Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 7

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 7
Afhending svæðisins. Þann 11. febrúar 1964 samþykkti borgarráð Reykjavikur að gefa Knattspyrnufélaginu Þrótti kost á Iþróttasvæði við Sæviðarsund. 17. október sama ár afhenti svo þáver- andi borgarstjóri i ReykjavikjGeir Hallgrimsson, svæðið formlega i 15 ára afmælishófi félagsins, sem haldið var I Sigtúni við Austurvöll. Þáverandi formaður félagsins Jón Asgeirsson veitti svæðinu viðtöku fyrir hönd félagsins. Félagssvæðið er um 4 hektarar að stærð og takmarkast af Sævið- arsundi að vestan, Holtavegi að norðan, Elliðavogi að austan og Brákarsundi að sunnan. Samkvæmt tyrsta uppdrætti af svæðinu var gert ráð fyrir malar- velli, grasvöllum, handknattleiks- veili, hlaupabraut, iþróttahúsi og félagsheimili, svo eitthvað sé talið. Húsið. Stjórn Þróttar fékk sumarið 1965 gamalt timburhús, járnklætt hjá Reykjavikurborg, en hús þetta stóð við Réttarholtsveg, og átti að rifa það vegna gatnaframkvæmda. Félagsmenn tóku siðan höndum saman og önnuðust flutning á hús- inu i heilu lagi inn á svæðið, þar sem þao -stendur enn þann dag í dag. Margir félagsmenn lögðu hönd á pióginn við flutning hússins og unnu þar gott starf, en eftir að búið var að flytja húsið inneftir og steypa undirstöður stóð það svo hálfklárað I nokkuð langan tima, eða þar til nokkrir félagar tóku sig saman og unnu I sjálfboðavinnu við að inn- rétta húsið og lagfæra. Ekki verða þéír taldir upp hér sem að þessu unnu, þvi hætt er við að einhver kynni að gleymast I þeirri upptaln- ingu, og er þá verr farið en heima setið, en allir sem að þessu unnu eiga þakkir skvldar fyrir. Félags- heirnilíð nefur leyst mikinn vanda félagsins bæði Iþróttalegan og fé- lagslegan, þar sem Þróttur átti engan samastað áður en hús þetta kom til sögunnar. En nú 5 árum eftir að húsið var tekið I notkun er það orðið alltof lit- ið og úr sér gengið af mikilli notkun og ónógu viðhaldi og er það félag- inu lifsnauðsyn að nýtt og fullkomið búnings- og félagsheimili verði reist sem fyrst og ætti það mai að hafa algeran forgang innan stjórn- arinnar, svo notuð séu þekkt orð úr stjórnmálabaráttunni og er það von min að næsta aðalstjórn félags- ins muni vinna að þessu máli af Félagssvæðið Kjartan Kjartansson málarameistari félagsheimilis Þróttar að starfi.

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.