Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 21

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 21
tryggðum leikmönnum i hóplþrótt- um sýnt, að af hundrað knatt- spyrnumönnum voru 8,5 sem meiddust svo, að þeir voru frá vinnu i fjóra daga, eða meira. TAFLA 1. Fjöldi meiðsla pr. 100 tryggðra leikmanna. Knattspyrna 8,5 Ishokký 5,2 Handknattleikur 3,2 Bandy 2,8 Það er athyglisvert, að slysum hefur fækkað verulega i handknatt- leik, samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum. Árið 1961 var tiðni meiðsla i hand- knattleik t.d. 6,3, og var handknatt- leikurinn næst efstur á töflunni um tiðni slysa I Iþróttum. Samkvæmt siðustu rannsóknum er talan komin niður I 3,2 eins og sést hér að ofan. — Talið er, að þetta stafi meðal annars af þvi, að undirbúningur handknattleiksmanna siðustu árin, hefur verið miklum mun betri, en áður var, og eins vegna þess, að þjálfarar og liðsstjórar kunna nú meira fyrir sér, og hefur þvi tekist að koma i veg fyrir slys, bæði með betri undirbúningi, og með réttri, og skjótvirkri hjálp á staðnum, — það er um lelð og leikmenn'verða fyrir skakkaföllum á æfingu, eða i keppni. Rannsóknir á vinnustöðum hafa leitt I ljós, að um 10% fjarvista vegna veikinda, eru vegna slysa i Iþróttum. En tiðni iþróttaslysa er vafalaust mun hærri vegna þess, að þau eru oft þess eðlis, að þeir, sem fyrir þeim verða þurfa ekki að vera frá vinnu þeirra vegna. Þannig hafa rannsóknir i Noregi og i Eng- landi sýnt, að knattspyrnumenn meiöast að jafnaði 1—1,5 sinnum hver, á ári. Með aukinni þekkingu, og bættri upplýsingastarfsemi og hvers kon- ar aðferðum öðrum til þess að koma I veg fyrir slys, er unnt að minnka verulega áhættuna, og tiðni slysa I iþróttum. Þetta á t.d. við um allar aðstæður á leikvöllum og við leikvelli, — öryggisráðstafanir af ýmsu tagi, búnað iþróttamanna og alla þjálfun þeirra. Einkum er það þjálfunin sjálf, sem hefur áhrif á það, hvort iþróttamenn meiða sig oft eöa ekki. En þá er lika nauðsyn- legt, að þjálfarar og leiðbeinendur hafi þekkingu á grundvallaratrið- um þjálfunarfræðinnar, viti ná- kvæmlega um eðli hverrar æfingar fyrir sig, hve álagið á likamann er mikið, hvernig likaminn bregst við æfingunum, og hvernig eigi að skipuieggja þær, með tilliti til þess, að sem bestur árangur náist, án þess að álagið sé of mikið fyrir hvern og einn. Þrennt er sameiginlegt með flestum slysum i iþróttum: 1. Slysið verður, þegar áreynslan er mest, eða þegar athyglin er minnst. 2. Iþróttamenn eiga alltaf á hættu, og svipuð atvik og þau, sem gerðust, þegar slys vildi til, komi fyrir aftur, og þvi er ávallt sú hætta fyrir hendi, að meiðsli taki sig upp aftur, einkum ef þau eru ekki full- komlega gróin. 3. Allir vilja byrja æfingar af full- um krafti aftur, eins fljótt og kostur er. Þess vegna eru þeir fúsir til að fara i einu og öllu eftir þvi, sem þeim er ráðlagt, sé eitthvað vit i þvi. Það er ekkert leyndarmál, að margir iþróttamenn eru litt hrifnir af meðhöndlun þeirri, sem þeir fá hjá læknum, sem ekki hafa sér- stakan áhuga á iþróttum. Ástæðan er vafalaust sú, að oftast er um smávægileg meiðsli að ræða, að minnsta kosti litur læknirinn svo á, og oft er þá best fyrir viðkomandi að hvila sig bara þangað til óhætt er að byrja æfingar aftur. Þess vegna ráðleggja læknar gjarnan hvild I einhvern tima, og lita á á- kafa Iþróttamannsins að byrja æf- ingar strax, sem óþarfa og fyrir- hyggjulausa ákefð. En geti iþrótta- maður með einhverju móti flýtt fyrir bata, þá er sá hinn sami þess venjulega albúinn að leggja tölu- vert á sig, til þess að svo megi verða. Og iþróttalæknar vita, að hlé á æfingum, getur haft veruleg áhrif á framfarir iþróttamanna. Þriggja vikna hlé á æfingum getur þýtt 50% minna þol, og allt að 20—30% minni vöðvakraft, hjá vel þjálfuðum manni. Það getur þvi tekið þrjár til fjórar vikur að ná sama þjálfunarstigi aftur. Þarna er þvi um að ræða hálfan annan mánuð, og þarf ekki að fara mörg- um orðum um, hvað það getur haft mikil áhrif á viðkomandi iþrótta- mann, um leið og það hefur ef til vill hinar verstu afleiðingar fyrir félagið hans, sem kannski má ekki við þvi að vera án hans allan þenn- an tima. Auk þess vill óþolin- mæði stundum verða til þess, þegar iþróttamönnum er bara ráðlagt að hvlla sig, og ekkert annað er gert til þess að flýta bata, að þeir byrja æf- ingar og keppni of snemma, og þá er alltaf meiri hætta á að meiðsli taki sig upp að nýju. Nútima iþróttalækningar, eins og þessi sérgrein er nefnd, hafa sann- að, að stytta má verulega þann tima, sem iþróttamenn eru að ná sér eftir meiðsli i liðum, böndum og vöðvum. Það fer að miklu leyti eftir þessu þrennu: 1. Fljótvirkri og árangursrikri meðferð smámeiðsla, STRAX. 2. Mikilvirkri og skipulagðri meðferð á eftir. 3. Þjálfunaraðferðum, sem skipulagðar eru með tilliti til þjálf- unarstigs og meiðsla, þar til unnt er að byrja aftur þar sem frá var horfið. Einkum er það áriðandi að brugðist sé fljótt, og rétt við strax og slys ber að höndum, og þvi fyrr, þvi betra. Nú er það staðreynd, að yfirleitt eru læknar, eða læknis- fróðir menn ekki viðstaddir, er slys verða I íþróttum. Þess vegna verða þjálfarar, eða liðsstjórar að geta veitt fyrstu hjálp, til að bera lág- marksþekkingu á meðferð iþrótta- slysa, að minnsta kosti þeirra al- gengustu. Hér á eftir verður leitast við að draga fram það helsta, sem máli skiptir i þessu sambandi, og enn- fremur verður litillega getið um meiriháttar slys, og greint frá þvi, sem helst ber að forðast, ef þau ber að höndum. ....Með þessum orðum lýkur inn- ganginum, en bæklingnum er skipt I marga kafla. Fyrst er fjallað um það, sem gerist i likamanum við slys, — siðan er kafli um hjálp á staðnum og er honum skipt i átta sérflokka. Þvi næst er kafli þar sem fjallað er um framhaldsmeð- ferð , og i kaflanum um algengustu meiðsli Iþróttamanna eru rakin þau meiðsli, sem helst er hætta á að iþróttamenn verði fyrir, og greint frá þvi, hvernig best er að bregðast við þeim. Loks er sérstakur kafli um alvarleg meiðsli, og siðast er fjallað um undirbúning iþrótta- manna, sérstaklega með tilliti til þess að unnt sé að koma i veg fyrir slys og meiðsli. Bæklingurinn er myndskreyttur, — útgefandi er Iþróttasamband ts- lands, og hjá 1S1 er unnt að fá hann keyptan. Astæða er til þess að hvetja alla Iþróttamenn, og alveg sérstaklega þjálfara og leiðbeinendur til þess að verða sér úti um bæklinginn, og lesa hann. Loks þykir blaðstjórninni rétt að benda á, að Jón hefur einnig þýtt og staðfært tvo kafla i Knattspyrnu- handbókinni, sem Hilmir gaf út 1970, báðir mjög fróðlegir. Er ann- ar um þjálfun knattspyrnumanna, og hinn um meiðsli, einkenni þeirra og meðhöndlun. 21

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.