Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 5

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 5
Knattspyrnufélagið Þróttur 25 ára Á merkum tímamótum hefur það gjarnan verið vani manna að líta yfir farinn veg og um leið að draga ályktanir af þeirri niður- stöðu til lærdóms og þá til að eiga hægara með að gera sér grein fyrir því hvað f ramtíðin ber í skauti sér og hvernig vinna beri að þeim málaflokkum sem framundan eru. Nú á tuttugu og f imm ára af mælisári Þróttar verður ekki annað sagt en félagið sé búið að festa sig í sessi og sanna tilverurétt sinn. Sem að líkum lætur eiga margir mætir menn og konur þar stór- an þátt í. Þessu fólki verður seint þakkað sem skyldi fyrir fórn- fúst og mikilsvert starf. Fyrstu ár Þróttar á Grímstaðarholtinu minnist maður sem ára mikils félagslffs og stórra vona, sém sumar rættust ekki og aðrar miklu seinna en maður hafði vonast eftir. Það tóksem sagt f immtán áraðfá fastan samastað fyrir félagið fimm ár að koma þeirri aðstöðu í nothæft ástand og það gengur grátlega seint að koma íþróttasvæði okkar í ástand sem viðunandi er. Það hefur verið eindregin stefna stjórnarinnar að félagið ætti sjálft íþróttasvæðið og þ'au mannvirki er á því væru. Nú er svo komið að félagið þarf að gera upp við sig hvort breyting verður á því, þar sem allt starf stjórna félagsins beinist að því að halda gangandi rekstri félagsins er verður umsvifameiri með hverju ári sem líður og þær framkvæmdir sem framundan eru geysif járfrekar. En þær eru að byggja félagsheimili, búningsher- bergi og íþróttahús svo að f ullgera grasvöll og handknattleiksvöll. Á íþróttasviðinu á félagið dýrmætan fjársjóð sem eru öflugir yngri f lokkar bæði í handknattleik og knattspyrnu einnig nýstofn- aða blakdeild, er ég ekki í nokkrum vafa að þetta unga fólk á eftir að halda merki Þróttar hátt á lof ti um ókomin ár. Guðjón Oddsson

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.