Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 19
miskunnarlaust yfir landslýðinn.
En verst af öllu er þó að knatt-
spyrnan skuli vera búin að leggja
undir sig sjónvarpið. I sjónvarpinu
verður þetta allt svo lifandi að hinn
knattspyrnusjúki gleymir stund og
stað. Það er aldeilis voðalegt að
horfa á sllka menn horfa á knatt-
spyrnuleik i sjónvarpinu. Það er
engu likara en þeim finnist þeir
vera með I leiknum. Hrópin, köllin
og stunurnar eru undrunar- og ógn-
vekjandi, en eru þó ekkert I saman-
burði við handleggjasláttinn og
fótaspörkin út 1 loftlð.
Það er af sem áður var að knatt-
uð úti i bæ, heldur hefur hún
nú haldið innreið sina á heimil-
ið á þann veg, að henni verður
ekki þaðan þokað með neinum
tiltækum ráðum. Og það er
fjarri þvi að hugtakið knatt-
spyrnuekkja sé horfið þó knatt-
spyrnumanian sé stunduð inn-
an veggja heimilisins. Ef þú les-
andi góður trúir mér ekki þá
reyndu að komast i samband við á-
hugasaman knattspyrnuunnanda,
sem er að horfa á leik I sjónvarpinu
meö glampandi augu og ljómandi
andlit, og ég fullvissa þig að þú get-
ur það ekki.
Ekkert getur hróflað við hinum
sjónvarpssjúka nema að skotist sé
fram hjá skjánum. Þá rankar hann
um leið við sér og öskrar „hvað er
þetta manneskja, þarftu að stilla
þér upp beint fyrir sjónvarpinu”.
Þetta hlýtur að vera mikið
vandamál þar sem ibúðir eru litlar
og t.d. klósettið er þannig staðsett,
að fólkið verður að ganga fyrir
skerminn, nema þá að hinir fjöl-
skyldumeðlimirnir leggist hrein-
lega á fjóra fætur og skriði undir
geislann. Og svo halda köllin á-
fram: Vááá maður, sástu þetta,
hvllikt spark, og mér sýnist ekki
betur en sparkið sé endurtekið úr
hægindastólnum.
A eftir er svo leikurinn rakinn I
smáatriðum, þannig að ekkert fer
forgöröum. En þið hinar nýgiftu
knattspyrnuekkjur látið ekki hug-
fallast, með æfingunni og árunum
náiö þið talsverðri leikni i að heyra
þetta ekki.
En þrátt fyrir allt, þá þykir okkur
öllum afskaplega vænt um knatt-
spyrnuhetjuna okkar og erum
stoltar i laumi ef liðið „hans” sigr-
ar. Og þessi „smágalli”, hjá hon-
um aö vera svona bandvitlaus I
þessa knattspyrnu, ja, — þá skul-
um við llta I eigin barm — við höf-
um kannski einhverja galla eða á-
vana líka, sem okkar heittelskaði
ber með stakri þolinmæði.
\
|
j.s.
19