Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 56
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind | Kringlunni | Spönginni | Reykjanesbæ | Akranesi
Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Íslensku þýðinga-
verðlaunin 2021
verða veitt á Gljúfra-
steini í dag. Að verð-
laununum standa
Bandalag þýðenda og
túlka, Rithöfunda-
samband Íslands og
Félag íslenskra bóka-
útgefanda. Tilnefnd
eru Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson
fyrir þýðingu sína 43 smámunir eftir Katrin Ottars-
dottir; Guðrún Hannesdóttir, fyrir þýðingu sína Dyrnar
eftir Mögdu Szabó; Heimir Pálsson fyrir þýðingu sína
Leiðin í Klukknaríki eftir Harry Martinson; Magnús Sig-
urðsson fyrir þýðingu sína Berhöfða líf eftir Emily
Dickinson; Sigrún Eldjárn fyrir þýðingu sína Öll með
tölu eftir Kristin Roskifte; Þórarinn Eldjárn fyrir þýð-
ingu sína Hamlet eftir William Shakespeare og Þórdís
Gísladóttir fyrir þýðingu sína Álabókin eftir Patrik
Svensson.
Íslensku þýðingaverðlaunin veitt
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Haukar fóru upp í toppsæti Olísdeildar karla í hand-
bolta með 25:20-sigri á Selfossi á heimavelli í gær-
kvöldi. Haukar eru ósigraðir í fimm leikjum, með fjóra
sigra og eitt jafntefli, eftir að deildin hóf göngu sína á
ný eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Landsliðsmarkvörð-
urinn Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í marki
Hauka og var maður leiksins.
Eftir fjóra sigra í röð eru Selfyssingar búnir að tapa
tveimur leikjum í röð, en liðið mátti þola tap fyrir Fram í
síðasta leik, 25:27. »46
Haukamenn upp í toppsætið eftir
sanngjarnan sigur á Selfyssingum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Vinkonur mínar reyndu stundum að
draga mig með til Spánar í sumarfrí,
en ég tók það aldrei í mál, finnst betra
að ganga á fjöll á Íslandi,“ segir Álf-
heiður Jónsdóttir á Akureyri sem
verður 100 ára á morgun, sunnudag-
inn 21. febrúar.
Álfheiður fæddist á Akureyri og
hefur svo gott sem búið þar öll sín
æviár. Hún var á árum áður mikill
fjallagarpur og ötull liðsmaður Ferða-
félags Akureyrar þar sem hún tók
reglulega að sér fararstjórn í ferðum
félagsins.
Foreldrar Álfheiðar voru þau Jón
Samsonarson húsgagnasmiður, fædd-
ur á Siglufirði 1870 og Valgerður Sig-
urðardóttir, Eyfirðingur, fædd 1883,
en hún lést þegar Álfheiður var 11 ára
gömul. Valgerður var klæðskeri,
lærði iðnina hjá dönskum manni sem
bjó á Akureyri. Eiginmaður Álfheiðar
var Karl Hjaltason húsgagnasmiður
og smíðakennari, en þau skildu. Þau
eignuðust einn son, Harald sem var
póstmeistari og stöðvarstjóri m.a. á
Patreksfirði, í Grindavík og Reykja-
vík. Hann er látinn. Börn Haraldar
eru Jón Páll og Álfheiður og lang-
ömmubörnin eru þrjú, Aldís, Freyja
Bjarnveig og Bríet Björk.
Yfir Sprengisand sumarið 1942
Álheiður kveðst þokkalega hress
miðað við aldur, en þó farin að tapa
heyrn og sjónin hefur gefið sig. Hún
starfaði við verslunarstörf lengst af,
átti t.d. ásamt fleirum skóverslunina
Lyngdal við Hafnarstræti á Akureyri
um árabil.
Þegar Álfheiður lítur yfir farinn
veg eru henni minnisstæðar ótal
fjallaferðir og sú ánægja sem þær
veittu henni. Hún rifjar upp fyrstu
ferð sína með Ferðafélagi Akureyrar,
sumarið 1942 þegar riðið var suður yf-
ir Sprengisand. Þau voru 11 alls í
ferðinni og hrossin 23 talsins. Far-
arstjóri var Þorsteinn Tryggvason en
Álfheiður var eina konan í ferðinni.
Vegir voru harla fáir á Sprengisandi á
þessum tíma, í miðri heimsstyrjöld.
Álfheiður man enn vel að hópurinn
rakst á Jóhannes úr Kötlum á ferð
sinni yfir hálendið, en hann hafði
þann starfa að hafa eftirlit með girð-
ingum milli Norður- og Suðurlands
og gæta þess að fé færi ekki á milli.
„Við sáum hann tilsýndar, hann var
stór maður og stæðilegur og á af-
skaplega fallegu hrossi,“ segir Álf-
heiður.
Íslandsmeistari í bruni
Síðustu ferð sína á vegum Ferða-
félags Akureyrar fór hún að vetri til
með fjóra Finna upp á Stóra-Hnjúk
yst á Hlíðarfjall, eins konar fjalla-
skíðaferð eins og nú eru móðins.
Eyjafjörður skartaði sínu fegursta
þegar upp á topp var komið og voru
finnsku fjallagarparnir bergnumdir
yfir fegurðinni sem við blasti. „Það er
dýrlegt að vera til upp til fjalla, í
hreinu og tæru lofti og upplifa frið-
sældina,“ segir Álfheiður.
Flest fjöll í Eyjafirði hefur hún klif-
ið en einnig farið lengra, nefnir m.a.
Snæfell og Herðubreið.
„Ég hef alltaf haft gaman af úti-
veru,“ segir hún, en á árum áður
stundaði hún skíði af kappi. Í þá daga
gengu Akureyringar upp að Skíða-
stöðum, skála sem stóð í hálsinum
vestan við Fálkafell.
Álfheiður var félagsmaður í
Íþróttafélaginu Þór og keppti á skíð-
um fyrir félagið. Hún vann eitt árið
Íslandsmeistaratitil í bruni. Hún ger-
ir á sinn hógværa hátt lítið úr því og
segist helst hafa viljað sleppa allri
keppni, bara skemmta sér á skíðum.
Álfheiður hefur miklar mætur á
Laugafelli, en þar á Ferðafélag Ak-
ureyrar vinsælan skála með heitri
laug á hlaðinu. Hún var í Laugafells-
nefnd FFA og fór árum saman í byrj-
un sumars til að gera húsið klárt fyrir
gesti og eins að haustinu til að loka
fyrir veturinn.
„Mér þykir alltaf vænt um Lauga-
fell, þar átti ég margar góðar stund-
ir,“ segir hún og lýkur samtalinu
svona:
Ég hef gengið langa leið,
hátt um fjöll og dali.
En það er liðið æviskeið,
nú geng ég bara um sali.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Tímamót Álfheiður Jónsdóttir 100 ára ásamt Jóni Páli Haraldssyni, son-
arsyni sínum, sem er í peysu sem hún prjónaði á hann fyrir um 30 árum.
Ég hef gengið langa leið
– hátt um fjöll og dali
Álfheiður Jónsdóttir á Akureyri verður 100 ára á morgun