Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 43

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Side 43
Fyrstu silfurdrengir Þróttar af nýja svæöinu, Haukur Andrésson, Þorvaldur I. Þor- valdsson og Arsæll Kristjánsson, ásamt þjálfaranum Helga Þorvaidssyni. son, Sölvi óskarsson, ólafur Brynjólfsson og Þorvarður Björns- son. 1969 Árið 1969 er timamótaár I sögu knattspyrnunnar hjá félaginu. Fé- lagið fær þá loksins fastan sama- stað er völlurinn og félagsheiinilið við Sæviðarsund eru vigð um vorið. Einnig var stofnuð knattspyrnu- deild, en áður hafði aðalstjórn skip- að knattspyrnunefnd árlega. Strax og æfingar hófust á nýja vellinum hópuðust ungir drengir i félagið og var svo komið að yfir 100 drengir voru skráðir i 4. og 5. fl. Árangur flokkanna var ekki sem verstur ef frá er talinn m.fl. sem var i algjöru lágmarki. Tapaði flokkurinn öllum leikjum sinum i Reykjavikurmót- inu og varð að leika aukaleik um fallið i 3. deild. 1. flokkur stóð sig allra flokka bezt og hlaut 15 stig úr leikjum sumarsins. Þjálfari beggja flokk- anna var Sölvi Óskarsson. 2. flokkur átti I mikjum erfiðleik- um þetta árið, og er það mest að þakka þeim Gunnari Gunnarssyni og Þór Ottesen, leikmönnum flokksins, að liðið mætti til leiks I Reykjavikur- og tslandsmóti, en liðið var dregið úr haustmótinu. 3. flokkur skipti oft um þjálfara en að. lokum tóku þeir ólafur Brynjolfsson og Eysteinn Guð- mundsson, að sér þjálfun flokksins og sótti hann sig er leið á sumarið. Flokkurinn fór 1 vel heppnaða keppnisferð til Danmerkur I boði Holbæk og lék þar nokkra leiki. 4. flokkur stóð sig allsæmilega þegar þess er getið að piltarnir voru reynslulitlir, en þeir sóttu sig er leið á sumarið. Þjálfari var Guð- mundur Vigfússon og naut hann að- stoðar Sigurðar Sigurðssonar. Sama má segja um 5. flokk, reynsluleysi háði honum mikið en flokkurinn tapaði sjaldan illa og vann nokkra góða sigra. Þá var í fyrsta sinn sent lið i B-liðs mót 5. flokks. Þjálfarar voru þeir: Helgi Þorvaldsson og Sigurð ur Pétursson, og höfðu þeir ærinn starfa. Deildin hélt 20 ára afmælismót I innanhússknattspyrnu og var keppt um grip, sem Albert Guðmundsson formaður K.S.Í. gaf. Sigurvegari var I.B.K. Danska liðið Tasstrup kom hing- að til lands i boði l.A. og voru dan- irnir gestir Þróttar I 3 daga og sáu Magnús V. Pétursson og óskar Pétursson um móttöku. Fyrstu stjórn hinnar nýstofnuðu deildar skipuðu þeir: Jón Magnús- son, form., Guðmundur Vigfússon, Guðjón Oddsson, Jens Karlsson og Ólafur Brynjólfsson. 1970 Loksins kom að þvi, að Þróttarar gætu farið að bera höfuðið hátt. Ár- angur sumarsins var slikur að ekk- ert stóru félaganna gat lengur talið sig öruggt um sigur fyrir fram i yngri flokkunum. Hæst ber sigur 5. flokks A i Reykjavikurmótinu, en flokkurinn sigraði með miklum yf- irburðum og tapaði ekki einu stigi og var 4 stigum á undan næsta liði. Flokkurinn sigraði einnig með yfir- burðum i sinum riðli i íslandsmót- inu, en i úrslitum i Suðurlandsriðli vann lið K.R. 1-0 en tapaði fyrir Val 1-3 i raunverulegum úrslitaleik mótsins, þvi Valur burstaði mót- herja sina i aðalútslitunum. Liðið tapaði aðeins 2 leikjum af 19 allt sumarið. Þá stóðu B og C liðin sig allvel og var B liðið mjög nálægt sigrum i mótum sumarsins. Þjálfarar flokksins voru þeir Helgi Þorvalds- son og Guðmundur Gislason. 4. flokkur stóð 5. flokki ekki langt að baki, þó ekki tækist honum að sigra i neinu móti sumarsins, en flokkurinn stóð hinum félögunum ekkert að baki. A-liðið vann 11 leiki og tapaði aðeins 5, en B-liðið hlaut 13 stig af 30 mögulegum. Þjálfarar voru þeir: Guðmundur Vigfússon og Sigurður Sigurðsson. 3. flokkur stóð sig nokkuð sæmi- lega og hlaut 11 stig af 32 möguleg- um. B-liðið tók aðeins þátt i Reykjavlkurmótinu og hlaut 1 stig. Þjálfari var Ólafur Brynjólfsson. Annar flokkur stóð sig ekki sem skyldi og hlaut aðeins 7 stig af 30 mögulegum. Þjálfari var Axel Axelsson. Meistara og 1. flokkur voru þjálfaralausir fram að júnibyrjun en þá tók Eysteinn Guðmundsson að sér þjálfunina. Ekki er hægt að búast við miklum árangri þegar þjálfari fæst svo seint. Flokkurinn fékk 3 stig úr Reykjavikurmótinu og 15 stig úr Islandsmótinu úr 14 leikjum. Þá féll liðið úr bikar- keppni i fyrsta leik. Aður hafði liðið tekið þátt i vetrarmótum K.R.R. og K.R.H. Varð liðið I fyrsta sæti i K.R.H. mótinu ásamt Breiðabliki en aldrei var leikið til úrslita. 1 K.R.R. mótinu hlaut liðið 5 stig i 5 leikjum. Þá fór flokkurinn til Þýzkalands I mjög vel heppnaða keppnisferð og þar kom raunveruleg geta flokks- ins i ljós. Fyrsti flokkur stóð sig vonum framar og hlaut 14 stig I 20 leikjum. Knattspyrnudagur Þróttar var haldinn i fyrsta sinn til að kynna foreldrum yngri félaganna starf deildarinnar. Heppnaðist dagurinn 43

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.