að
hvert orð tengist öðru en er um leið
mynstur og sjálfstætt form.
„Mér fannst þetta heiti, Kliður,
sameina verkin hér inni en þau falla
öll undir tilraunir til að takast á við
tungumálið,“ segir Guðjón þegar
hann er truflaður við uppsetningu
verkanna. „Hér sjáum við ekki
tungumálið sem samskipti heldur
frekar blæbrigðin og hrynjandina í
tungumálinu.“
Á sýningunni er alls kyns muldur
orða; á gólfi stendur skúlptúr úr
spjöldum utan af bókum og vísar til
orðanna sem hafa verið á milli
spjaldanna og á veggjum eru til að
mynda teikningar út frá prímtölum,
samtölum og lófum listamannsins.
Guðjón ítrekar að hrynjandin sé
mikilvæg fyrir sér fyrir sköpun
verkanna og svo séu vitaskuld í þeim
innbyrðis átök og ýmiss konar notk-
un á táknum. „Mér finnst spennandi
að takast á við sameiginlegan skiln-
ing á þessum táknum. En teikningin
er lykilatriðið.“
Það er sem teikningin velli fram, í
heillandi flæði sem Guðjón virðist
alltaf finna agað form.
„Ég viðurkenni það,“ segir Guð-
jón. „Það er alltaf verkefnið, að
koma böndum á þetta. Þá kemur líka
inn stærðfræði á fagurfræðilegan
hátt. Við hverja teikningu legg ég
upp með nýjar forsendur. Þessar
teikningar þarna“ – hann bendir á
tvö verkanna – „sýna til að mynda
stjörnuhimininn yfir annars vegar
norðurhveli og hins vegar suðurhveli
jarðar. Þarna var ég að hugsa um
stjörnumerkin sem eru þekkt form,
en ég hef ekki mikla þekkingu á
stjörnuhimninum og nálgast þetta
alfarið út frá því hvernig er hægt að
skapa slík stjörnumerki.“
Svipað má segja um kolateikn-
ingar af lófum Guðjóns en þegar
rýnt er í þær má sjá að hann hefur
dregið línur lófa sinna upp úr orðum.
„Ég er alltaf að muldra eitthvað
með því að teikna og skrifa orð –
stundum er það alveg ólæsilegt en
orðin eru samt þarna. Þetta eru mín-
ir lófar, mitt muldur, og ég að reyna
að lesa eitthvað út í þessar línur sem
sumir telja að standi fyrir eitthvað,
rétt eins og línurnar á stjörnuhimn-
inum.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Orðateikningar „Mér finnst spennandi að takast á við sameiginlegan skiln-
ing á þessum táknum. En teikningin er lykilatriðið,“ segir Guðjón Ketilsson.
Nýjar forsendur
í hverri teikningu
Guðjón Ketilsson kemur með sínum hætti böndum á orðin
Victor Hugo var að deyja ereins og sköpuð fyrir aðdá-endur franska skáldsins.Aftur á móti er hún ekki
eins auðskiljanleg, og líklega ekki
eins mikið hnossgæti, fyrir þau sem
lítið til Hugos þekkja. Bókin er
þannig fullkomin fyrir útvalda en
hefur upp á lítið að bjóða fyrir al-
múgann, svolítið
eins og jarðarför
skáldsins sjálfs
sem þó var þekkt
fyrir baráttu sína
fyrir lítilmagn-
ann.
Bókin hefst á
hinstu andar-
tökum skáldsins
Victors Hugos,
sem uppi var á nítjándu öld og er
frægastur fyrir Vesalingana annars
vegar og Hringjarann í Notre-Dame
hins vegar. Sagan fjallar svo um það
sem gerist eftir að skáldið dregur
andann í hinsta sinn, ringulreiðina
sem til verður þegar franska þjóðin
hefur misst þennan áhrifamikla
mann. Veruleg togstreita skapast á
milli öreiganna og auðmannanna, en
báðar sortir fólks virðast vilja eigna
sér Hugo, þótt hinir fyrrnefndu hafi
líklega átt skilinn mun stærri hlut af
hinu fallna skáldi en hinir síðar-
nefndu. Stór hluti sögunnar fer því í
að segja frá skipulagi jarðarfarar-
innar, sem er að mestu leyti skipu-
lögð fyrir velmegandi Frakka, og
loks jarðarförinni sjálfri.
Um er að ræða heimildaskáldsögu
og hefur höfundurinn, Judith Perr-
ignon, hlotið mikið lof franskra
gagnrýnenda fyrir það hvernig hún
fer með söguna af andláti Victors
Hugos, sem er auðvitað stórmerki-
leg. Andlát Hugos hafði þau áhrif að
„samfélagið [var] gripið hitasótt“,
eins og það er orðað á bókarkápu
Victor Hugo var að deyja.
Sagan er sögð út frá nokkrum
sjónarhornum og er ekki alltaf alveg
skýrt hver það er sem segir frá.
Þessi aðferð er sögunni samt sem
áður nauðsynleg þar sem jarðarförin
skiptir breiðan hóp fólks máli, nánar
tiltekið frönsku þjóðina í heild. Les-
andinn fær sjaldan að kynnast per-
sónunum mikið enda er þeirra eini
tilgangur í sögunni að vera speglar
fyrir skáldið mikla og þann missi
sem Frakkar upplifðu þegar Hugo
féll frá.
Það má velta því fyrir sér hvort
sagan af andláti Victors Hugos eigi
erindi í íslenskt samfélag og hvort
hún eigi erindi við þau sem eru ekki
forfallnir aðdáendur skáldsins. Eins
og áður segir er auðvitað um stór-
merkilegan viðburð að ræða, andlát
eins merkasta skálds Frakka, sem
leiddi af sér dramatísk viðbrögð,
ofsafengna sorg og reiði fransks
samfélags. Frásögn af slíku hlýtur
að eiga erindi í hvaða aðstæður sem
er, þótt það sé ekki á færi hvaða les-
anda sem er að heillast algjörlega af
henni.
Í öllu falli er hér um að ræða vel
skrifaða og þýdda bók um áhrif Vict-
ors Hugos á samfélag sitt. Textinn
er háfleygur en aðgengilegur og gef-
ur ágætisinnsýn í franskt samfélag
og andlát skáldsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn Þetta er vel skrifuð og þýdd bók um áhrif Victors Hugos á
samfélag sitt, segir gagnrýnandinn um skáldsögu Judith Perrignon.
Háfleyg
en aðgengileg
Heimildaskáldsaga
Victor Hugo var að deyja
bbbnn
Judith Perrignon.
Rut Ingólfsdóttir þýddi.
Ugla, 2020. Kilja, 239 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Hin glæsilega sýningarhöll Grand Palais í hjarta
Parísarborgar hefur mestmegnis staðið tóm síðast-
liðið ár vegna kórónuveirufaraldursins. Bygging
Grand Palais hófst árið 1897, þar hafa í meira en
öld verið settar upp allrahanda sýningar og menn-
ingarviðburðir en um síðustu aldamót var bygg-
ingin friðlýst. Nú hefur verið tilkynnt að hún verði
ekki opnuð á næstunni og þar verði ekki settar upp
neinar sýningar á næstu árum, því fjögurra ára
æði viðamikið viðhaldsverkefni er að hefjast. Árið
2024 mun skálinn frægi úr stáli og gleri síðan hýsa
hluta Ólympíuleikanna og Ólympíuleika fatlaðra,
áður en hefðbundið sýningahald hefst aftur vorið
2025.
AFP
Ólympíuleikarnir í Grand Palais
Sýningin „Um stund“ hefur verið
opnuð í Gallerí Gróttu. Þar sýnir
myndlistarkonan Bryndís Björg-
vinsdóttir verk sem spanna árin
2015 til 2021 og fær með sér Bryn-
dísi Steinu Friðgeirsdóttur sem
miðlar elsta verkinu á sýningunni,
„Skósögum“, á nýjan máta. Sýning-
arstjóri er Bryndís Friðgeirsdóttir.
Í verkunum á sýningunni endur-
speglast saga kvenna og vetrar-
náttúruafla í gegnum blandaða
tækni þar sem málaralist, textíll,
útsaumur, ljósmyndun og form
tvinnast saman. Bryndís vinnur
með gönguna, skóna og sporin sem
við skiljum eftir okkur. Síðustu árin
hefur hún verið búsett á Vest-
fjörðum þar sem daglegir göngu-
túrar um hennar nánasta umhverfi
hafa gefið henni aukinn innblástur.
Vetrarstemning og göngutúrar
koma sterkt fram í nýrri verkum
hennar sem endurspegla upplifun
hennar í vetrarríki Vestfjarða.
„Söguskór“ er elsta verkið og
hófst þegar Bryndís fékk gefins
muni frá konum og fylgdu þeim
sögur eða minningar sem hún
saumaði í skó sem nú móta hang-
andi söguhring 198 kvenna.
Skósögur Marglaga verk, það elsta á
sýningunni, með sögum 198 kvenna.
„Skósögur“ fjölda kvenna meðal verka
á sýningunni Um stund í Gallerí Gróttu