Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 » Hin rómaða spuna-sveit ADHD kom fram á tvennum tón- leikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu á miðvikudagskvöldið var. Þrátt fyrir alls kyns hömlur af völdum veiru- faraldursins hefur sveit- in ekki setið auðum höndum og kynnti nýtt efni sem verður á vænt- anlegri plötu – og þá fór hún í tónleikaferð um Þýskaland. ADHD skipa nú bræðurnir Óskar og Ómar Guð- jónssynir, Tómas Jóns- son og Magnús Trygva- son Eliassen. Spunasveitin ADHN lék á tvennum tónleikum í Jazzklúbbnum Múlanum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Galdrakarlar Tómas Jónsson og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir fremstir á sviðinu. Tónleikagestir Stefanía Jörgensdóttir og Einar Einarsson. Lukkuleg Ásgrímur Angantýsson og Harpa Einarsdóttir hlýddu á. Gestir Tónleikagestir nutu þess að heyra bæði ný og eldri verk ADHD. Með grímu Félagarnir Jörgen Berndsen og Örn Scheving. Nú styttist í eina merkustu kvik- myndahátíð heims, Berlinale, sem haldin er árlega í Berlín, en vegna farsóttarinnar var henni frestað um nokkrar vikur, fram í byrjun mars, auk þess sem sérstök sumarhátíð verður haldin frá 9. til 20. júní. Engin er kvikmyndahátíð án verð- launa og á myndinni má sjá sveitta starfsmenn Noack-málmsmiðjunnar bræða verðlaunagripi hennar, gyllta birni. Björninn er einkennisdýr há- tíðarinnar og prýðir vörumerki henn- ar. Tilkynnt hefur verið hvaða kvik- myndir verði sýndar á hátíðinni í keppnisflokkum og þeirra á meðal eru Albatross eftir Xavier Beauvois, Petite Maman eftir leikstjóra verð- launamyndarinnar Portrait of a Lady on Fire, Céline Sciamma og Next Door sem er fyrsta kvikmyndin sem leikarinn Daniel Brühl leik- stýrir. Hátíðinni hefur aldrei verið skipt áður í tvö tímabil líkt og gert er nú og fer hún líka að hluta fram á netinu. AFP Hiti Það er erfitt að steypa birni úr málmi og hitinn mikill við þá iðju. Birnirnir eru verðlaunagripir Berlinale. Verðlaunabirnir mótaðir úr málmi Lognið og stormurinn er næstum það sama er heiti sýningar sem mexíkóski listamaðurinn Hugo Llanes opnar í menningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi í dag, laugardag. Fjallar sýningin um list sem hægt er að borða. Nú um helgina og þá næstu mun Hugo Llanes velta fyrir sér sögum sem matur segir og kanna listræna möguleika eldamennskunnar og matvælaframleiðslu. Maturinn verður skoðaður sem félagslegt, menningarlegt og jafnvel pólitískt fyribæri, saga hans og ímynd skoð- uð til að skapa eins fjölbreytta upp- lifun og hægt er úr næringarríkum efnivið. Hugo kláraði meistaranám við Listaháskóla Íslands í fyrra. Hann lærði myndlist í Vera Cruz áður en hann fór til Mexíkóborgar, Lund- úna og loks Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum hérlendis en þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi. Listamaðurinn Hugo Llanes veltir fyrir sér sögum sem matur segir og kannar list- ræna möguleika eldamennskunnar. Sýning um list sem má borða Í Þjóðminjasafni Íslands stendur yfir sýningin Teiknað fyrir þjóðina – Myndheimur Halldórs Péturs- sonar. Á morgun, sunnudag, kl. 14 gengur Goddur – Guðmundur Odd- ur Magnússon, listamaður og pró- fessor við Listaháskóla Íslands, með gestum um sýninguna og ræðir um verkin og myndheiminn. Sýningin er yfirlitssýning á verk- um teiknarans Halldórs Péturs- sonar (1916-1977) og þar eru sýnd- ar teikningar, skissur og fullunnin verk hans frá barnæsku til æviloka. Í marga áratugi var handbragð Halldórs alltumlykjandi í íslensku samfélagi og hann telst einn ástsæl- asti teiknari þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að skrá sig á leið- sögnina á vef safnsins eða með því að hringja í síma 530-2202. Fjölhæfur Hluti teikningar eftir Halldór Pétursson á sýningunni í Þjóðminjasafni. Goddur fjallar um verk Halldórs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.