Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 40

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 40
Knattspymuannáll 1963-1974 1963 Meistaraflokkur vann einu sigr- ana, sem félagið vann á árinu þ.e. II. deildina og afmælismót Víkings i innanhússknattspyrnu. Þá lék flokkurinn til úrslita I Reykja- vikurmótinu gegn Val, en varö aö lúta i lægra haldi. Einn Þróttari var valinn I is- lenska landsliöiö. en þaö var Axel Axelsson, og er hann eini knatt- spyrnumaöur félagsins, sem valinn hefur veriö I A-landsliö. Þá voru 2 aörir leikmenn valdir i úrvalsliö. Þeir: Jens Karlsson og Jón M. Björgvinsson. Þjálfari flokksins var ungverjinn Simonyi Gabor, og átti hann mik- inn þátt i velgengni flokksins. 1. flokkur hélt áfram aö vera vandræöabarn félagsins og hlaut ekkert stig úr leikjum sumarsins og skoraöi 12 mörk gegn 49. 2. flokkur var varla til, þvi aðeins 6 piltar mættu á inniæfingar og á- standiö batnaði ekki þegar útiæf- ingar hófust, og var þá það ráö tek- iö aö láta 2. flokk æfa með meistara og 1. flokk, undir handleiöslu Gabors, en allt kom fyrir ekki. Flokkurinn lék aöeins 4 leiki um sumarið og tapaöi öllum, gaf 4 leiki og var dreginn úr haustmótinu. 3. flokkur, er sá flokkur, sem staðið hefur sig bezt af yngri flokk- unum. Hlaut flokkurinn 12 stig úr mótum sumarsins og skoraði 21 mark gegn 27. Æfingar voru yfir- leitt vel sóttar undir stjórn Þorvaröar Björnssonar. Þá fór flokkurinn i vel heppnaða ferö til Danmerkur. 4. flokkur stóö sig öllum vonum framar. Sölvi óskarsson hefur þjálfaö þennan flokk með sllkum ágætum aö undur má kallast, þvi Reykjavikurmeistarar Þróttar 1966. Aftari röð f.v.: Guöjón S. Sigurösson form. Þrótt- ar, Kjartan Kjartansson, Jens Karlsson, örn Steinsen sem jafnframt var þjálfari, Axel Axelsson, Eyjólfur Karlsson, Halldór Bragason, Jón M. Björgvinsson, ólafur Bryn- jóifsson og Steinþór Ingvarsson form. knattspyrnunefndar. Fremriröö: Gunnar Ingvarsson, Ómar Magnússon fyrirliði, Guttormur Ólafsson, GIsli Valtýsson, Eysteinn Guðmundsson, Eövarö Geirsson og Haukur Þorvaldsson. flokkurinn varö I neðsta sæti I Reykjavlkurmótinu en I 2. sæti I haustmótinu. Æfingasókn var góð allt sumariö. 5. flokkur var þjálfaralaus aö kalla, þvl nokkrir menn höföu byrj- að þjálfun en allir gefist upp. Þvl varö uppskeran eins og til var sáö, flokkurinn fékk ekkert stig um sumariö og skoraði 2 mörk og fékk á sig 78. Knattspyrnunefnd var þannig skipuð: Jens Karlsson form., Haukur Þorvaldsson, Ómar Magnússon, Halldór Bachmann, og Simonyi Gabor. 1964 Ekki er hægt að segja aö afmælisáriö hafi fært mikla gleði, til þess var árangur flokkanna allt- of lélegur en aðeins einn flokkur stóð upp úr þ.e. 3. flokkur undir stjórn Sölva Óskarssonar. Meist- araflokkur lék I fyrstu deild og féll niður I 2. deild aftur eftir aukaleik viö Fram. Þróttur fékk 3 heimsóknir er- lendra knattspyrnuliöa og skal þar fyrst telja Middlesex Wanderers A.F.C., sem er úrvalsliö breskra á- hugamanna, sem hingaö komu fyrir tilstilli formanns K.S.l. Björgvins Schram. Lék liðið hér 3 leiki, hinn fyrsta við 1. deildarliö Þróttar, tapaði Þróttur þeim leik 1- 5, er það I fyrsta sinn sem m.fl. Þróttar leikur óstyrktur gegn er- lendu liði. Þá lék liðiö gegn K.R. og varð jafntefli 3-3, og siöasta leikinn gegn úrvali K.S.l. og sigraði Middlesex Wanderers með 6-1. Önnur heimsókn var frá Holbæk, en góö samskipti hafa tekist við það félag. Léku danirnir 5 leiki hér á landi, þar af tvo i Vestmannaeyj- um, þar sem þeir unnu annan en töpuðu hinum, en I Reykjavik léku þeir tvo leiki gegn Þrótti, sem end- uöu 3-3 og 1-0, fyrir Þrótti, og við Vlking og unnu danirnir þann leik. Þá tók félagið á móti 3. flokks liði frá Söborg I Danmörku og lék liðið einn leik gegn Þrótti á Melavelli og sigraði Þróttur 3-0. 1965 Arið 1965, varð heldur skemmti- legrra en árið á undan, tveir móts-

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.