Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 53

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Síða 53
Skotlandsferð 3. f lokks 1974 Um mánaðamótin júll-ágúst héldu Reykjavikurmeistarar Þróttar I 3. flokki til Skotlands til að endurgjalda heimsókn skoska liðsins Drumchapel til íslands fyrr um sumarið. A meðan á dvölinni stóð bjó flokkurinn, sem taldi 19 leikmenn og 3 fararstjóra, I Anniesland College I Glasgow, en allan veg og vanda af dvölinni hafði David Moyes sem er mörgum Islend- ingum kunnur fyrir frábær störf sln að samskiptum Islenskra og skoskra unglingaliða, og var alveg furðulegt hvað hann komst yfir á einum degi, en fyrir utan að sjá um móttökurnar, þá þjálfaði hann liðið og mátti strax sjá framfarir hjá þvl. Flokkurinn lék 4 leiki I ferðinni og var sá fyrsti gegn Campbeltown og var það eini leikurinn á grasi. Sigraði Þróttur með 1-0. Annar leikurinn var gegn Drum- chapel sem hafði harma aö hefna frá íslandi, en þar hafði liðið tapað 3-5 og gert jafnt 2-2 gegn Þrótti. Ekki var útlitið gott þegar 15 mlnútur voru eftir, þvl þá höfðu skotarnir yfir 3-0, en þessar mlnút- ur dugðu til að jafna 3-3. Næst var leikið gegn Motherwell sem var langsterkasta liðið sem leikið var gegn, en þeir piltar hljóta sömu þjálfun og 1. deildarlið fé- lagsins. Þróttararnir létu það ekki á sig fá, heldur léku sinn besta leik á sumrinu og komust I 2-0 áður en skotarnir áttuðu sig, en skoskir knattspyrnumenn gefast ekki upp fyrr en dómarinn flautar af og tókst þeim að jafna fyrir leikslok. Slðasti leikurinn var svo gegn úr- valsliði frá Glasgow og var hann jafn fram á siðustu mínúturnar en þá sigldu skotarnir framúr og sigr- uðu 4-2. Eftir leikinn gegn Motherwell hringdu forráðamenn nokkurra fé- laga I David og báðu um leiki við Þróttarana, því þaö þótti mikið af- rek að gera jafntefli við þetta sterka lið. Milli þess sem piltarnir léku var farið með hópinn I ýmsar ferðir, t.d. var farið upp I Hálöndin þar sem siglt var á Lock Katrine, farið I dýragarð þar sem dýrin ganga laus, og ekið til Edinborgar og kastalinn skoðaður. Þá var flokkn- um boðið ,að skoða leikvelli Celtic og Rangers, og rúslnan I pylsuend- anum var svo leikur milli þessara erkifjenda á Hampden Park þar sem Celtic sigraði eftir vltaspyrnu- keppni. Einn daginn var farið I heimsókn I Pollok House, en þar er mikið listaverkasafn. Eftir nokkur ræðu- höld úti undir berum himni var lagið tekið og tveir hópar af þjóð- verjum kveðnir I kútinn. Á eftir voru þegnar veitingar og safnið skoðað. Næst slðasta kvöldið sem dvalist var I Skotlandi að þessu sinni var efnt til kveðjuhófs I skólanum og var þar margt um manninn þvl piltarnir höföu eignast marga vini. Var skipst á gjöfum og var skólan- um afhent málverk af Vestmanna- eyjum frá Þrótti og Stjörnunni I Garöahreppi sem var með 3. flokkslið sitt I heimsókn á sama tlma. Til að sýna David Moyes þakklæti sitt keyptu piltarnir fall- egan bakka sem þeir létu grafa I kveðju til hans og afhentu honum I kveðjuhófinu. Þá voru honum færð- ar gjafir frá fararstjórum og félög- unum. Fararstjórar I ferðinni voru: Júllus Óskarsson, Helgi Gunnars- son og Helgi Þorvaldsson. H.Þ. Reykjavíkurmeistarar 3. flokks 1974. Standandi f.v. Helgi Þorvaldsson þjálfari, Rúnar M. Sverrisson, Kristinn Erlendsson, Haukur Hafsteinsson, Haukur Andrésson, Baldur Hannesson, Ottó Hreinsson, Siguröur K. Pálsson, Már Jóhannsson. Sitjandi f.v. Stefán Stefánsson, Magnús B. Magnússon, Ársæll Kristjánsson, Sigurgeir Sigmundsson, Siguröúr Pétursson, Þorvaldur t. Þorvaldsson fyrirl. Sverrir Einarsson og Baidur Guögeirsson. 53

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.