Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 12
Þróttaríjölskyldan
Að koma á heimili þeirra Þor-
valdar Helgasonar og Ásfrfðar
Gfsladóttur að Ásgarði var ákaf-
lega áhrifarikt fyrir undirritaðan.
Kynslóðabil hvað er nú það mundi
fólkið sem þar býr eflaust spyrja,
ef það heyrði þetta útslitna tiskuorð
nútímans. Mér er til efs að
unglingavandamál hafi þekkst á
þvi heimili, og eru þó búnir að vera
unglingar þar I 20 ár. Það voru
þrjár kynslóðir staddar I stofunni
meðan ég rabbaði við heimilis-
fólkið einn eftirmiðdag yfir kaffi og
pönnukökum. Já vel á minnst,
pönnukökurnar hennar frú Ás-
frlðar eiga einnig sína sögu. Hún
var vön að baka pönnukökur,
meðan synirnir léku kappleiki i von
um að hægt væri að halda upp á
sigur. En þær fóru nú víst sömu
leiðina þó leikurinn tapaðist. Sam-
eiginlegt áhugamál heimilisins
lýsir sér vel, er talið berst að
íþróttaiðkunum fjölskyldumeðlim-
anna, þar vissu bæði hjónin mæta
vel um sigrana frá þvl Haukur,
elsti sonurinn var I einu af fyrstu
sigurliðum Þróttar IIV. fl. 1956. Is-
lands- og Reykjavíkurmeistari ’61 i
II. fl. 2 sigrar i II. deild Reykja-
víkurmeistari meistaraflokks ’66.
Þá lék hann nokkra leiki með úr-
valsliðum, sér einkenni hans voru
frábær vinstri fótarskot.
Helgi er næstur I röðinni, hann er
sá þeirra bræðra sem ekki hefur
unnið mót þrátt fyrir yfir 100 leiki
með meistaraflokki. En hann hefur
fært 1 Þróttarheimilið fleiri bikara
en nokkur annar þjálfari félagsins.
Hann hefur unnið frábær s'törf við
unglingaþjálfun hjá Þrótti. í
félagsmálum er vart til það starf
er hann hefur ekki lagt hönd á á
undanförnum árum. Hann er nú-
verandi formaður knattspyrnu-
deildar. Þá erum við komin að Þor-
valdi, sem er aðeins 16 ára. Hann
hefur unnið 6 mótasigra með Þrótti
og er mjög efnilegur knattspyrnu-
maður, sem hefur sýnt frábæra
ástundun við æfingar. Ég vona svo
sannarlega að hann haldi áfram á
sömu braut.
Sigurður er yngstur þeirra
bræðra, en hefur þó verið i sigurliði
Þróttar I 4. flokki. Eitthvað er fjöl-
skyldan óánægð, með aðeins einn
mótasigur hjá honum 14 ára. Og við
fjölskyldurannsókn kom I ljós að
botnlanginn angraði unga manninn
og var hann fjarlægður nýverið og
verður nú ekki unað við neitt hálf-
kák hér eftir hjá Sigurði. Nú halda
víst flestir að upp sé talið, en svo er
ekki, þvl þau hjón eiga tvær dætur
og er sú yngri Margrét gift Guð-
mundi Gíslasyni fyrirliða meist-
araflokks'Þróttar i ár. Þegar ég
spurði frúna hvernig henni hefði
fundist sú sending inn I fjöl-
skylduna sagði hún ágæt, en það er
verst að hinn tengdasonurinn er
ekki i keppni fyrir Þrótt. Ég hef nú
aldrei skilið hvernig hann komst
inn I fjölskylduna sagði Helgi þá.
Hann er góður skákmaður sagði
Siggi og þá var lausnin fundin þar
var hægt að keppa við hann. Dóttir-
in heitir Málfríður og er gift skák-
manni fjölskyldunnar Stefáni Páls-
syni.
— Segðu mér Þorvaldur hver eru
þín fyrstu kynni af Þrótti?
— Þau ná langt aftur fyrir stofn-
dag Knattspyrnufélagsins Þróttar,
þó undarlegt megi virðast. Það er á
árunum 1936-’45, sem við erum með
fótboltafélag með þessu nafni á
Grímstaðarholtinu en þar er ég
uppalinn frá 4 ára aldri. Undir
nafni Þróttar lékum við strákarnir
af Grímstaðarholtinu við ýmis
hverfafélög I Reykjavik. Mér er
alltaf minnisstæður einn leikurinn
við Gammana, en svo hét félag
þeirra á Framnesveginum og þar I
kring. Við höfðum undantekningar-
laust unnið þá, og ekki virtist ætla
að ganga ver nú en áður 6-2 I
hálfleik. En I hálfleik skiptu þeir
inná, nýjum félögum sem gengið
höfðu I félagið meðan fyrri hálf-
leikur var spilaður, og voru þar
komnir Bommi, Jón á 11, Óskar
Sig. og ég held bara allt KR-liðið
frá þeim tlma. Þarna fengum við á
okkur 10 mörk I seinni hálfleik og
töpuðum 12-6. Þá var nú orðið heitt
I kolunum undir lokin. Margir
okkar af Grímstaðarholtinu léku
með Val og Fram á þessum árum,
og urðu meistaraflokksmenn.
Þetta voru skinandi strákar á Holt-
inu i þá daga, þó að einn og einn